24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir Ágætu Skagamenn. Mér þykir nauðsynlegt að leið- rétta þær „staðreyndir“ sem Magn- ús Þór Hafsteinsson hefur að und- anförnu lagt á borð fyrir bæjarbúa á Akranesi. Bakgrunnurinn Áður en formleg beiðni um móttöku flóttafólks barst bæjaryf- irvöldum, þá hafði borist óformleg beiðni til að gefa sveitarstjórnum svigrúm til þess að kynna sér mál- ið. Haldnir voru óformlegir kynn- ingarfundir sem Magnús Þór Haf- steinsson sat. Hann tjáði sig ekkert um málefnið á þessum fundum eins og komið hefur fram opinber- lega. Magnús Þór var mér ósam- mála í þessu máli og vildi ekki gera neinar málamiðlanir. Því fór sem fór. Í málflutningi Magnúsar Þórs Hafsteinssonar hafa komið fram margar villandi og rangar upplýs- ingar og verður reynt að leiðrétta hluta þeirra hér. Samsetning hópsins Strax á fyrsta fundi með starfs- manni félagsmálaráðs, var sagt að hingað til lands myndu koma ein- stæðar mæður. Ástæðan fyrir því að sá hópur varð fyrir valinu er að vel er búið að einstæðum mæðrum hér á landi. Er þar átt við bæði fé- lagsleg viðhorf og opinbera aðstoð, ólíkt mörgum öðrum löndum. Einstæðar mæður eru konur í barneign og aðeins eldri. Við get- um gert ráð fyrir að þessar konur séu á aldrinum u.þ.b. 20-45 ára. Fjölskyldustærð er ókunn þar sem það á eftir að velja þær konur sem hingað koma. Þær sem hljóta stóra „lottóvinninginn“, ef svo má að orði komast, eru þær konur sem líklegt er að aðlagist hér á landi. Um fjölda barnanna er ekki vitað enn. Á öðrum kynningarfundi, sem m.a. starfsmaður félagsmálaráðs, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar og framkvæmdastjóri Flóttamanna- hjálpar Rauða krossins mættu á, kom það skýrt í ljós að samningur yrði gerður við sveitarfélagið um móttöku á flóttafólki, ef til þess kæmi. Þessi samningur fæli í sér að ríkið myndi greiða þann kostnað sem fellur til við að hjálpa þessum konum og börnum að verða full- gildir íbúar. Gert er ráð fyrir að þetta ferli taki tvö ár. Skólamál og fleira Akraneskaupstaður er að byggja 6 deilda leikskóla og því munum við hafa næg leikskólapláss. Gert er ráð fyrir að bygging nýs grunnskóla hefjist sem fyrst og fyrsti áfangi verði tekinn í notkun 2010. Verið er að fara í aðgerðir til þess að koma upp bráðabirgðahúsnæði sem mun leysa húsnæðisþörfina þangað til. Þess má geta að sá stuðningur sem þessar konur og börn þurfa er atvinnuskapandi, sér í lagi fyrir konur. Ástæðan fyrir þeim rök- stuðningi er sú að konur sækja meira í störf sem snúa að félagsleg- um, kennslu- og umönnunarmál- um. Í dag, þegar þetta er skrifað, eru Akurnesingar orðnir 6500 talsins. Okkur hefur fjölgað um 500 manns síðan í febrúar 2007. Þrátt fyrir það hefur Akraneskaupstaður sinnt sínum skyldum við þessa nýju íbúa af sömu skyldurækni og aðra Akurnesinga. Því skyldum við ekki geta haldið því góða starfi áfram þó svo að íbúafjöldi aukist um 30 manns til viðbótar? Eða ætlum við að nota þau rök að velferðarkerfi Akraneskaupstað- ar sé virkilega svo útþanið að við verðum að setja skilti við afleggj- arann sem stendur á: „Því miður þá getum við ekki tekið á móti fleira fólki. Vinsamlegast flytið annað“? Húsnæðismál Í upphafi ferlisins leigir ríkið íbúðir á hinum almenna leigu- markaði fyrir þessar fjölskyldur. Það er enginn á götunni hér á Akranesi. Allir eiga sér samastað og ég veit ekki um neinn sem þarf að búa í tjaldi eins og þessir flótta- menn þurfa að gera. Sá biðlisti sem er eftir félagslegu húsnæði er vegna þess að Akranes- kaupstaður á mjög fáar íbúðir til útleigu. Það er og hefur verið stefna sveitarfélagsins í mörg ár að eiga ekki nema lágmark af slíkum íbúð- um vegna mikils rekstrarkostnaðar við þær. Það hefur verið talið hag- kvæmara að leigja slíkar íbúðir á almennum markaði. Enginn flóttamaður hefur for- gang á biðlista eftir þessum