Eintak

Útgáva

Eintak - 17.03.1994, Síða 15

Eintak - 17.03.1994, Síða 15
Árni Sigfússon Borgarstjóri sjálfstæðismanna Það má túlka þessar niðurstöð- ur á margan hátt gagnvart þeim breytingum sem gerðar hafa verið á framboðslista sjáifstæð- ismanna og nýjum forystumanni þeirra i borginni. Sjálfstæðis- menn vinna á frá síðustu könn- un en hins vegar telur stór hóp- ur borgarbúa að listinn hafi veikst við breytingarnar. Árni fær ágæta útkomu þegar spurt er hver eigi að verða næsti borgarstjórí, miðað við hversu skammt er síðan tilkynnt var að hann væri borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna, en hins vegar telur fjórðungur sjálfstæðis- manna enn að Árni sé ekki besti kosturinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Borgarstjóraefni R-listans Ingibjörg Sólrún hefur afgerandi forystu gegn Árna þegar spurt er hvaða borgarstjóra fólk vill helst og munar mun meiru á þeim en þeim listum sem þau eru í framboði fyrir. Stuðnings- fólk R-listans stendur þéttar að baki Ingibjörgu en sjálfstæðis- menn að baki Árna. Og það sem er ef til vill mikilvægara: Ingibjörg nýtur meira fylgis meðal þeirra sem ekki hafa gert upp hug sinn um hvað þeir hyggjast kjósa í vor. Markús Örn Antonsson Fráfarandi borgarstjóri SJÁLFSTÆÐISMANNA Markús er hættur en fær samt stuðning frá um 5 prósent þátt- takenda í könnuninni. Þarsem fylgi Markúsar er lítið er erfitt að sjá hvaðan það kemur. Þó má segja að hann njóti meira fylgis meðal kvenna en karla og mest meðal kvenna eldri en fimm- tugs. 18 prósent sögðu hann veikari. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku af- stöðu þá sögðu 57 prósent að breyt- ingarnar væru til bóta, 23 prósent að þær breyttu litlu en 20 prósent að þær gerðu listann veikari. Þessar breytingar njóta því stuðnings meirihluta þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en það er ekki stór meirihluti. Stuðningsmenn R-listans tóku meira afgerandi afstöðu. 64 prósent þeirra sögðu listann veikari eftir breytingar, 13 prósent sögðu hann álíka sterkan, 13 prósent tóku ekki afstöðu en 10 prósent töldu að breytingarnar styrktu listann. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku af- stöðu er niðurstsaðan þessi: 74 pró- sent töldu listann veikari, 15 pró- sent álíka sterkan og 11 prósent sterkari. Andstæðingar sjálfstæðis- manna eru þvi ekki uppnumdir af tilfæringum sjálfstæðismanna með listann sinn. Ef til vill skiptir mestu hver af- staða þeirra er sem ekki hafa gert upp hug sinn gagnvart flokkunum eða þeirra sem segjast í dag ekki ætla að kjósa. Af hinum óákveðnu sögðu 40 prósent að breytingarnar gerðu listann veikari, 17 prósent að hann væri álíka sterkur og 11 pró- sent að hann væri sterkari. Af þeim sem sögðust ekki ætla að kjósa var jafntefli. 29 prósent sögðu listann sterkari, 29 prósent veikari og 13 prósent að hann væri álíka sterkur. Af þessu öllu má draga þá álykt- un að breytingar á lista sjálfstæðis- manna hafa ekki slegið í gegn, hvorki í þeirra eigin röðum, and- stæðinga þeirra né þeirra sem enn eru óráðnir gagnvart listunum tveimur. En jafnframt má segja að þessum breytingum hafi heldur ekki verið algjörlega hafnað. 57 pró- sent stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins telja þær til dæmis til bóta. Ingibjörg vinsælli en Arni Það er ljóst af niðurstöðum spurningarinnar um hvern fólk vildi helst sjá sem næsta borgar- stjóra að fólk er búið að stilla sig inn á að slagurinn í vor mun standa á milli Árna Sigfússonar og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur Aðrir en þessi tvö fengu ekki telj- andi fylgi. Og Ingibjörg hefur vinninginn yfir Markús. 43 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðu hana sinn óska- borgarstjóra en 26,6 prósent nefndu Árna. Ef aðeins eru teknir þeir sem nefndu annað hvort þess- ara tveggja þá fær Ingibjörg 61,8 prósent en Árni 38,2 prósent. Mun- urinn þeirra á milli er meiri en munurinn á listunum sem þau leiða í könnuninni um fylgi flokk- anna. Skýringanna er meðal annars að fínna í því að Árni nýtur mun minna fylgis meðal sjálfstæðis- manna en Ingibjörg meðal stuðn- ingsmanna R-listans. 