Eintak - 01.11.1993, Síða 37

Eintak - 01.11.1993, Síða 37
PÁLMIJÓNSSON Hann breytti Hagkaup úr lítilli póstverslun í eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og varð hetja í augum almennings - ófugt við marga íslenska efnamenn. ur reglulega komið hingað til lands skoskur ráð- gjafi, lan McDougal að nafni, sem sá um að út- fera breytingarnar. Þessum breytingum öllum líkir Sigurður Gísli við eins konar einkavæðingu fyfirtækisins, eins og fram kemur í viðtali við hann hér í blaðinu. Nú hillir í að endurskipulagningunni ljúki og um leið hefur það gerst að skipt hefur verið unr forystusveit í fyrirtækinu. Frændinn Jón Ás- bergsson, náinn samstarfsmaður Pálma til margra ára, hefur tekið við starfí forstjóra Út- flutningsráðs. Ákveðið var að ráða Óskar Magn- ússon, lögfræðing og fyrrum stjórnarformann Olís, sem forstjóra frá og með 1. nóvember. Mun Þorsteinn Pálsson hafa átt erfitt með að kyngja þeirri ákvörðun og hefur nú hafið störf á öðrum vettvangi, sem forstjóri Örtölvutækni- Tæknival hf. Sigurður Gísli verður eftir sem áður starfandi stjórnarformaður, en ætlar Óskari það hlutverk að vera andlit fyrirtækisins. UMSVIFIN FIMMFÖLDUÐUSTÁ12 ÁRUM Aukningin á umsvifum Hagkaups í gegnurn tíðina er í raun með ólíkindum. Þegar verslanir hafa sprottið upp á síðustu árum með látum og umsvifasprengingum hefur það yfirleitt endað með ósköpum, eins og hjá Kjötmiðstöðinni, Víði, Grundakjöri, Miklagarði og fleirum. En Hagkaup hefur á rúmum þremur áratugum stöðugt verið að auka og bæta umsvif sín; í stórum skrefum en ekki íslandsmetum í langstökki. Á sjöunda og áttunda áratugunum var aukn- mgin tiltölulega hógvær. 1979 var fyrirtækið kom- ið með að meðaltali 200 starfsmenn og velta árs- ins var að núvirði um 2,5 milljarðar króna. Stærstu stökkin í veltuaukningu komu á tímabil- inu 1985 til 1988, þegar IKEA-verslunin varð sjálf- stæð og Kringlan var í uppbyggingu og komst í notkun. 1992 var svo komið að Hagkaup/Ikea, með að meðaltali 733 starfsmenn, velti að núvirði 12)5 milljörðum króna. Til samans var Hag- kaup/Ikea orðið að sjöunda veltumesta fyrirtæki landsins og aðallega stór ríkisapparöt og útflutn- ingssambönd þar fyrir ofan. Það var engin tilvilj- un að menn veltu því fyrir sér hvort Hagkaups- veldið yrði arftaki Sambandsins á toppi listans yf- ir stærstu fyrirtæki landsins. Ekki er hér ætlunin að rekja hér sögu Hag- kaups í smáatriðum. Eftir að hafa reynt fyrir sér á ýmsum sviðurn, til dæmis í ísgerð, stofnaði Pálmi Hagkaup árið 1959 ásamt Reyni Þorgrímssyni. Eyrsta verslunin var við Miklatorg, í gömlu gripa- húsi í eigu Geirs Gunnlaugssonar bónda. Vöruverðið var frá upphafi lágt rniðað við aðra og sala mikil. 1964 hófst rekstur á saumastofu í Bolholti, þar sem einnig var birgðageymsla og póstverslun. Þarna voru hinir kunnu Hagkaups- sloppar saumaðir. Sama ár opnaði Pálmi aðra verslun, í Lækjar- götu 4, og 1966 var hann orðinn skatthæsti ein- staklingurinn í Reykjavík, var þá gert að greiða rúmar 8 milljónir að núvirði. í tengslum við appelsínustríðið svokallaða, sem sagt er frá annars staðar í umfjölluninni, ákvað Pálmi að stofna sérstaka matvörudeild hjá sér haustið 1967. Þrátt fyrir góða sölu voru næstu þrjú árin fyrirtækinu erfið. Það var kreppa í þjóð- félaginu vegna aflabrests, tvennar stórar gengis- fellingar gengu yfir og rniklar hækkanir á inn- fluttri vöru. Á þessu tímabili dró Reynir Þor- grímsson sig út úr samstarfinu. ANNÁLL HAGKAUPS 1923 Fæddur Pálmi Jónsson að Hofi á Höfðaströnd, 3. júní. BYGGING KRINGLUNNAR NÆSTUM BANABITINN En öll erfiðleikatímabil taka enda og um haustið 1970 urðu þau merkilegu tímamót í sögu Hagkaups að verslunin flutti í Skeifuna 15, leigu- húsnæði í eigu Sveins Valfells. Þetta varð fyrsti eiginlegi stórmarkaður landsins. Fyrst var eink- um seld vefnaðarvara, en 1972 bættust við mjólk og kjöt. 1974 jók Pálmi enn við sig húsnæði með því að taka hálfa jarðhæðina í Kjörgarði á leigu og bæta við sig miklu rými í Skeifunni. Hinn öri vöxtur hafði í för með sér vaxtaverki 1942 Pálmi lýkur stúdentsprófi frá MR. 1951 Lagapróf Pálma frá HÍ. 1954 Sigurður Gísli fæddur 13. ágúst. 1956 Opnar fyrsta skyndibitastaðinn, ísborg í Austur- stræti. 1959 Jón Pálmason fæddur 3. ágúst. Pálmi kvænist Jónínu Sigríði Gísladóttur. Póstverslun opnuð við Eskihlíð um haustið. og árið 1976 fékk Pálmi til samstarfs við sig Bret- ann Stanley Carter, sem áður hafði unnið hjá verslunarkeðjunni C&A. Hann hrinti í fram- kvæmd allsherjar uppstokkun á öllurn sviðum fyrirtækisins og í raun gerbreytti hann verslun- inni til nútíma vinnubragða. Segir það sína sögu að fyrir þennan tíma voru vörur nánast í óskipu- 1961 Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir fædd 12. apríl. 1964 Saumastofa opnuð í Bolholti, síðar Höfða- bakka.Starfsemi hætt 1988-89. Verslun númer tvö opnuð að Lækjargötu 4. n ö ■ v E E I N T A K 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.