24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Yfirgnæfandi meirihluti presta íslensku kirkjunnar brást hratt og vel við könnun 24 stunda í síðustu viku á afstöðu til staðfestrar samvistar homma og lesbía. Prestarnir voru spurðir hverju þeir myndu svara ef samkyn- hneigt par bæði þá að staðfesta samvist sína í kirkjum þeirra. Þrír af hverjum fjórum prestum treysta sér til að gefa saman samkyn- hneigð pör og líka til þess að lýsa skoðun sinni á opinberum vettvangi. Það er gott. Níu prestar treysta sér ekki til að staðfesta samvist. Trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim ekki að gefa saman fólk af sama kyni. Enginn efast um rétt þeirra til að trúa því sem þeir trúa. Þessir prestar flýja ekki sannfær- ingu sína þótt mannréttindi samkynhneigðra séu orðin viðurkenndari í þjóðfélaginu en trú prestanna leyfir. Þeir eru orðnir minnihlutahópur sem lætur ekki kúga sig til hlýðni. Það er líka gott, þótt deila megi um hvort þeir eigi að vera á launum hjá ríkinu. Nokkur hópur presta er óákveðinn. Þeir hljóta að taka afstöðu fyrr en síðar. Sóknarprestur getur ekki sagt: „Ég veit ekki,“ ef samkynhneigt par óskar eftir þjónustu hans við tiltekið prestverk. Óákveðinn prestur getur kannske leyft sér að víkja í einhver skipti, fara í frí, skrá sig veikan eða fá fyrir sig staðgengil á öðrum forsendum, meðan óvissan nagar hann. En ekki til lengdar. Sorglegasti minnihlutahópurinn og jafnframt sá minnsti er sjálfur bisk- upinn yfir Íslandi. Hann lét ekki ná í sig og hafði þó þrjá daga til að svara einfaldri spurningu. Furðu sætir ef biskupinn þarf langan umhugsunartíma um eigin afstöðu í máli sem hefur verið rætt í þaula innan kirkjunnar í mörg ár. Það er leitt að biskupinn skuli velja að koma ekki út úr skápnum með afstöðu sína til staðfestrar samvistar, eftir allan þennan tíma. Flótti biskups verður enn ónotalegri þegar rifjaður er upp ferill málsins og fyrri ummæli hans um hjónabandið og mannréttindi sam- kynhneigðra. Biskup Íslands ætti að leita sér hjálpar fagfólks eða fólks með reynslu af mannréttindabar- áttu, svo hann geti staðið með sjálfum sér. Því það er vont að höfuð kirkjunnar sé í felum. Og það er vont fyrir biskupinn sjálfan, eins og aðra menn, að þora ekki út úr skápnum. Skápalífið er erfitt, jafnvel þótt skápurinn sé skrúðhús. Biskupinn í skápnum Hestamennskan er svo sérstök að því leyti að hún sameinar marga kosti í senn. Þarna mætist fólk úr öllum stéttum, á öllum aldri, af báð- um kynjum og úr sveit og borg og menn eiga það sameiginlegt að unna íslenska hest- inum. Síðan er það skipu- lag slíks móts. Það kostar engan smá-undirbúning að taka á móti 12 þúsund manns, svo vel sé, eða sjá til þess að allur þessi mikli fjöldi hesta sé sýndur við góðar aðstæður. Sjálfur átti ég þess kost að ríða í kjölfar fánaberanna þegar Lands- mótið var sett sl. fimmtudag. Þetta var hátíðleg stund. Einar K. Guðfinnsson ekg.blog.is BLOGGARINN Hátíðleg stund Að fela sig á bak við það að kona á síðustu vikum meðgöngunnar skuli ekki hafa skutlast til Sví- þjóðar á þriggja mánaða fresti til að vera lögleg í landinu er bæði staðlaust og lít- ilmannlegt. Hvort forstjórinn gerir það