24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 2
STUTT ● Klippurnar upp Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægði á mánudag skráningarnúmer af nærri 20 ökutækjum sem ekki uppfylla ákvæði um skoðun eða eru ótryggð. ● Naglana undan Fimm öku- menn voru stöðvaðir á höf- uðborgasvæðinu á mánudag vegna nagladekkjanotkunar. Sektin nemur 5.000 krónum á hvert dekk. ● Akandi unglingur Lögregla batt enda á ökuferð 14 ára stúlku í Vogum í fyrrinótt. Átján ára samferðamaður hennar má búa sig undir sektargreiðslu. SLYSIÐ Í SUNDLAUGINNI Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is „Ég er allur að koma til. Ég er bú- inn að losna við vestið með bolt- unum sem voru festir við höfuðið á mér. Hér urðu allir gáttaðir að sjá mig ganga um allan bæ með bún- aðinn þegar ég var að liðka mig. En það besta er að núna get ég haldið á strákunum mínum. Það var mjög erfitt að mega það ekki.“ Þetta segir Víðir Freyr Guð- mundsson sem hálsbrotnaði þegar hann stakk sér í sundlaug á Flúð- um í febrúar síðastliðnum þangað sem hann hafði farið í skemmtiferð ásamt vinnufélögum. Með háls eins og ungbarn Víðir lá í eina viku á Landspít- alanum eftir slysið en fór síðan beint heim á Selfoss. „Ég þurfti að sofa í Lazyboy-stól í þrjá mánuði á meðan ég var með búnaðinn um höfuðið. Það rýrnuðu allir vöðvar mjög mikið og ég léttist um 10 kg á þessum tíma. Ég var kominn með háls eins og ungbarn,“ segir Víðir sem starfaði við smíðar fyrir slysið. Hann segir brotið enn ekki gróið og viðurkennir að hann sé stund- um mikið kvalinn þótt hann hreyfi höfuðið ekkert. ,,Það er heldur ekki víst að brotið grói alveg saman og ég get kannski ekki unnið við smíðar aftur. Ég verð þá bara að finna mér einhverja aðra vinnu. Ég er rosalega stífur í hálsinum og get ekki alveg snúið höfðinu til hliðar eins og áður.“ Nú reynir Víðir að fara á hverj- um degi í líkamsræktarstöð til að þjálfa líkamann. „Ég vakna klukk- an hálfátta á morgnana og fer í þjálfun. Svo fer ég með yngri strák- inn minn í leikskólann og dunda svo eitthvað yfir daginn. Ég þarf að fara mjög gætilega. Ég má náttúr- lega ekki fá neitt högg eða detta. Þá getur þetta allt farið til fjandans. Ég er enn í hættu.“ Missti auga í öðru slysi Víðir hefur áður slasast alvarlega og kveðst heppinn að vera á lífi. Sumarið 1998 lenti hann í tveimur bílslysum og lét vinur hans lífið í seinna slysinu. Í fyrra bílslysinu missti Víðir auga auk þess sem bein í andliti hans brotnuðu. Í seinna slysinu tognaði hann illa í baki. „Ég hef gengið í gegnum margt,“ segir hann. Best að geta lyft sonunum  Víðir Freyr er að ná sér eftir að hafa hálsbrotnað í sundlaug Allur að koma til Víðir Freyr er laus við boltana sem festir voru við höfuð hans. ➤ Víðir Freyr sá ekkert viðvör-unarskilti við sundlaugina á Flúðum um að laugin væri grunn. ➤ Víðir telur að um 1 m dýpihafi verið þar sem hann stakk sér út í. 2 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 VÍÐA UM HEIM Algarve 19 Amsterdam 22 Alicante 19 Barcelona 20 Berlín 24 Las Palmas 24 Dublin 15 Frankfurt 28 Glasgow 12 Brussel 20 Hamborg 25 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 17 London 15 Madrid 18 Mílanó 25 Montreal 7 Lúxemborg 19 New York 12 Nuuk 2 Orlando 23 Osló 22 Genf 21 París 20 Mallorca 19 Stokkhólmur 18 Þórshöfn 9 Austlæg átt SA- og A-lands, 3-10 m/s og dá- lítil væta, annars breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum. VEÐRIÐ Í DAG 8 10 8 9 12 Allt að 18 stiga hiti Fremur hæg suðvestlæg átt og smáskúrir víða um land, en fer að rigna vestanlands með kvöldinu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast inn til lands- ins. VEÐRIÐ Á MORGUN 8 9 8 9 13 Smáskúrir „Ég fól lögmanni mínum að senda bréf til [utanrík- is]ráðuneytisins þar sem ég óska formlega eftir rök- stuðningi fyrir þessari ráðningu,“ segir Bjarni Vest- mann um ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í forstjórastól nýrrar Varnarmálastofnunar. Bjarni var einn þeirra sem sóttu um forstjórastöð- una. Hann vill fá frekari röksemdir fyrir því að Ellisif var valin umfram aðra í starfið. „Eftir nærri tveggja áratuga starf við öryggis- og varnarmál finnst mér eðli- legt að óska eftir frekari rökum fyrir þessari ráðningu,“ segir Bjarni. „Ég hef starfað fyrir fastanefnd Íslands hjá NATO og á varnarmálaskrifstofu, meðal annars við verkefni vegna Pristina-flugvallar í Kosovo og Kabúl- flugvallar í Afganistan, svo eitthvað sé nefnt. Ég vil fá að sjá það svart á hvítu hvaða rök eru fyrir því að ráða manneskju sem hefur litla reynslu á þessu sviði.