24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundirI . Í MARKAÐURINN Í GÆR FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Um einn af hverjum tíu gestum tjaldsvæðisins í Laugardal er Ís- lendingur. Flestir þeirra gista í hús- bílum, fellihýsum og tjaldvögnum. SALA JPY 0,7136 -1,56% EUR 120,09 -0,98% GVT 154,05 -1,00% SALA USD 76,71 -0,69% GBP 150,86 -1,50% DKK 16,104 -0,98% Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is Veruleg fjölgun var á fjölda gesta á tjaldsvæðinu í Laugardal í júní, eða um 20% aukning frá sama tíma í fyrra. Að jafnaði gistu þar um 180 manns á dag í tjöldum, húsbílum, fellihýsum og tjaldvögnum. Að sögn Markúsar Einarssonar, framkvæmdastjóra Farfugla, sem reka m.a. tjaldsvæðið í Laugardal, liggur skýringin líklega í sérlega sólríkum júnímánuði. Mesti ann- atími ársins er í júlí og ágúst en þá má vænta 350-400 manns á dag. Markús segir að um það bil einn af hverjum tíu gestum tjaldsvæð- isins sé Íslendingur. „Íslensku gestirnir koma nánast eingöngu utan höfuðborgarsvæð- isins og eru langflestir í bílum,“ segir Markús. Útlendu gestirnir gista að sögn hans frekar í tjöldum en þó eru líka margir í húsbílum. „Það er ekkert óalgengt að hingað komi hópar af erlendum gestum með 20-30 bíla.“ Margir þeirra komi hingað til lands með ferjunni Norrænu. Að sögn Markúsar er aðsókn farfuglaheimilisins í Laugardal svipuð og í fyrra. „Reyndar er erfitt að meta hvort um aukningu sé að ræða á farfugla- heimilinu því þar er alltaf svo mikil umframeftirspurn. Þar var full nýt- ing nánast allan júnímánuð og við þurftum að vísa frá töluverðum fjölda gesta.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar leita flestir Íslendingar á tjaldsvæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þann- ig skipuðu Íslendingar 57% gisti- nátta á tjaldsvæðum á landinu öllu í fyrra en aðeins 5% gistinátta á tjaldsvæðum höfuðborgarsvæðis- ins og Suðurnesja. Lausnin í Laugardalnum? Í bensíndýrtíð forðast margir að keyra of langar vegalengdir, jafnvel á ferðalagi. Ef til vill er lausnina að finna í Laugardalnum. „Eins og dalurinn lítur út í dag, með gróðrinum og veðursældinni sem þar ríkir, þá er hann algjör paradís,“ segir Markús. Nálægðin við m.a. sundlaugina, Húsdýra- garðinn og Grasagarðinn þykir mikill kostur. Á tjaldsvæðinu er m.a. aðgangur að sturtu, þvottavél, rafmagni fyrir bíla og þráðlausu neti auk þess sem stutt er í mið- borgina. „Þetta er svo stórt svæði að hér er aldrei uppselt og pláss fyrir að minnsta kosti 6-700 manns,“ segir Markús. Þó sé gott að fá að vita fyr- irfram ef von er á fjölmennum hópi með ferðavagna. Í útilegu Að sögn Markúsar fjölgaði gestum á tjaldsvæð- inu í Laugardal tölu- vert milli ára nú í júní. Fleiri gestir í góða veðrinu  Einn tíundi tjaldgesta í Laugardalnum eru Íslendingar  Algengt að fá hópa af erlendum gestum með ferðavagna ➤ Gistinóttum á tjaldsvæðumfjölgar gjarnan og fækkar í takt við veðurfar enda eru tjaldgestir mjög hreyfanlegir og lausir við hótelskuldbind- ingar. ➤ Íslendingar leita yfirleitt frek-ar tjaldsvæða utan höf- uðborgarsvæðisins. ➤ Töluverður fjöldi gesta kom átjaldsvæðið í Laugardal í tengslum við Náttúrutón- leikana sem þar voru haldnir fyrir rúmri viku. TJALDGESTIR               ! "##$                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2     345    61    '    '7.   .8 1  *9 / 01, , :  ,      ; 1    ;     ,/  !  "                                              :,   0 , <   " & > ??@ A54 ?B 4>B >>C ?> >C5 ?53 33C >A? >4C ?3 BCB + 35D B4@ 533 3?3 34@ >CC C C?