24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir
Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás - Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur
Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur - Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Fáskrúðsfjörður - Höfn
Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
4
23
25
0
5.
20
08
HÆTTU Í ALVÖRU
Skynsamleg leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða.
NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum.
Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í.
TILBOÐ MÁNAÐARINS
25% afsláttur
Verð 2.990 kr. í Lyfju.
Verð áður 3.990 kr.
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Daníel Þór Bjarkason er sextán
mánaða og greindist með sjúkdóm
í ónæmiskerfi þegar hann var ellefu
mánaða. Hann hefur litla sem enga
mótstöðu gegn veikindum og
Hildur Axelsdóttir móðir hans
verður því að sinna honum á heim-
ili þeirra. Þrátt fyrir það fékk hún
höfnun um greiðslur fyrir umönn-
un hans.
Heimurinn hrundi
Hildur sótti um greiðslur vegna
umönnunar Daníels í mars síðast-
liðnum.
„Við fengum svar í byrjun apríl
þar sem umsókninni var hafnað.
Við erum ekki fólk sem hefur
kvartað yfir okkar hlutskipti. Við
elskum strákinn okkar og hann er
algjör himnasending. Þegar við
fengum höfnunina hrundi heimur-
inn í höfuðið á okkur. Í fyrsta skipti
vorum við algjörlega ráðalaus og
vissum ekki hvað við ættum að
gera í framhaldinu.“
Einu tekjurnar sem Hildur hefur
eru umönnunarbætur upp á 26
þúsund krónur á mánuði.
Súrrealískur fundur
Foreldrar Daníels leituðu þegar
hér var komið til ráðgjafarmið-
stöðvarinnar Sjónarhóls. Þar fengu
þau fjölskylduráðgjafa sér til ráð-
gjafar. Síðasta þriðjudag funduðu
þau síðan ásamt fjölskylduráðgjaf-
anum með fulltrúa og lögfræðingi
Tryggingastofnunar.
„Svörin sem að við fengum voru
óskiljanleg. Við vildum fá skýring-
ar á því hvers vegna umönnun
okkar samrýmist ekki hjúkrun í
heimahúsi. Svarið var: „svona eru
bara lögin“. Möguleikar okkar
væru þó betri ef við fengjum hjúkr-
unarkonu heim. Við þurfum ekki
neina hjúkrunarkonu, ég er fullfær
um að gefa honum lyfin hans,
hugga hann og vagga honum á
daginn. Hann þarf samt umönnun
heima við allan sólarhringinn.
Okkur var sem sagt sagt að við
stæðum okkur of vel við að sinna
barninu okkar. Það er súrreallískt
að heyra sagt við mann að ef við
færum út með barnið okkar og
gerðum það veikt svo að það lendi
inni á sjúkrahúsi þá fengjum við
hjálp. Ég brotnaði saman og fór
bara að hágráta. Maðurinn minn
varð svo reiður að ég hélt að hann
ætlaði upp úr þakinu.“
Lögin allt of þröngt túlkuð
Inga Birna Sigfúsdóttir fjöl-
skylduráðgjafi hjá Sjónarhóli stað-
festir frásögn Hildar.
„Svörin sem fengust á umrædd-
um fundi voru afar fátækleg. For-
eldrunum var einungis sagt að það
væri skortur á sjúkrahúsvistun eða
hjúkrun í heimahúsi sem stæði í
vegi fyrir því að þau fengju jákvætt
svar. Þetta eru hins vegar foreldrar
sem eru að reyna að forða barninu
sínu frá sjúkrahúsvist. Það virðist
sem þessi lög séu afar þröngt túlk-
uð og það sé fullt af gráum svæð-
um sem fólk lendir úti á.“
Þvo sér með spritti
Ástand Daníels er með þeim
hætti að hann er nánast algjörlega
einangraður. Hann fer nánast aldr-
ei út úr húsi nema til að fara til
læknis. Foreldrar hans spritta á sér
hendur áður en þau faðma dreng-
inn sinn og móðir hans segist vera
kominn með þráhyggju fyrir þrif-
um á heimilinu. Þegar veikindi og
pestir ganga í leikskóla Kolbrúnar
Lífar systur hans verður að kippa
henni heim til að reyna að fyrir-
byggja að hún verði veik og smiti
þar með bróður sinn.
Veikindi líklegri í dagvist
Þrátt fyrir þessi miklu veikindi
Daníels er ekki útilokað að hann
geti náð bata. Það er þó ljóst að það
mun ekki gerast alveg á næstunni.
Ásgeir Haraldsson sérfræðingur í
barnalækningum og ónæmisfræði
hefur haft Daníel til skoðunar. For-
eldrar Daníels veittu Ásgeiri leyfi til
að fjalla almennt um veikindi
Daníels. Ásgeir segir að Daníel sé
með mælanleg frávik í ónæmis-
kerfinu.
