24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 VÍÐA UM HEIM Algarve 24 Amsterdam 18 Alicante 28 Barcelona 25 Berlín 23 Las Palmas 23 Dublin 18 Frankfurt 22 Glasgow 15 Brussel 17 Hamborg 19 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 21 London 16 Madrid 27 Mílanó 28 Montreal 22 Lúxemborg 18 New York 23 Nuuk 10 Orlando 24 Osló 11 Genf 22 París 18 Mallorca 30 Stokkhólmur 20 Þórshöfn 15 Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Létt- skýjað í innsveitum og hiti 15 til 22 stig, einna hlýjast SV- og V-lands, en mun svalara og víða þokuloft við ströndina, einkum í nótt. VEÐRIÐ Í DAG 9 12 12 9 12 Yfir tuttugu stiga hiti Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað inn til landsins, en þokuloft við ströndina, einkum norðan- og austantil. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast SV- og V-lands, en 8 til 12 stig á annesjum fyrir norðan og austan. VEÐRIÐ Á MORGUN 9 12 14 9 14 Þokuloft við ströndina en hlýtt Hjartamiðstöð Íslands hefur áhuga á að bjóða upp á hjartaþræðingar á hjartamóttöku sinni í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. „Við teljum að þörfin sé til staðar og það sé hægt að framkvæma ákveðinn hluta hjarta- þræðinga, sem fela í sér minni áhættu, utan spítala,“ segir Axel F. Sigurðsson hjartalæknir hjá Hjartamiðstöðinni og bendir á að undanfar- in tíu ár hafi 150 til 230 manns verið á biðlista eftir hjartaþræðingu. „Ég held að við gætum komið að miklu liði hvað það varðar. Ef við gæt- um tekið þær þræðingar sem fela í sér minni áhættu þá myndi það létta mjög á spítalanum sem gæti þá einbeitt sér að flóknari og erfiðari verkefnum.“ Aldrei verið gert utan spítala Axel segir að þó svo hjartaþræðingar hafi aldrei verið gerðar á Íslandi utan Landspítalans og forvera hans sé það mjög algengt erlendis að slíkar aðgerðir séu gerðar utan spítala. „Þar er þetta gert í stórum stíl,“ segir hann og bendir á að við stærstan hluta kransæðaþræðinga þurfi ekki að vera fullbúin skurðstofa til staðar. „Heilsuverndarstöðin er mjög nálægt Landspít- alanum. Þannig að það er mjög stutt að fara sem er svona starfsemi alltaf í hag,“ bætir hann við. Til umræðu í heilbrigðiskerfinu Axel segir öll áform Hjartamiðstöðvarinnar háð því að góð sátt og samkomulag náist við heilbrigðisyfirvöld. „Við höfum kynnt verkefnið fyrir heilbrigðisyfirvöldum og það er nú farin af stað heilmikil umræða um það,“ segir Axel en bendir á að enn sé margt ógert. „Það þarf að gera samninga við Landspítalann og heilbrigð- isyfirvöld um það hvernig á að standa að þessu og það hefur ekki verið klárað.“ Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra segist ekki geta tjáð sig um málið þar sem það hafi ekki verið kynnt fyrir honum. elias@24stundir.is Hjartamiðstöð Íslands vill bjóða upp á nýja tegund heilbrigðisþjónustu Vilja bjóða upp á hjartaþræðingar Franskur karlmaður á fertugsaldri var framseldur til Frakklands að- faranótt síðasta föstudags. Mað- urinn er grunaður um að hafa dregið sér ríflega 22 milljónir króna frá fyrirtæki sem hann starf- aði hjá í París árið 2005. Maðurinn var búsettur hérlendis í um tvö ár áður en hann var framseldur. Hann var eftirlýstur af frönskum stjórn- völdum í gegnum Interpol og var hann handtekinn í byrjun júní hér á landi eftir að frönsk yfirvöld höfðu farið fram á framsal hans. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en kærði úrskurðinn og féllst Hæstiréttur á kæru hans. Maðurinn var hins vegar úrskurðaður í farbann. Dómsmálaráðuneytið féllst á framsalsbeiðni franskra yf- irvalda og var maðurinn sem áður segir fluttur til Frakklands í fylgd franskra lögreglumanna. fr Sendur til Frakklands Bæjarráð Garðs og Reykjanes- bæjar afturkölluðu byggingarleyfi vegna álvers Norðuráls í Helgu- vík og samþykktu nýtt í staðinn á fundi sínum síðastliðinn fimmtu- dag. Ástæðan mun vera sú að það gleymdist að fá samþykki um- hverfisráðherra fyrir fyrra bygg- ingarleyfi. ejg Afturkalla fram- kvæmdaleyfi Lyfjakostnaður Tryggingastofn- unar ríkisins, TR, nam