í póli- tísku umboði síns æðsta yfirmanns væri forvitnilegt að vita. Allt þetta mál er okkur Íslendingum til skammar. Minnir óþægilega mikið á Falun Gong og leit sér- sveita í bílum útivistarfólks á há- lendinu. Enda skammast stærstur hluti Íslendinga sín niður í tær yfir meðferðinni á þessari ken- ísku fjölskyldu. Dofri Hermannsson dofri.blog.is Til skammar Eigendur Kersins í Grímsnesi geta ekki lokað fyrir rútum. Samkvæmt Járnsíðu og lögum frá 1999 er bannað að loka aðgangi að landi. Ef Óskar Magn- ússon lokar bíla- plani, sem ríkið hefur borgað, par- kera rútur bara í vegkantinum. Ef yfirvöldum um- ferðar finnst þær trufla umferðina þar, geta þau tal- að við Óskar. Sagt honum, að þau eigi bílastæðin og vilji fá þau opn- uð að nýju. Málið er milli yfirvalda og landeigenda, sem hafa tekið op- inber bílastæði í gíslingu. Rútu- menn eiga ekki að gefast upp. Betra er að láta reyna á, hvað Ósk- ar vill fara langt í ólögum sínum. Jónas Kristjánsson jonas.is Ólög Óskars Björg Eva Erlendsdóttir beva@24stundir.is Það er einkum þrennt sem vekur um- hugsun varðandi nýja lagasetningu sem heimilar trúfélögum að staðfesta samvist samkyn- hneigðra og að meginþorri presta þjóðkirkjunnar er tilbúinn að staðfesta samvist. Í fyrsta lagi þá er athyglisvert að meirihluti þingheims hafi ekki tekið af skarið og heimilað trúfélögum að staðfesta samvist fyrr en fyrir lá ákvörðun þjóðkirkj- unnar. Þetta er einkum umhugsunarefni í ljósi yfirlýs- inga nokkurra trúfélaga um að þau myndu staðfesta samvist og að engar kröfur hafa verið uppi um að þingið skikkaði þjóðkirkjuna til að feta sömu braut. Þjóðkirkjunni var þannig gefið neitunarvald á laga- setningu þjóðkjörins þings. Þetta sýnir glöggt ítök kirkjunnar á þingi og heigulshátt þeirra sem farið hafa með þessi mál af hendi ríkisvaldsins. Í öðru lagi þá er umhugsunarvert að prestar þjóðkirkj- unnar geti hafnað því að staðfesta samvist. Hvers kon- ar kirkja er það sem gefur prestum formlega heimild til þess að vísa eigin safnaðarmeðlimum úr húsi? Þetta er eins og að heimila prestum að neita því að gifta svartan mann og hvíta konu eða Árnesing og Hún- vetning. Það er hins vegar gleðiefni að flestir prestar kirkjunnar bjóða samkynhneigða velkoma. Það er ár- angur starfs fjölda fólks sem hefur náð ótrúlegum ár- angi í réttindabaráttu innan kirkjunnar á skömmum tíma. Í þriðja lagi þá eru lögin um staðfesta samvist tíma- skekkja. Þau voru í upphafi sett til að koma á til- teknum réttarbótum en fela nú í sér öll réttindi hjú- skaparlaga. Allt eins mætti hugsa sér að enn giltu sérlög um kosningarétt kvenna. Lögin um staðfesta samvist og kosningarétt kvenna bera vott um þá aðskilnaðarstefnu sem var ríkjandi í samfélaginu. Hún heyrir nú sögunni til nema í formi laganna um staðfesta samvist. Enn á ný reynir á þingmenn. Stjórnarflokkarnir kenna sig við frelsi og jafnrétti. Þeim hlýtur því að vera fulltreystandi til að hrinda úr vegi þessum síðasta farartálma sem kemur í veg fyrir fullt jafnrétti. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Reynir á flokka frelsis og jafnréttis ÁLIT Baldur Þórhallsson

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.