Eintak - 01.11.1993, Síða 71
mótsþýður. Kona mín gekk einnig til hans þegar
ég var fyrir vestan og bar mér ekki vel söguna.
Þegar fólk á í erjum segir það ýmislegt í reiði og er
stundum óvægið í garð sinna nánustu, en sér eftir
þeim orðunt síðar. Hún sendi bréf til nefndarinn-
ar og vildi draga ummæli sín til baka, en ekkert
tillit var tekið til þess. Það var sama hvað við
sögðurn og gerðum, öllu var snúið gegn okkur og
henni gegn mér.
í ljós kom að æskufélagi minn og kona hans
voru á biðlista um fósturbörn. Þau vildu ekki
taka börn gegn vilja foreldra og hann hringdi til
mín þegar hann vissi hver var faðir barnanna og
sagðist algjörlega á móti slíkum aðferðum. Hjón
úr Hafnarfirði, sent höfðu greinilega ekki slík
viðhorf, urðu að lokum fyrir vali Félagsmála-
stofnunar. Við féllumst auðvitað ekki á að láta
börnin af hendi sjálíviljug og fengum því engu
um fósturforeldra ráðið. Hjónin í Hafnarfirði
höfðu komið sér upp sæmilegu húsi. Hann húsa-
smiður að mennt, hún bankastarfsmaður. í hús
hjónanna skorti fátt af veraldlegum gæðum, en
engin voru börnin til að njóta hýbýlanna. Þau
höfðu verið gift í tíu ár og voru ófær um að
eignast sín eigin börn, en eignuðust okkar á
þennan hátt.
Það Iiðu ekki nerna nokkrir mánuðir frá því
við misstum forræðið og þar til börnin voru
kontin í fóstur. Bæði börnin vildu korna heirn til
okkar og létu það óspart í Ijós. Þau grétu mikið
eftir heimsóknir og það var gagnkvæmur sökn-
uður. Það var andstyggileg tilfmning að vita af
börnunum sínurn á þessu vistheimili, enda líðan
þeirra greinilega ekki betri en hjá okkur og óeðli-
legt að rannsaka tengsl foreldra og barna undir
þessurn kringumstæðum. Þegar búið er að rjúfa
það samskiptamynstur sem foreldrar og börn
þeirra ternja sér án utanaðkomandi „rannsak-
anda“ og taka börnin úr því umhverfi sem þau
hafa vanist, hlýtur „rannsóknin" að gefa ranga
ntynd af eðlilegum tengslum foreldra við börn
þegar þau eru ein með þeirn. Starfsfólk fylgdist
gaumgæfilega með öllu sent við gerðum og sögð-
um.“
VANRÆKSLA Á VISTHEIMILINU
„Sonur okkar varð fyrir slysi á meðan hann
var á Mánagötu í umsjón og á ábyrgð barna-
verndaryfirvalda. Dag einn þegar við komum í
hcimsókn á Mánagötuna tókum við eftir því að
það var eitthvað að stráknum. Hann var nýlega
eins ár. Ég sat með hann í fanginu og strauk hon-
um unt höfuðið. Þá fann ég þykkildi á höfði hans,
á stærð við lófa. Ég spurði hvað hefði komið fyrir
og í ljós kom að hann hafði dottið niður brattan
stiga. Þegar við komum aftur eftir þrjá daga var
ekkert búið að gera í málinu og við kröfðumst
þess að fá að fara með hann í myndatöku á
spítala. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að
hann var höfuðkúpubrotinn og sprungan var sjö
sentímetrar. Okkur var sagt að slys geti alltaf átt
sér stað og það hlytu ntörg lítii börn að hafa
höfuðkúpubrotnað í gegnum tíðina. Þau höfðu
ekki cinu sinni fyrir því að láta líta á barnið. Við
kærðum þetta til lögreglu, en á þetta atvik er
aldrei minnst í greinargerðum Félagsmálastofn-
unar til barnaverndarnefndar. Ef þetta hefði átt
sér stað á heimili okkar hefði það verið túlkað
sem vanræksla og notað gegn okkur í málinu.
Reynt var að kenna konu minni urn brotið og
sagt að ef til vill hefði verið um gamla sprungu að
ræða. Einnig má geta þcss að þegar dóttir okkar
fékk einhvers konar ofnæmisútbrot á ristina átti
hún að mati félagsráðgjafa að hafa brennt barnið
með vindlingi.
