24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps
sendi fyrir helgi út svör við athugasemdum sem
bárust við breytingu á aðalskipulagi hreppsins
vegna Hvamms- og Holtavirkjunar. Breytingin
var samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 23.
júní síðastliðinn.
Sum svörin „út í hött“
„Svörin bárust ekki fyrr en tekin hafði verið
ákvörðun um breytinguna. Það gafst því ekki
færi á því að koma með athugasemdir við svör-
in, sem sum hver voru út í hött,“ segir Sig-
þrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Sól á Suð-
urlandi sem barist hefur gegn því að
virkjanirnar verði að veruleika. „Hreppsnefndin
virðist hafa blekkt með yfirlýsingu Landsvirkj-
unar eða misskilið hana. Það er vitnað aftur og
aftur til þess í svörunum að orkan eigi ekki að
renna til stóriðju,“ segir Sigþrúður og bendir
þar á að í svörum hreppsnefndarinnar er marg-
oft vísað í að samkvæmt yfirlýsingu stjórnar
Landsvirkjunar þá eigi orkan úr virkjununum
ekki að fara til stóriðju. Sigþrúður bendir á að í
þeirri yfirlýsingu segir hins vegar að orkan eigi
ekki að fara til nýrra álvera. „Þannig að í raun-
inni er vísað til rangra upplýsinga þegar athuga-
semdunum er vísað á bug. Hreppsnefndin hefur
annað hvort ekki haft réttar upplýsingar, eða
ekki verið kunnugt um þær, þegar athugasemd-
unum var svarað. Því það kemur fram í svör-
unum að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af
því að þetta fari til stóriðju.“
Ekki hlustað á athugasemdir
Sigþrúður segir að í meginatriðum sé ekkert
tillit tekið til þeirra athugasemda sem gerðar
voru við skipulagið. „Mér finnst það vera hart,
sem almennur borgari, að maður skuli í raun-
inni ekki hafa neitt um málið að segja þó að far-
ið sé í gegnum þetta lögformlega ferli.“́
elias@24stundir.is
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps svarar athugasemdum við breytt aðalskipulag
Þjórsá Deilt er
um mögulegar
virkjanir í ánni.
Vísað til rangra upplýsinga
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Sumrin geta reynst fólki erfið,“
segir Salbjörg Bjarnadóttir geð-
hjúkrunarfræðingur og bætir við
að fólk fari fyrst að setjast niður og
tala saman í fríum. Hún segir að
tímaleysi fólks hafi mikil áhrif á
börn og unglinga. „Foreldrar þjást
af sektarkennd vegna þess að þeir
hafa ekki nægan tíma til að sinna
börnum sínum,“ segir hún og bæt-
ir við að hraðinn í samfélaginu og
vinnutími foreldra hafa aukist.
Sjálfsvíg á Íslandi
„Sjálfsvíg eru í raun fágætur at-
burður og gerast ekki frekar á
ákveðnum tímum ársins,“ segir
hún en bætir við að skammdegið
geti vissulega haft áhrif.
„Sjálfsvígum hefur fækkað sér-
staklega hjá yngsta aldurshópnum
en ég tel að fræðsla síðustu árin
hafi haft töluverð áhrif,“ segir hún.
Salbjörg nefnir að skólarnir hafi
verið vakandi fyrir vanlíðan ung-
menna og að sjálfsvígum hafi
fækkað hlutfallslega mest hjá
strákum yngri en 25 ára.
Árið 2000 er oft talið sem eitt
erfiðasta ár vegna sjálfsvíga, en þá
voru um 51 sem frömdu sjálfsvíg
og 9 af þeim voru yngri en 19 ára.
„Nú eru það um 32-33 manns á
ári sem fremja sjálfsvíg og hafa að-
eins tveir verið yngri en 19 ára á
ári,“ segir hún.
Ungir strákar í meirihluta
Ungir strákar eru í miklum
meirihluta þeirra sem fremja sjálfs-
víg en einnig eru í áhættuhópi þeir
sem eru atvinnulausir, detta út úr
skóla, vímuefnaneytendur, fangar
og fólk með geðraskanir.
„Við þurfum að vera vakandi
fyrir okkar nánustu,“ segir hún og
bætir við að t.a.m. séu ungir sam-
kynhneigðir oft einmana og kvíðn-
ir fyrir viðbrögðum aðstandenda
sinna. „Við þyrftum einnig að
hugsa aðeins um nágrannann og
hvernig fólki líður“. Salbjörg tekur
fram að sorg þeirra aðstandenda
sem missa ástvin vegna sjálfvígs séu
öðruvísi. „Prestar og djáknar hafa
staðið sig vel í því að hlúa að þess-
um aðstandendum,“ segir hún.
Fjölskyldubrúin
Geðsvið Landspítalans hefur nú
útskrifað fyrstu fagaðilana sem
hafamenntað sig í nýju meðferðar-
formi sem kallast fjölskyldubrúin.
„Rætt er við börn sem eiga for-
eldra með geðraskanir,“ segir hún
og bætir við að ætlunin sé að fleiri
aðilar nýti sér námið. „Foreldrar og
börn ræða um sjúkdóminn til að
koma í veg fyrir að börn verði
einnig kvíðin eða þunglynd en
meðferðin er hugsuð sem forvörn“.
