24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Henni tekst þó að hreyfa við viðkvæmum hjörtum, sem sannaðist þegar roskin kona á sjötta bekk þurfti frá að hverfa sökum ekkasoga og táraflóðs. Skólavörðustíg 21 – Sími 551 4050 – Reykjavík Sængur og koddar Allar stærðir Bítillinn Sir Paul McCartney hefur hlotið enn eina rósina í hnappagatið á glæstum tónlist- arferli sínum, en hann hlaut í fyrradag heiðursgráðu í tónlist frá hinum virta Yale-háskóla í Banda- ríkjunum. Lofaður í bak og fyrir „Þessi fyrrverandi Bítill vakti heila kynslóð til meðvitundar og færði rokkinu, rytma- og blústón- listinni ferskan og nýjan hljóm,“ sagði Richard Levin, forseti Yale- háskólaráðsins, og bætti við: „Þú hefur fært út mörk hins kunn- uglega til þess að skapa nýja sígilda tónlist. Þú hefur snert við öllum okkar tilfinningum og við dáumst að snilligáfu þinni og rausn- arlegum stuðningi þínum við hin verðugustu málefni.“ Sir Paul, sem nú getur kallað sig dr. Paul, hélt enga ræðu sjálfur við athöfnina, en hann var einn af átta afreksmönnum sem fengu heið- ursnafnbót frá skólanum, en um 3000 nemar voru útskrifaðir einnig frá Yale-háskóla. „Þetta var hálf- óraunverulegt. Hann var bara eins og einn af okkur, í sömu fötum og svona. Svo gekk hann þarna innan um okkur og ég náði meira að segja að nuddast upp við hann,“ sagði Fiona Graham útskrift- arnemi, í töluverðri geðshræringu yfir því að hitta goðið. Þarf ekki að óttast atvinnuleysi McCartney er einn tekjuhæsti tónlistarmaður sögunnar og þarf eflaust lítið að flagga heið- ursnafnbótinni sér til framdráttar. Hann hefur þó átt erfitt ár, en skilnaðurinn við Heather Mills tók sinn andlega toll, eins og hann hef- ur sjálfur sagt, svo ekki sé minnst á fjárhagslegt tap vegna skilnaðarins. traustis@24stundir.is Paul McCartney sæmdur heiðursnafnbót í tónlist frá Yale Sir doktor Paul McCartney Kvikmyndir traustis@24stundir.is Love in the time of Cholera er byggð á metsölubók Gabriels Garcia Márquez og fjallar um sím- skeytamanninn Florentino Ariza sem kolfellur fyrir ungmeynni for- kunnarfögru Ferminu Daza við eitt lítið augnatillit árið 1880. Faðir Ferminu hefur þó feitari bita í huga handa dóttur sinni en sím- skeytamann og bannar samskipti þeirra, sem fólust aðallega í ritun langra ástarbréfa. Fermina flyst á brott og giftist myndarlegum lækni á meðan Ariza læknar hjartasár sitt í faðmi föngulegra kvenna. Hann vinnur sig upp í fyrirtæki föð- urbróður síns og fyrr en varir er hann orðinn mektarmaður í þjóðfélaginu. Hann vantar þó það eina sem myndi fullkomna líf hans, Ferminu. Fylgst er með 50 árum í lífi þess- ara fórnarlamba forboðnar ástar þar sem dauði, svik, tryggð og losti er helsta uppistaðan. Bókin eflaust betri Þar sem gagnrýnandi þessi hefur ekki lesið bókina er engin hætta á ósanngjörnum samanburði. Þó er erfitt að gleyma reglunni að bókin sé alltaf betri en myndin. Því verða þeir sem lesið hafa bókina eflaust vonsviknir en það breytir því ekki að hér er á ferðinni hugljúf ást- arsaga sem lætur engan ósnortinn. Leikurinn er til fyrirmyndar, kvik- myndatakan óaðfinnanleg og vel er við hæfi að skreyta myndina með frábærri tónlist kólumbísku dilli- bossaþokkagyðjunnar Shakiru frá því að hún var trúbador með app- elsínuhúð og sveitt enni en ekki sú sykursæta Barbie-dúkka sem hún síðan breyttist í. Ekki fyrir alla Það er ljóst að slíkar myndir eiga ekki upp á pallborð allra. Hún er ofurhæg og róleg, ekkert sér- staklega fyndin og frekar einhæf og fyrirsjáanleg. Henni tekst þó að hreyfa við viðkvæmum hjörtum, sem sannaðist þegar roskin kona á sjötta bekk þurfti frá að hverfa sök- um ekkasoga og táraflóðs. Myndin er því tilvalin fyrir þá sem klárað hafa ritraðir Rauðu seríunnar og vilja tilbreytingu og þá sem vilja smá væmni og vasaklúta. Ástarþráhyggja og uppáferðir í Suður-Ameríku Fiskur á þurru landi Ariza kann illa við sig í húsum hóra, enda sór hann að halda sér óspjölluðum fyrir Ferminu. Það gekk þó ekki sem skyldi. Rapparinn LL Cool J hefur hafið samstarf við verslunina Sears um framleiðslu á fatalínu fyrir börn. Fötin munu vera skreytt t.d. húð- flúrum kappans eða brotum úr rapptextum hans, sem eru ekki alltaf við hæfi barna eða sið- samra. Aðspurður hvort hann hefði eitt- hvert vit á tísku sagði rapparinn að uppeldi hans og fjölskyldu- hagir veittu honum góða innsýn í hugarheim kvenna. „Ég ólst upp í mæðraveldi, ég á eiginkonu og þrjár dætur þannig að ég veit vel hverju konur leita að þegar þær kaupa föt.“ vij Rappari hannar tískuföt á börn Leikstjóri: Mike Newell Aðalhlutverk: Javier Bardem, Giovanna Mezzogiorno, Benjamin Bratt Love in the time of Cholera Aðþrengdur Afsakið að ég er til! ÞÚ SKILD IR GREINI LEGA EKKI ORÐ AF ÞV Í SEM ÉG SAGÐI? JÚ ÉG SKILDI HVERT E INASTA ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR . ÞAÐ VAR AÐEINS Í ÞEIRRI RÖÐ SEM ÞÚ SAGÐIR ÞAU SEM RUGLAÐI MIG. VIÐ ERUM EIN STÓR FJÖLSKYLDA ÉG HEF AUGU MEÐ ÞEIM OG ÞAU ERU AUGU FYRIR MIG. Bizzaró Fyrst hélt ég að ég vildi fá fólk til að hlæja en ég komst að því að ég er betri í því að hrella fólk. MYNDASÖGUR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.