> >>> ?3 >45 D@> DC D3> 5B? + D 3BC 443 + > > B>B 54A C B>5 ?C> + + + ?A5 ?BA C5> 3DC 35> + @E>3 4E?> C4E4> @E?C ?5E55 ?AE3> ?4E55 @5>E>> C3E3> B@E@> 3E3B DEBA ?ED@ BDEC> + ?DAE>> ?555E>> CABE>> ?A4E5> + + + A@@>E>> ?>E>> + @E>D 4E?A C4EB5 @E?@ ?5E4> ?AEA> ?4E@5 @5AE>> C3EA> BBEA> 3E5> DEBB ?EDD D>EC> ?EC> C>>E>> ?543E>> C4>E>> ?ABE5> CCE>> + BE5> ABA>E>> ?>E>> 4E>> ./  ,  + ? ?> ?C CD 3 + 3> 35 ? 3 ?4 + C + + + C @ + + + ?? ? + F  , , A @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B A @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B A @ C>>B @ @ C>>B A @ C>>B A @ C>>B A @ C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B 3> 4 C>>B 4 ?C C>>@ 3 4 C>>B @ @ C>>B @ @ C>>B @ 3 C>>B ● Mestu viðskipti í Kauphöll OMX á Íslandi í gær voru með bréf Kaupþings fyrir um 360 milljarða króna. ● Mesta hækkun var á bréfum Glitnis eða um 1,96%. Bréf í Landsbankanum hækkuðu um 1,75%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Bakkavarar, um 1,12%. Bréf SPRON lækkuðu um 0,88%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,75% í gær og stóð í 4.326 stigum. Íslenska krónan styrktist um 1,59% og stóð gengisvísitalan í 152,9 sigum. ● Samnorræna OMX-40 vísitalan hækkaði um 1,47% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 1,85% og þýska DAX-vísitalan um 1,97%. Jákvæður gjaldeyrisjöfnuður bankanna jókst um 54,5 milljarða króna í júní en hann var 837,8 milljarðar yfir mánuðinn í heild, samkvæmt Seðlabanka Íslands. Gjaldeyrisskuldir jukust um 453 milljarða að meðaltali yfir mán- uðinn og gjaldeyriseignir jukust um 507,7 milljarða. Frá áramót- um hefur jákvæður gjaldeyr- isjöfnuður bankanna aukist um 72% og frá júní í fyrra hefur hann aukist um 166%. mbl.is Gjaldeyrisjöfnuður jókst Skuldsetning flestra ís- lenskra rekstrarfélaga mun verða þeim fjötur um fót og ógna arðseminni á þessu ári og því næsta komi ekki til verulegur rekstrarbati, frekari innspýting eigin fjár eða sala félaganna á eignum til lækkunar á skuldsetningu. Þannig eru líkur á því að fleiri félög fylgi í kjölfar 365 hf. og verði skráð af markaði, að mati greiningardeildar Kaupþings. Íslensk rekstrarfélög eru mörg hver mun skuldsettari en keppinautar þeirra, en sterk fylgni er á milli skuldsetningar þeirra og neikvæðrar þróunar hlutabréfaverðs. Félögin hafa ekki sýnt viðunandi arðsemi á undanförnum árum og við það bætist aukinn söluþrýstingur og minnkandi áhugi fjárfesta í ljósi aðstæðna á fjármála- og lánamörk- uðum. Staða rekstrarfélaganna því ekki sem best. mbl.is Fleiri rekstrarfélög afskráð? Microsoft er tilbúið að hefja á ný viðræður um kaup á Yahoo! verði skipt um stjórn þess síðarnefnda. Microsoft leggst þannig á árar með auðjöfrinum Carl Icahn, sem sagst hefur vilja bola stjórn- inni frá fyrir að hafa látið samn- ing við Microsoft sér úr greipum ganga. Icahn á 5% í Yahoo!, sam- kvæmt Bloomberg. Microsoft hefur sagst vera tilbúið að kaupa annaðhvort Yahoo! í heild sinni, eða leitarvélina eina og sér. Gengi Yahoo! rauk upp í kjölfar yfirlýsingarinnar. mbl.is Microsoft falast enn eftir Yahoo! Hluta af fjármögnunarvanda danska fríblaðsins Nyhedsavisen má rekja til 250 milljóna danskra króna skuld blaðsins við Stoðir Invest sem var einn stærsti hlut- hafinn í dagblaðinu. Í frétt danska blaðsins Børsen í gær segir að Stoðir Invest séu milli steins og sleggju. Annars vegar að afskrifa þessa 250 millj- óna króna skuld og laða hugs- anlega að nýja fjárfesta. Hins veg- ar að halda í skuldina en takast ekki að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn. mbl.is Stoðir Invest í valklemmu Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.