Eintak - 01.11.1993, Page 72

Eintak - 01.11.1993, Page 72
Guðrún Guðlaugsdóttir Revni að öðlast trú á hið aóða oq hætta að óttast við aðgerðir kerfisins. Það bætir ekki vandamál neins að taka af honum börnin. Maður er gjör- samlega vanmáttugur gegn þessu mikla valdi, því það eru svo fáir sem þora að standa með manni. Ég komst að því að það er ekki hægt að fara þessa lagalegu leið og núna eru börnin mín búin að að- lagast breyttum aðstæðum og því sífellt erfíðara að reyna að fá þau aftur.“ GLÆPUR OG REFSING „Okkur var tilkynnt að við fengjum börnin aldrei aftur eftir að þau voru tekin á Mánagötuna. Ég trúði þessu ekki og fór að skrifa um málið í DV. En stofnunin getur borið því við að starfs- menn geti ekkert fjallað um mál á opinberum vettvangi, því þeir séu bundnir þagnareiði. Ef ekki fæst umfjöllum um báðar hliðar máls í fjöl- miðlum fellur það sjálfkrafa niður. Ég hef grun um að það sé ekki sama hverjir lendi í Félags- málastofnun. Ég fór að eigin ósk í ítarlegt per- sónuleikapróf hjá sálfræðingi á Landspítalanum. 1 niðurstöðum hans kom fram að ég væri hæfur sem uppalandi, en ekkert mark var tekið á niður- stöðum hans. Áður en börnin fóru í fóstur hringdi konan mín fyrrverandi í fósturmóðurina tilvonandi í Ffafnarfirði og spurði hvort þau ætluðu virkilega að taka börnin að sér gegn vilja okkar, því aðrir hefðu neitað áður. Ffún fékk þau svör að þau hjónin væru að gera þjóðfélaginu mikið gagn. Guðlaug tók þessu mjög illa og vildi berjast með öllum ráðum, jafnvel reyna að ræna þeim. Ég vildi fara aðrar leiðir til að vekja athygli á þessu máli og leitaði til allra fjölmiðla, dagblaða og tímarita og skrifaði bréf til ráðamanna, en án árangurs. Það var ekki fyrr en fyrir um það bil ári að blaðamaður á Pressunni vildi fá viðtal við mig löngu eftir að málið var dottið niður. Ég hef farið í þrjár eða fjórar heimsóknir i Hafnarfjörð samkvæmt umgengnisrétti tvisvar á ári. Ég fékk aldrei að vera einn með fósturforeldr- unum, starfsmaður frá Félagsmálastofnun þurfti að vera viðstaddur til að skrásetja. Fyrst þegar ég kom í heimsókn tók ég börnin í fangið og faðmaði þau að mér. Það var gagnkvæmt innilegt samband í fyrstu skiptin. Svo leið hálft ár og þá voru þau fjarlægari og fjarlægðust sífellt eftir það, enda er það greinilega tilgangurinn með svo smánarlegri umgengni að þau hafni manni að lokum. Strákurinn þekkir mig ekki lengur sem pabba og talaði að lokum bara um „manninn“ og stelpan er farin að gleyma mér. Hún kallaði mig orðið feimnislega „pabba". Það eru engar myndir til af okkur með þeim, en þó var því lofað. Ég ákvað að taka ekki lengur þátt í þessum leikara- skap. Maður átti að koma þarna glaður og ánægður í heimsókn, en var í raun kalinn á hjarta af stingandi sársauka yfir að fá ekki að vera með sín eigin börn og gefa þeim föðurást og hlýju. Félagsmálalögreglan var alltaf viðstödd. Hvaða glæp framdi ég gagnvart börnunum mínum til að þurfa að missa þau fyrir lífstíð? Ég fékk sextán ára ranglátan dóm. Fyrir hvað? Að vera maður sem viðurkenndi vanlíðan sína og tímabundna erfið- leika í einkalífi? Maður sem drepur annan mann og fer í fangelsi afplánar sinn dóm eftir sjö ár. Ég fekk í raun sextán ára dóm um vanhæfni sem faðir, en aðeins þrjú ár til að reynast faðir. Ef ég velti mér upp úr þessu endalaust væri ég annað hvort dauður eða inni á stofnun. Ég er mjög trúaður og stunda ennþá nám í guðfræðinni. Állt sem við göngum í gegnum þroskar okkur, en það er spurning hvernig okkur nýtist sá lærdómur sem við fáum. Það er nauðsynlegt að nota þessa reynslu til uppbyggingar. Ég mun halda sam- bandi við börnin mín, svo þau viti síðar að mér þykir vænt um þau og þau viti einnig að þau séu ávallt velkomin til mín.