Eintak

Útgáva

Eintak - 17.03.1994, Síða 12

Eintak - 17.03.1994, Síða 12
Það er eðlilegt að íslendingar spyrji sig eftir vetrarólympíuleikana hvort þeir séu verr byggðir en aðrir menn. Hvort þeir geti einfaldlega ekki hlaupið, rennt sér, stokkið eða kastað eins og aðrir. Höfðatölureglan er hér engin afsökun. Ef Islend- ingar hefðu fengið jafn mörg ólympíugull og Norðmenn ættu þeir orðið ein sjö eða átta. Hér á síðunni er borinn saman árangur íslendinga og þeirra bestu í merkustu einstaklings- íþróttunum — frjálsum íþróttum. M E T K 0 n u r Grein Heimsm. íslandsm. Mísm. 100 metra hlaup 10,49 sek. 11,79 sek. 13,9% 200 metra hlaup 21,34 sek. 24,30 sek. 13,6% 400 metra hlaup 47,60 sek. 53,92 sek. 13,6% 800 metra hlaup 1:53,28 min. 2:04,90 mín. 10,6% 1000 metra hlaup 2:30,67 mín. 2:44,60 mín. 9,2% 1500 metra hlaup 3:50,46 mín. 4:14,94 mín. 10,7% Míluhlaup 4:15,61 mín. 4:49,20 mín. 12,2% 3000 metra hlaup 8:06,11 mín. 8:58,00 mín. 10,7% 5000 metra hlaup 14:37,33 mín. 16:07,96 mín. 10,4% 10.000 metra hlaup 29:31,78 mín. 33:10,93 mín. 12,4% Marapon 2:21:06 klst. 3:21:28 klst. 42,8% 100 metra grindahlaup 12,21 sek. 13,39 sek. 10,5% 400 metra grindahlaup 52,74 sek. 56,54 sek. 6,9% Hástökk 2,09 metrar 1,88 metrar 11,2% Langstökk 7,52 metrar 6,17 metrar 21,9% Þrístökk 15,09 metrar 12,11 metrar 24,6% Kúluvarp 22,63 metrar 16,33 metrar 38,5% Kringlukast 76,80 metrar 53,86 metrar 42,6% Spjótkast 80,00 metrar 62,02 metrar 29,0% Sjöþraut 7.291 stig 5.204 stig 40,1% 4x100 metra boðhlaup 41,37 sek. 46,63 sek. 13,1% 4x200 metra boðhlaup 1:28,15 mín. 1:46,40 mín. 20,1% 4x400 metra boðhlaup 3:15,17 mín. 3:43,05 mín. 14,2% 4x800 metra boðhlaup 7:50.17 mín. 10:17,70 mín. 31,4% I íslendingar eru ekkert sérlega góðir í íþróttum. Það höfum við oft fengið að horfa upp á. Nú síðast á vetrarólympíuleikunum. Þar var aðeins mark takandi á einum kepp- anda. Hinir voru ýmist svo lélegir að þeir fengu ekki einu sinni að hefja keppni eða þá að þeir duttu á hausinn stuttu eftir að þeir hófu hana. Og þá vegna þess að þeir slíp- uðu kantana á skíðunum svo vel að ekki nokkur maður hefði haldið jafnvægi á þeim. En þetta árið mundu þeir þó eftir skíðunum. 1* E ‘T K a r I a r Grein Heimsm. íslandsm. Mism. 100 metra hlaup 9,86 sek. 10,57 sek. 5,0% 200 metra hlaup 19,72 sek. 21,23 sek. 5,6% 400 metra hlaup 43,29 sek. 45,36 sek. 4,9% 800 metra hlaup 1:41,73 mín. 1:48,83 mín. 7,0% 1000 metra hlaup 2:12,18 mín. 2:21,10 mín. 6,7% 1500 metra hlaup 3:28.86 mín. 3:41,65 mín. 6,1% 2000 metra hlaup 4:50,81 mín. 5:11,13 mín. 6,8% Míluhlaup 3:46,32 mín. 3:57,63 mín. 5,1% 3000 metra hlaup 7:28,96 mín. 8:05,63 mín. 8,1% 5000 metra hlaup 12:58,39 mín. 14:13,18 mín. 9,6% 10.000 metra hlaup 26:58,38 mín. 30:10,00 mín. 11,8% 20.000 metra hlaup 56:55,60 mín. 1:06:10,00 mín. 16,2% 1 klst. hlaup 21.101 metri 18.143 metrar 16,3% Maraþon 2:06:50 klst. 2:19:46 klst. 10,2% 3000 metra hindrunarhlaup 8:02,08 mín. 8:49,58 mín. 9,9% 110 metra grindahlaup 12,91 s ek. 14,36 sek. 8,0% 400 metra grindahlaup 47,08 sek. 51,38 sek. 9,5% Hástökk 2,45 metrar 2,16 metrar 13,4% Stangarstökk 6,15 metrar 5,31 metrar 15,8% Langstökk 