24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir SÍMI 575 5600 www.forlagid.is HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 Dómstóll í Malaví hefur loksins staðfest lögleiðingu söngkonunnar Madonnu á litla malavíska snáð- anum David Banda Mwale. Þar með er lokið nærri tveggja ára ferli sem hófst 16. október 2006 þegar söngkonan sótti fyrst um að ætt- leiða drenginn en hún hafði ferðast til Malaví til að hjálpa til við bygg- ingu munaðarleysingjaheimilis. Ættleiðingin hefur verið harð- lega gagnrýnd, fyrst og fremst fyrir það að hafa brotið gegn lögum Malaví um ættleiðingar þar sem skýrt er kveðið á um að þeir aðilar sem hyggist ættleiða malavísk börn þurfi að hafa búið í landinu í að minnsta kosti eitt ár. Enn fremur var það gefið í skyn að faðir drengsins, Yohane, hafi ekki skilið hugtakið ættleiðing heldur hafi hann staðið í þeirri trú að hann hafi verið að koma drengnum í fóstur. Það reyndist þó ekki vera rétt því að lokum lýsti faðirinn því yfir að drengurinn ætti að vera í um- sjón Madonnu. „Við erum mjög ánægð með þann dóm sem kveðinn hefur verið upp,“ sagði í tilkynningu frá fulltrúum söngkonunnar í kjölfar dómsins. „Þetta er jákvæður og dásamlegur úrskurður sem mun hafa veruleg áhrif á ættleiðing- arlöggjöfina í Malaví.“ Íbúar Malaví hafa farið illa úr eyðnifaraldrinum en talið er að allt að milljón börn í landinu séu munaðarlaus. viggo@24stundir.is Mynd/Getty Images Madonna sigrar í réttarsalnum Madonna getur fagn- að Ættleiðingin á David Banda Mwale hefur loks verið samþykkt. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Hin dæmigerða staðalímynd margra af hinum hefðbundna tölvuleikjaspilara er sveittur, bólu- grafinn unglingsstrákur. Nú hafa bæði bandarískar og ástralskar kannanir leitt í ljós að þessi staðal- ímynd sé röng því ekki einungis hefur meðalaldur tölvuleikjaspil- ara hækkað heldur hafa kynja- hlutföllin einnig breyst. Í nýlegri könnun Entertainment Software Association kom það í ljós að 38 prósent tölvuleikjaspil- ara í Bandaríkjunum eru konur og í Ástralíu er þessi tala enn hærri eða 41 prósent. Fyrir tveimur árum var með- alaldur tölvuleikjaspilara í Ástralíu 24 ár en á einungis tveimur árum hefur meðalaldurinn hækkað upp í 28 ár. Svo hröð hefur meðalaldurshækkunin verið í Ástralíu að árið 2014 er búist við því að meðalaldur tölvuleikjaspil- ara verði hinn sami og meðalaldur allra landsmanna, 42 ár. Öðruvísi smekkur kvenna Kannanir hafa ennfremur sýnt fram á að smekkur kvenna, hvað tölvuleiki varðar, er býsna frá- brugðinn smekk karla. Samkvæmt þeim aðhyllast konur frekar styttri leiki svo sem þrauta- og spilaleiki sem reyna frekar á gráu sellurnar heldur en hraða fingranna, leiki sem fyrirfinnast til dæmis á netinu þar sem fólk getur annað hvort spilað frítt eða gegn vægu áskrift- argjaldi. Hagsmunasamtökin The Casual Games Association, sem sam- anstanda af fyrirtækjum sem fram- leiða smærri leiki fyrir netið, segja að 74 prósent þeirra sem kaupa leiki þeirra á netinu séu konur. Því má glöggt sjá að þess háttar leikir höfða betur til kvenna en karla. Þrauta- og fjölspilunarleikir En það eru ekki bara netleik- irnir sem höfða til kvenna. Tölvu- leikjarisinn Nintendo á stóran þátt í því að hlutur kvenna í tölvu- leikjaspilun hefur aukist en Wii- og DS-tölvur