Eintak - 01.11.1993, Síða 100

Eintak - 01.11.1993, Síða 100
Sumir átu nagla, tituprjóna og glerbrot, aðrir stukku niður af þriðju og fjórðu hæð, enn aðrir köstuðu sér i vötn þau, sem hér eru i campusinum. stúdentarnir ungu voru sendir austur íyrir tjald. Þarna skyldi hin upprennandi framvarðarsveit Sósíalistaflokksins fá marx- íska skólun, sjálf foringjaefnin. I leiðinni myndu þeir auka hróður kommúnistaríkjanna á Islandi með námsdvöl sinni, auk þess sem þeir yrðu góð vitni um prýðilegt stjórnarfar og lífsgæði austan tjalds. í bréfi sem austanstúdentar skrifuðu Æskulýðsfylkingunni heima kemur fram að þeir fundu til hlutverks síns sem framtíðarleiðtogar: Nú þegar og ekki síst þá að því kemur að byggja upp sósíalískt þjóðfélag á íslandi er hreyfíngunni brýn nauðsyn á að hafa hæfa, sérmenntaða og trausta sósíalista til að taka við margvíslegum ábyrgðarstöðum. Félögum yrði beint í pólitískt nám í samræmi við áætlaða þörf hreyfmgarinnar á föstu starfsliði og sérmenntuðum félögum á því sviði næstu to-t5 ár. Hér yrði að reikna með hugsanlegri aðild okkar að ríkisstjórn og jafnvel sósíalískri byltingu á því tímabili. 1956 tóku sósíalistarnir ungu að tínast austur, fyrst til Austur-Þýskalands. Tryggvi Sigur- bjarnarson fór í verkfræðinám til Dresden, en Hjörleifur Guttormsson og Eysteinn Þor- valdsson fóru til Leipzig. Hjörleifur lærði líf- fræði, en Eysteinn blaðamennsku. Ólafur Eiríks- son innritaðist í tæknifræði í Karl Marx Stadt. Hjalti Kristgeirsson kom til Ungverjalands um það leyti sem alþýða manna þar stóð í blóðugri baráttu við kommúnista. Hann lét það ekki á sig fá og lærði hagfræði í Búdapest. Á næstu árum fjölgaði mjög í hópi íslensku stúdentanna: Þór Vigfússon fór til Austur-Berlínar að læra hag- fræði, en í Leipzig stundaði Þorsteinn Friðjóns- son efnafræði og Frarz Gíslason þýsku og bók- menntir. Til Þýska alþýðulýðveldisins komu einnig stúdentarnir Björgvin Salómonsson og Guðmundur Ágústsson. I Prag nam Jóhann Páll Árnason heimspeki, Haukur Jóhannsson verkfræði og Hallfreður Örn Eiríksson þjóð- fræði. Stuttu síðar bættust í hópinn Árni Björns- son og Vilborg Harðardóttir. Skúli Magnús- son var í námi lengst austur í Kína, en Þrándur Thoroddsen var í kvikmyndanámi í Póllandi. Þótt fleiri kæmu við sögu þegar á leið var þessi hópur kjarninn í þeim félagsskap sem fékk nafnið SÍÁ, en hét fullu nafni Sósíalistafélag Islendinga austantjalds. VONBRIGÐIOG EFASEMDIR Námsmennirnir ungu höfðu ekki dvalist lengi fyrir austan þegar þeir fóru að komast á snoðir um himinhrópandi misræmið milli væntinga og veruleika, áróðurs og grámóskulegs hversdagsins í austurborgum. Samfélagið sem tók á móti þeim var lokað og loftlaust alræðisríki, hálfsturlað af ofsóknarbrjálæði. Stalín var kannski kominn f r- t V* Hjörleifur Gutt- ormsson lærði líffræöi í Leipzig og var einn helsti forystumaður SÍA-hóps- ins. Það er helst að í honum 'hafi ræst fyrirheit um glæsta pólitíska fram- tíð félaganna. Hann varð ráðherra og situr enn á Alþingi. Tryggvi Sigurbjarn arson nam verkfræði í Dresden. Hann var mjög virkur í starfi SÍA-hópsins og skrifaði með þeim skýrslur, en beitti sér ekki mikið í pólitík eftir heimkomuna. hálfur út úr grafhýsi Leníns, en hann sat sem fast- ast í vitund arftaka sinna. Það er varla hægt að gera sér annað í hugarlund en að þeir Hjörleifur Guttormsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Þór Vig- fússon og Eysteinn Þorvaldsson hafi verið illilega brugðið, nánast felmtri slegnir, þegar þeir settust niður og sömdu skýrslu