24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 11 Árið 2008 gæti orðið þekkt sem árið sem Frakkland upp- lifði stóra sniglaskortinn. Kenna franskir matgæðingar bættum lífskjörum í Austur- Evrópu um. Síðan aust- antjaldsríkin gengu í Evrópu- sambandið hefur atvinnu- ástandið batnað stórlega. Fyrir vikið fást sífellt færri til að vakna í bítið á votviðr- isdögum til að skríða með vasaljós í skóglendi. Um 25.000 tonn af sniglum rata á diska Frakka ár hvert. Það eru um tveir þriðjuhlutar heimsneyslunnar, eða sem jafngildir 700 milljónum ein- stakra snigla. aij Mikil neysla á tófú og ýmsum öðrum vörum sem unnar eru úr sojabaunum er tengd við aukið minnistap á efri árum í nýrri rannsókn. Breskir vís- indamenn könnuðu eldri borgara á Indónesíu og kom- ust að því að virkni minn- isstöðva heilans var allt að fimmtungi minni hjá þeim sem borðuðu mikið tófu en þeim sem lítið sem ekkert borðuðu. Reyndust soja- afurðir innihalda nokkuð magn hormóna með svipaða virkni og estrógen, sem geta að sögn rannsakendanna haft slæm áhrif á heilastarfsemi. aij Árlegt nautahlaup í Pamplona á Norður-Spáni var sett á sunnudag. Samkvæmt heim- ildum Rauða krossins þurftu 13 að leita aðhlynningar lækn- is vegna sára sinna, auk þess sem einn áhorfandi lést eftir að hann féll af vegg. Þetta árið voru naut og menn um fjórar mínútur að hlaupa 825 metra leið um þröng stræti Pamplona. Flestir hinna slösuðu mörð- ust, skárust og hlutu heila- hristing. Fjórir þeirra eru að sögn Rauða krossins ferða- menn. aij Skjálfti í matgæðingum Frakka fer að skorta snigla Eldra fólk rannsakað Tófú tengt við elliglöp Pamplona á Spáni Fjöldi sár eftir nautahlaup Lengi hefur verið deilt um ástæður þess að þriðji skýjakljúfurinn á World Trade Center- svæðinu féll í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hafa kenningasmiðir meðal annars leitt að því líkum að 47 hæða turninn – sem nefndur var turn sjö – hafi vísvitandi verið sprengdur niður. Búist er við að niðurstaða ít- arlegrar skýrslu sem út kemur í mánuðinum muni hins vegar leiða í ljós að hrun turnsins hafi stafað af eldum sem geisuðu víða í honum. Telur hópur arkitekta, verkfræðinga og vís- indamanna að hrun turnsins geti ekki hafa ver- ið afleiðing hamfaranna í stærri turnunum tveimur, sem flugvélar rákust á. „Hvaða 6. bekkingur sem er getur horft á það hvernig þessi bygging féll saman nánast í frjálsu falli, al- gjörlega jafnt, og áttað sig á því að þetta var ekki náttúrulegt ferli,“ segir Richard Gage, sem fer fyrir efasemdahópnum, Architects and Eng- ineers for 9/11 Truth. Ríflega tvö ár hefur tekið að vinna skýrsluna um endalok turns sjö. Hafa vísindamenn við National Institute of Standards and Technology stuðst við tölvulíkön af ástandi byggingarinnar til að ráða í orsakir hrunsins. Telja þeir ýmsa þætti hafa komið saman, til að turninn yrði fyrsti skýjakljúfurinn til að hrynja vegna bruna. Fyrir það fyrsta hafi eldur fengið að loga víða um turninn næsta óáreittur, þar sem björgunarlið hafi hvorki haft vatn né mannskap til að berjast við hann. Þetta hafi veikt burðarvirki turnsins til muna. Jafnframt hafi hönnun turnsins verið óvenjuleg miðað við meðalskýjakljúfinn, þar sem jarðlestarstöð og rafspennuvirki hafi verið undir honum. andresingi@24stundir.is Von er á skýrslu um hrun skýjakljúfs í kjölfar árásanna 11. september 2001 Ráðgátan um turn sjö að leysast? Rústirnar Lítið var eftir af turni sjö haustið 2001 Geislaðu í allt sumar... Ef þig vantar ferskan blæ notaðu þá þessar nauðsynjar sumarsins sem konur um allan heim hafa sett í fyrsta sæti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.