Nintendo hafa verið gríðarlega vinsælar, jafnt hjá kon- um sem körlum, ungum sem öldnum. „Við verðum alveg varir við þetta,“ segir Rúnar Hrafn Sig- mundsson hjá Ormsson, umboðs- aðila Nintendo á Íslandi, að- spurður um hvort konur séu orðnar meira áberandi í tölvu- leikjaspilun en áður var. Rúnar telur að yfir heildina litið sé hlutfall kvenkyns leikjaspilara á Ísland ekki jafnt hátt og í Banda- ríkjunum og Ástralíu en hann seg- ir þó, að hjá Ormsson sé þessi hlutdeild nærri lagi. Hann segir að lokum að nú gangist konur frekar við því að þær spili tölvuleiki. „Þær við- urkenna núna að þær spili tölvu- leiki.“ Karlaveldið í tölvuleikjaheiminum er að falla Leikir ekki bara fyrir sveitta stráka ➤ Electronic Arts, útgefanditölvuleiksins Sims, segir að um 60 prósent Sims-spilara séu konur. ➤ Samkvæmt könnun ESA verjakonur í Bandaríkjunum að meðaltali 7,4 klukkustundum í leikjaspilun í viku hverri. KONUR OG TÖLVULEIKIR Samkvæmt nýlegum bandarískum og ástr- ölskum rannsóknum eru konur farnar að auka verulega hlutdeild sína í hópi tölvuleikjaspilara. Þær spila samt frekar öðruvísi leiki en karlarnir. Áfram stelpur Guit- ar Hero-leikirnir eru á meðal þeirra leikja sem höfða jafnt til kvenna sem karla. Mynd/Getty Images Gítargoðið Slash, fyrrum gít- arleikari Guns N’ Roses, sagði í nýlegu viðtali að hann teldi tölvuleiki vera góða leið til að kynna tónlist fyrir börnum og unglingum. „Ég er að átta mig á því, miðað við stöðu tónlistarbransans, að þetta gæti verið rétta leiðin. Krakkarnir eru á kafi í þessu og möguleikarnir eru endalausir í því hvað þú getur kynnt fyrir þeim í gegnum þennan miðil.“ vij Tölvuleikir ná til ungdómsins 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Í nýlegri könnun Entertainment Software Association kom það í ljós að 38 prósent tölvuleikjaspilara í Bandaríkjunum eru konur og í Ástralíu er þessi tala enn hærri eða 41 prósent. Leikarinn og hjartaknúsarinn Patrick Swayze sagði í viðtali við People Magazine á dögunum að lyfjameðferð hans gegn krabbameini í brisi gengi mjög vel. „Ég er ennþá í meðferð og góðu fréttirnar eru þær að líkami minn bregst vel við meðferðinni,“ sagði hinn jákvæði leikari í viðtali við People tíma- ritið. Fjölmiðlafulltrúi Swayze til- kynnti alþjóð í marsmánuði að leikarinn væri með krabbamein í brisi en sá tiltekni sjúkdómur er einstaklega erfiður viðureignar. Swayze, sem bræddi hjörtu yng- ismeyja í myndum á borð við Dirty Dancing og Ghost, er 56 ára gamall. vij Swayze gengur vel í meðferð Félagarnir Kevin Whittaker og Cory Jens frá San Fransisco settu heimsmet í handabandi á mánu- daginn, þegar þeir heilsuðust stanslaust í samtals 9,5 klukkutíma samfellt. „Afrek eru mörkuð af litu atrið- unum, eins og tungllendingum, lækningu krabbameins, nú eða handabandi!“ sagði Kevin hróð- ugur. Enn er beðið staðfestingar frá Heimsmetabók Guinness, en þeir Kevin og Cory hafa litlar áhyggjur. „Þetta var mjög erfitt. Við vorum kóf- sveittir og illt um allan líkamann. Við æfðum okkur aðeins fyrir þrem- ur vikum og þróuðum tæknina svolítið. Það sem ég hef þó mestar áhyggjur af er að Þjóðverjarnir fái veður af þessu og reyni að slá metið í hlutlausu landi á borð við Ísland, það yrði verulega fúlt.“ tsk Settu heimsmet í handabandi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.