24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir TB W A \R E Y K JA V ÍK \S ÍA Aukin aðstoð við ríki Afríku var meðal þess sem rætt var á fyrsta degi ráðstefnu leiðtoga átta helstu iðn- ríkja heims – hinna svokölluðu G8-ríkja – í gær. George Bush situr fund G8-ríkjanna í síðasta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Hann hvatti auðugari ríki heims til að leggja fram moskítónet og aðra aðstoð til að forða börnum frá því að deyja af völdum mosk- ítóbita. „Nú er kominn tími til að þær þjóðir sem hafa komið sér vel fyrir láti til sín taka,“ sagði Bush. Á fundi leiðtoganna fyrir þremur árum var þróun- araðstoð eitt meginviðfangsefnið. Þá skuldbundu þeir sig til að stefna að því að árleg framlög til þróunarmála næmu 50 milljörðum Bandaríkjadala árið 2010. Helmingur þess fjár ætti að renna til Afríkuríkja. Nú eru framlög til Afríku komin upp í 3 af þeim 25 milljörðum sem heitið var, að mati samtakanna DATA, sem Bono er í forsvari fyrir. Telja samtökin að Banda- ríkin, Bretland og Þýskaland hafi staðið við skuldbind- ingar sínar, en enn vanti upp á framlag Frakklands, Ítalíu, Kanada og Japans. Á fundinum verða loftslagsmál jafnframt tekin til umræðu, sem og nauðsyn þess að leysa orkukreppu heimsins – þar sem í síauknum mæli er litið til kjarn- orku. andresingi@24stundir.is Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í Japan Ræða Afríku og loftslagsmál Fríður flokkur Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Sjálfsvígsárásarmaður ók bíl hlöðn- um sprengiefni í gegnum hlið ind- verska sendiráðsins í Kabúl í gær. Yfirvöld áætla að 41 hafi látið lífið og 141 særst. Þetta er mesta mann- fall í árás innan höfuðborgarinnar síðan stjórn talíbana var komið frá völdum. Innanríkisráðuneyti Afganistans telur að á meðal fallinna séu sex lögreglumenn og þrír öryggisverðir sendiráðsins. Indverjar hafa gefið út að fjórir landa sinna hafi látist. Jafn- framt hafi fimm afganskir örygg- isverðir látist í sendiráði Indónesíu, sem staðsett er nærri því indverska. Reynt að skera vináttubönd Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, fordæmdi árásina. Sagði hann vígamenn vilja spilla sambandi landanna tveggja með henni, en Indland hefur verið dyggur banda- maður afganskra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Indlands sagði að árásin myndi ekki draga úr vilja ríkisstjórnar sinnar til að standa við skuldbindingar sínar við Afgani. „Indland og Afganistan hafa djúpt samband hvort við annað. Slíkar árásir óvinarins spilla ekki því sam- bandi,“ sagði Rangeen Dadfar Spanta utanríkisráðherra, þegar hann fundaði með starfsmönnum sendiráðsins. Aukið ofbeldi Ofbeldisalda hefur riðið yfir Afg- anistan að undanförnu. Áætlar AP- fréttastofan að rösklega 2200 manns hafi fallið í átökum það sem af er árinu. Höfuðborgin hefur til þessa sloppið nokkuð vel við handahófskenndar árásir sem beitt er gegn herliði stjórnvalda og al- þjóðaherliðinu í Afganistan. Árásin á sendiráðið er hins vegar sjötta sjálfsvígsárásin í Kabúl á árinu. Það sem einkennir árásir að und- anförnu er hversu öflugar sprengj- urnar eru. Þetta er talið ein ástæða þess að mannfall í hópi NATO-her- manna hafi verið meira í júní