24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir
„Ég fékk bílprófið á sautján ára
afmælisdaginn en ég hlýt að hafa
verið einn af þeim síðustu sem
tóku bílprófið á meðan vinstri um-
ferð var við lýði hér á landi, en það
liðu ekki nema þrír mánuðir frá
því að ég tók prófið og þar til
ákveðið var að skipta yfir í hægri
umferð.“
Þetta segir Sumarliði Guð-
björnsson, ökukennari og þjón-
ustufulltrúi hjá tjónasviði Sjóvár, í
tilefni þess að á mánudaginn verða
fjörutíu ár liðin frá því að hægri
umferð var innleidd á Íslandi. Um-
ferðarráð hyggst því í næstu viku
halda daginn hátíðlegan með ýms-
um viðburðum og umræðu um
umferðaröryggi.
Skemmtilegur dagur
„Það er skemmtilegt fyrir okkur
sem munum eftir þessum degi að
líta til baka, því ég man hvað það
ríkti mikil eftirvænting vegna
breytingarinnar í samfélaginu á
þessum degi, því ökumenn voru
svo spenntir að fá að takast á við
verkefnið. Þrátt fyrir spár manna
um að skiptingin myndi ganga
brösuglega, gekk allt ótrúlega vel
enda voru ökumenn boðnir og
búnir að láta allt ganga vel fyrir sig.
Menn óku um bæinn með bros á
vör á þessum degi.“
Sumarliði starfaði sem lögreglu-
þjónn um árabil, en hann segir
umferðarmenninguna hafa breyst
mikið á þeim árum sem liðin eru
síðan skipt var yfir í hægri umferð.
„Ég efast um að það myndi
ganga að ráðast í slíka breytingu í
dag, enda hefur bílunum fjölgað
margfalt og vegakerfið nú er mun
flóknara en það var á þessum tíma.
Í þá daga sýndu ökumenn hver
öðrum umburðarlyndi og tillits-
semi sem mér finnst hafa minnkað
í umferðinni hér á landi undanfar-
in ár, enda var ekki eins mikið af
hörmungum í umferðinni þá.“
aegir@24stundir.is
Hægri umferð á Íslandi í fjörutíu ár
Einn af þeim síðustu
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
07.00 Ég vakna yfirleittklukkan 7 á morgn-
anna hérna í Serbíu og byrja á því
að fara í tölvuna, svara tölvuskeyt-
um og hringja nokkur símtöl.
09.30 Ég kallaði starfsfólkSjónvarpsins saman
á morgunverðarfund. Við ræðum
um verkefni dagsins og skipuleggj-
um þau.
11.00 Fór út í höllina ogvar þar í tvo tíma að
fara yfir tæknimál. Í kjölfarið fór ég
aftur upp á hótel þar sem ég hitti
hópinn og fór strax aftur með hon-
um í höllina. Þau fóru í smink og
undirbúning í búningsherberginu.
Á meðan var ég á hlaupum að
redda ýmsum málum. Þegar færi
gafst tók ég myndir af hópnum fyr-
ir vefsíðuna ruv.is.
14.15 Æfingar hófust enþeim hafði reyndar
seinkað um korter. Íslenski hópur-
inn var fyrstur á svið og þessi æfing
gekk vonum framar, miklu betur
en undanfarna daga.
15.00 Við vorum kominaftur niður á hótel
og héldum smáfund. Við stilltum
saman strengi okkar og ræddum
um fyrirkomulag kvöldsins. Ég út-
skýrði fyrir þeim hvað gerðist ef við
kæmumst áfram og svo hvað við
þyrftum að gera ef við kæmumst
ekki áfram.
17.00 Ég skipaði öllum aðfara og fá sér eitt-
hvað að borða, enda nauðsynlegt
að fá orku fyrir kvöldið. Sjálfur hef
ég verið gjarn á að gleyma að borða
í öllu annríkinu síðan ég kom hing-
að, en að þessu sinni fór ég með
Grétari Örvarssyni og konu hans á
veitingastað í miðborg Belgrad.
18.00 Vorum aftur mætt íhöllina. Það þurfti
að gera allt klárt fyrir smink og
hárgreiðslu, laga búningana, koma
heyrnartækjum, hljóðsendibúnaði
og míkrófónum fyrir hjá söngvur-
unum. Þetta ferli stóð yfir í
klukkutíma og í millitíðinni fór ég í
útvarpsviðtal. Eftir undirbúning-
inn fórum við baksviðs þar sem við
héldum undirbúningnum áfram.
21.00 Átökin hófust ogsöngvararnir stigu á
svið. Við hin horfðum á keppnina á
skjá baksviðs og ég sá strax að út-
koman var vonum framar. Um leið
sannfærðist ég um að við myndum
komast áfram í aðalkeppnina.