Við eigum skýlausan rétt á að ala börn okkar
upp og eigum rétt á aðstoð til þess ef urn tíma-
bundna örðugleika er að ræða. Það var santa
Einar Ingvi Magnússon
„Fyrst þegar ég kom í heimsókn tók ég börnin i fangið og faðmaði þau að mér. Það var
gagnkvæmt inniiegt samband í fyrstu skiptin, Svo ieið hálft ár og þá voru þau fjarlægari og
fjarlægðust sífellt eftir það, enda er það greinilega tilgangurinn með svo smánarlegri umgengni að
þau hafni manni að lokum."
hvaða bjargræði mitt fólk bauð, öllu var hafnað.
Við börðumst af lífi og sál fyrir börnunum og
héldurn að þeirri baráttu lyki nreð réttlátri lausn,
að börnin fengju að njóta okkar foreldra sinna,
líkt og þau eiga rétt á samkvæmt Barnasáttmála
Sameinuðu Þjóðanna sem Island er aðili að. Þau
eiga rétt á að þekkja fjölskyldur sínar og nánustu
skyldmenni.
Mamma hafði mikla reynslu og góð meðmæli
vegna starfa við gæslu barna í mörg ár og var til-
búin til að aðstoða mig. Hún er fyrirntyndar hús-
rnóðir, býr í tveggja hæða einbýlishúsi, á fallegt
heintili og rúmgóðan garð. Hún var talin of göm-
ul til að taka þau að sér, en við erum þrjú upp-
komin systkini. Faðir rninn lést þegar ég var fjög-
urra ára og mamma ól okkur systkinin upp með
mikilli reisn. Við buðurn einnig að þau færu til
systur minnar sem er gift héraðsdýralækni Skaga-
fjarðarumdæmis, þau eiga gott heimili og áttu
fjögur börn á þessurn tíma, en eiga nú fimm.
Semsagt, vilji okkar til að leysa ntálin innan fjöl-
skyldunnar var gjörsamlega fyrir borð borinn. Og
rökin voru auvirðileg; að það kæmu upp seinni
tíma vandamál vegna fjölskyldutengsla.
Stefnan var semsagt að slíta öll tengsl barn-
anna við ættingja sína og kynna þau fyrir
bláókunnugu fólki sem við fengurn engar upplýs-
ingar um. Flestir vita að börn sem eru slitin úr
öllum tengslum við sína nánustu munu síðar í líf-
inu brenna í skinninu að fá að kynnast skyld-
mennum sínum, ef fósturforeldrar nota ekki
þeim mun harkalegri aðferðir til að kæfa þann
vilja. Ótti fósturforeldra gagnvart blóðforeldrunt
hlýtur ávallt að vera mikill og sérstaklega ef börn
eru tekin af foreldrum með valdi. Slíkur ótti er
jafnvel til staðar þótt börn séu gefin af fúsum og
frjálsunr vilja foreldra, því oft sjá foreldrar mikið
eftir því að hafa samþykkt að láta börnin frá sér
vegna tímabundinna örðuleika.
Þegar rnenn leita til Félagsmálastofnunar er
litið á þá sem vandamál. Það er kastað í menn
smánarlegri fjárhagsaðstoð. Síðan er ráðist til at-
lögu við það sem manni er hjartfólgnast, ntanns
eigin börn og lausnin virðist vera sú að reyna að
ákveða framtíð þeirra út frá efnahagslegunt að-
stæðum og ráðstafa þeint til fólks sem ekki þarf á
aðstoð sveitarfélagsins að halda. Enginn getur
sagt til um hvenær aðstæður fósturforeldra breyt-
ast eða hvað verði unt framtíð barnanna í umsjá
þeirra. Barnaverndaryfirvöld eru í raun ekki að
leysa vandamál, heldur búa til ný og stundum
flóknari vandamál en upphaflega komu inn á
borð til þeirra. Foreldrarnir eru skildir eftir í sár-
um sem er góð lausn fyrir kerfið, því ef menn
reyna að gera eitthvað í málunum er vandamál
þeirra orðið enn geigvænlegra; þá er auðvelt að
kúpla þeim algjörlega úr umferð sem aðalvanda-
niálinu og auðveldara fyrir stofnunina að réttlæta
gerðir sínar. Glæpurinn felst ekki eingöngu í
meðferðinni á börnunum, heldur einnig í því að
forcldrar eru skildir eftir í sárunr. Það er ætlast til
að þcir glími aleinir við eftirköstin eftir grimmi-
lega meðferð kerfisins, nerna þeir þiggi stuðn-
ingsviðtöl sem ganga út á það eitt að sætta fólkið
n
E M B E
E I N T A K