alls 2.583 milljónum króna á fyrsta árs- þriðjungi 2008 og jókst um 14 prósent miðað við sama tíma í fyrra eða um 308 milljónir, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Skýringar á auknum kostnaði eru sagðar einkum tvær. Í fyrsta lagi hafi notkun aukist mikið miðað við sama tíma í fyrra. Í annan stað hafi krónan verið talsvert veikari. Mest hefur kostnaður aukist vegna flogaveikilyfja, geð- rofslyfja, þunglyndislyfja og lyfja við ofvirkni. Aukinn lyfjakostnaður hjá TR Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttir thorakristin@24stundir.is Paul Ramses óttast að fá ekki hæli á Ítalíu, að sögn Rosemary Atieno Odhiambo, eiginkonu hans. „Hann hringdi í mig í morgun [gær] og var mjög áhyggjufullur af því að hann var beðinn um að leggja fram gögn til sönnunar því að hann hafi verið í stjórnmálum í Kenía en þau eru öll á Íslandi,“ seg- ir hún. Odhiambo fundar í dag með lögfræðingi Ramses, Katrínu Theodórsdóttur. Skorað á dómsmálaráðherra Mál Paul Ramses og fjölskyldu hefur vakið mikla reiði hérlendis og hefur þeirri ákvörðun Útlendinga- stofnunar að fjalla ekki um um- sókn hans verið víða mótmælt. Til að mynda höfðu hátt á annað þús- und manns skrifað undir áskorun til dómsmálaráðherra um að fá Ramses sendan til baka, þegar blað- ið fór í prentun í gær. Ungliðar stjórnmálahreyfing- anna hafa ekki farið varhluta af óánægjunni í samfélaginu. Anna Pála Sverrisdóttir, formað- ur Sambands ungra jafnaðar- manna, segir mál Ramses vera „birtingarmynd á þeirri ómannúð- legu stefnu sem við rekum í mál- efnum hælisleitenda“ og að hún geri þá kröfu að „skilyrðislaust verði náð í manninn aftur.“ Í sama streng tekur Steinunn Rögnvalds- dóttir, ritari Ungra vinstri grænna og bendir á að ekki hafi tekið lang- an tíma að afgreiða hælisumsókn Bobby Fishers. Bryndís Gunnlaugs- dóttir, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, vill að þrýst verði á ítölsk stjórnvöld að taka á málinu af sanngirni en telur að ekki sé hægt að fá Ramses sendan aftur til landsins. Þá minnir Þórlindur Kjartansson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, á að ekki hafi verið brotnar reglur í málinu. Hins vegar sýni það að endurskoða þurfi þær reglur sem í gildi eru. Varaformaður vill endurskoðun Allsherjarnefnd hefur ákveðið að funda um málið í dag, að kröfu þingflokks VG. Segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylk- ingarinnar, mikilvægt að skoða hvort breyta þurfi lagaumhverfinu hérlendis. „En ég persónulega vill hvetja ráðherra til að endurskoða ákvörðun Útlendingastofnunar,“ bætir hann við. Óöruggur um hæli á Ítalíu  Ramses áhyggjufullur á Ítalíu  Beðinn að sanna stjórnmálaþátt- töku í Kenía  Fjöldi fólks skorar á dómsmálaráðherra Áhyggjufull Odhiambo er óör- ugg með framtíð fjölskyldunnar. ➤ Paul Ramses var fluttur tilÍtalíu á fimmtudag en þaðan er hann með vegabréfsáritun. ➤ Er búist við að kona hans ogbarn verði send til Svíþjóðar, því þar er hún með dval- arleyfi. MÁL PAULS RAMSES 24stundir/Árni Sæberg Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Þrítug kona hefur lögsótt fata- hönnuð eftir að brúðarkjóll hennar leystist í sundur við altarið. Segir hún að lélegur saumaskapur hafi orðið til þess að rassinn á henni blasti við kirkjugestum. Fer konan fram á nærri 3 milljónir króna í skaðabætur, þar sem þessi stærsti dagur lífs hennar hafi eyðilagst. aij Ósátt brúður Ber við altarið SKONDIÐ ● Gróðurhús á Litla-Hraun Söfnun hefur hafist fyrir gróð- urhúsi fyrir fanga á Litla- Hrauni. Með aðstöðu í gróðurhúsi gætu fangarnir haldið ræktun mat- jurta áfram yfir vetrartímann. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 101-26-171717 og kennitalan er 481203-3330. ● Skilorð fyrir ofsaakstur Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna ofsaaksturs á bifhjóli síð- astliðið sumar. Félagi manns- ins, sem einnig ók á ofsahraða, var ekki dæmdur en hann lam- aðist á hálsi vegna slyss sem varð vegna ofsaaksturs. STUTT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.