23.00 Við vorum búin aðhorfa á keppnina úr
Græna herberginu og úrslitin voru
kunngjörð. Ég myndaði keppend-
urnar þegar þeir fögnuðu og svo
hlupu þau fram á svið. Í kjölfarið
hittu þau fréttamann Sjónvarpsins
fyrir utan höllina og við Friðrik og
Regína vorum keyrð í blaða-
mannahöllina þar sem við tóku
viðtöl við þá sem komust áfram.
Svo var farið aftur á hótelið og
skálað í kampavíni við afganginn af
hópnum. Síðan fundaði ég með
fólki úr stýrihópnum hérna.
04.00 Ég sofnaði loksins ogvaknaði svo aftur
þremur tímum síðar þegar nýr
vinnudagur hófst.
Á fullu í Serbíu
24stundir með Jónatan Garðarssyni, umsjónarmanni íslenska
Eurovision-hópsins í Serbíu
➤ Þetta er í áttunda skipti semhann starfar með íslenskum
keppendum í Eurovision. Að-
stoðarkona hans er Linda
Þórðardóttir.
JÓNATAN
Jónatan Garðarsson hef-
ur í mörg horn að líta í
Serbíu þessa dagana.
Hann hefur yfirumsjón
með íslenska Eurovision-
hópnum og vinnur svo að
segja allan sólarhringinn.
Fimmtudagurinn var þar
engin undantekning.
Í símanum Ekki er óal-
gengt að sjá Jónatan
tala í síma í Belgrad.
Nokkrir femínistar stóðu í gær fyr-
ir því sem þær kölluðu hreingern-
ingu í dómsmálaráðuneytinu.
„Dómsmálaráðuneytið hefur tekið
pólitíska ákvörðun um að leyfa
nektardans á Goldfinger,“ segir
Sóley Tómasdóttir femínisti.
„Dómsmálaráðuneytið er búið að
þvinga lögreglustjóra höfuðborg-
arsvæðisins, sem veitti neikvæða umsögn um rekstur Goldfingers á
sínum tíma, til að endurskoða umsögn sína. Umsögnina byggði hann á
reynslu þeirra sem hafa komið að kynferðisofbeldi hér á landi.“
Ráðuneytið kvað nýverið upp þann úrskurð að sýslumaðurinn í Kópa-
vogi, sem synjaði Goldfinger um rekstrarleyfi, skuli taka umsóknina til
meðferðar á ný, að fenginni nýrri umsögn lögreglustjórans. hos
Hreinsa til í dómsmálaráðuneytinu
Náðst hefur samkomulag milli
sveitarfélagana við Eyjafjörð um að
nýr framhaldsskóli verði staðsettur
á Ólafsfirði. Er stefnt að því að
hann hefji störf haustið 2009, skv.
vefriti menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið hefur
ráðið Jón Eggert Bragason sem
verkefnastjóra við undirbúning
stofnunar skólans. Jón Eggert starf-
ar sem kennari og fagstjóri í stærð-
fræði við Menntaskólann í Kópa-
vogi og hefur fengið tímabundið
leyfi frá þeim störfum vegna verk-
efnisins.
Að sögn Jóns Eggerts er áætlað
að í skólanum verði um 150 manns
og er stefnt að því að samstarfs-
samningur milli ríkis og sveitarfé-
laga um stofnun skólans verði und-
irritaður á Siglufirði í dag. þkþ
Framhaldsskóli á Ólafsfirði hefur störf 2009
Ólafsfirðingar fá
framhaldsskóla
„Meirihlutinn er sprunginn miðað
við bókunina á fimmtudaginn. Þetta
er svolítið skrítið af því að engin
ástæða er gefin heldur vilja menn
breyta til að breyta,“ segir Gunnólfur
Lárusson, sveitarstjóri í Dalabyggð,
en síðastliðinn fimmtudag lögðu
fulltrúar H-listans, annars tveggja
lista í meirihlutanum, til að honum
yrði sagt upp störfum og starfið aug-
lýst laust til umsóknar.
Segir í greinargerð tillögunnar að í
aðdraganda seinustu kosninga hafi
H-listinn viljað auglýsa starf sveitarstjóra en samþykkt þá kröfu N-
listans að oddviti þeirra fengi starfið. Kveðið sé á um endurskoðun eft-
ir tvö ár í samstarfssamningnum og H-listinn sé enn sömu skoðunar.
Fulltrúarnir leggi þetta til því ólíklegt sé að um málið náist sam-
komulag. Er málið á dagskrá aukasveitarstjórnarfundar sem boðaður
hefur verið að viku liðinni. þkþ
Meirihlutaskipti í Dalabyggð?
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Eldunartæki, kælitæki,
uppþvottavél og ljós
í eldhúsið þitt.
Sannarlega
góð hugmynd!