24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir Nýverið var undirritaður samn- ingur í Englandi um byggingu tveggja gríðarstórra flugmóð- urskipa fyrir konunglega breska flugherinn. Verða skipin tvö, HMS Queen Elizabeth og HMS Prince of Wales þau stærstu og öflugustu sem byggð hafa verið í Englandi. Mörg þúsund störf Bygging og samsetning skip- anna í skipasmíðastöðvum í Portsmouth, Barrow-in-Furness, Govan og Rosyth munu skapa og halda uppi 10.000 störfum víðs vegar um England. Munu skipin geta borið 65.000 tonn og allt upp í 40 loftför og mun í kringum 1500 manns skipa hvora áhöfn en áætlað er að taka skipin í notkun árið 2014 og 2016. Skipin verða byggð af hópi fyrirtækja sem kall- ast einu nafni Aircraft Carrier Alliance, en stór hluti verksins verður framkvæmdur af fyrirtæk- inu BVT Surface Fleet, nýlega mynduðum hópi frá fyrirtækj- unum BAE Systems og VT Group. Sögulegur dagur Varnarmálaráðherra Breta Des Browne segir undirritun samnings vera tímamót í sögu varnarmála. „Flugmóðurskipin tvö munu veita herliði okkar þá aðstöðu sem þeir þarfnast næstu áratugina og hún er sú besta sem völ er á í heim- inum. Skipin munu styrkja frið- argæslu svo og allar aðrar hern- aðaraðgerðir. Auk þess sem samningurinn tryggir mörg þús- und störf. Aðmírállinn Sir Jonat- hon Band var á sama máli og sagði skipin og flugflota þeirra veita her- liðinu þann styrk sem til þyrfti í framtíðaraðgerðum á sjó, landi og lofti. Björt framtíð Framkvæmdastjóri BVT Surface Fleet Alan Johnston var að vonum ánægður með samninginn og þá þýðingu sem verkið hefur fyrir skipasmíðaiðnaðinn í Englandi. „Við hlökkum til að hefjast handa við byggingu skipanna og afhenda þau síðar meir,“ segir Johnston. Byggingin mun halda við 1.200 störfum í Portsmouth, meira en 3.000 störfum í Clyde, 1.600 störf- um í Rosyth, 400 störfum í Bar- row-in-Furness, 145 í Frimley í Surrey og 250 í Bristol og Crawley. maria@24stundir.is Aðstaða konunglega breska flughersins eflist Tvö flugmóðurskip byggð Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Samkvæmt nýjum lögum sem lögð voru fyrir Evrópuþingið í síðasta mánuði verður evrópskum bílstjórum heimilt að taka að sér þrjú verkefni í landinu svo lengi sem þeir snúi heim innan viku. Er síðan áætlað að fjölga verkefn- unum í sjö árið 2010 en að árið 2014 verði fjöldatakmörkunum aflétt og tímaramminn gefinn frjáls. Erfið samkeppni Stjórnendur breskra flutninga- fyrirtækja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af slíkum breytingum og halda því fram að smærri fyrirtæki muni ekki geta keppt við austur- evrópsk fyrirtæki sem yfirleitt nota ódýrari eldsneyti. Talsmaður samgönguyfirvalda í Bretlandi, Theresa Villiers, segir þjóðvegi landsins þegar á barmi þess að sprengja utan af sér og að enn meiri umferð hundruð vörubíla í viðbót muni gera illt verra. „Eigi þessi lög að taka gildi krefst ég þess að stjórnvöld tryggi að flutn- ingabílar frá öðrum löndum muni gangast undir jafn strangt öryggis- eftirlit og hérlendir bílar,“ segir Villiers. Í Bretlandi tíðkast að er- lendir bílstjórar noti sér gloppur í lögum til að stunda viðskipti en lögunum er ætlað að koma í veg fyrir slíkar ólöglegar aðgerðir. Ýmis verkefni Rætt var við nokkra bílstjóra á bensínstöð í Belgíu sem voru á leið til Englands og voru þeir á einu máli um að með slíkum lög- um myndi erlendum flutn- ingabílum fjölga til muna. „Strangt til tekið er ekki löglegt að taka að sér starf annars staðar en í heimalandi sínu en þó er slíkt al- gengt í Englandi þar sem bílstjórar heyra af verkefnum eða taka að sér verkefni sem koma upp á síðustu stundu,“ sagði bílstjórinn Var- oslav Pernicka sem flytur dekk frá Tékklandi til Birmingham. Umdeilt lagafrumvarp um breytingu á samkeppnislögum er varðar vöruflutninga í Bretlandi lagt fyrir Evrópuþingið Yfirvöld segja vegi landsins yfirfulla ➤ Algengt er að evrópskir flutn-ingabílstjórar taki að sér ýmis verkefni í Bretlandi þó að slíkt sé ólöglegt. ➤ Stjórnendur breskra flutn-ingafyrirtækja óttast að smáu fyrirtækin fari á hausinn. ➤ Áætlað er að árið 2014 verðireglum um fjölda verkefna af- létt. VÖRUFLUTNINGAR Búist er við að evrópskir vörubílstjórar muni flykkjast út á breska vegi samþykki Evrópuþingið ný samkeppnislög. Eins og stendur er erlendum bílstjórum óheimilt að taka að sér verkefni í Englandi eftir að hafa skilað af sér vörum nema í undantekningar- tilfellum. Mótmæli Ekki eru allir á eitt sáttir um ný lög. Yfirfullir Vegir landsins eru sagðir við að sprengja utan af sér. SANY VINNUVÉLAR Komdu og kynntu þér beltagröfur og veghefla frá SANY. Einnig fleygar frá FRANK og skóflur smíðaðar hjá Vélsmiðju Guðmundar. TILBÚNAR TILAFGREIÐSLU! Vélsmiðja Guðmundar // Íshellu 10 // Hafnarfjörður // Sími 555 2699 // www.sany.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.