Eintak - 01.11.1993, Síða 50

Eintak - 01.11.1993, Síða 50
talað við leikmann sem hugsaði sér til hreyfings frá einu Reykjavíkurfélaganna. Guðjón hefði boðið honum að koma upp á Skaga. Leikmaður- inn hafi strax farið að tala um peninga, en þá hafi Guðjón sagt að hann gæti ekki boðið mikla pen- inga - en hann hefði gott lið. Það kveikti engan sérstakan áhuga hjá leikmanninum og þá var ekki um fleira að ræða. I staðinn kom Bibercic upp á Skaga og stóð sig framar vonum. Umræddur Skagamaður sagði að Guðjón myndi aldrei framar bjóða þessum leikmanni í lið hjá sér. Hann talaði bara einu sinni við menn. Ef þeir segðu nei, þá spyrði hann ekki aftur. Þar breytti engu hvort hann væri þjálfari hjá KA, ÍA eða KR. Ég ber þetta undir Guðjón og hann neitar því ekki. Segir að hann líti á það sem ákveðna yfirlýs- ingu frá mönnum ef þeir vilji ekki koma og vinna með sér. Þá sé hann ekkert að eyða tíma sínum eða þeirra í að nauða í þeim: „Ég vil metnaðargjarna menn. Menn sem gera kröfur til sjálfra sín, en ekki bara til annarra, hungraða menn sem hafa metnað og skap til að takast á við verkefnið. Þetta er vinna, ekki eitt- hvert fikt, og það massív og mikil vinna. En jafn- framt er þetta eitthvað það ánægjulegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur í lífinu, að ná árangri í einhverjum íþróttum. Manni er skammtaður ákveðinn tími til þess í lífinu og hann er frekar naumur. Þess vegna vil ég meina að menn eigi að einbeita sér og ganga fram af fullri hörku til að ná árangri. Maður getur gert allt hitt síðar í lífinu, en enginn ákveður um þrí- tugsaldur að nú ætli hann að skella sér í fótbolt- ann. Þetta er ákveðið lífshlaup sem maður getur færst í fang, en þá er ekki vit í öðru en að gera það af einhverri alvöru meðan færi gefst.“ Þetta hljómar eins og umtalsverður snertur af fullkomnunaráráttu. „Ég er þeirrar skoðunar að ekkert sé svo gott að ekki sé hægt að gera betur. Skagaliðið var gott, það varð betra. Það skoraði mörg mörk í fyrra, en það gat samt skorað fleiri. Og það gat líka fengið færri mörk á sig. Menn eiga ekki að láta staðar numið. Sú hætta fylgir reyndar góðum árangri og velgengni, en það er ekki til nein endastöð. Starf- inu er aldrei lokið.“ Við sitjum í lobbíinu á stóru hóteli í Reykjavík. Guðjón er kominn í bæinn til að spjalla við KR-inga og sitja landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hann talar af þunga og greinilegt að fótboltinn er honum fullkomið alvörumál. Stundum bregður þó fyrir dálítið ísmeygilegri glettni í augunum og það er eins og hún gefi til kynna ákveðið óstýri- læti, en stundum brýst hann fram þessi hlátur með breiðu og svolítið strákslegu brosi, brúnum sem hnykklast og augum sem kiprast. Og þá hlær maður á móti, því þetta er smitandi hlátur. Ég tek eftir því að hann er með litla KR-nælu í jakka- boðungnum - kannski til sannindamerkis um að hann hafi tekið ákvörðun og ætli að standa fast við hana. Fæsta hefði sennilega órað fyrir því að þeir ættu eftir að sjá Guðjón skarta KR-merkinu. Enda kom ákvörðunin flatt upp á Skagamenn sem allt í einu tóku að finna allt til foráttu hetj- unni sem var kærasti sonur bæjarins fyrir fáein- um vikum. Og