Eintak - 01.11.1993, Síða 39

Eintak - 01.11.1993, Síða 39
Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hagkaups „Það sem hefur verið að gerast á undanförn- um tveimur árurn hjá Hagkaup vil ég kalla einka- væðingu fyrirtækisins, jafnvel þótt það kunni að hljóma mótsagnakennt í eyrum þar sem um gamalgróið einkafyrirtæki er að ræða,“ sagði Sig- urður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hag- kaups, er hann var tekinn tali á skrifstofu Ragn- ars Atla í Skeifunni 15. Sigurður Gísli fetar í fótspor föður síns í því að hann hefur enga einkaskrifstofu í öllum þeirn þúsundum fermetra sem eru í eigu hans og systkina. „Hagkaup var farið að vasast í ýmsu sem ekki hafði beinlínis með kaup og endursölu á vöru að gera. Við höfum því búið til sérstakar rekstrareiningar um þá þætti. Þá höfum við fært vald og ábyrgð út til starfsfólksins í auknum mæli, en um leið sett fjármálaumsýslu undir embætti fjármálastjóra." BILUÐ PERA ELUR AF SÉR FYRIRTÆKI Til að skýra mál sitt tekur Sig- urður dæmi um viðhaldsdeildina, sem áður sá um viðhald þar sem nauðsyn krafði, en hefur nú verið gerð að sérstöku fyrirtæki, Þarfa- þingi hf. „Áður var það þannig að ef pera bilaði vestur á Eiðistorgi var hringt í viðhaldsdeildina, maður kallaður út sem kom ak- andi á sínum bíl og skipti urn peru. Enginn vissi í raun hvað þetta kostaði. Nú er hins vegar skrifaður reikningur fyrir verkinu og það sem gerist er að þeir á Eið- istorgi ná sér í stól og skipta um peru sjálfir, því annars kemur þetta fram sem kostnaður í þeirra bókhaldi. Þannig að aðhald eykst. Það sem meira er, við gefum viðhaldsdeildinni, það er Þarfa- þingi eitt til tvö ár í aðlögunar- tíma og eftir það verða þeir að standa sig í samkeppni á opnunr markaði. Þannig að ef Þarfaþing er ekki ódýrast í þeirri þjónustu sem þeir bjóða okkar fyrirtækj- um, þá leita þau annað. Þetta er gagnkvæmt, Þarfaþing getur sóst eftir verkefnum annars staðar.“ KYNSLÓÐASKIPTIN TRYGGÐ „Með þessum skipulagsbreytingum er í raun verið að tryggja kynslóðaskiptin og urn leið er verið að skilja milli eigenda og stjórnenda. Sá stjórnunarstíll sem dugði vel meðan Pálmi stjórnaði fyrirtækinu á ekki lengur við. I fræðun- urn er talað um „founders-trap“ eða „family- trap“ og til að forðast þá gildru þarf að gera sér- stakar ráðstafanir. Rétti tíminn til að gera breyt- ingar í fyrirtæki er einmitt þegar allt leikur í lyndi, ekki þegar allt er kornið í óefni, eins og oft- ast er gert. Nú er tími þessara umbreytinga hjá okkur og þær hafa forgang. Á þessu tímabili höfurn við ekki farið út í neinar stærri framkvæmdir, en nú sér fyrir end- ann á því.“ Sigurður Gísli segir að umbreytingatímabilinu ljúki þegar Óskar Magnússon, nýskipaður for- stjóri, tekur við stjórnartaumunum unr mánað- armótin, en Sigurður taldi að allar breytingar yrðu ekki komnar í höfn fyrr en að sex til tólf mánuðum loknum. „Með þessu er stefnt að því að fyrirtækið verði sjálfstæðara gagnvart eigendunum og skilin þannig skerpt á rnilli eigenda og stjórnenda." MANNASKIPTIN í FORYSTUSVEITINNI Óskar er ráðinn til starfa hjá Hagkaup í kjöl- far þess að Jón Ásbergsson hætti. Segir Sigurð- ur Gísli að Jón hafi hætt að eigin frumkvæði og tekur frarn að það hafi allt farið fram í besta bróðerni. Viðmælendur höfunda hafa rætt um að Jón stefni í pólitík og hann hafi metið það svo að ný staða hans hjá Útflutningsráði væri hentugri stökkpallur út á þá braut, en væri hann um kyrrt hjá Hagkaup. Sigurður Gísli vildi ekki tjá sig um þessar bollaleggingar. En hvað segir hann urn skyndilega brottför annars lykilmanns úr fyrirtækinu, Þorsteins Pálssonar, sem hætti í byrjun októbermánaðar og tók að sér framkvæmdastjórastöðu hjá Örtölvutækni? „l’orsteinn hætti nrjög óvænt. Ástæða fyrir brottför hans er sú að hann undi því einfaldlega ekki að annar fengi forstjórastarfið, þrátt fyrir að honum mætti vera ljóst að leitað yrði út fyrir fyrir- tækið eftir manni. Það var óheppilegt og tímasetningin slæm, en ég fylli í það skarð sem hann skildi eftir þar til aðrar ráð- stafanir hafa verið gerðar.“ ÞRIGGJA PRÓSENTA GRÓÐIAF VELTU Miklar sögur hafa ætíð gengið um Hagkaup, þær síðastar að þeir tapi miljón á dag og skuldi 12 mil- jarða erlendis. Sigurður Gísli segir að þessar sögur hafi komist á skrið þegar ráðist var í byggingu Kringlunnar. Þá hafi þeir ýmist átt að hafa verið komnir á haus- inn eða grætt stórfé. „Við töpuðum reyndar á Kringluframkvæmdinni sjálfri. En það hefur skilað sér og tryggði okkur ákveðna forystu og stöðu á markaðnum. Ég hef ekki viljað tjá mig um stöðu fyrirtækisins, en get þó sagt það hér að eignastaðan er góð og verulega umfram skuldir. Síðast var tap á rekstrinum árið 1988. En afkoman er ágæt og ég er óánægður ef ekki er þriggja prósenta hagnaður af veltu án virðis- auka.“ Miðað við veltu fyrirtækisins eru 3 prósentin 270 milljónir króna. Það er sú upphæð sem þarf til að gera Sigurð Gísla ánægðan. SlGURÐUR GÍSLI PÁLMASON, STJÓRNARFORMAÐUR HAGKAUPS „...eignastaðar er góð og verulega umfram skuldir. Síðast var tap á rekstrinum árið 1988. En afkoman er ágæt og ég er óánægður ef ekki er þriggja prósenta hagnaður af veltu án virðisauka." E I N T A K 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.