24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 43
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 43
Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Giroud Vins
Ballerine 2004. Hreinn ilmur af ferskjum, hvítum blómum, gulum
eplum og kanil. Suðrænir ávextir, lychee og gular perur eru í full-
komnu jafnvægi við áfengi með sæta fyllingu. Þrúga: Petit Arvine.
Land: Sviss. Hérað: Valais. 3.290 kr.
Hráefni:
1 stk. vatnsmelóna
1 stk. ferskja
2 stk. plóma
1 stk. mangó
1 box jarðarber
1 rautt epli
vínber blá og græn
bláber
kíví
1 bolli gin
Aðferð:
Lok er skorið ofan af vatnsmel-
ónunni og síðan er melónukjötið
skafið úr, til dæmis með ísskeið.
Ávextirnir eru skornir í litla bita og
settir í vatnsmelónuna. Einnig er
melónukjötið skorið og sett í
vatnsmelónuna. Síðan er gininu
hellt yfir.
Látið standa í kæli í um það bil tvo
tíma. Salatið er borið fram í mel-
ónunni.
EFTIRRÉTTUR
Girnilegt ávaxtasalat
Fyrir 2
Hráefni:
4 stk. humarhalar
16 stk. risarækjur
2 stk. hörpuskel
½ rauð paprika
½ græn paprika
6 hvítlauksrif
lítill biti af engifer
1 stk. gulrót
8 stk. sveppir
10 stk. snjóbaunir
1 bolli hrísgrjón
1 stk. lime
2 bollar vatn
salt og pipar
Hvítlauksolía (hráefni):
3 hvítlauksrif
½ lítri af saltolíu
1 tsk. salt
Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél eða blandara
og hrært saman í 2 mínútur.
Pillið humarhalana og risarækjurnar
og raðið á bambuspinna ásamt risa-
hörpuskel og steikið á pönnu í hvít-
lauksolíu í um það bil 4 mínútur á
hvorri hlið.
Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í um það
bil 12 mínútur. Skerið grænmetið í
litla bita og brúnið á pönnu í hvít-
lauksolíu í um það bil 4 mínútur.
Hellið safa úr ½ límónu yfir.
Sigtið vatnið af hrísgrjónunum og
setjið hrísgrjónin út í grænmetið á
pönnunni og steikið í um það bil 3
mín.
Setjið hrísgrjónablönduna á disk og
setjið sjávarréttaspjótin ofan á og
kreistið hálfa límónu yfir.
FORRÉTTUR
Sjávarréttir á teini með hrísgrjón-
um að hætti Ingvars á Salatbarnum
Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Chablis
Joseph Drouhin 0́4. Flókinn ilmur af steinefnum og kalki
með undirliggjandi ferskju- og hunangstónum. Þéttur og
þurr í munni með sítrus, melónu-, greip- og léttum kórían-
dereinkennum. Meðallöng ending með góða dýpt. Þrúga:
Chardonnay. Land: Frakkland. Hérað: Bourgogne – Chablis.
2.690 kr.
Heilsuakademían stendur fyrir *sund- og leikjanámskeiðum í
Egilshöll í Gravarvogi, Íþróttarhúsinu í Lækjarskóla í Hafnarfirði og
Íþrótta miðstöðinni Lágafell í Mosfellsbæ í sumar. Námskeiðin eru
fyrir hressa krakka sem vilja læra að synda og stunda aðrar íþróttir.
Námskeiðið samanstendur af *sundkennslu undir stjórn menntaðra
kennara, íþróttum, leikjum og fræðslu um heilbrigt líferni sem og
mikilvægi hollrar fæðu. Í lok hvers námskeiðs verður haldin
grillveisla þar sem allir fá afhend viðurkenningarskjöl!
Aldur:
5-7 ára og 8-11 ára
Tími:
Hægt er að vera hálfan daginn frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00
eða allan daginn frá kl. 9:00-16:00. Gæsla er í boði á milli kl.
8:00-9:00 og 16:00-17:00 gegn auka gjaldi (2.000 kr. greiðist einu
sinni).
Skráning:
Skráning í síma 594-9666 og á www.heilsuakademian.is. Greiðsla
fer fram við skráningu. Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín
tímanlega þar sem takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið.
Heilsuakademían kynnir
Sund- og leikjanámskeið í Grafarvogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ
Dagsetningar:
9. júní – 20. júní
23. júní – 4. júlí
7. júlí – 18. júlí
21. júlí – 1. ágúst
5. ágúst – 15. ágúst
*Athugið að það er ekki sundkennsla í Egilshöll.