24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 30. maí. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Þú getur valið um að bóka flugsæti eingöngu eða flug og hótel í Montreal. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal 30. maí frá kr. 23.990 báðar leiðir Allra síðustu sætin! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 23.990 - báðar leiðir Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, sértilboð 30. maí. Verð kr. 59.990 - flug og gisting Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Les Suites Labelle *** eða Hotel Le Roberval *** m/morgunverði í 7 nætur, sértilboð 30. maí. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Það lærði ég ungur að sumu fólki gerir maður of hátt undir höfði með því einu að leiða að því hugann. Þó hefur mér undanfarna daga öðru hverju orðið hugsað til Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Það uppistand sem hann hefur staðið fyrir á Akranesi vegna þess að þangað áttu og eiga vonandi enn að koma palestínskir flóttamenn frá Írak er þvílík hneisa að ef Magnús hefði snefil af sjálfsvirð- ingu ætti hann að skammast sín. Þetta er þó sennilega ekki nógu nákvæmlega að orði komist hjá mér. Því sennilega hefur Magnús Þór Hafsteinsson einhver ósköp af sjálfsvirðingu. Það sem hann virðist hins vegar skorta nokkuð átakanlega er virð- ing fyrir öðrum. Undirbúningi ábótavant? Magnús heldur því nú statt og stöðugt fram að andstaða hans við komu flóttamannanna stafi alls ekki af nokkurs konar útlendinga- andúð. Hann hafi bara verið að gæta hagsmuna bæjarfélagsins með því að krefjast þess að fá að vita hvernig bærinn væri í stakk búinn til að taka við flóttafólkinu. Hugum þá að því. Nú má vera að eitthvað sé til í því sem Magnús heldur fram, að samþykkja hafi átt að flóttamenn- irnir kæmu til Akraness án þess gengið hafi verið frá hvurju einasta smáatriði í sambandi við hvernig dvöl þeirra og aðbúnaði yrði hátt- að. Ég veit það reyndar ekki, en segjum að það sé rétt. Það skiptir bara nákvæmlega engu máli. Björgunarbátur á sjó Mér skilst að Magnús hafi migið í saltan sjó. Má ég þá taka dæmi þaðan? Ef skipið hans Magnúsar siglir fram á björgunarbát fullan af fólk, nemur hann þá staðar áður en hann kemur að bátnum og lætur fara fram nákvæma úttekt á skip- inu sínu til að vita hvort nóg sé af kojum um borð, hvort kosturinn dugi og hvort skipið sé í rauninni í stakk búið til að taka skipbrots- mennina um borð? Og ef það væru börn um borð í björgunarbátnum, myndi hann þá til dæmis krefjast þess að fá að vita hvort þau kynnu stafrófið áður en hann skyti yfir þau skjólshúsi? – svo ég snúi nú út úr einni af rétt- lætingum hans á andstöðunni við flóttamennina. Ónei. Það mundi Magnús vitaskuld aldrei gera. Hann mundi bara eins og hver ær- legur maður taka fólkið úr björg- unarbátnum um borð í skipið – og svo láta vistirnar passa. Einn reis upp til handa og fóta Á sama hátt vildi bæjarstjórnin á Akranesi samþykkja komu flótta- mannanna án þess að telja þörf á að vera fyrirfram búin að plana allt í hinum fínustu smáatriðum. Allir fulltrúar í bæjarstjórn Akraness sögðu einfaldlega sem svo: Já, þarna er fólk í neyð sem við höfum verið beðin fyrir. Auðvitað getum við tekið við þeim. Það er skylda okkar við með- bræður okkar – og, í þessu tilfelli, einkum systur. En einn varabæjarfulltrúi reis upp til handa og fóta. Magnús Þór Hafsteinsson. Ómerkilegar, lágkúrulegar ástæður Ástæðurnar sem hann hefur tí- undað fyrir afstöðu sinni eru allar ómerkilegar og lágkúrulegar. Það er engin spurning að Akranes getur tekið við 30 flóttamönnum og þó þeir væru 60. Það ríkir ekkert það neyðarástand á Akranesi að bæj- arfélagið mundi fara á hvolf við að veita þessa aðstoð. Hvarvetna þar sem flóttamenn hafa verið vistaðir á Íslandi hefur það tekist mjög vel. Hvergi hefur orðið vandamála vart. Og ekkert bæjarfélag hefur séð eftir þeim peningum sem farið hafa í aðstoðina við flóttamenn. Og ekki munu Akurnesingar verða fyrstir til að láta það spyrjast um sig. Því miður hefur Magnúsi tekist að æsa upp moldviðri á Akranesi sem ég veit að vísu fullvel að algjör minnihluti bæjarbúa tekur þátt í – en þessi minnihluti hefði aldrei leiðst út á þá glapstigu ef hann hefði ekki riðið á vaðið. Ábyrgð hans er því mikil. Algjörlega upp á sitt eindæmi hefur hann búið til leiðindaandr- úmsloft í kringum komu þessara flóttamanna, atað gestrisni Akur- nesinga auri og vakið tortryggni í garð þeirra mæðra og barna sem héldu að loksins, loksins væru þau að eignast öruggt og vinalegt skjól. Ég er reyndar ekki í vafa um að þegar til kemur verður flóttafólk- inu tekið opnum örmum á Akra- nesi og þarf ekki að frétta af leið- indunum sem Magnús vakti í þeim eina tilgangi að vekja á sér athygli. En eftir situr hans skömm. Fyrir Frjálslynda flokkinn er skömmin algjör. Ekki aðeins hefur flokkurinn enn látið líðast að vera bendlaður við útlendingaandúð, heldur hefur Magnús með flumbrugangi sínum valdið því að flokkurinn missti ítök sín í bæjar- stjórn Akraness. Ég held að Magn- ús Þór Hafsteinsson ætti bara að drífa sig á sjóinn. Fjárfest ar bíða gó ðra frét ta af mörk uðum. Skömm Magnúsar Þórs aIllugi Jökulsson skrifar um flóttamenn Ég er reyndar ekki í vafa um að þegar til kemur verður flótta- fólkinu tekið opnum örmum á Akra- nesi og þarf ekki að frétta af leiðindunum sem Magnús vakti í þeim eina tilgangi að vekja á sér at- hygli. En eftir situr hans skömm. Skömm Ég held að Magnús Þór Haf- steinsson ætti bara að drífa sig á sjóinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.