“ „Ég er yngst af fimm systkinum, þremur systrum og tveimur bræðrum. Ég ólst upp í Laugaráshverfinu og gekk í Langholtsskóla. Faðir minn er látinn fyrir nokkrum árum, en móðir mín býr í Reykjavík. Eldri systur mínar eru komnar yfir fertugt, en ég er þrjátíu og ijög- urra ára. Ég átti við smáerfiðleika að etja á ung- lingsárunum og fékk aðstoð til að takast á við þá. Þegar ég var tuttugu og eins árs eignaðist ég son og bjó með hann hjá foreldrum mínum þar til ég kynntist Helga Gunnarssyni, sambýlis- manni mínum. Við byrjuðum að búa þegar sonur minn var tveggja ára og Helgi gekk syni honum í föðurstað. Við Helgi vorum hamingjusöm en áttum okkar byrjunarörðugleika í sambúð á fýrstu bú- skaparárunum og sinnaðist stundum. Smám saman urðum við samstilltari og samhentari, sér- staklega eftir að við misstum sjónar á dóttur okk- ar Sigríði Ósk fyrir rúmum tveimur árum. Við eigum saman tvær dætur, Helgu Rós sem er sex ára og Sigríði Ósk sem er fjögurra ára. Ég veiktist í kringum fæðingu þeirra beggja og þurfti að leggjast á spítala, en naut stuðnings systra minna beggja, móður minnar og tengdamóður og síðast en ekki síst Helga. Hann hefur sýnt veikindum mínum mikinn skilning og stutt mig í einu og öllu. Eldri systir mín bauðst til að hafa son minn hjá sér þegar ég veiktist eftir fæðingu eldri dóttur minnar. Ég dvaldi á geðdeild Borgarspítalans og var hjá henni um tíma eftir að ég kom þaðan. Sonur minn hefur nú dvalist hjá henni í fjögur ár, en ég hef samband við hann eins oft og ég vil og hann kemur hingað þegar hann vill. Ég hef fyrir reglu að hringja til hans að minnsta kosti tvisvar í viku. Systir mín og fjölskylda hennar eru honum mjög góð. Ég er fyllilega sátt við dvöl hans hjá þeim og þakklát, enda held ég forræði yfir honum og dvölin er án milligöngu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og byggist bara á munnlegu sam- komulagi milli okkar systranna. Henni dytti aldrei í hug að gera mér svo illt að reyna að fá forræði yfir honum. Barátta okkar Helga er við hina systur mína og mann hennar, því við Helgi neyddumst til að skrifa undir fóstursamning 17. maí 1991 um að dóttir okkar dveldi hjá þeim. Við sjáum mikið eftir að hafa látið undan þeim gífurlega þrýstingi sem við vorum beitt til þess að undirrita slíkt plagg. Okkur voru settir úrslitakostir frá félags- ráðgjafa Félagsmálastofnunar um að undirrita þennan samning, annars yrði dóttir okkar send í fóstur til ókunnugra eða á barnageðdeild að Dal- braut. Við ákváðum að undirrita frekar en að sjá af henni til va'ndalausra." FORDÓMAR í GARÐ GEÐSJÚKRA „Fordómar í garð geðrænna sjúkdóma eru svo gífurlegir í okkar samfélagi að það er með ólík- indum. Veikindi mín eru geðræn og ég leitaði sjálfviljug lækninga og dvaldi sem fyrr segir á geð- deild Borgarspítalans. Það er algengt að konur eigi við geðrænan vanda að stríða í nokkra mán- uði eftir fæðingu barna og slíkt henti mig eftir fæðingu beggja