síð- astliðnum en nokkrum mánuði síðan ráðist var inn í landið fyrir sjö árum. Þótt talíbanar hafi staðið fyrir mörgum af árásum undanfarinna mánuða segjast þeir ekki bera ábyrgð á þessari. Neita þeir almennt ábyrgð á árásum þar sem flestir hinna föllnu eru almennir, afgansk- ir borgarar. „Þegar við gerum sjálfs- vígsárás göngumst við við henni,“ segir Zabiullah Mujahid, talsmaður talíbana í Afganistan. Vígvöllur Ljótt var um að litast við sendiráðið. Sprenging skekur Kabúl  Geysiöflug sprenging í bíl sem ekið var að sendiráði Indlands í Afganistan  Fólk týndi lífi í næstu húsum við sendiráðið ÁRÁSIR UNDANFARIÐ © GRAPHIC NEWS 17. júní 2007: Sjálfsvígssprengja í Kabúl veldur dauða 24 í lögreglurútu 29. sept.: Sjálfsvígsárás gegn herrútu í Kabúl leggur 28 afganska hermenn og tvo óbreytta borgara af velli 6. nóv.: Yfir 70 manns látast í sjálfsvígsárás í Baghlan 17. feb. 2008: Ríflega 100 manns látast í sjálfsvígsárás í Argandab 18. feb.: Sjálfsvígssprengju er beint gegn herfylgd Kanadamanna í Spin Boldak. 37 óbreyttir borgarar látast 7. júlí: Sjálfsvígssprengja í bifreið við sendiráð Indlands í Kabúl veldur dauða 41 manns og særir 141 Tadsjikistan Túrkmenistan Íra n AFGHANISTAN Kandahar Spin Boldak Argandab Baghlan Kabúl 160 km 100 mílur Pakistan Indland Herat Bros barns örvar ánægjustöð heila móður þess, svo taugaboð- efnið dópamín losnar úr læðingi. „Það mætti lýsa þessu sem nátt- úrulegri vímu,“ segir Lane Strathearn, prófessor sem stýrði rannsókninni þar sem þetta kom í ljós. Fyrir rannsakendunum vakti að skilja betur samband móður og barns. Vonast þeir til að öðlast dýpri skilning á því hvernig sam- bandið er þegar vel lætur – en þykir jafnvel mikilvægara að skilja hvernig samband móður og ungabarns geti rofnað. Virkni í heila mæðra var skoðuð á meðan þeim voru sýndar mynd- ir af ýmsum börnum. Reyndist virkni í ánægjustöðinni aukast þegar konurnar sáu myndir af börnum sem þær áttu ekki, en það var ekkert í líkingu við þá aukningu sem varð þegar þær sáu myndir af eigin börnum. Lang- mest var aukningin þegar af- kvæmin voru brosandi. aij Barnsbros er vímugjafi Sænsk pör sem vilja sem minnst japl, jamm og fuður í kringum hjónavígslu sína geta nú gifst bílalúgubrúðkaupi í Västerås. At- höfnin tekur rétt um sjö mínútur. Carola Mård og Torbjörn Jansson voru á sunnudag fyrst til að nýta sér þessa þjónustu. „Það var helst til að geta sagt börnum okkar og barnabörnum að við höfum gengið í fyrsta bílalúguhjóna- band Svíþjóðar,“ hefur Af- tonbladet eftir Carolu Mård. aij Bílalúgubrúð- kaup í Svíþjóð Tuttugu og fimm kolkrabbar hóf- ust í gær handa við að leysa ten- ingaþraut Rubiks. Næsta mán- uðinn verður Rubiks-teningur – auk ýmissa annarra leikfanga – til staðar í kolkrabbabúrum víðs vegar um Evrópu. Litlar vonir eru bundnar við að einhver kol- krabbanna muni leysa þrautina, enda er það ekki tilgangur til- raunarinnar. Munu sjávarlíffræðingar skrá þrjá fyrstu útlimina sem kol- krabbar nota til að grípa um hluti. Vonast þeir til að geta með þessu séð hvort kolkrabbar eigi sér uppáhaldsútlim – líkt og manneskjur eru ýmist rétthentar eða ranghentar. aij Leitað að uppá- haldsútlimnum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.