Eintak

Issue

Eintak - 17.03.1994, Page 4

Eintak - 17.03.1994, Page 4
Fimmtudagurinn 10. mars Ég frétti af því hjá Guðrúnu í sfjórnarráðinu að Markús hefð.i verið á fundi með Davíð. Ég skii það ekki. Ég hafði heyrt að Davið teldi hann handónýtan og öruggan með að taga borginni. Ég hef því passað mig á að tala temmilega illa um Markús undanfarna daga. Um daginn þóttist ég ekki einu sinni sjá hann þegar hann ætlaði að heilsa mér. Hann varð hálf kindarfegur að heilsa svona út í loftið og greiþ í spaðann á saklausri gamalli konu sem gekk hjá. Hún hélt hann væri með áreiti, reif til sín hendinni og fussaði að honum. Krúsi greyið valhoppaði í burtu eins og búðar- hnuplari á flótta. Föstudagurinn 11. mars Það er orðið ólíft upp í Háskóla fyrir öllum þessum EB- sérfræðingum. Menn sem aö fýrir nokkrum árum vissu ekkert nema sitt- hvað um atkvæðatölur í kosningum austur á landi eru orðnir sérfræðingar í innri strúktúr Evrópusambandsins. Og nenna meira að segja að rifast um þetta. Eg hef tekið eftir að ég skipti þá orðið æ minna máli. Þeir eru hættir að sjá nokkra ógn í Davíð. Þeir líta á hann eins og meðalstóran hreppsstjóra í Bæjaralandi. I hádeginu í dag gaf ég þeim meira að segja höggstað á mér og sagði eitt- hvað um landbúnaðarmál en þeir litu varla upp og héldu áfram að taia 32 breiddar- gráðu. Ég fór inn til mín. Laugardagurinn 12. mars Ég fór í bíltúr og keypti mér ís í ísbúðinni á Hjarðarhaganum. Skildi bílinn eftir og fór i göngutúr. Ráfaði eftir Ægisíðunni og upp Lynghagann. Mér sýndist einhver vera heima og bankaði upp á. Eg heyrði Tanna gelta en enginn kom til dyra. Þegar ég gekk út af lóð- inni keyrði Sveinn Andri framhjá. Mér sýndist það í gegnum bílrúðuna að hann hélt að ég væri að koma af fundi Davíðs. Ég vona að hann hafi ekki séð ísinn. Sunnudagurinn 13. mars Ég veit ekki hvernig ég fæ fullþakkað það að hitta Kjartan Gunnarsson í Vesturbæjarlaug- inni í dag. Þegar ég synti upp að honum og tók að spjalla við hann þá læddi hann því út úr sér að Markús væri ef til vill að hugsa sér til hreyfings. Ég tók skriðsund inn í búnings- klefa, þaut niður í bæ, þeyttist milli kaffihús- anna og ýjaði fram og til baka að því að sitt- hvað væri nú að fara að gerast hjá sumum sem væru í nokkuð góðum stöðum hjá borg- inni en í álíka slæmum stöðum í skoðana- könnunum. Um tíma sátu einir sjö við borðið hjá mér og mér leið eins og áður þegar ég rann saman við Davíð í hugum fólks. Mánudagurinn 14. mars Ég fór heim og horfði á blaðamannafund Markúsar á Stöð 2. Um kvöldið horfði ég aft- ur á Markús, Áma og Davíð og alla stjórnar- andstöðuna eins og hún leggur sig. Fyrst á Stöð 2 og síðan í Ríkissjónvarpinu. Meðan ég var að horfa var mér hugsað til þess tíma þegar ég hékk ekki fyrir framan skjáinn held- ur horfði annað fólk á mig í sjónvarpinu. Þá leiftraði ég. I\lú er ég allur eins og í niðurn- íslu. í stað þess að vera gerandi hangi ég einn heima og reyni að átta mig á hvað í ósköpunum sé að gerast. Þriðjudagurinn 15. mars Ég rölti um bæinn í eftirmiðdaginn að hlera hvemig1 fólki þætti brotthvarf Markúsar. Alls kyns litlir kallar kölluðu hann heigulan og sömu gömlu samsæriskenningamennirnir þóttust sjá handbragð Davíðs á þessu öllu. Eg þurfti því að beita nokkurri orðfimi til að kveða þessa menn niður. Það var því léttir að hitta gamla konu á Café Paris sem hafði já- kvæða sýn á þetta allt. Hún