dætra minna. Ef ég hefði fengið krabbamein eða lent í slysi og fótbrotnað hefði viðhorfið og meðferð okkar mála vafalaust verið á annan veg. Ég fékk góða aðhlynningu á Borgar- spítalanum og í bæði skiptin var yngri dóttir okk- ar í nokkra mánuði systur minni, en eldri dóttir okkar hjá Helga. Þegar ég hafði náð bata fékk ég börnin mín öll aftur hingað heim. Við búum í eigin húsnæði og Helgi er í fullri vinnu og jafn- framt að Ijúka námi í Iðnskólanum í Reykjavík. Tengdamóðir mín kom hingað daglega í rúmt eitt ár og aðstoðaði mig. Hún hefur reynst okkur ómetanlega vel. Við Helgi höfum aldrei þegið að- stoð frá Félagsmálastofnun, að því undanskildu er systir mín fór fram á borgun fyrir að annast yngri dóttur okkar þegar ég veiktist eftir fæðingu hennar. Þá sóttum við um fjárhagsaðstoð til Félagsmálastofnunar til að standa straum af þeim kostnaði. Ég hef heyrt að það sé um fimmfalt meðlag sem greitt er til fósturforeldra með sér- hverju barni og kann það að vera ein ástæða þess að þau vilja ekki láta dóttur okkar frá sér aftur. Annars er víst best að fara varlega í að geta sér til um hvers vegna þau vilja ekki skila dóttur okkar, því aðstæður hafa breyst og barnið vill búa hjá okkur. Ég treysti mér fyllilega til að annast þær báðar á meðan Helgi er í vinnu. Við eigum ekki við nein áfengisvandamál að stríða og höldurn eldri dóttur okkar. Það er ekkert við uppeldi eða aðbúnað hennar að athuga. Henni gengur vel í skóla og er andlega, líkamlega og tilfinningalega í mjög góðu ásigkomulagi. Við höfum vottorð upp á það.“ AFDRIFARÍKAR GETGÁTUR LÆKNIS „Það er kaldhæðnislegt að leita lækninga og lenda í framhaldi af því í klóm Félagsmálastofn- unnar. Völd hennar eru ótrúleg. Heimili okkar hefur aldrei verið undir eftirliti frá Félagsmála- stofnun og við vorum grunlaus um að afskipti þeirra enduðu með þessum ósköpum. Þau hafa sannarlega ekki verið til að auka vellíðan mína, þvert á móti hefur það verið mikið áfall að sjá af dóttur sinni svo lengi. Ég hugsaði varla urn annað en hana í marga mánuði og hugsa oft á dag um þessi mál. Eftir á að hyggja finnst mér eins og systir mín hafi verið búin að leggja drög að því að fá dóttur okkar alveg til sín rétt eftir fæðingu hennar. Hún annaðist hana í níu mánuði og börn hennar sjálfrar eru uppkomin, nema sonur henn- ar sem er einu ári eldri en dóttir mín. Vera má að henni hafi fundist betra að hafa þau saman, son sinn og dóttur mína. Þau hafa þá stuðning hvort af öðru eins og systkini. Eldri dóttir mín spurði á tímabili daglega um litlu systur sína, enda þykir þeim mjög vænt um hvor aðra. Þegar við nutum umgengni við hana hittust þær alltaf einu sinni í mánuði. Þegar það fréttist að við hefðum hug á að reyna endurupp- töku málsins og fá fóstursamningnum rift tók félagsráðgjafinn, Erla Þórðardóttir, upp á sitt eindæmi að taka fyrir umgengni okkar við hana sem er skýlaust brot á Iögum. Við höfum bara hitt hana af tilviljun í fjölskylduboðum og það tekur reyndar svo á okkur núorðið að mæta í slík boð að við höfum forðast þau undanfarið. Þegar við hittum hana síðast spurði hún Helga hvort hann væri ekki pabbi sinn og létti mjög við þá staðfestingu. Allt í sambandi við þetta er gífurlega sárt og ótrúlegt að alsystir mín skuli vera aðal- 72 EINTAK NÓVEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.