KR. Það hefði mátt þola að hann færi til útlanda eða til Keflavíkur eða Vestmanna- eyja og jafnvel til Víkings. En KR, Akurnesingum finnst erfitt að kyngja því. En hvernig bregst Guðjón við gremjunni sem braust út upp á Skaga eftir að hann ákvað að söðla um - þarf hann kannski að flýta sér að pakka niður og flytja í bæ- inn? „Mönnum getur náttúrlega sárnað að ég sé á förum,“ segir Guðjón. „Þetta er náttúrlega mjög viðkvæmt mál. Það má segja um knattspyrnuna að hún minni oft á trúarbragðadeilur í útlönd- um. Það er ekki bara í Skotlandi þar sem kaþó- likkar í Rangers og mótmælendur í Celtic eru í stöðugum ófriði að menn skipta ekki svo glatt á rnilli. Ég held samt að á endanum skilji menn ntína afstöðu. Ég hlýt að mega taka ákvarðanir um mitt eigið líf. Þeim finnst, og kannski er það eðlilegt, að þeir eigi eitthvað meira í mér heldur en öðrum, að það sé einhver samnefnari milli ntín og Skagaliðsins. Kjarni málsins er bara sá að ég er atvinnumaður í mínu fagi og tek að mér þau verkefni sem mér finnst krefjandi og áhugaverð. Ég legg mig fram af alúð og einlægni við að ná árangri með mínu liði, hvort sem það heitir KR eða eitthvað annað. Ég hef reyndar ekki verið mikið upp á Akranesi síðan ég tók þessa ákvörðun, en ég hef ekki trú á að ég verði fyrir áreitni." Hvernig verður að koma með KR-liðið upp á Skaga næsta sumar? Er það ekki kvíðvænleg til- finning? Guðjón brosir. Honum þykir tilhugsunin greinilega frekar spaugileg. Ýmsir hafa sagt að skiptin yfir í KR séu hið eina rökrétta skref fyrir Guðjón. Þar finni hann verkefni við hæfi. Skagaliðið hefur náð svo langt að vart er hægt að hugsa sér að mögulegt sé að gera betur. Þar er varla að neinu að keppa fyrir hann lengur. Og umræðan um félagaskiptin í sumum fjöl- ntiðlum, það var eins og þeim þætti þetta vera meiriháttar hneyksli. „Kannski finnst mönnum afbrigðilegt þegar þjálfari kveður topplið sem er í góðu standi og með góða fjárhagsstöðu. En var enginn óheiðar- leiki í þessu frá minni hálfu. Mér var einfaldlega boðið nýtt starf og tók því. I samningnum mín- um við IA stóð að ég mætti segja upp störfum og á móti gat ég átt á hættu að verða sagt upp.“ Eldheitur Skagamaður sem ég ræddi við sagði að Guðjón minnti um sumt á Bogdan Kowalzsyk, Pólverjann sem þjálfaði íslenska handboltalandsliðið sælla minninga. Kannski væri hann ekki alveg jafn sérvitur, en hann væri í aðra röndina einfari sem þyrfti tíma til að vera út af fyrir sig og hugsa sitt. Oftastnær væri hann þó ntjög ljúfur í samskiptum og mikill fjölskyldu- maður. Enda á hann sex börn, eintóma syni. Sá elsti þeirra, Þórður, er reyndar orðinn dáð- ur fótboltamaður og markakóngur á Islandi; hann spilaði sinn fyrsta landsleik nú í haust og tók síðan tilboði frá Þýskalandi og gerðist at- vinnumaður í Bochum. Þangað fór Guðjón með honurn að skoða aðstæður, en síðan skildi hann drenginn eftir í hörðum heimi atvinnumennsk- unnar. „Ég taldi mér bæði ljúft og skylt að sinna syni mínum. Ef faðir á ekki að passa upp á son sinn, þótt hann sé að verða fullorðinn, hver á þá að gera það? Maður hefur náttúrlega blendnar til- finningar gagnvart þessu. En ég hef fulla trú á að hann eigi eftir að standa sig