vorkenndi Mark- úsi og fannst Árni huggulegur maður. Fulltrúaráðsfundurinn um kvöldið tókst eins og best varð á kosið. Fyrir utan það að listinn var samþykktur tók Ami í höndina á mér þannig að margir sáu og til þess að kóróna allt saman hélt Davíð ótrúlega snjalla ræðu. Miðvikudagurinn l6. mars Ég heyrði að Davíð er á leiö til Japan i opin- bera heimsókn með íslenska landsliðinu í fótbolta. Dálítið villt föruneyti hjá Davíð, heilt fótboltalið. Þegar ég var í skóla var ég aldrei mikið fyrir íþróttir. Það var ekki fyrr en ég var kominn á fertugsaldur að ég fór að stunda eróbikk. Heimsmeistaramótið í eróbikk var haldið í Japan í fyrra og_ Maggi Scheving fór. Kannski ætti ég að fara að keppa. Wagner-syrpa á Listahátíð fyrir þá sem eru aðflýta sér © Hafskips-Halldór siglir á ný © Afmœlishátíð Sniglanna í Laugardalshöll istahátíð verður haldin í Reykjavík í Isumar og Þjóðleik- húsið hefur þegar hafið forsölu aðgöngumiða á óperunni Niflungahringnum eftir Richard Wagner sem verður opn- unaratriði hátíðarinnar. Miðaverð á frumsýninguna er litlar 5.200 krónur og á hinar fjórar sýningarnar 3800 krónur. Sýningunni er skeytt saman úr völdum atriðum úr óperunum Rínargullinu, Valkyrjunum, Sigurði Fáfnisbana, og Ragnarrökum. Minnir þessi samsteypa óneitan- lega á heimsókn Bolshoi-ballettsins fyrir nokkrum árum þegar stærstu hoppunum úr ýmsum ballettum var smellt saman í eina sýningu og áhorfendur voru vart búnir að drekka í sig Svanavatnið þegar dansararnir „klæmöxuðu“ í Hnetu- brjótnum... ) laðamaðurinn Egill |Ólafsson (ekkert skyldur 'stuðmanninnum), sem starf- að hefur á Timanum undanfarin ár, hefur nú sagt skilið við framsóknar- skrifin. Innan skamms hefur Egill nefnilega störf á Morgunblaðinu og ekki við öðru að búast en að hann haldi þar áfram í flórnum, það er, landbúnaðarfréttunum sem voru hans ær og kýr á Tímanum. Nokkrir hafa sóst eftir stóli Egils þar á bæ og heyrst hefur að Halldór Halldórsson, sem meðal annars stýrði Helgarpóstinum á velmektar- árum hans (niðurlægingartíma Hafskipa) og seinna starfaði á fréttastofu RÚV sé þeirra á meðal. Halldór hefur að undanförnu fengist við ýmis ritstörf í lausamennsku, auk þess að rita bækur svo sem hina margrómuðu ævisögu Jóns Sólness og Laxaveisluna, þar sem hann fjallaði um um fiskeldisævintýr íslenskra stjórnmálamanna með Steingrím Hermannsson í aðalhlutverki... Um páskana halda Bifhjóla- samtök Lýðveldisins upp á að tíu ár eru liðin frá stofnun samtakanna, með sýningu á glæsi- legustu mótorfákum landsins í Laugardalshöllinni. Reiknað er með að 200 hjól af öllum stærðum og gerðum verði þar til sýnis ásamt Ijósmyndum af ýmsum sögufræg- um prumpskjótum. Að auki verða á sýningunni um 50 hjól á vegum Vélhjólafjelags Gamlingja, það elsta, frá árinu 1918. Vélhjólamenn- ingin hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum og á næstunni stendur til að skrá sögu hennar á bók og sjónvarpsþáttur um sama efni mun jafnvel fylgja í kjölfarið... Hin langa og djúpa kreppa hefur sagt til sín Rúmur helmingur þjóðarinnar hefur þurfl að hevða suHarólamar En þrátt fyrir langvinna kreppu og atvinnuleysi trúa Islendingará betri tíð. Um leið og Skáís gerði könn- un á viðhorfum íslendinga til þjóðmála og Evrópusambands- ins íyrir skömmu voru þátttak- endur spurðir hvernig þeir hefðu það. Spurt hvort kjör þeirra væru betri eða verri í dag en þau voru fyrir tveimur