24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir „Íslenskar trjáplöntur eru aðlagaðar okkar veðráttu.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda. VELDU ÍSLENSKAR TRJÁPLÖNTUR, SÉRMERKTAR ÞÉR. Tveimur norskum bloggurum hefur verið neitað um að fá sérstök „blogglaun“ frá norska ríkinu. Bloggararnir sóttu um laun hjá norska menningarmálaráðuneytinu og segja að bloggarar ættu að geta fengið laun, líkt og sumir listamenn fá listamannalaun. Annar umsækjandinn sagði að hann fengi um 150 gesti inn á síðu sína í hverri viku og þeim færi fjölgandi. Segir sá að með því að fá laun gæti það loks borgað sig að blogga, þar sem þetta sé tímafrek iðja. aí Bjartsýnir Norðmenn Bloggarar vilja listamannalaun STUTT ● Heilsa John McCain, forseta- efni bandarískra repúblíkana, hefur birt skýrslur með heilsu- upplýsingum um sig síðustu átta árin. Þar segir að hann hafi engin merki húðkrabbameins og að þyngd hans og blóðþrýst- ingur sé venjulegur miðað við mann á hans aldri. ● List Ópið eftir norska lista- manninn Edvard Munch er nú aftur til sýnis á Munch- safninu í Ósló. Frægt er orðið þegar listaverkið skemmdist þegar vopnaðir ræningjar stálu því árið 2004. Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Búrma hefur samþykkt að heimila öllum hjálparstarfsmönnum að komast inn í landið til að starfa á hamfarasvæðunum í suðurhluta landsins. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, til- kynnti þetta eftir fund sinn með Than Shwe, leiðtoga Búrmastjórn- ar, í Naypyidaw, afskekktri höfuð- borg landsins. Setur fyrirvara Sólveig Ólafsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins á Íslandi, segir að enn hafi engin staðfesting borist á því að landið verði galopnað fyrir hjálparstarfsmönnum. Reynsl- an sýnir að herforingjastjórnin hafa áður ekki staðið við gefin loforð. Sólveig segir Rauða krossinn í Búrma hafa unnið algert þrekvirki við að dreifa hjálpargögnum sem hafa komið inn í landið. Hún segist reikna með að ef heimild fæst fyrir hjálparstarfsmenn að koma inn í landið, verði flestir þeir sem Rauði krossinn sendir á vettvang frá ná- grannaríkjum Búrma, frekar en að starfsmenn frá Vesturlöndum verði sendir þangað í stórum stíl. Svöruðu loksins kallinu Nú er staðfast að um 78 þúsund manns létust og 56 þúsund er enn saknað eftir að fellibylurinn Nargis gekk yfir landið 2. maí. Fyrstu vikurnar eftir skjálftann svaraði herforingjastjórnin hvorki bréfum né símtölum Bans, sem þó sagðist mjög ánægður með þann tveggja klukkustunda langa fund sem hann átti með herforingjanum. Að sögn Bans hafði Than Shwe sýnt ákveðinn samstarfsvilja og sveigjanleika, sér í lagi varðandi heimildir til hjálparstarfsmanna. Þá samþykkti herforinginn einnig að flugvöllurinn í Rangoon yrði notaður fyrir útbreiðslu erlendra hjálpargagna. Of seint fyrir marga Sameinuðu þjóðirnar hafa áætl- að að neyðaraðstoð hafi einungis borist um fjórðungi af þeim 2,5 milljónum manna sem búa við neyð. David Miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, segir hið sorglega varðandi tregðu Búrmastjórnar til að efla neyðaraðstoðina, vera að fyrir fjölda fólks er þetta þegar orð- ið of seint. „Þetta hefur svo sann- arlega verið of lítil aðstoð miðað við raunverulega þörf, en við verð- um að nýta það tækifæri sem nú gefst.“ Sólveig segir það þó aldrei of seint að hleypa fleiri hjálparstarfs- mönnum inn í landið. „Það má heldur ekki vanmeta hæfileika fólksins í landinu til að verða sér úti um aðföng. Þegar svona gerist streymir aðstoðin frá öðrum hér- uðum og það hefur sýnt sig að það er matur á flestum stöðum. Helsta hættan stafar nú af útbreiðslu sjúk- dóma og það er það sem hjálpar- samtök óttast meira en annað.“ Búrmastjórn hleypir öllum inn í landið  Hjálparsamtök setja fyrirvara við orð herforingjastjórnarinnar vegna fyrri vanefnda Neyð Hjálparsamtök óttast nú að sjúkdómar breiðist út á hamfarasvæðunum.➤ Herforingjastjórn hefur veriðvið völd í landinu frá árinu 1962, en Than Shwe tók við völdum 1992. ➤ Stjórnin breytti opinberuheiti landsins úr Búrma í Mjanmar árið 1989. ➤ Ríkið er eitt það einangr-aðasta í heiminum og er stjórnin sérstaklega tor- tryggin í garð umheimsins. HERFORINGJASTJÓRNIN Rússnesk og kínversk stjórnvöld hafa sameiginlega fordæmt fyrir- hugaðar ratsjár- og eldflaugastöðv- ar Bandaríkjahers í Póllandi og Tékklandi. Segja þau stöðvarnar hindra tilraunir ríkja til að tak- marka vígbúnað, og draga úr sam- vinnu og stöðugleika á alþjóðavett- vangi. Dmitri Medvedev Rússlandsfor- seti átti fund með Hu Jintao Kína- forseta í Peking í gær, en Medvedev er nú í sinni fyrstu opinberu utan- landsferð frá því að hann tók við embætti forseta fyrr í mánuðinum. Bandaríkjastjórn segjast vilja koma upp stöðvunum til að geta varist hugsanlegum árásum frá ríkjum eins og Íran og Norður- Kóreu. Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands hafa hins vegar versn- að umtalsvert vegna áætlananna, en Bandaríkjamenn fullyrða að stöðvunum sé ekki beint gegn Rússum. atlii@24stundir.is Rússlandsforseti heimsækir Kína Fordæma fyrirhug- aðar eldflaugastöðvar Bandaríkjamaðurinn Edward Smith, 57 ára, hefur játað að hafa átt „mök“ við fleiri en þúsund bíla og ver það að bera rómantískar til- finningar í garð farartækja. Á vef Telegraph segir að Smith búi nú í Washington-ríki með „kærustu“ sinni, Volkswagen- bjöllu að nafni Vanilla. Smith segist ekki vera sjúkur og hyggst ekki breyta lífsmáta sínum. „Ég er rómantískur, yrki ljóð um bíla, syng til þeirra og tala við þá líkt og þeir væru kærasta mín.“ Hann segist fyrst hafa notið ásta við bíl 15 ára að aldri, en að besta kynlífsreynslan hafi verið með þyrlu, sem notuð var í sjónvarps- þáttunum Airwolf. aí Játningar karlmanns Hefur svalað sér á þúsund bílum Kínversk yfirvöld áætla að þrjú ár muni taka að endurbyggja þá bæi sem gjöreyðilögðust í jarðskjálft- anum sem reið yfir Sichuan- hérað 12. maí. Um fimm millj- ónir bygginga eyðilögðust í skjálftanum og er búist við að nauðsynlegt verði að flytja alfarið sum þorpin þar sem núverandi staðsetning þykir ekki örugg. Staðfest er að 55 þúsund manns hafi látist í skjálftanum, en 25 þúsund er enn saknað. aí Jarðskjálftinn í Kína Þriggja ára upp- byggingarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.