24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir www.kistufell.com Vantar þig varahluti í ameríska bíla ? VÉLAVERKSTÆÐIÐ VARAHLUTAVERSLUN kistufell@centrum.is Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 Við sérpöntum fyrir þig Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 www.vinnulyftur.is Vinnulyftur og jarðvegstæki til leigu og sölu Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina. Hafið samband og fáið verðtilboð! Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Tilkynning: Flutningabíll er að koma inn til Akureyrar. Bíllinn er dráttarbíll af MAN með 40 feta flutningagám. Á gatnamótum Hörgárbrautar/ Tryggvabrautar og Dalsbrautar veltur hann á hliðina. Fyrsti slökkvibíll á staðinn athugar að- stæður og sér ökumann liggja við afturhlera gámsins. Hann virðist með meðvitund en hreyfir sig lít- ið. Tveir lögregluþjónar stumra yf- ir manninum. Grábláleit gufa virðist stíga frá hálfopnum hler- anum og vökvi rennur út. Fólk streymir að svæðinu. Farmbréf í bílnum leiðir í ljós að í bílnum eru húsgögn frá Rúmfatalagernum í pappakössum, rúsínur í kössum. 3000 lítrar af Withe-spritti, 8000 lítrar af maurasýru í 1000 lítra kerjum, 400 lítrar af rafgeymasýru og 400 lítrar af klóri í einni tunnu. Hverjar eru aðgerðir? „Þegar slökkviliði berst tilkynn- ing sem þessi þá er grunnatriði að koma rétt að slysstaðnum, þ.e. vindmegin og að fara ekki að óat- huguðu máli inn á vettvanginn,“ segir Höskuldur Einarsson, deild- arstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, sem sýnir hvernig slökkviliðið bregst við útkalli þar sem grunur leikur á eiturefnaslysi. „Skiptir þá engu máli hvort fólk sé inni á honum eður ei því við erum björgunarmennirnir og þurfum að geta unnið á vettvanginum í lengri tíma án þess að smitast af þeim efnum sem þarna leka út.“ Aðstæður skoðaðar úr fjarlægð „Slökkviliðin reyna því að nota sjónauka til að átta sig á aðstæðum á meðan þeir klæðast réttum hlífðarfatnaði miðað við efnið sem er að leka út.“ Vettvangur girtur af „Mjög brýnt er að girða af vett- vanginn og skapa það sem við köllum innra og ytra svæði. Allir sem eru innan innra svæðisins gætu þurft að fara í gegnum sér- staka skolun hjá okkur, sjá síðar. Á innra svæði er einungis þeim heimilt að vinna sem eru í viðeig- andi hlífðarfatnaði (eiturefnagalla) en á því ytra eru aðrir björg- unarmenn sem eru klæddir minni vörn en eiga þá alltaf möguleika á að bregða á sig öndunarbúnaði.“ Sýrur skapa hættu „Samkvæmt farmbréfi eru þarna hugsanlega sterkar sýrur að leka út sem alltaf skapa verulega hættu og ekki síst ef þær blandast öðrum efnum, t.d. White-spritti o.fl. Einnig er þarna um að ræða klór, ekki sagt um styrkleika hans en þótt hann sé einungis 15% af styrkleika upphefja sýrurnar bindiefni hans og klórgas sem er sérstaklega hættulegt mönnum (sjá Eskifjarðarslysið) mun streyma fá bílnum. Þegar eiturefnakafarar okkar komast að mönnunum (lög- reglumönnunum og bílstjóranum og ef til vill áhorfendum) þarf að koma þeim frá vettvangi og á öruggan stað frá gufunum. Veita þarf öndunaraðstoð og byrja að færa fólkið úr smituðum fatnaði sérstaklega ef hann er rakur af efn- um.“ Skolunartjöldin „Aðrir slökkviliðsmenn setja upp skolunartjöld og farið er með alla sem grunur er um að hafi smitast þar að. Í fyrsta tjaldinu fer fólk úr öll- um fötum, rekur af sér alla skart- gripi og setur í poka sem eru merktir viðkomandi. Þá fer fólkið í gegnum sturtutjald (okkar bún- aður skaffar heitt vatn eftir þörf- um) þar sem það er þvegið með sérstökum sápum. Því næst fer fólkið í síðasta tjaldið þar sem það fær fatnað frá okkur og síðan í sjúkrabíl á sjúkrahús.“ Hreinsun „Hreinsun á vettvanginum tek- ur því næst við og fer eftir nánari skoðun á hvað var að leka. Við getum mælt styrkleika hinna ýmsu efna, t.d. klórgassins en sýrurnar sem við getum ekki dælt upp í sér- stök ker, verðum við að gera hlut- lausar með basa áður en þeim er hleypt niður í niðurföllin. Hafi fjöldi manns smitast af efnum höfum við tvö sett af hreinsunartjöldum og gerum við ráð fyrir að setja annað settið upp á vettvangi en hitt við slysadeild- ina þar sem fólk myndi vænt- anlega koma er það fréttir um áhættuna sem það er í. Tímaferli á svona slysi er allt frá 4-40 klst. en alltaf er ljóst að eitur- efnaslys tekur langan tíma. Fjöldi eiturefnaslysa hjá SHS er um 4-10 á ári en við höfum fjár- fest í búnaði fyrir um 50 milljónir til að mæta slíkum slysum.“ 24stundir/Golli Sviðsett slys á æfingu slökkviliðsins Hvernig er fólk varið fyrir efnaslysum? Efnaslys gerast sjaldan og þess vegna myndast lítil reynsla hjá slökkvilið- um í að fást við slík slys. Þjálfun og fræðsla í þess- um málaflokki er því afar öflug og reglulega haldn- ar æfingar þar sem slík slys eru sviðsett. Varast hættunni Eitur- efnagallar eru lífs- nauðsynlegir slökkviliðs- mönnum í útkalli þar sem grunur er um eitur- efnamengun. Flutningabíll með sýru veltur Hvernig ver slökkviliðið okkur fyrir þeirri hættu er skapast? Útbúnaður slökkvi- liðsins er margbrot- inn Höskuldur Ein- arsson við þann útbúnað sem nauð- synlegur er við útkallið. Vinnuvélar Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.