Eintak - 01.11.1993, Síða 26

Eintak - 01.11.1993, Síða 26
þúsundanna á pöllunum. Sviðsljósun- um. Orkuflæðinu. Brjálæðinu. Kappleikurinn er óumflýjanlegur. Ekki verður undan vikist. Allt getur gerst. Eins og í beinni útsendingu. Á tali með Hernma Gunn er óhugsandi nema í beinni útsendingu. En hvernig fór íþróttamaðurinn yfir á vett- vang fjölmiðla? - Það er langt síðan það byrjaði, segir Hemmi. Það var í kringum 1967. - Hvernig gerðist það? Hvernig byrjaði þetta allt saman? - Ja, það er nú eins og með svo margt sem hef- ur gerst í h'fi mínu. Ég hef svo oft verið á leiðinni eitthvert og farið eitthvað annað. Ég hef þá gjarn- an gert það sem einhver hefur ráðlagt mér, hlýtt einhverjum. Svona togstreita var alltaf stöðugt í gangi í mínu hfi. Ég stefni eitt og fer svo annað. Ég var til dæmis á leiðinni í Menntaskólann eins og svo margir félagar mínir á sínum tíma en fór í Versló. Þá var inntökupróf í Versló og ég fór í það og náði. Ég var hvattur til þess og gerði það. Þá ætl- aði ég að verða lögfræðingur. Harðákveðinn í því. Mikill eftirlætisfrændi minn var lögfræðingur. Hláturmildur lögfræðingur. Föðurbróðir minn. Mér leist afar vel á að verða eins og hann. Við sitjum við gluggann á efstu hæðinni og horfum yfir borgina í tæru sviðsljósi októbersól- ar. Hemmi er hlýlegur og rólegur, hlær ekki en brosir, einhvers staðar við einlægnisleg augun glittir í sársauka. Fjölmiðlastjarna, íþróttamaður. Ekki lögfræðingur. - Þessi togstreita sem þú minnist á fínnst mér athyglisverð. Fleiri dæmi... - Já, blessaður vertu. Nánast allt mitt líf var lengi vel undir merkjum þessarar togstreitu. Ég var nátt- úrlega mjög ungur kominn á bólakaf í íþróttirnar. Skrifaður inn í KR við fæðingu. Og hvað gerist svo? Ég gerist Valsari. Ég var alltaf með miklu eldri strákum í liði og tókst að troða mér í meistaraflokkslið sextán ára. Ég man að Monsieur Albert sagði þá við mig af því tilefni að ég skyldi standa klár á því að með þessu, með því að fara fram úr öðrum fengi ég tíu manns á móti mér. Ef ég næði lengra og kæmist í landslið yrðu þeir tíu sinnum tíu. Ég hugsaði ekkert um þetta þá eða öllu heldur hafði engar áhyggjur af því. Náði því svo nítján ára að komast í landsliðið í knattspyrnu og handbolta líka. En jafnframt því sem ég náði lengra í íþróttum var eins og ég legði á flótta undan sjálfum mér. Ég lét aðra stjórna mér. Togstreitan magnaðist. Ég varð óöruggari þrátt fyrir stöðuga vel- gengni og brjálæði. Ég var rosalega óvar- inn gagnvart kjaftasögum og baktali. Rosalega varnarlaus. Þetta lagðist illa í mig. Þetta þróaðist eins og víta- hringur sem mér tókst ekki að rjúfa fýrr en mörg- um árum seinna. Fyrir rúmlega tíu árum. Þá tókst það líka. Núna á ég trausta vini. Veit miklu betur hver ég er. Sit í farþegasætinu í mínum vagni og hef afhent æðra valdi stjórnina... í Verslunarskólanum var ég í einhverjum trylltasta árgangi sem haíði komið í skólann, að minnsta kosti fram að þeim tíma. Þarna var fólk eins og Gerður Pálma, Gunnsteinn í Sólningu, Ásgeir pylsusali, Júlíus Hafstein, Þorsteinn Pálsson... Ég var mikið í félagslífinu og öllum fíflagangi sem hægt var. Ég var semsagt í sviðsljósinu þarna og líka á vettvangi knattspyrnunnar. Alls staðar í sviðsljósinu en sarnt ráðvilltur innst inni. Ég hafði enga þekkingu til að líta í eigin barm. Líta í spegil. Fór að forðast spegilinn með sviðsljósin í augunum. Jók bara ferðina á öllurn sviðum. Enn togaðist ég milli tveggja kosta þegar ég fékk stóra tækifærið á sviði atvinnumennskunnar í boltanum í Aust- urríki. Ég hikaði. Var hræddur við lífið. Stefndi í eina átt og fór í aðra. Ýrnsir hlutir gripu þar inn í. Missti kærustu sem markaði djúp spor... Þegar ég ætla að fara að inna Hemma nánar eftir þessu kemur skriftan til hans með skilaboð. Það hefur líka fjölgað í matsalnum, fólk komið í kaffi og ég átta mig á því að þetta viðtal verður fyrir opnum tjöldunr og við náum ekki nánu tveggja manna tali. - Nú svo gerðist ég blaðamaður og auglýsingastjóri á Vísi í þrjú ár, 1967-69. Þá var þarna topplið. Jónas Kristjáns og Sveinn Eyjólfs í flugtaki. Mikið af góðu fólki. - En útvarp og sjónvarp? Hvað dró þig þangað? - Það var vinur minn sem var með Lög unga fólksins sem kastaði mér inn í útvarpið. Þá var þetta eini þátturinn með dægurlögum fyrir ungt fólk á ljósvakanum. Á frívaktinni var meira með svona Ömmubæn og svoleiðis. Þetta voru fyrstu kynni mín af útvarpinu og enn þann dag í dag er ég hrifnastur af útvarpi sem fjölmiðli. - Þess vegna ertu í sjónvarpi, samkvæmt togstreitukenningunni? - Já, ætli það ekki bara. Þetta hefur æxlast svona. Ég hef reyndar unnið lengur á útvarps- stöðvum en hér á Sjónvarpinu. Ég sótti um stöðu íþróttafréttamanns vorið 1977. Félagarnir hvöttu mig til þess. Þá var þetta eina starfið á stofnun- inni með inntökuprófi. Við vorum látin lýsa leik, 26 EINTAK NÓVEMBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.