8,92 metrar 7,79 metrar 14,5% Þrístökk 17,79 metrar 16,70 metrar 6,5% Kúluvarp 23,12 metrar 21,26 metrar 8,7% Kringlukast 74,08 metrar 67,64 metrar 9,5% Sleggjukast 86,74 metrar 65,46 metrar 32,5% Spjótkast 95,66 metrar 86,80 metrar 10,2% Tugþraut 8.891 stig 7.592 stig 17,1% 4x100 metra boðhlaup 37,40 sek. 41,60 sek. 11,5% 4x200 metra boðhlaup 1:19,11 mín. 1:30,20 mín. 14,1% 4x400 metra boðhlaup 2:55,74 mín. 3:10,36 mín. 8,2% 4x800 metra boðhlaup 7:03,89 mín. 7:51,60 mín. 11,2% i 4x1500 metra boðhlaup 14:38,80 mín. 16:28,60 mín. 12,5% En þótt íslendingar skemmti sér alltaf vel á hverjum vetrarólympíu- leikum yfir hrakförum landa sinna, þá eru íslendingar ekkert verri á skíðum en í öðrum íþróttagrein- um. íslendingar virðast einfaldlega ekki vera góðir íþróttamenn að upplagi. Við hiaupum ekki eins hratt og aðrir, stökkvum styttra, höfum minna úthald og köstum styttra. Það er helst að við getum náð árangri í íþróttum sem fáir stunda og fá af þeim sökum inni í þáttaröðum um bjánalegar íþróttir, eins og til dæmis handbolta og alls kyns kraftaþrautum. I alvöru íþróttum getum við hins vegar ekkert. Við erurn lélegir í fót- bolta, íshokkí og öðrum glæsileg- um flokkaíþróttum og við eigum fáa afreksmenn í alvöru einstak- lingsíþróttum — frjálsum íþrótt- um. Tökum nokkur dæmi: Ólympíugull, en 74 árum ofseint Ef Islandsmethafarnir í 4 sinnum roo metra hlaupi, þeir Egill Eiðs- son, Guðmundur Skúlason, Þor- valdur Þórsson og Oddur Sig- urðsson, hefðu náð að setja ís- landsmet sitt á Ólympíuleikum hefðu þeir hreppt gullið — ef þeir hefðu tekið þátt árið 1920. Síðan þá hafa gullverðlaunahafar alltaf náð betri tíma en núgildandi íslands- met. Ef Arturo Barrios ffá Mexíkó hefði sett heimsmet sitt í 10.000 metra hlaupi á sama tíma og Sig- fús Jónsson setti íslandsmet sitt í sömu grein, hefði Arturo komið um þremur mínútum og tólf sek- úndum á undan Sigfúsi í mark. Þegar Arturo fangnaði sigri sínum hefði Sigfús átt 1.180 metra eftir í mark eða rétt tæpa þrjá hringi af þeim 25 sem 10.000 metra hlaupið er. Sleggjukast er íþrótt sem fslend- ingar stunda ekki mikið. En ef fs- landsmethafinn Guðmundur Karlsson ætti að kasta jafn langt og heirhsmethafmn Yuriy Sedykh frá Úkraínu hefði hann þurft að stíga 21 metra og 28 sentimetra fram úr hringnum. Konur fljótarí en íslenskir kariar Þegar Carl Lewis setti heimsmet sitt í 100 metra hlaupi náði hann 57,5 kílómetra meðalhraða. Þegar Vilmundur Vilhjálmsson setti sitt íslandsmet og þegar Einar Þór Einarsson jafnaði það náðu þeir 54,8 kílómetra hraða. Þótt þeir hafi ekki verið langt á eftir Lewis hefðu þeir þurft að sjá á eftir Florence Griffith Joyner, heimsmethafa kvenna, á 55,5 kílómetra hraða. Hundrað metra hlaup er reyndar ein fárra greina þar sem heimsmet kvenna er betra en íslandsmet karla. fslensku karlarnir hefðu kon- urnar undir í flestum greinum sem á annað borð er hægt að bera sam- an. Af tuttugu og þremur greinum serrr hægt er að bera saman hefðu íslensku karlarnir sigur í átján. Konurnar eiga betri met í 100 og 10.000 metra hlaupi og boðgrein- unum 4 sinnum 100 metra, 4 sinn- um 200 metra og 4 sinnum 800 metra. Hér