árum eða í ársbyrjun 1992. Tæpur þriðjung- ur, eða 32,5 prósent, sagðist hafa haldið sjó í kreppunni og að kjör þeirra væru svipuð og f y r i r NAFNSPJALD VIKWNNAR Snillingur er starfsheiti sem nafnspjaldseigandi vikunn- ar að þessu sinni velur sér. Það sakar ekki fyrir unga menn að vera brattir á þessum síðustu og verstu tím- um og Arnar Knútsson er svo sannarlega fullviss um eigið ágæti. Til að hnykkja á hæfileikum sinum hefur hann látið skrifa neðst á spjaldið: Veit allt, get allt. Amar býður fram þjónustu sína við gerð auglýsinga og myndbanda. Arnar þessi hefur ekki enn unnið sér margt til frægðar. Helst má telja að hann og vinir hans, sem mynda félagskapinn PCP, gerðu stuttmynd um jóla- svein sem lendir á fylleríi í árlegri bæjarferð sinni og verður fyrir vikið eftir þegar bræður hans halda heim til jólasveinabyggða. Ekki fer miklum sögum af þessari mynd en hún var frumsýnd á veitingahúsinu Tveimur vinum í febrúar. tveimur árum. Rúmur helming- ur, eða 55,8 prósent, sagði hins vegar að kjör sín hefðu versnað á þessum tveimur árum. Aðeins 11,7 prósent sögðust hins vegar búa við betri kjör en fyrir tveimur árum. Þetta fólk hefur tekist að bæta sinn hag á tímum atvinnuleysis og kreppu. Fyrir þá sem leiðist pró- sentur þá eru niðurstöðurn- ar í stuttu máli þessar: Um 85 þúsund Islendingar hafa það hvorki betur né verr en fyrir tveimur árum. 30 þúsund ís- lendingar búa hins vegar við betri kjör. En hvorki meira né minna en 145 þúsund íslend- ingar hafa mátt herða ólarnar og þola verri kjör en þeir nutu fyrir tveimur árum. Ef til vill koma þessar tölur mönnum ekki á óvart. Það er er misskipt á milli manna. Jafn lengi hafa menn vitað að þegar kreppir að þurfa sumir að kreppa fastar að en aðrir. En jafnframt því að spyrja fólk hvernig það hefði það spurði Skáls hvernig fólk héldi að það myndi hafa það eftir tvö ár, eða í ársbyrjun 1996. Spurt var hvort fólk héldi að kjör sín yrðu betri eftir þennan tíma. 45,7 prósent þátttakenda voru bjartsýnir og sögðu já. 36,8 prósent voru beggja blands og bjuggust við svipuðum kjörum eftir tvö ár og þeir búa við í dag. Hins vegar voru 17,5 prósent svartsýnir á framtíðina og sögð- ust búast við verri kjörum að tveimur árum liðnum. Og ef þessu er stillt upp aftur fyrir þá sem líkar ekki við pró- sentur þá eru niðurstöðurnar svona: Það eru 119 þúsund bjart- sýnismenn á Islandi en 45 þús- und landsmanna eru hins vegar svartsýnir á nánustu framtið. 96 þúsund manns eru síðan þarna mitt á milli. Það er því ljóst að fleiri Islend- ingar vilja trúa á betri tíð handan við hornið en að allt sé hér „á lóðréttri leið til andskotans“ svo vitnað sé til Sverris Her- mannssonar. Bjartsýnis- mennirnir hugsa eins og Þórð- ur Friðjónsson þjóðahags- stofustjóri, sem segir alltaf að botni hagsveiflunnar sé náð og von sé á batnandi hag með haustinu. O undarLeq VERÖLD HILMARS ARNAR Dauðavei andlátsor Þegar ég var ungur og heimspekilega þenkj- andi var tilgangur þessa jarðlífs mér vinsælt íhugunarefni og ég skreiddist í gegnum dag- inn í existentíalískum angistarköstum milli þess sem ég skipti um trú og bað JesúAlla- hÖðinnAhuraMazdaQuetzalcoatlBrahma- GautamaPapaLegbaLlug hÓsírisEnsú&co að veita mér fullvissu um eitthvað. Bara eitthvað. Þetta var dauðageigs- og góðu andlátsorða- timabilið mitt. Ég var öruggur um að dauðinn biði bak við hvert horn og ég vildi fara héðan sáttur við