Eintak


Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 40

Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 40
HAGKAUPSSTRÍÐIN APPELSÍNUSTRÍÐID 1967 Pálmi keypti ódýrar appelsínur frá Flórida, flutti inn og seldi á um hálfviröi miðaö við aöra, Sendingin seldist upp á svipstundu og Pálmi ákvað að stofna sérstaka matvörudeild. Nokkur heildsölufyrirtæki sögðust hætta að selja Hagkaup vörur vegna þrýstings frá kaupmönnum og ráku neytendur vita- skuld upp ramakvein, enda aðgerðirnar ekki beín- línis í anda samkeppnishugsjónarinnar. Stjómvöld skárust í leikinn og Pálmi neitaði að beygja sig fyrir þvingunum og ekkert varð úr tilraunum kaupmanna til að knésetja hann. SYKURSTRÍÐIÐ 1974 Um árabíl höfðu SÍS og innkaupasamband nokk- urra heildsala keypt inn sykur með samningum langt fram í tímann. 1974 varð uppskerubrestur og verð á sykri hækkaði, en ekki dró úr innflutningn- um. Næsta uppskera var góð og verð lækkaði aft- ur á heimsmarkaði, en ekkí á Islandí þar sem selja þurfti gamlar birgðir. Hagkaup og Kaupgarður fluttu aftur á móti inn mikið magn af ódýrum sykri sem rokseldist. Eftir þetta var sykur almennt seldur mið- að við heimsmarkaðsverð. BÓKSÖLUSTRÍÐID 1981 Pálmi hafði tvisvar reynt að fá bóksöluleyfi fyrir verslanir sínar, en verið neitað af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Pálmi vildi ekki una þessu og út- vegaði sér bækur hjá Bókaverslun Snæbjamar fyrir jólaflóðið og opnaði bókadeild í Skeifunni 15. Hann seldi bækumar 10 prósentum ódýrar en aðrir og brugðust útgefendur ókvæða við. Útgefendur beindu spjótum sínum að Snæbimi sem hætti að útvega Hagkaup bækur. Hatrammar umræður fylgdu í kjölfarið, en samkeppnisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að bóksalar væru að brjóta verð- lagslög. Hagkaup leitaði til dómstóla, en tapaði í undirrétti. Niðurstaðan varð þó sú að Hagkaup fengi að selja bækur, en á sama verði og aðrir. JÓGÚRTSTRÍÐIÐ 1983 Hagkaup samdi við Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga um kaup á jógúrt. Húsavíkurjógurt kom til sölu í Hagkaup í maí 1983 og seldist strax vel. En þá tilkynnti Framleiðsluráð landbúnaðaríns að salan væri brot á reglum er bönnuðu sölu á milli framleiðslusvæða. Neytendasamtökin skárust í leik- inn og pólitíkusar tóku við sér. 14. júní tilkynnti Jón Helgason landbúnaðarráðherra að stjórnvöld myndu ekki koma í veg fyrir sölu á milli svæða og sala Hagkaups hófst á ný. OPNUNARTÍMASTRÍÐIÐ 1983 Opnunartími var samkvæmt reglugerð takmarkaðri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum og því undi Hagkaup illa. Pálmi bar fram tillögur um lengdan opnunartíma við Magnús L. Sveinsson hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur og Davíð Oddsson borgarstjóra. Hagkaup samdi við starfsmenn sína um haustið og hafði opið fram yfir hádegi næsta laugardag gegn mótmælum VR og Kaupmanna- samtakanna sem sendu lögreglu á vettvang. Var ákveðið að loka með fyrin/ara um afnám reglnanna. Reglur voru rýmkaðar á Akureyri