“ Verkefni Varnarmálastofnunar eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þátttaka í sam- ræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, al- mennur rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja og undirbúningur varnaræfinga hér- lendis. Ellisif, sem er lögfræðingur að mennt, tekur við starfinu 1. júní næstkomandi. magnush@24stundir.is Ráðning forstjóra Varnarmálastofnunar umdeild Vill rök fyrir ráðningu Ellisifjar Heræfing Varnarmálastofnun mun meðal annars hafa umsjón með heræfingum hér á landi. Kópavogsbær hefur skorið upp herör gegn veggjakroti í bænum. Bæjarráð hefur samþykkt að veita allt að 20 milljónum króna á þessu ári til að hreinsa veggjakrot og annan viðlíka óþrifnað af mannvirkjum í eigu bæjarins. Vinnuhópur hefur verið settur á fót til að hreinsa eigur bæjarins og er miðað við að átakið standi að minnsta kosti til ársloka. aí Sker upp herör gegn veggjakroti Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Icelandair hefur ákveðið að breyta vetraráætlun næsta vetrar og draga úr fram- boði á flug- ferðum til að mæta auknum kostnaði vegna verðhækkana á eldsneyti. Helstu breytingar eru þær að vetrarhlé verður lengt á flugi til og frá Minneapolis og mun standa frá októberlokum og fram í mars. Þá verður heilsársflugi til Toronto og Berlín frestað. Í tilkynningu segir að farþegar sem áttu bókanir á flugum sem hafa verið felld niður verði látnir vita og þeim boðin endurgreiðsla eða önnur ferðatilhögun. aí Icelandair breytir vetraráætlun 916 hafa látist í umferðinni undanfarin 40 ár. Þess var minnst í gær með athöfn við Dómkirkjuna þar sem nemendur í Listaháskóla Ís- lands röðuðu 916 skópörum til minningar um þá sem látið hafa lífið. Umferðarráð benti af þessu tilefni á að koma hefði mátt í veg fyrir flest þessara slysa með aðgát, tillitssemi og ábyrgð ökumanna. Ábyrgð sem krefst þess að menn séu með fulla athygli, allsgáðir, noti tilheyrandi öryggisbúnað og aki samkvæmt aðstæðum. Fjöldi látinna er jafn mikill og ef allir íbúar Bolungarvíkur eða Blönduóss hefðu látist. aak Eins og allir Bolvíkingar hefðu látist Niðurstaða formanna flokkanna um að setjast yfir eft- irlaunalögin í sumar leggst afleit- lega í Ög- mund Jón- asson, þingflokksformann Vinstri grænna. „Þetta er ömurlegt og ekki einu sinni kattarþvottur, heldur tilraun til hans,“ segir þingmaðurinn. „Þeir ætla að reyna að ná sátt hver við annan í sumar, væntanlega um að halda sem mestum sérréttindum. Hvernig væri að reyna að ná sátt við þjóðina?“ bee Ömurleg tilraun til kattarþvottar Dómari í Kaupmannahöfn vís- aði frá kröfu um gæsluvarðhald yf- ir tveim mönnum sem veittu 25 ára íslenskum ferðamanni sjö stungu- sár í kviðinn aðfaranótt miðviku- dags og voru þeir því látnir lausir. Íslendingurinn er nú á batavegi eft- ir að hafa gengist undir aðgerð á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að maðurinn hafi ásamt ís- lenskum félaga sínum farið inn í söluturn til þess að kaupa sér síma- kort. Fljótlega eftir að þeir komu inn lentu þeir í orðaskaki við tvo starfsmenn söluturnsins sem end- aði með því að annar þeirra tók upp hníf og stakk manninn. Samkvæmt frétt á vef Berlingske Tidende munu Ísleningarnir hafa verið ögrandi og viðhaft niðrandi ummæli um húðlit árásarmann- anna. elias@24stundir.is Alvarleg líkamsárás í Kaupmannahöfn Sjö stungur í kviðinn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.