24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 22
Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Fimmtudagur 29. maí 2008  Brandarar um McDon- alds, helförina, múslíma og Tom Cruise verða teknir út úr ensku þýðingunni. » Meira í Morgunblaðinu Siðlegri Hugleikur  Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um leikkonur í rokk- stjörnuleik í tilefni af nýrri plötu Scarlett Johansson. »Meira í Morgunblaðinu Í nýju hlutverki  Evróvisjónæðið er enn í fullum gangi í plötubúðum og diskar með slögurum úr keppninni seljast vel. » Meira í Morgunblaðinu Enn í Evróstuði reykjavíkreykjavík 22 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Að undanförnu hefur verið tals- verð umræða um hvort fýsilegt sé að stofna framhaldsskóla á Hellu, Grindavík, Reyðarfirði eða Ólafs- firði. Aðeins stendur til að stofna einn af þeim skólum og fremur ólíklegt að af hinum verði, að mati menntamálaráðherra. Þrír nýir skólar á leiðinni Menntamálaráðherra hefur ákveðið að tveir skólar verði stofn- aðir á næstu tveimur til þremur ár- um, annar í Mosfellsbæ og hinn í Ólafsfirði. Eftir það „mun að öllum líkindum næsti skóli rísa í Kópa- vogi“, segir ráðherra og bendir á að flestir framhaldsskólar á höfuð- borgarsvæðinu séu staðsettir vest- an Elliðaáa. Vegna fólksfjölgunar og uppbyggingar hafi þörfin á framhaldsskóla hins vegar vaxið austan megin árinnar. „Ég sé ekki fyrir mér fleiri fram- haldsskóla heldur frekar að styrkja starfsemi þeirra sem eru fyrir,“ seg- ir Þorgerður Katrín aðspurð um hvort til greina komi að reisa skóla á fleiri stöðum. Bendir hún sérstaklega á fram- haldsdeild í fjarnámi sem starfrækt er á Patreksfirði í samstarfi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og seg- ist sjá fyrir sér að framhaldsskólar á landsbyggðinni víkki út starfsemi sína á sambærilegan hátt. Fólksfjölgun suðvestan lands Ákvörðun menntamálaráðherra um staðsetningu nýrra framhalds- skóla er byggð á niðurstöðum starfshóps sem fjallaði um málið fyrir tveimur árum. Skoðaði hópurinn þörf og rekstrargrundvöll fyrir nýjum skól- um um landið með tilliti til þátta eins og fólksfjölgunar, upptöku- svæða þeirra skóla sem næstir eru og fjölda nemenda sem útskrifast árlega úr grunnskólum svæðisins. Eru meginniðurstöður hópsins þær „að uppbygging framhalds- skóla og menntunartækifæri þurfi að haldast í hendur við fólksfjölg- un og breytingar á búsetu. Hins vegar geti starfsemi framhaldsskóla verið liður í að koma til móts við Fjölgun og flótti kallar á nýja skóla  Nýir framhaldsskólar rísa í Ólafsfirði, í Mosfellsbæ og í Kópa- vogi á næstunni  Sér ráðherra ekki fyrir sér fleiri skóla í bráð ➤ Á fjórða tug framhaldsskólaeru á landinu auk þess sem ýmsir háskólar bjóða und- irbúningsnám á framhalds- skólastigi. ➤ Kostnaður á hvern nemanda,skv. fjárlögum 2008, er að meðaltali 686 þúsund. Er áætlað að kostnaður ríkisins vegna framhaldsskóla verði 17 milljarðar á árinu. FRAMHALDSSKÓLAR Verkmenntaskólinn á Akureyri 747.000 kr. Hólaskóli - kr. Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra 805.000 kr. Menntaskólinn á Ísafirði 714.000 kr. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 685.000 kr. Fjölbrautaskóli Snæfellinga 959.000 kr. Fjölbrautaskóli Vesturlands 709.000 kr. Landbúnaðarháskóli Íslands - kr. Framhaldskólinn á Hv Fjölbrautaskóli Suðurlands 685.000 kr. Framhaldsskólinn í Vestm 755.000 kr. Menntaskólinn að Laugavatni 910.000 kr. Framhaldsskólinn á Ólafsfirði Framhaldsskólinn í Grindavík Menntaskóli Borgarfjarðar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 683.000 kr. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 603.000 kr. Fjölbrautaskólinn við Ármúla 641.000 kr. Fjöltækniskóli Íslands 1.024.000 kr. Flensborgarskólinn 603.000 kr. Hússtjórnarskóli Reykjavíkur 1.046.000 kr. Iðnskólinn í Hafnarfirði 954.000 kr. Iðnskólinn í Reykjavík 857.000 kr. Kvennaskólinn í Reykjavík 532.000 kr. Menntaskólinn Hraðbraut 523.000 kr. Menntaskólinn í Kópavogi 642.000 kr. Menntaskólinn í Reykjavík 527.000 kr. Menntaskólinn við Hamrahlíð 580.000 kr. Menntaskólinn við Sund 536.000 kr. Myndlistaskólinn í Reykjavík 0 kr. Borgarholtsskóli 739.000 kr. Tannsmíðaskóli Íslands 0 kr. Verzlunarskóli Íslands 562.000 kr. Framhaldsskólinn í Norðlingaholti Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ FRAMHALDSSKÓLAR LANDSINS FRÉTTASKÝRING Þóra Kristín Þórsdóttir thorakristin @24stundir.is *Kostnaður á nemanda * Um sjö af hverjum framhalds- skólanemum á landsbyggðinni segja nálægð skóla hafa verið meðal þátta sem ráðið hafi miklu um val sitt á framhaldsskóla, skv. rannsókninni Ungt fólk 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir mennta- málaráðuneytið. Val félaganna og félagslíf skólans virðist skipta mun minna máli því aðeins um helmingur framhaldsskólanema utan höfuðborgarsvæð- isisn segir þau atriði hafa verið með ráðandi þáttum. Þá segja sjö af hverjum tíu stúlkum áhuga á náminu hafa stuðlað að valinu en að- eins um fimm af hverjum tíu drengjum á landsbyggðinni. tkt Ný rannsókn um íslenska framhaldsskólanema Nálægð skólans skiptir máli FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.