guði og menn, helst vera búinn að gera díl um framhaldslíf og síðast en ekki síst með góð andlátsorð á vörunum. Ég las mig í gegnum ótal bækur með frægum andlátsorð- um og fann mér félaga í William Blake sem hafði greinilega þjáðst af sömu áráttu og var gjarn á að skrifa spakleg lokaorð út í spássí- urnar á öllum þeim bókum sem hann var að lesa. En þegar ég rakst á andlátsorð Rabelais þóttu mér þau svo fullkomin (Ég á ekkert, ég skulda mikið, afganginum ánafna ég fátæk- um) að ég reyndi ekki einu sini að slá þau út og það voru þessi orð sem ég hripaði á Flug- leiðaservíetturnar í aðfluginu í öll þessi ár. Dauðageigurinn og andlátsorðapanikin tóku svo á sig nýja mynd þegar ég hitti stjörnuspek- ing sem sagði mér glottandi frá því að maður með sól skver úranus í tólfta húsi væri alls ekkert öruggur um að geta komið andlátsorð- unum frá sér. Nú trúi ég stjörnuspám aðallega þegar það hentar mér, en það var eitthvað með sögurnar um þá sem voru með þessa sömu plánetuafstöðu og ég sem gerði mig órólegan. Þessi afstaða stendur nefhilega fyrir óvæntan og fáránlegan dauðdaga og finnst í kortum manna eins og kardinálans og franska forsætisráðherrans, hverra nöfnum ég het gleymt, sem báðir létust á hóruhúsum í mikl- um vandræðagangi og einhvers bresks stjórn- málamanns sem datt niður eina tröppu og hálsbrotnaði og síðan ameriska herforingjans sem sagði: Skjótið ekki fyrr en þið sjáið hvít- una í augunum á þei... Ég fór að hugsa upp allar mögulegar leiðir til að varðveita hinstu orðsendingu mína til mannkynsins, en datt ekki neitt betra í hug en servíettan og síðan klökkt bréf sem ég þurfti að endurskrifa reglulega vegna þess að það endaði alltaf í þvottavélinni. Ég fór einnig að taka eftir fféttum um óvænta og fáránlega dauðdaga og andaði í eigingirni minni og sjálfselsku alltaf léttar eftir að einhver ógæfu- samur einstaklingur hafði klárað upp ein- hvem tölfræðilegan fáránlegheitakvóta. Ég las um rússneska skákmeistarann Gúdkov sem varð á að máta rússneska skáktölvu þrisvar í röð og var þá svarað af tölvunni með voltum í stað elóstiga og teflir nú á himnum ef guð hef- ur velþóknun á skákmeisturum sem er svo sem ekkert alveg víst. Ég las um vínsvelginn, Orfeo Agostinetto, sem féll ofan í 500 gall- ona tunnu af úrvalsvíni og hlaut þar það sem miðaldamenn kölluðu mors justi eða dauða hinna réttlátu. Ég las um vesalings Claude Jules sem hafði keypt sér rándýra hárkollu og var svo spenntur að hann stöðvaði bílinn sinn, límdi hana á sig, horfði í bílspegilinn, gladdist yfir nýja lúkkinu og kveikti sér í sígó. Eimurinn af líminu var eldfimur og Claude, hárkollan og bílinn spmngu í loft upp. Og síðast en ekki síst las ég um vesalings Franco Brun sem óafvitandi kom með nýja sýn á Rauparímur (Biblían er sem bögglað roð o.s.frv.) fýrir mig. Franco var að afplána 15 daga fangelsi í Toronto þegar hann bað um litla biblíu og fékk 6 X 10 sentímetraútgáfu sem hann gleypti alla í einu og barkaskurður kom ekki að neinu gagni og Franco er nú í hinum hæstu hæðum ef guð hefur velþóknun á biblíugleypum sem er heldur ekki alveg víst. Og þá fór ég að fá skilning á ameríska spak- mælinu sem hljóðar sem svo: Ef einhver hefur það verra en þú, hefurðu það alls ekki svo skítt. En það var áður en ég sá ljósið. Segi kannski ffá því seinna. O löngu vitað að veraldargæðum 4 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.