24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Gagnrýnt var fyrir ekki svo löngu þegar starfsmenn bankanna gengu hart að framhaldsskólanemendum að ganga í viðskipti við þá og var unga fólkinu þá boðið hátt yfirdráttarlán, debet- og jafnvel kreditkort ef það tæki tilboðinu. Gjarnan fylgdu með fínar gjafir svo sem verðmætar reikni- tölvur og fleira. Bankastarfsmennirnir töldu þetta eðlilega framgöngu, enda væri unga fólkið líka viðskiptavinir og því ekkert óeðlilegt þótt krakkar væru eltir á röndum á skólalóðum með boð um gull og græna skóga í íslenskum bönkum. Nú er staðan allt önnur og margt ungt fólk situr uppi með það að bank- arnir loka á yfirdráttinn án viðvörunar. Unga fólkið er í stórskuld við bankana og þarf jafnvel að hætta námi vegna þess hversu bankarnir eru ósveigjanlegir. Í fréttum undanfarna daga hefur mátt lesa um það að eftir að bankakreppan svonefnda hófst hefur hún bitnað hvað harðast á þess- um hópi. Bankanum er nákvæmlega sama. Ungu viðskiptavinirnir skipta engu máli lengur. Unga fólkið er líka í erfiðum málum vegna bílakaupa. Bankarnir eða bílasalarnir mæltu með að ungt fólk tæki bílalán í svokallaðri myntkörfu, það er í erlendum gjaldmiðlum. Þau lán hafa hækkað hvað mest og unga fólkið situr uppi með dýr lán sem eru orðin mun hærri en andvirði bif- reiðarinnar sem fjárfest var í. Blönk ungmenni sitja því uppi með miklar skuldir og óseljanlega bíla. Margir vöruðu við þessari eyðslu á sínum tíma, fannst það óráðsía hversu auðvelt var að fá endalaus lán í bönkum og sáu fyrir hvað myndi gerast. Á þá var ekki hlustað. Hverjum er um að kenna hvernig komið er? Því er erfitt að svara. Bank- arnir eiga vitaskuld þar hlut að máli en foreldrar, skólar og ríkisstjórn Ís- lands eru líka sökudólgar. Þjóðarsálin fór á eyðslufyll- irí og lifði í lúxus. Hún gleymdi að eftir fyllirí koma timburmenn. Unga fólkið las um glæst líf bankastjóra í fjölmiðlum, einkaþotur, afmælisveislur í takt við það sem gerist hjá Hollywood-stjörnum að ekki sé talað um veislurnar sem bankarnir buðu milljónavið- skiptavinum sínum í, t.d. í Laugardalshöllinni. Það var enginn maður með mönnum í þessu landi nema hann gæti lifað í svipuðum lúxus og um var fjallað í fjölmiðlum. Auðvitað er engin glóra í þessu en svona var þetta samt. Og nú er þjóðin búin með kampavínið og timburmennirnir eru vondir. Kominn er tími til þess að læra og muna að það sem fer upp fer niður aftur. Kampavínið búið SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Sjálfur er ég trúleysingi og utan allra trúfélaga en barðist samt fyrir því í þinginu að þetta ákvæði héldist inni. Ástæðan er einföld. Með því erum við að leggja lóð á vog- arskálar þeirrar hófsemi og um- burðarlyndis sem ríkt hefur í trú- málum á Íslandi. Hófsemi sem er dýrmætari en allt því ekkert böl er eins vont og böl trúarofstækisins. Slíkt böl fer nú vaxandi um heim allan, ekki bara í löndum spámannsins í austri heldur ekki síður í guðs eigin landi vestra, Ameríkunni, þar sem þó ríkir lagalega algert hlut- leysi í trúmálum. Bjarni Harðarson bjarnihardar.blog.is BLOGGARINN Hófsemi og trú Björn Bjarnason bendir á að það sé ekki til siðs að biðjast afsök- unar á Íslandi, engin hefð fyrir því, segir hann. Það kann að vera rétt. En það er hefð fyrir öðru. Kirkjan hefur verið að koma