um ástand mála í Þýska alþýðulýðveldinu til Einars Olgeirssonar stuttu fyrir áramótin 1957. Hún var í öllum atriðum ólík þeirri glansmynd sem Sósíalistaflokkurinn dró upp af fyrirmyndarríkjunum í austri, en að ýmsu leyti samhljóða Moggalyginni sem var mest eitur í beinum íslenskra kommúnista. Af nógu var að taka. Leiðtogi flokksins, Walter Ulbricht, fékk þá einkunn að hann væri lítill stjórnvitringur og óvinsæll meðal alþýðu. Sovétríkin rækju eins konar nýlendukúgun sem væri lofsungin af austur-þýskum stjórnvöldum og kölluð stórmannleg hjálp. Vöruskortur væri landlægur, oft að því er virtist vegna lélegs skipu- lags og ómældrar skriffinnsku. Gagnrýni væri óspart barin niður og afleiðingin væri sú að fólk væri hrætt við að láta skoðanir sínar í ljós. Kosn- ingar væru skrípaleikur þar sem 99 prósent at- kvæðisbærra mættu á kjörstað svo einhuga að flokkurinn fengi öll atkvæðin. Á rithöfundaþing- um væri boðaður þrúgandi sósíalrealismi og höf- undum falið að skrifa skáldverk um baráttuna gegn kvikfjársjúkdómum í landinu. Samyrkju- væðing hefði leitt til þess að bændur voru fang- elsaðir og kúgaðir og aðrir séð þann kost vænstan að flýja land. Námsmönnunum íslensku fannst i sjálfu sér ekki óeðlilegt að reynt væri að draga sem mest úr ferðum til Vesturlanda, en þeir gátu ekki aftekið að margt fólk hefði fulla ástæðu til að flýja land. Þeir sögðu frá því að stúdentar væru undir smásjá ungmennasamtaka kommúnista- flokksins, FDJ; flokksbundnir og framagjarnir námsmenn hefðu eftirlit með þeim sem gætu virst valtir í trúnni á ágæti flokkslínunnar, en í sumum greinum væri það nánast skylda að vera í samtökunum. Þetta skapaði tortryggni og leiðindi, enda mættu þeir sem syndguðu á einhvern hátt gegn flokknum búast við því að vera hraktir frá námi. Stúdentar höfðu líka verið flæktir inn í lygavef stjórnvalda, gerðir að óviljug- um vitorðsmönnum í allsherjarlyginni: Á síðastliðnu vori var ákveðið af flokknum og háskólayfirvöldum, að koma í veg fyrir ferðalög stúdenta til V.-Þýskalands. Þessi skipun var send til flokksdeilda í skólunum, og skyldu þær fá stúdenta til að gefa yfirlýsingu um, að þeir vildu ekki fara til V.-Þýskalands. Sem vænta mátti vakti þetta miklar deilur meðal stúdenta, þar sem fjöldi þeirra ekki einungis vildi, heldur ætlaði að fara til V.-Þýska- lands að heimsækja vandamenn þar - eða annarra erinda. Svo mikil áhersla var þó Iögð á þetta að hót- að var brottvísun úr skóla, ef menn ekki hlýðnuðust þessu. Ekki þótti þó hlýða að slá þessu upp sem banni stjórnvalda á ferðalögum vestur þangað, og var því fundið upp á því snjallræði að láta stúdenta gefa „að eigin frumkvæði" yfirlýsingar um, að þeir vildu ekki fara til V.-Þýskalands — í fjölmörgum tilfellum þvert gegn vilja þeirra. Þeim, sem í móti mæltu, var núið um nasir fylgispekt við Adenauer og kapí- talisma, en andstöðu við sósíalisma. Það er nokkuð, sem fæstir hér kæra sig um af skiljanlegum ástæðum. Og svo var „yfirlýs- ingu stúdenta“ slegið upp um þil og veggi, dagblöð og tímarit með pomp og prakt. - Þetta er orðhengilsháttur, sem elur fólk upp í því að ljúga bæði að sér og öðrum. Þrátt fyrir afskræmdan veruleikann var sá tími þó fráleitt kominn að SlA-fél- agar vildu eða treystu sér að kasta trúnni á kommúnismann sjálfan. Kenningin var ennþá hrein, það bar ekki skugga á sjálfan kjarna hennar, flokksalræðið og áætlana- búskapinn, hvað þá „yfirburði sósíalism- ans sem hagkerfis". I skýrslunni finnst þeim sjálf- sagt og rétt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíal- ismans, allra