24 stundir - 09.07.2008, Síða 6
Hressing
í bolla frá
Knorr
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
„Það væru mistök að hætta að
styðjast við greiningar á áfalla-
streituröskun í kynferðisbrota-
dómum,“ segir dr. Berglind Guð-
mundsdóttir, sálfræðingur hjá
Neyðarmóttöku Landspítalans.
Eins og sagt var frá í 24 stundum
í gær bendir Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttardómari, í
grein sem hann ritar, á að erfitt sé
að vita hvað það er sem veldur
röskun eða vanlíðan. Segir hann
greiningu á áfallastreituröskun
ekki til þess fallna að sanna sök
sakbornings.
Kærandi geti jafnvel upplifað
áfallastreituröskun vegna kærunn-
ar og niðurlægingar sem henni
fylgir.
Sýnir ekki mikla þekkingu
„Hann er að ljá máls á mikil-
vægu máli,“ segir Berglind. „En því
miður sýnir hann ekki nægilega
mikla þekkingu á áfallastreiturösk-
un.“
Hún segir mjög erfitt fyrir kær-
anda að gera sér upp áfallastreitu-
röskun sem viðbrögð við kyn-
ferðisofbeldi. „Viðkomandi þarf þá
að hafa gríðarlega mikla þekkingu
á áfallastreituröskun og vita að
hverju greinandinn leitar.“
Spurningalistar eru aðeins lítill
hluti af þeim tólum sem notuð eru
til að greina áfallastreituröskun,
segir Berglind. Einnig sé viðkom-
andi tekinn í ítarleg viðtöl, enda
einkennin ekki augljós.
Hún segir að vissulega geti ein-
staklingur upplifað streitu við það
að ganga í gegnum kæruferli vegna
kynferðisofbeldis. Hins vegar sé
það einkenni áfallastreituröskunar
að einstaklingur endurupplifir
áfallið. Í grein sinni segir Jón Stein-
ar jafnframt að ef menn samþykkja
að unnt sé að færa sönnur á brot
með greiningu á áfallastreiturösk-
un, hljóti þeir að telja það draga úr
líkum á að brot hafi verið framið ef
ekki mælast merki um andlegar af-
leiðingar kynferðisofbeldis.
Þetta segir Berglind vera mis-
skilning. „Við vitum að ekki allir
þróa með sér áfallastreituröskun í
kjölfar kynferðisofbeldis.“
Hún segir erlendar rannsóknir
benda til að allt að 57% þolenda
kynferðisofbeldis þrói með sér
áfallastreituröskun. Einstaklingar
séu mishæfir til að takast á við áföll
og sumir geti jafnvel unnið úr
áföllum á borð við kynferðisof-
beldi án utanaðkomandi aðstoðar.
Mikilvæg tól
í dómsmálum
Segir skrif hæstaréttardómara bera vott um vanþekkingu á
áfallastreituröskun Erfitt að gera sér upp áfallastreituröskun
➤ Þeir sem þjást af áfallastreitu-röskun endurupplifa atburð-
inn sem olli áfallinu.
➤ Þeir upplifa gjarnan tilfinn-ingalegan doða og forðast
það sem minnir á atburðinn.
➤ Þá finna þeir oft fyrir ofur-árvekni og eru því sífellt á
nálum gagnvart umhverfinu.
ÞRÍR FLOKKAR EINKENNA
Sérfræðingur Berglind er doktor í klínískri
sálfræði með áherslu á afleiðingar áfalla, og
hefur unnið með þolendum kynferðisofbeld-
is sem leita til LSH.
„Ég geri ráð fyrir því að fólk hafi
fundið fyrir þessu ef það var vak-
andi,“ segir Sigrún Guðmunds-
dóttir íbúi á Selfossi. „Það hafa ekki
komið margir eftirskjálftar yfir þrjá
á Richter en ég geri ráð fyrir því að
flestir hafi verið sofandi á þessum
tíma,“ segir hún og bætir við að
heimafólk kippi sér ekki upp við
minni skjálfta núorðið. „Við
heimamenn tölum ekki um skjálfta
af þessari stærð sem stóra í sjálfu
sér,“ segir Sigrún.
