24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 62

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót” M.K MBL Falleg, fyndin,sönn og kvenleg” V.G Bylgjunni “Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta” Jón Viðar DV 3 SÝNINGAR EFTIR SUN 25. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS FIM 29. MAÍ NÆST SÍÐASTA SÝNING SUN 1. JÚN SÍÐASTA SÝNING „Til hamingju Regína Ósk og Friðrik Ómar. Það var alveg ynd- islegt að sjá þau í gærkveldi. Þau voru bæði svo björt og falleg og krafturinn og gleðin sem fylgdi þeim alveg magnaður. Þetta var frábært og áttu þau svo sann- arlega skilið að komast áfram.“ Áslaug Ásmunds aslaugas.blog.is „Þessi stelpa fer í Eurovision. Svo mælti Vanda Sigurgeirsdóttir, þá forstöðumaður Ársels, eftir að Regína hafði rúllað upp söng- keppni Ársels fyrir 17 árum. Stuttu seinna vann hún söng- keppni félagsmiðstöðva og þaðan lá leiðin í MH. Regína er engin kórstelpa, svo mikið er víst.“ Oddný Sturludóttir oddny.eyjan.is „Jeij það verður Júróvisionpartí! Ég gleðst yfir góðu gengi fulltrúa okkar í Júróvision að hafa komist upp úr þessari undankeppni og þar með gefið mér ástæðu til að halda partí á laugardaginn. Við fjölskyldan erum algerir Júróvi- sion-nördar og þetta er fastur viðburður eins og jólin.“ Drífa Baldursdóttir kommunan.is/drifa BLOGGARINN Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Á fimmtudagskvöld létti Euro- bandið bölvuninni er hefur hvílt á Íslendingum frá því að forkeppni Eurovision var tekin upp árið 2005. Það árið hlaut Eurovision- hetja okkar, Selma Björns, ekki náð fyrir augum Evrópubúa. Síðustu tvö ár getum við sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Árið 2006 send- um við einkabrandara sem enginn nema við skildi og í fyrra gamlan rokkhund (og fyrrverandi Evr- óvisjón-liðhlaupa!) sem enginn hafði samúð til að klappa fyrir nema við. Í kvöld geta Íslendingar svo loksins, loksins haldið aftur Eurovision-partí á laugardegi! Saman náum við árangri „Þetta var skemmtilegt sjokk og svo kom spennulosun. Við ætlum bara að halda áfram að vinna,“ segir Regína Ósk, svo ham- ingjusöm að hún hlær á eftir hverri setningu. „Við ætluðum okkur að komast áfram og allt annað er í rauninni bónus. Það liggur við að okkur sé sama hvar við endum fyrst við erum komin þetta langt. Ísland hefur ekki verið hérna í fjögur ár, þannig að þetta er sætur sigur fyrir okkur.“ Móðir Regínu vinnur hjá Sam- skipum er hefur notað slagorðið „Saman náum við árangri“. Nú virðist fyrirtækið hafa tekið upp fólksflutninga. „Ég hringdi í mömmu eftir for- keppnina á fimmtudag og þá sagði hún mér að forstjórarnir hjá Sam- skipum, þar sem hún vinnur, hefðu hringt í sig og boðið sér út, með hóteli og öllu. Ég fékk nokkur tár í augun því það var alltaf ósk mín að hafa þau í salnum. Ég myndi nefnilega segja að þetta væri stærstu augnablikið á mínum ferli.“ Hún segir þau Friðrik þó ekkert stressuð. Að þau stundi sína hug- leiðslu áður en farið sé á sviðið og innst inni hafi þau vitað að þau kæmust áfram. „Við erum búin að ákveða til- finninguna fyrir fram sem við ætl- um að finna á sviðinu. Við notum tilfinninguna sem við fundum þegar við unnum heima, og höld- um í hana. Þetta er í öruggum höndum. Við eigum margt eftir að gefa og við biðjum Íslendinga um að senda okkur áfram þessa góðu strauma sem við finnum fyrir.