71 prósent sjálfstæðismanna nefndu Árna sem borgarstjóra, 11 prósent nefndu aðra sjálfstæðismenn, 10 prósent voru óákveðnir hvern þeir vildu helst sem borgarstjóra og 3 prósent nefndu Ingibjörgu Sólrúnu. Mynstrið hjá Ingibjörgu er öðru- vísi. Af stuðningsmönnum R- list- ans sögðu 91 prósent Ingibjörgu besta borgarstjórann, 7 prósent voru óákveðnir eða neituðu að svara og 1 prósent nefndi sjálfstæð- ismann, Katrínu Fjeldsted, sem þó er ekki í framboði. Þannig er stuðningur þeirra Árna og Ingibjargar meðal sinna eigin flokksmanna. En þegar skoð- að er hvernig stuðningsmenn þeirra dreifast meðal allra lítur dæmið þannig út: Árni sækir 92 prósent af sínum stuðningi í raðir sjálfstæðismanna, 4 prósent til hinna óákveðnu, 2 prósent til þeirra sem ætla hreint ekki að kjósa og sitt hvort prósent- ustigið annars vegar til þeirra sem neita að svara og hins vegar til þeirra sem segjast ætla að kjósa R- listann. Dreifmg stuðningsmanna Ingi- bjargar er ósköp svipuð. 90 prósent fylgis hennar kemur úr röðum stuðningsmanna R-listans, 6 pró- sent frá hinum óákveðnu, 1 prósent frá þeim sem ætla að skila auðu og 3 prósent frá þeim sem þó segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt þessu liggur massinn af fylgi þeirra tveggja meðal þeirra eigin flokksmanna. Þó ber þess að geta að Ingibjörg nýtur umtalsverðs meira fylgis en Árni. Þess vegná vega 7 prósentin sem hún sækir til óákveðinna og þeirra sem vilja helst ekkert kjósa þyngra en 6 prósentin hans Árna. Markús enn með nokkuð fylgi En þau Árni og Ingibjörg voru ekki þau einu sem nefnd voru sem góðir borgarstjórar. Aðrir fengu samtals 9,1 prósent fylgi samanlagt og vegur þar mest stuðningur við Markús Örn Antonsson. 5,3 pró- sent þeirra sem tóku afstöðu sögðu Markús sinn óska- borgarstjóra. Hann fékk rétt tæpan fimmtung af því fylgi sem Árni náði og er þó í 29. sæti listans. Það þarf því mikið að ganga á til að stuðningsfólki Mark- úsar verði að ósk sinni. Ef allir þeir sem eru neðar en hann á listanum bregðast eins við vondum niður- stöðum skoðanakannana, þarf Markús að fá einar 28 vondar kann- anir til að sitja með pálmann í höndunum. En af þeim nöfnum sem komu fram í könnuninni er ljóst að fólk setur það ekki alltaf fyrir sig þótt engar líkur séu á að viðkomandi verði borgarstjóri — alla vega ekki í vor. Þannig fékk Katrín Fjeldsted góðan stuðning og sömuleiðis Dav- íð Oddsson. Aðrir sem hafa horft hýrari aug- um til borgarstjórastólsins fá hins vegar minna fylgi. Þannig nefndi aðeins einn Albert Guðmundsson og Ellert B. Schram fékk sömu- leiðis atkvæði frá einum þátttak- enda. Aðrir sem komust á blað voru Magnús L. Sveinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem fengu tvö atkvæði hvor og þau Guðrún Agnarsdóttir, Gunnar Jóhann Birgisson, Inga Jóna Þórðardóttir og Sveinn Andri Sveinsson sem fengu öll sitt hvort atkvæðið. Þrír þátttakenda nefndu „einhverja konu“ sem sinn valkost. Eins og sjá má af nafnalistanum þá eru sjálfstæðismenn — og þeir sem einhvern tímann hafa talist til þeirra — áberandi á listanum. Að- eins Guðrún Agnarsdóttir er alger- lega utan Sjálfstæðisflokksins. Þeir Ellert og Albert eru síðan jaðar- menn. Ef sjálfstæðismenn væru einhuga og allir þeir sem á annað borð nefndu einhvern sjálfstæðismann sem borgarstjóra fylktu sér á bak við Árna Sigfússon þá hefði hann fengið 35,2 prósent fylgi í stað 26,6 prósenta. Þá hefði munurinn á honum og Ingibjörgu Sólrúnu að- eins verið 45 prósent hjá Árna gegn 55 prósentum hjá Ingibjörgu. Það er ósköp svipaður munur og er á þeim listum sem þau eru í forsvari fyrir. © Breytingar á fylgi Siálfstæðisflokksins 60% —— ... . Hér sjást breytingar á fylgi Sjálfstæð- isflokksins skipt eftir aídri og kyni. Aftari súlurnar sýna fylgið eins og það var hinn 15. mars, en þær fremri stöðuna nú. 18-29 Ara 30-49 ára Er listi sjálfstæðismanna veikari eða sterkari eftir hrókeringuna? 6Q —--------------------------------------------- Að neðan sést hvaða áhrif menn töldu afsögn Markúsar Arnar hafa á vígstöðu sjálfstæðismanna. Eins og sjá má á súluritinu ^ taldi meirihlutinn að staða listans veiktist fyrir vikið, en afstaða 50 mahna var éins ögvön varrnisjöETeffir þvfKvörnlIstahh 'þeír' studdu, Á skífúritunum neðst sést svo hvernig stuðningsmenn listanna og þeir, sem óákveðnir voru, skiptust í afstöðu sinni til þess hvort mannaskiptin veiktu D-listann eður ei._ 30 20 10 0 Sterkari Alíka Veikari Veikari i ö hMMTÖÐAGUR 17. MARS 1994 15

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.