Eintak - 01.11.1993, Side 31
Annar fídus er einfaldlega aö
fara í stígvélin, finna þunga þeirra
á fótunum, hvað maður virkar
einhvern veginn stæðilegri í þeim,
stærri en maður er í rauninni,
mikilúðlegri, þungstígari; maður
gengur um götur, en skynjar ekki
misfellurnar, ójöfnurnar á
gangstéttinni, slitið í malbikinu,
steinvölurnar undir fæti; maður
gengur fast og ákveðið, eins og
órjúfanlegur hluti af jörðinni, en
um leið herra hennar, líkt og
þykkir stígvélasólarnir hefji mann
á hærra plan. Þá tilfinningu þekkir
ekki fólk sem er í strigaskóm,
götuskóm eða fótlagaskóm.
Að ganga um götur á góðum
stígvélum; það er sem sagt,
þegar best lætur, ákveðin
frelsistilfinning.
Og einn fídusinn til er að
hugsa vel um stígvélin sín, því
það gerir allt alvöru stígvélafólk.
Best er að gljábursta þau þannig
að maður geti speglað sig í þeim,
þannig að eftir þeim sé tekið.
Stilla þeim fallega upp þegar
maður fer úr þeim, hornrétt,
sýmmetrískt. Og með því móti
endast góð stígvél von og viti,
jafnvel í krapinu hér norður frá.
Stígvélatískan breytist, en
tilfinningin að ganga í stígvélum er
alltaf hin sama hvernig sem
stígvélin eru. Fyrir nokkrum árum
gengu ungir karlmenn og konur í
kúrekastígvélum sem nú þykja
máski ögn hallærisleg, að
minnsta kosti í bili; í staðinn þykir
nú tilkomumikið að ganga í
níðsterkum og gerðarlegum
mótorhjólastígvélum eða
hermannaklossum. Helst með
stáltá. Við ákveðin tækifæri geta
reiðstígvél jafnvel verið við hæfi,
og þá ekki endilega í hesthúsinu.
Góð leðurstígvél þóttu lengi vel
mesta þing sem hægt var að
eignast á íslandi og ekki á færi
annarra en höfðingja. Almúginn