Eintak - 01.11.1993, Page 83

Eintak - 01.11.1993, Page 83
Lúsífer Dramb eftir Braga Ólafsson Þegar þjónninn á hótelbarnum frétti að ég væri frá Islandi spurði hann mig hvort ég kannaðist við þennan íslenska bókaútgefanda sem bjó á hótelinu og konu hans, leikkonuna. Ég kom af fjöllum, sagðist ekki hafa vitað af neinum samlöndum mínunt hér og bað hann lengstra orða að halda þjóðerni mínu leyndu ef þau kynnu að slysast inn á barinn. Hann skellihló og þegar ég spyrði hann hvað vekti kátínu hans sagði hann mér frá kynnum sínum við þessi íslensku hjón kvöldið áður. Þau hefðu valið þetta hótel vegna þess hve vinsælt það var meðal bók- menntafólks og ekki síður fyrir þá sök að í há- deginu mátti víst oftar en ekki sjá frægustu og bestu leikara Englands samankomna á þessum nafntogaða bar. Barþjónninn ætlaði varla að geta komið þessu út úr sér fyrir hlátri og ég spurði hann hálf skömmustulegur hvort eitthvað væri til í þessu. „Jú, jú,“ stundi hann upp á milli hlátursrokanna, „það var þannig fyrir fimm sex árurn. En þetta nteð bókmenntafólkið stenst alveg,“ sagði hann. „Meira að segja ég er rithöf- undur.“ „En hvað varð um leikarana,“spurði ég fullur áhuga vegna þess að ég vissi ekkert um for- tíð, hvað þá nútíð, þessa hótels. „Þeir voru hraktir í burtu af fólki eins og vinum þínum Islending- unum. Þú hlýtur að kannast við þetta fólk,“ sagði hann. „Hann er stærsti bókaútgefandi á öllu Is- landi og hún efnilegasta leikkonan á Norður- löndum. Eða það var það sem hann sagði mér, maðurinn, áður en hann drapst hérna fram á borðið.“ „Ég hef aldrei fylgst með bókaútgáfu eða leik- húsi,“ sagði ég. „Gott hjá þér,“ sagði hann. Daginn eftir rak for- vitnin mig niður á barinn í hádeginu og þegar ég sett- ist á háan barstólinn kom þjónninn til mín með ill- kvittnislegt bros á vörurn. Hann 'skotraði yfir öxl mér. „Þarna eru þau,“ hvíslaði hann. Ég kinkaði kolli. Ég hafði tekið eftir þessu fólki þegar ég gekk inn, en gat ekki sagt að ég kannaðist við það. „Var John Hurt nokkuð vanur að koma hingað," spurði ég. „John? Ég hélt þú vissir ekkert urn leiklist.“ „Ég fór einu sinni í bíó,“ sagði ég, og laumaðist til að líta aftur fyrir mig. „Ég ætla að fá það sama og hann.“ Á því augnabliki sem þjónninn setti á borðið fyrir mig sneisafullt glas af viskíi var hrópað fyrir aftan mig skrækri röddu: „Farðu til andskotans, hel- vítið þitt! “ Ég leit snöggt við. Leikkonan var þá stað- in upp; hún stóð yfir bóka- útgefandanum og lét ganga yfir hann þvílíkan munnsöfnuð að ég hafði aldrei heyrt annað eins. Hann sat undir öllunt ósköp- unum með andstyggilegt glott á vörunum sem jafnvel ásakanir urn getuleysi, óeðli, hundshátt og þar frarn eftir götunum fengu ekki máð framan úr honum. Á þessu gekk í einar tvær þrjár mínútur eða þangað til leikkonan skyrpti í átt að sakborn- ingnunt og strunsaði út af barnum. Bókaútgef- andinn reis þá á fætur, þurrkaði af sér hrákann og gekk t hægðum sínum yfir að barborðinu. „Stupid bitch,“ muldraði hann fyrir rnunni sér og það var greinilegt að okkur var ætlað að okkur var ætlað að heyra til hans. Svo settist hann á stól- inn við hliðina á mér. Ég leit ósjálfrátt í áttina til hans og um leið og augu okkar mættust, hrópaði hann upp yfir sig: „Nei, er það ekki bankamaður- inn.“ Ég þóttist ekkert skilja. „What?“ „Blessaður, vinur. Bankamaðurinn sjálfur! Heyrðu, ég býð upp á drykk. Hvað viltu?“ „I'm sorry, but...“ „Svona, svona, þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að vera Islendingur. Loksins fann ég ein- hvern sem hægt er að tala við. Þetta þarna,“ sagði hann og bandaði hendinni eitthvað frá sér og átti líklega við konuna sína, „er ekki einu sinni íslenskt. Bara hálfnorskt. Nú fáum við okkur að drekka og ræðum um bókmenntir.