fáeinu félagslegu íbúðum sem Akranes- kaupstaður á. Lagt er upp með það að eftir aðlögun verði þeir þegnar þessa samfélags og hlíti sömu reglum og aðrir. Atvinnumál Með stækkandi sveitarfélagi eykst fjölbreytni og störfum fjölgar. Hví ætti Akranes að verða eitthvað öðruvísi en önnur sveitarfélög í þeim efnum? Ríkið bindur svo um hnútana að þessar einstæðu mæður verða ekki á framfæri sveitarfélagsins. Ég blæs á þau rök að þessar kon- ur eigi að hafa forgang að störfum. Hið rétta er að það er val hvers at- vinnurekanda að ráða til sín þá að- ila sem þeir kjósa. Lokaorð og niðurstaða mín Ég get ekki með nokkru móti komist að sömu niðurstöðu og Magnús Þór Hafsteinsson um getuleysi Akraneskaupstaðar til að taka á móti þessum flóttamönnum. Því býð ég þá, þessar einstæðu mæður og börn þeirra, velkomna og er stolt af því að vera þátttak- andi í því að bjarga nokkrum frá vægast sagt ömurlegum ævidögum og afhenda allt að 30 manns stærsta „lottóvinning“ sem þau geta nokkurn tímann fengið. Akurnesingar, stöndum saman og sýnum hversu megnug við er- um. Gefum þessu fólki betra líf. Höfundur er formaður bæjarráðs Akraness Um fyrirhugaða komu flóttafólks UMRÆÐAN aKaren Emilía Jónsdóttir Ég blæs á þau rök að þessar konur eigi að hafa forgang að störfum. Hið rétta er að það er val hvers atvinnu- rekanda að ráða til sín þá aðila sem þeir kjósa. Sumum finnst þetta í lagi þar sem olíufélög- in „stálu“ af fólkinu með sínu samráði, aðr- ir segja að myndavélar ættu að vera á öðr- um stað en þær eru núna og svo eru aðrir sem segja þetta vegna þess að eldsneyti er dýrt. Margrét Össurardóttir á blog.is Það er nú ekkert skrýtið að fólk skuli gera þetta. Sumir líta svo á að þeir séu að ná til baka því sem olíufélögin stálu af þeim með verðsamráði og með óeðlilegum viðskiptaháttum. Finnbogi Vikar á blog.is Menn redda sér. Þegar orkan kostar of mikið byrja menn að stela. Við þurfum almennilegan orkugjafa. Jón Finnbogason á blog.is Nú er ég hissa. Það þarf hugmyndaflug til að framkvæma svona fá- ránlega hluti. Þarf maður að taka númeraplöturnar inn á kvöldin og með sér í vinnuna á daginn? Sigga Svavars á blog.is BLOGGAÐ UM FRÉTTIR Allt í lagi? am í þj stu Barnahússt.d. læknisrannsókn á börnum eða Undanfarna daga hafa starfsmennbensínstöðva orðið varir við að ábílum sem ekið er á brott án þessað greitt hafi verið fyrir bensín erunúmer sem tilheyra ekki viðkom-andi bílum. Þegar starfsmennSkeljungs hringdu í eiganda einsbílnúmersins brá honum í brún,samkvæmt heimildum 24 stunda.Hann fór og kannaði ástandið á bílsínum sem var í geymslu á vöktuðu svæði og komst þá að því að búið var að stela númeraplötunum af bílnum.Brynjar Pétursson, sem sér um tjónamál hjá Olís, segir alltaf eitthvað um það að ökumenn stingi af án þess að greiða fyrir bensín. ,,Það hef- ur nýlega komið tvisvar fyrir að menn hafi verið á bílum með núm- eraplötur sem passa ekki við bílana. Við sáum einnig sama númers- lausa bílinn koma þrisvar sinnum fyrr í vetur og stinga af.“ Ómar Jóhannsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva hjá N1, segir menn koma með stolnar númeraplötur til að stela eldsneyti en þó ekki í miklum mæli. ibs Stela númerum og bensíni Unnið að rann- Eft hly Jak inn Rey mill þeim í hús24stundir 23. maí - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða Lyf skipta sköpum! „Lifnaði ekki við fyrr en 2005!“ Kristín Guðmundsdóttir, nemandi við enskudeild Háskóla Íslands. „Ég hef þjáðst af liðagigt frá því árið 2000. Frá þeim tíma stjórnaðist líf mitt nær algjörlega af sjúkdómnum. Vegna sársauka gat ég hvorki mætt í skólann né sinnt öðrum störfum. Í júlí 2005 fékk ég loksins lyf sem gerbreyttu öllu. Það er þeim að þakka að ég lifnaði við á ný og get nú stundað nám að fullu og lifað eðlilegu og sársaukalausu lífi.“ E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.