Eintak - 01.11.1993, Page 32
var með sára fætur og sigggróna
og gekk í sauðskinnsskóm. Sem
er næsti bær við að vera
berfættur. Það þótti stóruppgötv-
un þegar Björn Þorsteinsson
sagnfræðingur sýndi fram á það
að á ensku öldinni svokölluðu,
þeirri fimmtándu, hefðu íslenskir
höfðingjar upp til hópa gengið um
í stígvélum; allt í einu birtist
þjóðinni mynd af nýrri og áður
ókunnri höfðingjastétt, hnarreistri
og glæsilegri, allsendis ólíkri
kotlýðnum sem menn héldu að
hefði ranglað hér um í algjöru
fásinni á hinum myrku miðöldum.
Stígvél tákna vald, styrk,
sjálfsöryggi. Eða að minnsta kosti
tilraun til að ná tökum á þessu
þrennu. Herstjórar eins og
Napóleon, Hitler og
Mússólíní spígsporuðu um í
stígvélum. Meira að segja í forinni
við Waterloo gætti Napóleon
þess að stígvélin væru gljábónuð.
Á fyrstu árum ráðstjórnar sýndu
gömlu bolsévíkarnir nýfengið vald
sitt með því að arka sjálfbirgings-
legir um í leðurstígvélum; ekki
löngu síðar týndu þeir flestir lífinu
eða skiptu yfir í jakkaföt. Stalín
sást þó aldrei í jakkafötum; hann
gekk í stígvélum fram í andlátið
og dó líklega með þau á
fótunum. Ekkert hljóð gladdi
Hitler meira en smellirnir í
hermannastígvélum á lúnum
götusteinum mið-evrópskra
•borga. Allir voru þessir menn litlir
og fremur afkáralegir vexti, en
þegar þeir voru komnir í stígvél
var eins og það hætti að skipta
máli og þeir urðu voldugir og
skrefstórir.
Þótt stígvél hafi á þennan hátt
verið nátengd valdi eru þau ekki
bara fótabúnaður illmenna, síður
en svo. í villta vestrinu, sé eitt-
hvað að marka kúrekamyndirnar,
gefa stigvélahljóð og hringl í
sporum á fortóinu utan við
bæjarkrána til kynna að hér fari
.