“ Hann sneri sér að barþjóninum sem hafði kornið sér eins langt undan honum og mögulegt var, og hrópaði: „Icelandic litterature, remember! Litterature was made in Iceland! We shall have Iceland-cocktail!" Svo sneri hann sér aftur, klappaði á kollinn á mér og spurði hvort ég ætlaði ekki að drekka með sér Iceland-cocktail. „l'll just have a Drambuie," sagði ég, staðráð- inn í að gefa mig ekki. „Two Iceland-cocktail!" hrópaði hann. „What? Drambuie?“ Barþjóninum var greinilega skemmt. „No, no. Ekkert helvítis leikarapiss. Just bring me two glasses and some beer and some whiskey and some brandy and sorne red wine. Eins og Bersi drakk á Hótel Pallas. That's Iceland-cocktail.11 „Need a straw?“ Maður- inn svaraði ekki spurningu þjónsins, en gaf honum á rnjög svo hranalegan hátt nterki um að þjónusta sig án tafar. Svo virti hann mig fyrir sér í dágóða stund á rneðan hann losaði um bindis- hnútinn. „Jæja, vinur, hvað ert þú að gera í út- landinu? Þeir eru nú meiri vitleysingarnir þessir Bretar. Þeir hafa ekki hundsvit á bókmenntum. Hvað þá bókmenntalegum drykkjum! Ég stórefast um að þeir eigi nóbelskáld eins og við. En þú ert vinur minn, mikið djöfull er gaman að hitta einhvern sem maður þekkir! My dear old bankman, you know what you sing!“ Svo reiddi hann upp vinstri höndina og lamdi bylmingsfast á öxl mér. Ég veit ekki almennilega hvað kom yfir mig, en þegar hann tók að kreista öxlina svo mig verkjaði undan, slengdi ég hægri höndinni utan í hann með þeim afleiðingum að hann féll ofan af háum barstólnum niður á gólfið. Hvernig hann lá þarna í gólfinu með skankana spriklandi út í loftið fannst mér á einhvern hátt afskaplega bókmenntalegt. Það reyndist bara ekki vera grundvöllur fyrir frekari urnræðu af neinu tagi. Satan Reiði eftir Lindu Vilhjálmsdóttur Á miðöldum þegar menn héldu að líkaminn væri myndaður af fjórurn vessum, blóði, slínti, svörtu galli og gulu, hefði reiðigjarn maður verið talinn hafa gult gall í meira mæli en hollt þótti. Samkvæmt þeirra tíma fræðum var hægt að lækna þvílíka kvilla að vori eða hausti, með því að láta þann sjúka spýja, ropa eða laxera og stundum var gripið til annarra lækningaaðferða svo sem blóðtöku í því skyni að klára vessann, svo að hug- skotið mætti frelsast af óhreinum hugrenningum. Það er síðan viðbúið að læknirinn hafi jafnframt ráðið þeim sjúka að styrkja hjartað með guðsorði sem líkja má við þann sið sérfræðinga nútildags að ljúka hverri læknisskoðun, sama hvort er á móðurlífi eða meltingarfærum, með nokkrum vel völdum orðum um skaðsenti reykinga. Sennilega hefur vandamönnum sýnst þessi illa meðferð hrífa, í einhvern tíma altént. Sá við- skotailli hefur þurft að þola umtalsvert vökvatap og vökvabúskapur líkamans hefur allur farið úr skorðum sem á okkar tímum rnundi þýða að við- komandi yrði úrskurðaður veikur og lagður inn á sjúkrahús í rannsókn. Þar rnundi okkar maður síðan lenda í mjög svipaðri meðferð og hver ann- ar geðvonskupúki á miðöldum, það er að segja blóðprufum, úthreinsunum og öðru kvalræði sem nútímarannsóknum fylgir og yrði eftir það orðinn fárveikur en það er önnur saga. En það er semsagt ekkert líklegra en að eitthvað hafi sljákk- að í þeim reiða og sjálfsagt hefur hann hugsað sig um tvisvar áður en hann tók æði næst, af ein- skærum ótta við að lenda aftur í meðferð. Annars virðast skilin milli þeirra sem sagðir voru þjást af líkamlegum kvillunt og hinna sem töldust annað hvort vera besetnir af illurn öndunt eða hreinir og klárir syndarar hafa verið vægast sagt óljóst á miðöldum. Það er svo aftur greinilegt að í öllu falli voru siðapostular ekki í neinum vafa um að reiði væri rneiri háttar óeðli eins og sjá má í prédikun Jóns biskups Vídalín þegar hann segir: „Heiftin er eitt andskotans reiðarslag. Hún af- myndar alla mannsins limi og liði, hún kveikir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinnarnar, æði og stjórnleysi í tunguna, nóvember eintak 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.