Eintak - 01.11.1993, Síða 116
PLOTUR
Ární Johnsen:
Vinir og kunningjar
Inniheldur eitthvert forkostulegasta
lag sem hefur heyrst í síðari tíð á
íslandi, útgáfu Árna á þeim fræga
slagara Cottonfields. Nema hvað Árni
færir bómullarakrana úr ameríska
suðrinu í íslenska suðrið, nefnilega í
Pykkvabæinn þar sem þeir breytast í
kartöflugarða. Þetta er svo ómótstæði-
lega vitlaust og vont að útvarpsstöðvar
hafa ekki getað stillt sig um að spila lagið oft á dag. Og Árni
nær sjálfsagt að grafa einhver atkvæði upp úr kartöflu-
görðunum í Þykkvabæ fyrir vikið, eða hvað? Að öðru leyti er
Árni við sama heygarðshornið og fyrir næstum tuttugu árum
síðan þegar hann gerði Halldóri Laxness þann óskunda að
syngja Ijóð hans inn á plötu. Það sem vantar upp á
raddgæðin reynir hann að bæta upp með því með því að
teyga mikið loft ofan í lungun og blása því svo upp aftur.
Sjálfsagt verður Árni áfram aufúsugestur með gítarinn sinn
og lögin á samkomum Vísnavina, en þess er varla að vænta
að honum verði tekið með fögnuði annars staðar. Maður
sem syngur svona getur varla átt marga sanna vini eða
kunningja. Þeir hefðu fyrir löngu ráðið honum heilt og sagt
honum að nú væri mál að linni. 1999 krónur.
Nirvana:
In Utero
Einu sinni felldu mæður tár þegar þær heyrðu vælið í
gítarnum hans Jimi Hendrix. Þeim fannst það svo Ijótt. Nú
er varla neitt sem getur grætt mæður okkar lengur; líklega
eru þær aldar upp á rokki og kalla ekki allt ömmu sína í því
efni. Þó mætti kannski prófa Nirvana. Því þetta er óþægileg
músík og kannski er hún líka Ijót. Að minnsta kosti hljóma
tappar eins og Johnny Lydon eins og vælukjóar miðað við
klemmd þjáningaröskrin í Kurt Cobain, söngvara
hljómsveitarinnar. En þetta er líka áleitin músík, ágeng, full
af djöflum og púkum - og erum við það ekki líka, að
minnsta kosti sum? 7 799 krónur.
Vinir Bob Dylans:
The Thirtieth Anniversary
Collection
Vinir Dylans halda honum konsert
í tilefni af því að hann hefur sungið
inn á plötur í 30 ár. Það er dæmigert
að einn maður hvorki sér þá né heyrir
- sjálfur Dylan sem situr í rútu utan
við hljómleikahöllina. Birtist síðan i
kortér og syngur Song for Woody
Guthrie og It's allright ma, l'm only
bleeding. Sem í Dylanfræðunum
þýðir að þessa dagana er hann með hugann við fortíðina,
en líka svolítið reiður. En Dylan er i ágætu formi og líka
sumir vina hans; Eric Clapton rennir sér með glæsibrag í
gegnum Don't think twice, Neil Young djöflast í gegnum All
along the watchtower, en George Harrison fer mjúklega
með Absolutely Sweet Mary. Þeir sem koma þægilegast á
óvart eru soulsveitinn The O'Jays og öldungarnir Clancy-
bræður sem syngja Dylan eins og hann væri írskt
þjóðlagaskáld. Allur stjörnufansinn sameinast svo í My back
pages, líflegri útgáfu á einhverju frábærasta Dylanlaginu.
Maður hefur meira að segja á tilfinningunni að brugðið hafi
fyrir gömlu brosi á andliti Dylans. 2999 krónur (2 diskar).
Andrew Lloyd-Webber:
The Music of Andrew Lloyd-Webber
Sumir þola ekki þennan mann. Og hafa kannski að vissu
leyti rétt fyrir sér. Roger Waters úr Pink Floyd segir að hann
sé fábjáni. Hann malar gull; það er sagt að hann sé
tekjuhæsti tónlistarmaður í heimi. Og hann kann að semja
falleg lög; að minnsta kosti vefjast sykursætar melódíur ekki
fyrir honum. Hann er líka fulltrúi svolítið glæsilegrar hefðar,
gömlu söngleikjahefðarinnar sem átti sitt glæstasta skeið á
Broadway um miðja öldina. Lloyd-Webber er í raun sá sem
heldur í henni lífinu; flestir söngleikir sem núorðið eru á
leiksviðum heimsins eru hans verk. Og hér eru lög úr þeim
öllum. Flestir sem einhvern tíma hafa raulað Don't cry for
me Argentina ættu að hafa nokkurt gaman af þessu. Lloyd-
Webber er líka prýðilega stofuhæfur, enda gerðu þeir hann
að sir, en kannski ekki alltaf fullkomlega smekklegur. Að
minnsta kosti er tilfinningasemin stundum út í hróa. 2099
krónur (4 diskar).
Þetta er skrítinn heimur. Pínulítíð
óútreiknanlegur, Og kannski sem
betur fer. Er til dæmis ekki allt í lagi að
vera dálítið þakklátur fyrir duttlunga
tískunnar? Hún er, þegar öilu er á
þotninn hvolft, ein
aðferð mannsins til
að forðast fásínni
og leiðindi. Það
sem þótti hallæris-
legt í gær þykir
smart í dag og svo
hversdagslegt á
morgun að við
tökum ekkí eftir því, I gömlu
kommúnistaríkjunum var varla til nein
tíska svo heitíð geti, enda voru þau
vísast einhver leiðinlegustu samfólög
sem hafa verið til á jörðinni, Allt var
framleitt af verksmiðjum í eigu ríkisins,
og ríkisforstjórarnir höfðu um annað
að hugsa en að hlaupa á eftir
einhverri tísku sem var ær og kýr
kapítalistanna fyrir vestan, Þeir
hugsuðu um afköst, en fannst
neysluvörur hið mesta vand-
ræðamál. Eiginlega óþarfi
Af því leiddi að
fatnaður og varningur
í
austan-
tjaldsrlfyum var einsleitur og ótrúlega
púkalegur, næstum dásamlega svo,
eða það finnst að minnsta kosti þeim
þrælum tískunnar sem aðeins fjórum
árum eftir fall Berlínarmúrsins eru til í
að greiða háar fjár-
hæðír fyrir svokallað
Austur-Evrópu-kits;
alls kyns dót sem
kommar prönguðu
upp á almúgann
undir því yfirskyni að
Beirette-ljósmyndavél
þarna væri nútímaleg og framsækin
hátískuhönnun, Og af því að tískan
er duttlungafull er hún næstum
sammála; það sannast enn einu
sinni að hórumbil ekkert er svo fráleitt
að hún getí ekki tekið það upp á
arma sína, Kannski á íslensk
hönnun einhvern
sóns?
^táSSSé
Silca F-tannkrem
116
EINTAK NÓVEMBER