Þjónustumiðstöðin
„Fólk hefur ekki hringt eða leit-
að til okkar,“ segir Ólafur Örn Har-
aldsson, verkefnisstjóri Þjónustu-
miðstöðva jarðskjálftasvæða á
Suðurlandi. „Við erum með tvö
númer opin eftir hádegi hjá okk-
ur,“ segir hann og bætir við að eng-
in hafi verið á skrifstofunni um
morguninn, en jarðskjálfti sem
mældist 3,3 á Richter varð laust
fyrir klukkan hálfsjö í gærmorgun
við norðanvert Ingólfsfjall.
Eftirskjálftar
Jarðskjálftinn var á 5 km dýpi og
fannst á Selfossi og í Hveragerði.
Nokkrir minni skjálftar hafa mælst
í kjölfarið en samkvæmt Veður-
stofu Íslands eru þetta eftirskjálftar
frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí
síðastliðnum. „Við búumst ekkert
frekar við skjálftum af þessari
stærð, en þetta eru allt eftirskjálftar
og það hefur dregið úr tíðni
þeirra,“ segir Sigþrúður Ármanns-
dóttir hjá Veðurstofunni og bætir
við að fólk hafi hringt inn til að láta
vita af skjálftanum.
áb
Skjálftar við
Ingólfsfjall í
gærmorgun
Skjálfti sem mældist
3,3 á Richter í gær
fannst á Suðurlandi
Surtsey er komin inn á heims-
minjaskrá sem einstakur staður
náttúruminja á heimsmæli-
kvarða. Þetta var tilkynnt á fundi
heimsminjanefndar UNESCO nú
í vikunni, að því er greint er frá á
vef Umhverfisstofnunar.
Surtsey var friðuð 1965 á meðan
gosvirkni var enn í gangi. Með
friðlýsingunni var tekið fyrir um-
ferð manna út í eyna og gildir
bannið enn í dag, nema að
fengnu leyfi Umhverfisstofnunar.
Stuðla átti að því að eyjan fengi
að þróast án áhrifa eða afskipta
mannsins.
Surtsey á
heimsminjaskráFjöldapóstur og sms-skilaboð
gengu manna á milli til að vekja at-
hygli á stöðu ljósmæðra í samn-
ingaviðræðum við ríkið. Stuðn-
ingsfólk kom saman í gærmorgun
við Stjórnarráð Íslands til að sýna
stuðning sinn við ljósmæður.
„Við erum mjög þakklátar, það
er frábært að finna þennan stuðn-
ing,“ segir Guðlaug Einarsdóttir
formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
„Það er talað um 100 manns sem
mættu í gærmorgun,“ segir hún en
bætir við að ljósmæður bindi mikl-
ar vonir við fund við samninga-
nefnd ríkisins í dag.
„Við höfum haft spurnir af því
að það sé eitthvað að rofa til og að
hjúkrunarfræðingar séu bjartsýnir
í þeirra kjaraviðræðum við ríkið.“
Í stuðningsyfirlýsingu fjölda-
póstsins kom m.a. þetta fram:
„Ljósmæður þjónusta konur og
börn á mikilvægustu augnablikum
lífsins. Launakjör þeirra eru til
marks um að hvorki þarfir né störf
kvenna séu metin að verðleikum.“
Ljósmæðrafélag Íslands hefur farið
fram á það við ríkisstjórnina að
laun þeirra verði leiðrétt til sam-
ræmis við laun annarra háskóla-
stétta með sambærilega menntun.
Fjöldi ljósmæðra hefur nú sagt upp
störfum, eða um helmingur starf-
andi ljósmæðra á landinu öllu.
áb
Stuðningsmenn Komu
saman í gærmorgun við
stjórnarráðið.
Komu saman fyrir ríkisstjórnarfund í gær
Styðja ljósmæður
í kjarabaráttunni
Salmonellusýkt kjöt finnst nú
í miklu magni í Danmörku.
Halldór Runólfsson yf-
irdýralæknir brýnir fyrir
ferðafólki að gæta varúðar og
borða aðeins fulleldað kjöt í
ferðum sínum í Danmörku
sem og annars staðar. fr
Salmónella í kjöti
Ferðamenn
gæti varúðar
N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 SÍMI 440 1220
Verð 1.410.000 kr.
ENGIN
ÚTBORGUN
ALLT A
Ð
100%
FJÁRM
ÖGNU
N
NINJA ZX 6R