og 17. nóvember samþykkti borgarstjórn lengri opnunartíma. GLERAUGNASTRÍÐID 1984 Vorið 1984 keypti Hagkaup fjögur þúsund ódýr lesgleraugu frá Svíþjóð og seldist fyrsta sendingin upp á einum degi. Meira var pantað en Sjóntækni- félag íslands brást ókvæða við. Landlæknir var fenginn til að tala um fyrir Hagkaupsmönnum og Alþingi samþykkti lög er bönnuðu sölu gler- augnanna. Hagkaup hélt áfram að selja lesgler- augu þvert á lögin og hafa þau verið óvirk síðan. KARTÖFLUSTRÍÐIÐ 1984 Grænmetisverslun rikísins og Sölufélag garðyrkju- manna höfðu einkarétt á sölu grænmetis og um vorið ætlaði allt vitlaust að verða þegar þessir aðilar buðu upp á hálfúldnar fínnskar kartöflur. Hagkaup hóf að selja kartöflur sem keyptar voru beint frá bændum eða fluttar inn og ódýrar en Grænmetis- verslunin. Landbúnaðarkerfið æmti en hafðist ekk- ert að og ekki löngu síðar voru Grænmetisverslunin og Sölufélagið lögð niður. HAGKAUP IKEA blönduð húsgögn vcrslun ÞYRPING POR fústcignir fjárfesting BAUGUR ÞARFAPING innkaup, viöhald, dreifing verktakar ALFHEIMAR FERSKAR Kosta Boda |(JÖTVÖRUR kjötvinnsla BÚNUS ÞURS- nnuniRiiin JARI FUTURA HÖFN LOÐSKINN STÖÐ2 50% BRUNNUR 45% útfiiílningur 33,3% 33,3% 2% 15-20% 2,5% verslun fasteignir Dominos Pizza kjötvörur sútun fjölmiölar DÓTTURFÉLÖG OG HLUTDEILDARFÉLÖG HAGKAUPSSAMSTETPUNNAR Hof sf, Eignarhaldsfélag fjölskyldunnar með 20 pró- sent skráð á hvert þeirra; Jónínu, Sigurð Gísla, Jón, Ingibjörgu og Lilju. Hagkaup h.f. 100 prósent í eigu fjölskyldunnar. Hluta- fé var 65 milljónir 1991. Miklatorg sf. 100 prósent í eigu fjölskyldunnar. Stofn- að 8. júlí 1985 utan um umboðið fyfir Ikea. Þyrping h.f. Þetta hlutafélag er 100 prósent í eigu fjöl- skyldunnar og var stofnað í nóvember 1991 með 2,5 milljóna króna hlutafé, Þyrping er fasteignafyrirtæki fjöl- skyldunnar. Jari sf. Stofnað af Hagkaup, Skúla Þorvaldssyni og Vífilfelli 1986 í þeim tilgangi að kaupa hlut í Kringlunni og endurleígja húsnæði þar til veitingareksturs. Baugur sf. Sameigínlegt innkaupa- og dreífingarfyrir- tæki Hagkaups og Bónus. Fjárfestingafélagið Þor hf. Stofnað 5. maí 1989 undir nafninu Þróun og ráðgjöf hf. og er félagið allt í eígu fjöl- skyldunnar, Bónus sf. Hagkaup keypti í gegnum Þor hf. 50 pró- senta hlut í Bónus sf., svo sem frægt er orðið. Hinn helminginn á Isaldi hf. Jóhannesar Jónssonar, En fleira hefur fylgt kynslóðaskiptum í fyrir- tækinu en skipulagsbreytingar. Pálrni var lengi talin nokkurs konar utangarðsmaður í samfélagi verslunareiganda og atvinnurekanda, einfari sem ekki var opinberlega bendlaður við hagsmuna- hópa, hvort þeir voru pólitískir eða viðskiptalegs eðlis. Með skipulagsbreytingum og auknum um- svifurn Hagkaupsmanna hafa þeir komist í ndn- ari hagsmunaleg tengsl við önnur stórfyrirtæki og athafnamenn. Má þar nefna samstarf við Víf- ilfell í Jara sf. og Þórsbrunni, hlut í Stöð tvö, og samstarf við Sigurjón Sighvatsson og Skúla Þor- valdsson í Dómínós-pizzum. Er Hagkaup að glata þeirri sérstöðu sem Pálmi er talinn hafa skapað á þessu sviði og farið að læsa lclónum saman við aðra risa í íslensku viðskiptalífi? Sigurður Gísli Pálmason þvertekur fyrir það: „Við höldum í það gildismat sem Pálmi hafði og andi hans svífur hér yfir vötnum. Við tengjumst ekki svokölluðum kolkrabba á neinn hátt.