hafa aðeins verið tekin dæmi af íslenskum körlum. En ef íslensk- ir karlar eru lélegir íþróttamenn þá eru íslenskar konur hreint affeitar. Islandsmet karla eru um 10,7 pró- sent lakari að meðaltali en gildandi heimsmet. íslandsmet kvennanna eru hins vegar að meðaltali 19,3 prósent lakari en heimsmetin. Karlarnir afleitir í stökkum En íslensku karlarnir eru mis- góðir. Ef karlarnir eru skoðaðir fyrst þá þyrftu þeir að bæta sig um 5 til 7 prósent í styttri vegalengdum til að ná heimsmeti. Þeir þyrftu að auka hraðann um 8 til 9 prósent í millivegalengdum. En þegar kemur að langhlaupunum þyrftu þeir að bæta árangur sinn um 11 til 16 pró- sent. íslendingar standa sig síðan sérstaklega illa í boðhlapum, ef til vill vegna þess að þeir eiga sjaldan fjóra góða hlaupara á sama tíma. íslenskir kastarar þyrftu að bæta árangur sinn um 9 til 10 prósent í köstunum til að nálgast heimsmet. Reyndar dygði ekki minna en 32 prósenta bati til að kringlukasts- metið yrði í hættu en það er varla að marka. Ef til vill kemur það mörgum á óvart að íslandsmetið í spjótkasti er lengra frá heimsmeti en fslandsmetin í kúlu- og kringlu- kasti. fslensku karlarnir eru verstir í stökkvunum. Þar dugir ekki minna en 13 til 16 prósent betri árangur tif að heimsmetin falli. Þrístökkið er undanskilið. Þar er enn 33 ára gam- alt fslandsmet Vilhjálms Einars- sonar í gildi og er það aðeins 6,5 prósent frá núgiídandi heimsmeti. Konumar bestar á millivegalengdum Það er hins vegar erfitt að sjá í hvaða greinum íslensku konurnar eru betri eða verri. Það er helst að millivegalengdirnar séu í lagi hjá þeim og er það helst Ragnheiði Ól- afsdóttur og Mörthu Ernstdóttur að þakka. Verstar eru konurnar í köstunum. Þar vantar þær að bæta sig um 30 til 43 prósent ef þær ætla að nálgast heimsmetið. Núgildandi íslandsmet kvenna í átta greinum hefðu ekki dugað til að vinna ólympíugull á neinum ólympíuleikum. í öðrum greinum eru íslensku konurnar með svipað- an árangur og gullverðlaunahafar ólympíuleikanna 1956. fslensku karlarnir liggja á svip- uðum slóðum, það er tæpum fjöru- tíu árum á eftir þeim bestu. fs- landsmetið í 100 metra hlaupi hefði til dæmis ekki dugað til sigurs á neinum ólympíuleikum eftir stríð. Það hefði hins vegar dugað árið 1936 og þá hefði ekki minni maður en Jesse Owens þurft að láta í minni pokann. Kastaramir styst frá ólympíugulli En þessi samanburður kemur best út fyrir íslensku kastarana. ís- landsmet Þéturs Guðmundsson- ar í kúluvarpi hefði nægt til þess að skipta verðlaunum með Alessan- dro Andrei frá ftalíu á ólympíu- leikunum í Los Angeles árið 1984. fslandsmet Einars Vilhjálmsson- ar í spjótkasti hefði dugað til gull- verðlauna í Seoul árið 1988. Og fs- landsmet Vésteins Hafsteinsson- ar i kringlukasti helði dugað til sig- urs á síðustu ólympíuleikum í Barcelona árið 1990. Svo íslendingum er ef til vill ekki alls varnað. Hér á síðunni má sjá samanburð á fslands- og heimsmetum í ein- stökum greinum frjálsra íþrótta og hlutfallslegan mismun þar á. Af því má ráða hvort fslendingar séu betri í að kasta, hlaupa eða stökkva. © 12 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.