Meðferðinni er ætlað að rjúfa þá
þögn sem ríkir inni á heimilunum
og að vera uppbyggjandi.
Sjálfsvígum yngri
stráka fer fækkandi
Telur að fólk þurfi að vera vakandi fyrir líðan fjölskyldu sinnar og vina á tímum hraða
Fjölskyldubrúnni er ætlað að rjúfa þögnina og er hugsuð sem forvörn á heimilunum
Salbjörg Telur mikilvægt
að allir hlúi vel að fólkinu í
kringum sig.
➤ Verkefnið hófst árið 2003 oger vefslóðin www.landlaekn-
ir.is/Thjodgegnthunglyndi.
➤ 15-25% einstaklinga geta bú-ist við því að verða þunglynd-
ir einhvern tíma á ævinni. Að-
eins hafa drengir framið
sjálfsvíg í yngsta aldurs-
flokknum síðastliðin ár.
➤ Fræðslan er ætluð almenn-ingi og þeim lykilhópum sem
í starfi sínu komast í tengsl
við þunglynda og fólk í sjálfs-
vígshættu.
ÞJÓÐ GEGN ÞUNGLYNDI
Hæstiréttur felldi í gær úr
gildi úrskurð Héraðsdóms
Reykjaness þar sem áfram-
haldandi gæsluvarðhaldi yfir
karlmanni sem grunaður er
um margvísleg kynferðisbrot
gegn börnum var hafnað.
Maðurinn hefur setið í gæslu-
varðhaldi frá 3. apríl síðast-
liðnum. Gæsluvarðhald yfir
honum var í upphafi sam-
þykkt vegna rannsóknarhags-
muna en frá 19. maí hefur
hann setið í varðhaldi með til-
liti til almannahagsmuna.
Gefin var út ákæra á hendur
manninum 30. júní síðastlið-
inn og eru honum gefin að sök
kynferðisbrot gegn sjö stúlk-
um. Þeirra á meðal eru dætur
mannsins og fósturdóttir.
Ákæran er í 22 liðum og eru
brotin allt frá því að vera
blygðunarsemisbrot og upp í
gróft kynferðisofbeldi. fr
Meintur barnaníðingur
Áfram í gæslu-
varðhaldi
Velta á millibankamarkaði með
gjaldeyri nam 714 milljörðum
króna í júní, samkvæmt hagtölum
Seðlabanka Íslands. Er það aukn-
ing um 94% frá sama mánuði í
fyrra, þegar veltan nam 368 millj-
örðum.
Velta á millibankamarkaði með
gjaldeyri jókst um 40% í júní frá
fyrri mánuði, þegar hún var 509
milljarðar.
Aðilar á millibankamarkaði eru
viðskiptabankarnir þrír, Glitnir,
Landsbanki og Kaupþing.
Greiningardeild Kaupþings
bendir á að hlutfallsleg aukning sé
enn meiri þegar borinn er saman
fyrri helmingur þessa árs við sama
tímabil í fyrra, eða 120%.
„Varla er við öðru að búast en
að velta ársins í ár verði fljótlega
orðin meiri en á öllu árinu 2007,
sem var metár á gjaldeyrismarkaði,
...“ segir í Hálffimmfréttum deild-
arinnar. hos
Meiri gjald-
eyrisvelta
Veltan á fyrri helm-
ing árs 120% meiri
en í fyrra
● Sjúkraliðar sömdu
Sjúkraliðar samþykktu kjara-
samning en átta af hverjum tíu
sjúkraliðum samþykktu samn-
ing við Samtök fyrirtækja í
heilbrigðisþjónustu. Samning-
urinn felur í sér sömu kjara-
bætur og samið var um við
fjármálaráðuneytið.
● Gengur vel hjá sjótaxanum
Vel hefur gengið hjá sjótax-
anum Bjarnarnesi í Bolung-
arvík það sem af er sumri.
Bjarnarnes er farþegabátur í
eigu Sigurðar Bjarna Hjart-
arsonar sem bættist við flota
Bolvíkinga í vor. Bjarnarnes er
af gerðinni Sómi 990, rúmar 20
farþega og er með 500 hestafla
vél. Aðalvík er meðal við-
komustaða en ferðamenn hafa
sýnt þeim staða mikinn áhuga
á undanförnum árum. Ferða-
mennska er vaxandi atvinnu-
grein á Vestfjörðum.
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin gerðu könnun á 200 gr. af sýrðum
rjóma frá MS, 10% fituinnihald. Mesti verðmunur
reyndist vera 50%, þar sem lægsta verðið reyndist vera
í Krónunni en það hæsta í 11-11.
Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæmandi.
Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum.
50% munur á sýrðum rjóma
Jóhannes
Gunnarsson
NEYTENDAVAKTIN
Sýrður rjómi 200 gr.
Fyrirtæki Verð Verðmunur
Krónan 143
Spar-Bæjarlind 169 18%
Melabúðin 189 32%
Nóatún 193 35%
Kjarval 198 38%
11-11 215 50%
STUTT