á hefð fyrir iðr- unargöngum. Þjóðkirkjan fór í mikla iðr- unargöngu á Þingvöllum um árið til yfirbótar vegna kvenna sem var drekkt þar á liðnum öldum. Þarna er hefð sem Björn kvartar yfir að skorti. Ég legg til að rík- isstjórnin fari í iðrunargöngu milli þeirra heimila í Reykjavík hverra vé voru vanvirt með hler- unum á tímabilinu 1949 til 1968. Baldur Kristjánsson baldurkr.blog.is Iðrunarganga Sjáið fyrir ykkur Bjarna Bene- diktsson, dýrling Sjálfstæð- isflokksins. Árum saman lét hann hlera síma póli- tíkusa í öðrum flokkum, þar á meðal þing- manna og ráð- herra. Aldrei kom neitt bitastætt úr því. Hann fékk enga sönnun þess, að þeir væru fimmta herdeild Sovétríkjanna. Hvergi var verið að undirbúa byltingu. Samt hélt hann linnu- laust áfram að láta hlera síma þeirra, sem hann hataði hverju sinni. Pólitíkusar annarra flokka hlutu að hans mati að vera land- ráðamenn. Þetta er ótrúleg væni- sýki. Jónas Kristjánsson jonas.is Landráðamenn Elín Albertsdóttir elin@24stundir.is Mannréttindanefnd SÞ sendi frá sér álit fyrir síðustu áramót þar sem fiskveiði- stjórnarkerfið okkar var sagt brjóta mannréttindi. Stjórnvöldum var veittur sex mánaða frestur til að svara álitinu og gera grein fyrir breytingum til úrbóta. Nú, þegar fresturinn er að renna út, hafa stjórnvöld enn ekki sagt frá fyrirhuguðum aðgerðum sínum til að bæta fyrir þau mannréttindabrot, sem framin hafa verið á sjómönnum og verkafólki í sjávarbyggðum landsins um árabil. Úrskurður mannréttinda- nefndarinnar kveður skýrt á um það, að úthlutun fisk- veiðiheimilda til fárra útvaldra stangist á við grund- vallarreglur alþjóðasáttmála um borgaraleg réttindi. Sem sagt, íslensk stjórnvöld hafa um árabil brotið mannréttindi á þegnum sínum og alls ekki lagt hlustir við varnaðarorðum Frjálslynda flokksins, sem hefur, allt frá stofnun fyrir tíu árum, haldið því fram að verið væri að brjóta lög og traðka á mannréttindum. Þessi mannréttindabrot hafa kollvarpað þjóðfélagsmynd- inni, lagt sjávarbyggðirnar í rúst, skilið fólk eftir á köldum klaka, atvinnulaust með óseljanlegar eignir, fólk sem áður átti gott líf, efnahagslega og félagslega. Þau andlegu sár, sem þessi brot á mannréttindum skilja eftir sig, eru ævarandi blettur á þeim stjórn- arháttum sem sjávarúvegsráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins, með Framsókn og nú Samfylkingu, stunda gagn- vart stórum hópi landsmanna. Svör og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar við áliti mannréttindanefndar SÞ eiga skilyrðislaust að koma fyrir Alþingi nú þegar, og þar verður að koma skýrt fram, að ætlunin sé að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi á þann veg, að ekki verði um frekari mannréttindabrot að ræða. Á sama tíma og íslensk stjórnvöld brjóta mannréttindi eru þau að falast eftir sæti í öryggisráði SÞ, ráðinu sem ætlað er að gæta þess að aðildarþjóð- irnar standi vörð um mannréttindi í heiminum. Hvílíkur tvískinnungur! Að ætla sér að fá sæti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og fremja á sama tíma mannréttindabrot á þegn- um sínum eru atriði sem engan veg- inn fara saman. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins Mannréttindi ber að virða ÁLIT Grétar Mar Jónsson gretarjons@althingi.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.