Eintak - 01.11.1993, Síða 73

Eintak - 01.11.1993, Síða 73
,Ég er góð við börnin mín og hugsa vel um þau þrátt fyrir sjúkdóminn, enda hef ég leitað mér lækninga um leið og ég finn að ég ræð ekki lengur við hann ein," segir Guðrún Guðlaugsdóttir, sem hér er með eiginmanni sínum, Helga Gunnarssyni, og barni sínu. ljónið á vegi okkar. Mér hefur dottið í hug sú skýring að hún hafi kannski alltaf alið öfund í minn garð vegna þess að ég er yngst og yngsta barn faer oftast mestu athyglina í uppvextinum ef systkinahópurinn er stór. Aðdragandi þess að við skrifuðum undir þetta örlagaríka plagg urn fóstur var að dóttir okkar hafði lent þrisvar á spítala með stuttu millibili og þaðan hefur hún enn ekki komið aftur tii okkar. I eitt skiptið fékk hún sár eftir hlaupa- bólu sem ígerð komst í og við leituðum til lækna á Landspítalanum. í annað skiptið fékk hún lungna- bólgu og enn leituðum við til lækna á sama spítala. í þriðja skiptið tók Helgi eftir sári undir öðrum handlegg hennar þegar hann var að baða hana kvöld eitt í apríl 1991. Við höfðum strax sam- band við lækna á slysavarð- stofunni og þeir beindu okkur á Landspítalann. For- dómar í garð sjúkdóms míns gerðu þá einu sinni sem oftar vart við sig, því læknirinn spurði mig hvort ég hefði kveikt í dóttur minni, hún væri með brunasár. Ég hélt að mað- urinn væri ekki með öllum mjalla að halda að mér dytti í hug að kveikja í barninu mínu! Læknarnir sem skoð- uðu hana gátu ekki gengið úr skugga um orsök sársins, en skráðu í skýrslur að urn brunasár hefði verið að ræða. Það gæti allt eins hafa verið einhvers konar exem eða ofnæmi sem þeir hafa ekki kunnað skil á. Ég veit að börn geta fengið slík sár af nýjum fötum, þvottaefni sem ertir og ótal fleiru sem ekki verður svo auðveldlega greint. Barnalæknir á Landspítalanum hélt því fram í skýrslu að Sigríður Ósk hefði sýnt „afbrigðilega" hegðun fyrri hluta dvalarinnar á barnadeild Landspítalans. Hins vegar hafi hegðun hennar verið eðlileg þegar hún útskrifaðist eftir sjö daga. Læknirinn staðfesti sjálfur í viðtali við okkur að áðurnefnt ferli væri ekki óalgengt hjá börnum sem leggðust inn á spítala. En þetta var nóg til þess að félagsráðgjafi á spítalanum hafði samband við Félagsmálastofnun. Félagsráðgjafarnir, Erla Þórðardóttir og Rúnar Halldórsson, héldu fund með okkur Helga og systur minni, eiginmanni hennar, lækni, hjúkr- unarkonu og félagsráðgjafa frá spítalanum. Okk- ur voru settir þeir úrslitakostir sem ég greindi frá áðan, að skrifa undir fóstursamning eða missa barnið ella til vandalausra. Við skrifuðum því miður bæði undir, grunlaus um þær ógnvænlegu afleiðingarnar sem því fylgdu. Þetta er okkar stærsta skyssa í lífinu og raunar vissi ég ekkert hvað ég var að gera, því ég var svo niðurbrotin. Helgi hefur kannski haldið að það yrði of mikið álag fyrir ntig að vera með báðar stelpurnar ein heima á daginn þegar hann var að vinna. Við vorurn á þessurn tíma undir miklu álagi, því veikindi ntín hafa óneitanlega áhrif á Helga og gera auknar kröfur til hans sem fyrirvinnu og heimilisföður. í stað þess að fá stuðning fá Félagsmálastofnun sem við eigum rétt á eins og aðrir sem eiga við tímabundin veikindi að etja, þá var ntálið leyst með því að láta okkur skrifa undir í skyndi og systir mín fór heim með barnið okkar af spítalanum. í fyrstu höfðum við eins mikla umgengni og við vildum, en ákváðum síðar að það yrði einu sinni í ntánuði. Þegar við vildum auka umgengn- ina aftur neituðu systir mín og maður hennar því. Það sorglegasta við allt þetta er að við erurn þó systur og ég hélt að hún væri að hjálpa ntér af heilum hug, en bjóst aldrei við að þurfa að borga þann greiða svo dýru verði að missa sjónar á dóttur minni á mikilvægum æskuárum hennar. Mér líður miklu betur núna og eiginlega varð ég fórnarlamb lækna í veikindum mínum, því ég var rangt greind sem geðklofasjúklingur og fékk lyf sem slík. Síðar kom í ljós að vandi minn er að ég er geðbrigðasjúklingur, „maníu-depressíf1, og tek nú inn allt önnur lyf við því. Ég er góð við börnin mín og hugsa vel unt þau þrátt fyrir sjúk- dóminn, enda hef ég leitað mér lækninga um leið og ég finn að ég ræð ekki við hann ein. Ég geng núna reglulega til læknis á Borgarspítalanum og skammast mín ekki fyrir veikindi mín, en for- dómar í garð geðrænna sjúkdóma eru gífurlegir og því fæ ég því ntiður ekki breytt. Mér hefur verið synjað um vinnu vegna þess að ég sagði frá þessurn veikindum. Ég fékk svar unt að þeir hefðu ekkert með geðveikt fólk að gera þar. Lífs- reynt og þroskað fólk fordæmir síður, en fáfróðir eru oft fordómafyllstir. Ég segi frá veikindum mínum hér í trausti þess að það verði ekki notað gegn mér og börnunum mínum. Ég er orðin mjög trúuð vegna lífsreynslu minnar, veikind- anna og dótturmissisins. Ég bið til guðs og reyni að bægja frá beiskju og hatri í garð systur minnar og biðja fyrir henni og vonast til að hún þroskist og skili mér dóttur minni aftur fyrir næstu jól, gefi mér hana í jólagjöf. Ég el þá von í brjósti að þegar hún hefur alið barn sem hún á í vændum eftir rúman mánuð skilji hún mig betur því það er í raun í hennar valdi að skila mér dóttur minni, hvað sem öllum samningum líður. Enda voru þeir undirritaðir undir óeðlilegum þrýstingi og út úr getgátum læknis um vanhirðu. Ef við hefðum ekki leitað til lækna, þá hefði kannski mátt saka okkur um vanrækslu. Systir mín vildi reyna að fá mig svipta sjálfræði, en læknirinn minn benti á að ég tæki lyf og væri á alla lund samvinnuþýð. Það mál féll um sjálft sig, en systir mín reyndi að fá Helga til liðs við sig. Hann neitaði sem betur fer. Eftir allt þetta er ég haldin miklum ótta og á erfitt með að treysta fólki. Ég bið daglega til guðs og reyni að öðlast trú á hið góða og hætta að ótt- ast frekari áföll, en það getur enginn sett sig alger- lega í spor þeirra sem þurfa að sjá af börnum sín- um. Ég hef fengið mikla hjálp frá góðu fólki og vanmet ekki þátt systra minna í að hjálpa - en hvenær snýst greiði upp í bjarnargreiða? Maður er kannski betur settur án aðstoðar ef hún endar í svo mikilli afskiptasemi að ntaður á ekkert einka- líf lengur." NÓVEMBER EINTAK 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.