og standa sig vel. Hann er í góðu ásigkomulagi líkamlega og and- lega. Hann á góða unnustu sem fer með honum; þetta eru metnaðargjarnir krakkar sem eru ekki með nein vandamál í farteskinu. Hins vegar kem- ur svo þetta föðurlega. Við eigurn kannski öðru- vísi feril en margir aðrir. Við lifðurn það sarnan við Þórður að ég var löggiltur einstæður faðir; hann bjó hjá ntér eftir að ég skildi við nióður hans fyrir allmörgum árum og hann þurfti að þola það að búa einn með pabba sínum. Á þeim tíma voru ekki margir sem héldu að það væri mannvænlegt fyrir Dodda greyið, en einhvern veginn hefur hann komist stórslysalaust í gegn- um þetta allt saman. Ég held að Þórður sé ekki verra mannsefni en aðrir sem hafa kannski fengið eitthvað sem menn telja betra eða heppilegra uppeldi. En það er náttúrlega söknuður og eftir- sjá að Þórði fyrir mig, bæði sem föður og knatt- spyrnuþjálfara." Unginn floginn undan verndarvæng föður síns? „Þetta hefur sjálfsagt verið erfiðara fyrir hann en ella, greyið, að hafa mig yfir sér. Ef eitthvað er var ég óvægnari, erfiðari og kröfuharðari við hann en aðra. En það hefur greinilega skilað sér og ég held að núna þegar hann kemur út í hinn harða heim sjái hann að pabbi hans hafði ekki alltaf rangt fýrir sér. Hann þurfti líka að búa við óvægna gagnrýni á Skaganum. Að hann væri í liðinu út á föður sinn. Þetta var ekki sanngjarnt, enda heyrðust félagar hans í liðinu ekki segja þetta. Hann var mjög vinnusamur og æfði mjög vel, og þótt honurn tækist ekki allt sem hann var að reyna, þá má hann eiga það að hann var alltaf að reyna.“ að er hægt að búa til gott og skemmtilegt fót- boltalið á íslandi, það sannaði Skagaliðið í sumar, lið sem nær að vera í góðu evrópsku meðallagi. En það sýndi sig líka í Evrópuleikjum ÍA-liðsins gegn Feyenoord að það eru til takmörk fyrir því hvað íslensk félagslið geta náð langt. Þrátt fyrir góðan sigur á Laugardalsvelli áttu Akurnesingar sennilega aldrei möguleika á að hafa betur í viðureigninni við stórliðið í Hol- landi. Það var einfaldlega ekki framkvæmanlegt. Þarna var hindrun sem maður sér ekki að íslensk lið komist nokkurn tíma yfir. Og þá vaknar spurning. Ef Guðjón Þórðarson fær metnaði sínum svalað í Vesturbænum og lánast að gera KR að meisturum - hvað þá? Yrði hann ekki kominn að ystu endimörkum þess sem íslenskur fótbolti getur boðið upp á? Leiddi þá ekki eins og af sjálfu sér að hann leitaði að nýju takmarki til að keppa að, fylgdi kannski í fótspor sonar síns og leitaði hófanna urn starf í útlöndum? „Ég var reyndar að skoða þann ntöguleika núna síðsumars. En því er einfaldlega þannig háttað að keppnistímabilið hjá okkur er styttra en úti og ég hefði getað átt á hættu að frjósa úti og fá ekki neina vinnu, hvorki hér heima né í Skandi- navíu. Ég er með stóra fjölskyldu og er ekki í þeirri aðstöðu að hafa efni á að detta út af vinnu- markaðnum. En ég get mjög vel hugsað mér að fara út, svona einhvern tíma. Þar sem aðstæður eru betri hlýtur að vera meira gaman að standa í þjálfun. En ég á ekki nú ekki von á því að margar þjóðir leiti eftir íslenskum knattspyrnuþjálfur- um.“ 50 EINTAK NÖV. EMBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.