“ Regína Ósk fékk óvæntan glaðning frá Samskipum Pabbi og mamma mætt til Belgrad Eurobandið keppir til úr- slita í Eurovision í kvöld. Regína Ósk fékk óvæntan glaðning þegar foreldrar hennar mættu til Belgrad í gær. Hún og Friðrik eru óstressuð og stefna hátt. Eurobandið Sigurvegarar. Íslenski hópurinn Er í skýjunum yfir góðu gengi. HEYRST HEFUR … Litrík auglýsing Húsasmiðjunnar/Blómavals er skartar Sigga úr Hjálmum og vinkonu hans í flottu gervi hefur vakið gríðarlega athygli. En það sem færri vita er að Sprengjuhöllin semur og flytur lag- ið sem hljómar undir. Markaðsstjóri Húsasmiðj- unnar hefur verið spurður mikið út í lagið og þá vilja flestir vita hvort Sprengjuhöllin ætli sér ekki að skella laginu í fulla lengd og gefa út. bös Það er nóg að gera hjá Geir Ólafs þessa dagana en hann undirbýr nú útgáfu þriðju breiðskífu sinnar. Þar heldur hann uppi hætti sínum að syngja krúnara-slagara við undirleik stórsveitar. Sú nýjung verður þó í þetta skiptið að þekktum lögum hefur verið snarað yfir á íslensku með aðstoð Þorsteins Eggertssonar. Píanóleikari Franks Sinatra kemur hingað til lands í ágúst til að leika á plötunni. bös Gífurleg söluaukning varð á plötu Eurobandsins í verslunum Skífunnar í gær. Það sem kemur þó mest á óvart er að það eru ekki krakkarnir sem kaupa heldur aðallega konur í kringum þrítugt að sögn starfsstúlku þar. Einnig hefur nýútgefið safnbox er inniheldur 100 vinsæl eurovisionlög selst eins og heitar lummur. Greinilegur undirbúningur fyrir eurovisionpartí kvöldsins þar á ferð. bös „Hjartað mitt er að springa úr stolti,“ segir hás Páll Óskar Hjálm- týsson en hæsi Páls er hægt að rekja til gífurlegra fagnaðarláta eft- ir frammistöðu Eurobandsins í forkeppni Eurovision á fimmtu- dagskvöldið. „Friðrik Ómar og Regína eru að stimpla sig inn sem söngvarar í fremstu röð, sem sýndu það og sönnuðu það í gær að þau eru ekki bara góðir söngvarar heldur geta þau líka sungið undir álagi. Á stund sannleikans sem þessar þrjár mínútur eru.“ Páll segir að kvöldið hafi ekki bara verið stór sigur fyrir Friðrik og Regínu heldur líka fyrir höfund lagsins, Örlyg Smára. „Ég er glaður fyrir hönd Örlygs Smára sem er svo sannarlega að stimpla sig inn sem popplagahöf- undur samtímans. Hann er tón- skáld sem hefur alveg sérstaklega gott eyra fyrir góðum melódíum og er með hjartað á réttum stað.“ Páll segist vera bjartsýnn á gott gengi Eurobandsins í kvöld og spá- ir Íslandi inn á topp tíu, jafnvel topp fimm. „Allar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar í pottinn og það er ekki slæmt fyrir okkur. Það er frá- bært að við séum númer ellefu í röðinni, á eftir Póllandi. Frábært að við séum með danslag á eftir power-ballöðu frá konu sem er með lögheimili í ljósabekk. Þetta er algjör draumastaða og það sakar ekki að við erum búin að fá góð viðbrögð við þessu lagi, bæði frá vestri og austri.“ Í kvöld mun síðan Páll blása til síns árlega Eurovision-teitis á Nasa þar sem verður mikið um dýrðir. viggo@24stundir.is Páll Óskar stoltur af Eurobandinu Draumastaða fyrir lokakvöldið Páll Óskar bjartsýnn Spáir Íslandi góðu gengi í Eurovision þetta árið. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 1 4 8 3 5 9 7 6 3 6 5 1 9 7 8 2 4 8 7 9 4 2 6 1 3 5 5 8 1 6 7 9 2 4 3 9 4 7 2 1 3 5 6 8 6 2 3 5 8 4 7 1 9 4 5 8 7 6 1 3 9 2 7 9 6 3 5 2 4 8 1 1 3 2 9 4 8 6 5 7 Ég þarf sirka svona mikið af bókum. 24FÓLK folk@24stundir.is a Það kemur í ljós við uppgjör, en þegar meirihluti landsmanna safn- ast saman við sjónvarpið, þá er það hverrar krónu virði. Jæja Þórhallur, hver er svo kostnaðurinn við þátttöku Íslands í Eurovision? Þórhallur Gunnarsson er dagskrárstjóri RÚV, en hann lét hafa eftir sér á mbl.is í gær, að eftir að Ísland komst áfram úr riðli sínum væru fjölmiðlar steinhættir að spyrja hann um kostnaðinn við þátttökuna í keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.