Eintak - 01.11.1993, Side 36

Eintak - 01.11.1993, Side 36
Páll H. Hannesson og Friðrik Þór Guðmundsson skrifa um þær gagngeru breytingar sem gerðar hafa veríð á Hagkaupsveldinu á undanförnum misserum, áform erfingja Pálma Jónssonar um útvíkkun starfseminnar, kynslóðaskiptin, forstjóraskiptin og aðrar breytingar sem hafa átt ser stað í þessu stærsta fyrirtæki landsins í fullri eigu eínnar fjölskyldu. Það er dæmigert fyrir stöðu eigenda Hag- kaupsveldisins, afkomendur Pálma heitins Jónssonar, að á næsta ári flytja þeir Ikea-versl- un sína í fyrrverandi húsakynni síns stærsta keppinautar, Miklagarðs í Holtagörðum, sem varð gjaldþrota um mitt þetta ár. Ekki síður er það til marks um sterka stöðu þeirra á matvöru- markaðnum að fyrir um ári keyptu þeir upp hclminginn í sínum næststærsta keppinauti, Bónus-keðjunni, sem rann þar með inn í Hag- kaupsveldið. Markaðshlutdeild þeirra á mat- vörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er nú nálægt 40 af hundraði. Samanlögð velta Bónus og Hagkaups/Ikea var á síðasta ári 16 milljarðar króna á núvirði. Það þýðir að samsteypan er fimmta stærsta fyrirtæki landsins þegar mið er tekið af veltu með virðisauka. Undanfarin tvö ár, eða frá því að frumkvöð- ullinn Pálmi Jónsson dó, hafa átt sér stað mikils- verðar skipulagsbreytingar hjá Hagkaup, meðal annars til að tryggja að kynslóðaskiptin meðal eigenda fýrirtækisins gangi slysalaust fyrir sig. I raun er verið að færa Hagkaup sjálft aftur til fyrra horfs, þótt umbúðirnarnar og stíllinn sé núorðið í öðrum og dýrari klassa en þegar Pálmi hóf versl- un fyrir aldarþriðjungi. Á níunda áratugnum jókst margbreytileikinn í umsvifum fyrirtækisins og það fjarlægðist það hratt að vera einföld mat- VELTA HAGKAUPS frá 1979 tll 1992 15 10 5 0 1980 1985 1990 Á rúmum áratug fór veltan úr tæplega 2,5 miljarði í rúma 13 milljarða. vöruverslun. Undir hatt Hagkaups var komin húsgagnaverslun, kjötvinnsla, bygging og rekstur Kringlunnar, þróunar- og rekstrarfyrirtæki ásamt fleiru. I dag einbeita stjórnendur Hagkaupsversl- ananna sér eingöngu að rekstri þeirra og stíl; bók- hald, lager- og dreifing er undir eignarhaldsfélagi Fjölskyldunnar, Hof sf., og búið er að gera aðra hluta í fyrirtækinu að sjálfstæðum einingum. JÓN ÁSBERGSSON OG ÞORSTEINN PÁLSSON HÆTTIR Á tiltölulega skömmum tíma var stofnað eign- arhaldsfélagið Hof sf. og fleiri fyrirtæki og félög fylgdu í kjölfarið; Þyrping hf. var stofnað utan um fasteignareksturinn, Þarfaþing hf. utan um viðhald og aðra verktakastarfsemi og Baugur sf. utan um innkaup og dreifingu. Fjárfestingafélag- ið Þor hf. hefur það hlutverk að annast minni- hlutaeign fýrirtækisins í hlutdeildarfyrirtækjum (vatnsútflutningur, Dómínós-pizza og fleira) og framundan er stofnun sérstaks hlutafélags utan um kjötvinnsluna, Ferskar kjötvörur hf. Þessum breytingum hefur verið stjórnað af systkinum sjálfum undir forystu Sigurðar Gísla Pálmasonar. Þau fengu sér til aðstoðar Isac Ad- ezes, júgóslavneskan rekstrargúru sem búsettur er í Bandaríkjunum. Byrjað var á endurskipu- lagningu stjórnunarstrúktursins frá toppi. Þá hef- 36 EINTAK NÓVEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.