„Þessi litli drengur er með mjög
mikla sýkingasögu og hefur glímt
við mikil vandræði undanfarinn
vetur. Það eru tiltölulega góðar
vonir til þess að hann nái bata en
það er ekkert hægt að segja til um
hvenær það gæti orðið. Það verður
ekki hjá því komist að hann veikist
en ef hann færi í dagvist með öðr-
um börnum myndu líkurnar
aukast umtalsvert á því að hann
veikist oftar.“
Ásgeir segir að það sé vissulega
mjög alvarlegt þegar börn veikjast
ítrekað af lungnabólgum og þurfi
að fá sýklalyf trekk í trekk. „Það er
umtalsverður fjöldi barna sem er
næmari fyrir sýkingum en önnur
börn en þau þurfa ekki að vera með
frávik í ónæmiskerfi.“
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Fá ekki stuðning til
að annast son sinn
Foreldrar fengu höfnun um greiðslur vegna umönnunar sonar síns sem er með galla í
ónæmiskerfi Hann hefur fengið lungnabólgu í á annan tug skipta á sextán mánuðum
Fjölskyldan Kolbrún Líf,
Bjarki, Daníel Þór og Hildur
ætla ekki að gefast upp.
➤ Allt hefur verið gert til aðvernda Daníel gegn sýk-
ingum og veikindum.
➤ Hann er á stöðugum sýkla-lyfjakúr, með rör í eyrum og
búið að taka úr honum kirtla.
Þrátt fyrir það veikist hann.
VEIKINDI
Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ,
efast um að raunhæft sé að taka
upp nýtt örorkumat um næstu ára-
mót eins og gert er ráð fyrir. Þess
vegna vill bandalagið að ákvæðið
um 100 þúsund króna frítekju-
mark, sem taka á gildi 1. júlí næst-
komandi, gildi lengur en til ára-
móta.
„Við fögnum þessu ákvæði en
þetta er bara bráðabirgðaákvæði
sem dettur út um áramótin. Við
viljum heldur að það detti út þegar
nýtt örorkumat tekur við,“ segir
Halldór Sævar Guðbergsson, for-
maður Öryrkjabandalags Íslands.
Í umsögn bandalagsins um
frumvarp um breytingar á lögum
um almannatryggingar segir að
miðað við þær upplýsingar sem
bandalagið hafi virðist talsverð
vinna vera eftir við að hanna og
þróa nýtt örorkumatskerfi.
„Við teljum vinnuna það
skammt á veg komna að þetta haf-
ist ekki fyrir áramót. Að öllum lík-
indum þyrfti svo að meta um 14
þúsund öryrkja upp á nýtt í nýja
kerfið. Það þarf líka að kenna fólki
að vinna eftir því. Ekki má varpa
ábyrgð á lífeyrisþega.“
ibs
Efasemdir ÖBÍ um nýtt örorkumat
Óraunhæfur tími
Alls sóttu 22 um starf fram-
kvæmdastjóra Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem aug-
lýst var til umsóknar fyrr í
þessum mánuði.
Á lista yfir umsækjendur, sem
lagður var fram á fundi
stjórnar sambandsins í gær,
eru meðal annarra Drífa Jóna
Sigfúsdóttir í Keflavík, Gísli
Tryggvason, talsmaður neyt-
enda, Gunnlaugur A. Júl-
íusson sviðsstjóri, Karl
Björnsson sviðsstjóri og Svav-
ar Halldórsson fréttamaður.
Núverandi framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, Þórður Skúlason, hefur
gegnt starfinu í tæp 18 ár.
Hann hefur beðist lausnar frá
störfum frá og með 1. ágúst en
samkvæmt upplýsingum frá
sambandinu er hann tilbúinn
til að endurskoða þá tímasetn-
ingu geti nýr framkvæmda-
stjóri ekki hafið störf strax í
ágústbyrjun.
ibs
Samband sveitarfélaga
22 sækja um
stjórastarfið
Gert er ráð fyrir að um ein
milljón farþega fari um fyr-
irhugaða samgöngumiðstöð á
ári í fyrstu, þar af um 600 þús-
und flugfarþegar, að því er
Ragnar Atli Guðmundsson,
verkefnisstjóri samgöngu-
miðstöðvarinnar, greindi frá á
fundi Flugmálafélags Íslands í
vikunni.
Ragnar kvaðst vona að unnt
yrði að hefja framkvæmdir
um næstu áramót en gert er
ráð fyrir að samgöngu-
miðstöðin verði fullbúin árið
2010.
Hugsanlega verður hægt að
taka fyrri áfanga í notkun á
næsta ári, að því er Ragnar
greindi frá.
ibs
Samgöngumiðstöð
600 þúsund
flugfarþegar