24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Við erum óhræddir við að nota grænmeti og ávexti í réttina okkar,“ segir Ingvar Helgi Guðmundsson, matreiðslumeistari á Salatbarnum, en þar á bæ er mikið lagt upp úr léttum og hollum réttum. Ingvar hefur rekið Salatbarinn frá árinu 2000 og segir hann að viðhorf til staðarins og matargerðarinnar hafi breyst mikið á þeim tíma. „Þegar ég byrjaði var litið á þetta sem kvennastað. Þá voru konur 70 prósent viðskiptavina en nú er þetta orðið alveg jafnt og virkilega gaman að sjá hvað karlmenn eru duglegir að sækja staðinn,“ segir Ingvar sem verður var við áhuga fleiri þjóðfélagshópa á hollum mat. Unglingar og ellilífeyrisþegar „Það er líka aukning í tveimur hópum sem ég er mjög ánægður með. Það eru unglingar og ellilíf- eyrisþegar. Þetta er bara eins og í himnaríki. Maður gleðst yfir hverj- um gömlum manni sem kemur hingað að borða pasta,“ segir Ingv- ar sem telur galdurinn meðal ann- ars fólginn í því að bjóða upp á gott úrval af réttum þannig að fólk fái ekki leið á matnum. „Ef það væru alltaf bara tómatar og gúrkur og ein pastategund þá kæmi ábyggilega enginn,“ segir Ingvar sem telur einnig að breyt- ingin sé í takt við tíðarandann. Tónlist með matnum Salatbarinn býður upp á meira en mat því að þar hafa í gegnum tíðina farið fram menningarvið- burðir og uppákomur af ýmsu tagi svo sem sýningar, upplestrar og tónleikar. Þar hafa ekki verið nein bílskúrsbönd á ferð heldur hljóm- sveitir á borð við Írafár, Greifana, Skítamóral og Baggalút. Einu sinni tók meira að segja heill kvennakór lagið á staðnum. „Það er gaman að sjá hvernig fólk hefur lagað sig að aðstæðum. Þetta er náttúrlega ekki byggt sem tónleikahöll,“ segir Ingvar um húsakynnin. „Það er afskaplega mikilvægt að brjóta upp hversdags- leikann. Ég kalla það að skila til baka. Þegar ég er búinn að taka við peningum frá fólki í eitt ár kem ég með eitthvað til baka,“ segir Ingvar sem gefur lesendum uppskriftir að þremur léttum og góðum réttum. Matur og menning Ingvar á Sal- atbarnum býður gestum sínum gjarnan upp á meira en góðan mat. Salatbarinn er ekki lengur kvennastaður Körlum fjölgar á Salatbarnum Karlmenn sækja Salat- barinn í auknum mæli og er það í takt við tíðarand- ann að mati eigandans. Enn fremur hefur ung- lingum og ellilífeyr- isþegum fjölgað í hópi viðskiptavina. ➤ Ingvar lærði á Kokkhúsinu íLækjargötu á sínum tíma. ➤ Hann var um tíma yfirkokkurá veitingastað í Noregi og á Hótel Loftleiðum. ➤ Hann keypti Salatbarinn árið2000 en áður hét staðurinn Salatbar Eika. ➤ Árið 2002 var staðurinn opn-aður í nýju húsnæði í Faxa- feni. ➤ Salatbarinn hefur notið mik-illa vinsælda meðal hand- boltafólks í gegnum tíðina. INGVAR GUÐMUNDSSON Fyrir 2 Hráefni: 400 g lambafillet (hryggvöðvi) 2 stk. bökunarkartöflur 2 stk. gulrætur ½ græn paprika ½ rauð paprika 1 stk. pera 10 stk. belgbaunir. 1 stk. lítið spergilkálshöfuð 2 rif hvítlaukur Olía (hráefni): salt og pipar jurtakrydd grillkrydd BBQ-sósa Aðferð: Brúnið lambafilletið á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið og steikið síðan í ofni í 12 mín. við 180°C. Skrælið bökunarkartöflurnar, penslið með olíu og kryddið með grillkryddi. Bakið í ofni í 35 mín. við 180°C. Skerið grænmet- ið í strimla og steikið í olíu á pönnu í u.þ.b. 5 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Setj- ið bökuðu kartöfluna á disk. Raðið grænmetinu meðfram henni og skerið lambafilletið í sneiðar og setjið á grænmetið og setjið nokkrar teskeiðar af BBQ-sósu á diskinn. AÐALRÉTTUR Lambafillet með woksteiktu grænmeti og bakaðri kartöflu 24stundir/hag Elísabet Alba vínþjónn mælir með Tenuta Sant́Antonio Valpoli- cella la Bandina 2001. Sólber, svört kirsuber, tjara og sítruspipar eru áberandi í nefi. Þurrt veigamikið og ávaxtaríkt vín sem ein- kennist aðallega af gljáðum plómum, dökku súkkulaði og mosa. Mikil fylling og mjúk tannín fylgja löngum kryddlegnum endi. Þrúgur: Corvina, Rondinella & Molinara. Land: Ítalía. Hérað: Ve- neto. 2.390 kr. LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Bollaleggingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.