síst Þjóðverjum. Frjálsar kosningar eins og þær tíðkuðust á Vesturlöndum væru til dæmis ekkert til að keppa að. Nær væri að ganga hreint til verks: Því ekki að koma til dyranna eins og maður er klæddur, segja það opinskátt, að hér ríki „alræði ör- eiganna", sem þrýsti hinum borgaralegu, og fasist- ísku öflum niður á meðan hinir sósíalisku þjóð- félags- og atvinnuhættir eru enn á bernskuskeiði. Sála\rkreppaSkúla Lengst austur í Peking sat Skúli Magnússon og fannst það heldur aumleg vist. Hann sagðist vera farinn að sjá í gegnum allan „bisnessinn11. Bréf sem Skúli skrifaði Hjalta Kristgeirssyni undir lok sjötta áratugsins bera vott um nagandi efasemdir og vanlíðan, enda hafði Skúli mátt horfa upp á kommúnismann í sinni ófrýnilegustu mynd. Honum var heldur ekki gefið að tala tæpitungu og fullyrti hiklaust að hann fengi ekki betur séð en að kommúnistaflokkur Kína væri með verstu úrhökum veraldarsögunnar. Þeirri fjarstæðu væri haldið að fólki, nauðugu viljugu, að það elskaði og virti Flokkinn, allir væru fullir áhuga og al- menn hamingja tæki risaskref fram á við. Veru- leikinn var, sagði hann, annar og ljótari. Allir væru alltaf að njósna um alla, konur, menn, börn. Börn færu á flokksskrifstofur og gæfu reglulegar skýrslur um foreldra sína. Eðlileg mannleg samskipti hefðu verið rofin, en þess í stað lægju allir þræðir um lófa Flokksins. Og hann kvartaði líka undan hlutskipti erlendra námsmanna: Eignist kínverskur stúdent okkur að vinum og ef upp kemst, eru þeir oftast nær skammaðir og bannað að hafa við okkur samneyti. Fellum við ást á stúlkum, hverfa þær sporlaust. Skúli skýrði líka frá því ofboði sem greip fólk sem hafði látið glepjast af ræðu Maós formanns um að nú fengju þúsund blóm að spretta; fór að tala af sér eins og runninn væri upp nýr frelsis- tími og sá nú að sín biðu hin meinlegustu örlög. Hann talaði um að stuttu eftir að hann kom til landsins hafi hafist mikill annatími: Hann var falinn í sjálfsmorðum. Sumir átu nagla, títuprjóna og glerbrot, aðrir stukku niður af þriðju og fjórðu hæð, enn aðrir köstuðu sér í vötn þau, sem hér eru í campusinum. Einn prófessor var t.d. dreginn upp úr vatninu og barinn af stúdentum sínum með þeirri yfirlýsingu, að hann hefði gjörla vitað að vatnið væri of grunnt til að drekkja sér þar í og væri hann bara í þykjustuleik; og var téður pró- fessor hið snarasta sendur á geðveikrahæli (vinnu- búðir). Einn stúdent kastaði sér niður af þriðju hæð og braut á sér báða fætur. „Framvarðalið verkalýðs- ins: Flokkurinn“ (með stórum staf eins og Guð) rak niður tvo þölla á staðnum og negldi þar kassafjöl á með slíkri áletran: „Hvaða óhreina plan gegn fólk- inu hafði téður stúdent í huga, þegar hann kastaði sér hér niður?“ Ólíkt öðrum SÍA-mönnum fór Skúla fljótt að renna í grun að gallarnir lægju í kerfinu sjálfu, ekki bara í framkvæmd þess í höndum misviturra leiðtoga og skriffinna ellegar í „arfi frá kapítal- isma“, „fjandsamlegu umhverfi" eða í „vanþró- uðum framleiðsluöflum“. Kerfið sjálft væri harð- stjórn: Hvað sýnir þetta? Að leiðtogarnir skeyta hvorki um rétt né rangt, heldur aðeins geðþótta sinn. Það myndu líka bæði ég og þú gera í þeirri stöðu, því annað væri ofurmannlegt. Kerfið er despótík, þar liggur meinsemdin grafin. Bréf Skúla urðu tilefni mikilla umræðna með- al SÍA-manna. Hjalti Kristgeirsson svaraði hon- um frá Ungverjalandi og var öldungis ósammála. Hann viðurkenndi reyndar að varla væri neinn 100 EINTAK NÓVEMBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.