“ Segir Sigurður Gísli að samstarfið við Sigurjón sé þannig til komið að þeir séu svilar og eins hafi samstarf við Vífilfell komist á vegna persónulegra tengsla við Lýð Friðjónsson, fyrrverandi for- stjóra. STEFNTÁ MARKAÐI ERLENDIS Hvert stefnir Hagkaup í nánustu framtíð? Umbreytingaskeiði undangenginna tveggja ára er Þarfaþing hf, Stofnað með 5 milljóna hlutafé í ársbyrj- un 1993 af Hagkaupsfyrirtækjum, Bónus, versluninni 10-11 og fjórum iðnaðarmönnum. Futura hf. Stofnað 21. janúar 1993 af Hagkaup, Skúla Þorvaldssyni og Sigurjóni Sighvatssyni með jafnri eignaraðild þar sem hver hafði 10 milljón króna hlut. Tilgangurinn; Veítingarekstur á innlendum og erlend- um vettvangi, nánar tiltekið umboð og rekstur vegna Dominos Pizza. Álfheimar hf. Þetta félag var stofnað með 400 þúsund króna hlutafé um mitt ár 1992 utan um Kosta Boda sem Hagkaup keypti, Þórsbrunnur hf. Þetta vatnsútflutningsfyrirtæki var stofnað í árslok 1990 með 80 milljón króna hlutafé. Hagkaup var skráð fyrir 40 prósentum, Vífilfell 40 pró- sentum og Vatnsveita Reykjavíkur fyrir hönd borgar- innar með 20 prósent, Loðskinn h.f. Sútunarverksmiðja á Sauðárkróki sem nú rær lífróðri. Höfn-Þríhyrningur hf. Kjötvinnslufyrirtæki á Selfossi með útibú á Hellu. Hagkaup á tæp 2 prósent hlutafjár. íslenska Útvarpsfélagið hf. Núverandi eignarhlutur Hagkaupsmanna er um 14 milljónir af 554 milljónum. að ljúka og fyrirtækið er að komast í startblokk- irnar fyrir frekari landvinninga. Samkvæmt heimildum greinarhöfunda er ýmislegt sem bendir til að fyrirtækið telji sig komið að vaxtar- mörkum á íslenskum matvörumarkaði. Stefnan verði í auknum mæli tekin á útlönd og vaxandi frjálsræði í gjaldeyrislöggjöf nýtt til fullnustu. Hagkaupsmenn hafa þegar þreifað fýrir sér á er- lendum vettvangi með stofnun Þórsbrunns. 1 gegnum Futura hf. hafa þeir einkarétt á Dómínós-pizzum í Noregi og Danmörku og samkvæmt heimildum höfunda er þegar hafin könnun á danska markaðnum og þjálfun starfs- manna hérlendis til að taka væntanlegan rekstur að sér. Líklega færir Bónus einnig út kvíarnar til Færeyja. Flutningur Ikea-verslunarinnar í Miklagarðs- húsnæðið er hafinn og muti kosta mikla fjár- muni, en ætlunin er að ný verslun opni þar næsta haust. Fyrirtækið hefur með endurskipulagningu og stofnun nýrra dótturfyrirtækja verið að skjóta nýjum stoðum undir reksturinn innanlands. Ljóst er að ætlunin er að þau láti að sér kveða á almennum markaði - og skili gróða. En eins og stjórnarformaðurinn Sigurður Gísli segir: „Ekki er allt fengið með gróða og við reynum að finna okkur háleitari markmið í þess- ari starfsemi okkar. Að því marki eru leiðirnar margar.“ 40 EINTAK NÓVEMBI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.