Eintak

Eksemplar

Eintak - 17.03.1994, Side 22

Eintak - 17.03.1994, Side 22
sex ára Á eftir Litlu andarungunum og öðru skyldunámsefni róluvallabarna var fyrsta uppáhaldslagið sem ég féll fyrir sjálf og ótilneydd Suður um höfin með Hauki Mortens. Frænka mín átti grammófón sem gat spilað sömu plötuna aftur og aftur endalaust. Ég var sex ára, sat í ruggustól með lokuð augu og lét mig dreyma. Varð sármóðg- uð þegar ég uppgötvaði að stóra fólkið stóð frammi á gangi og flissaði að mér. Eins og það er nú Ijótt að gera grín að bernskudraumum lítillar stelpu. ■IIU dld L_uyil I Ul Söngvaseið og Mary Poppins. Þetta var á Barbie- dúkkuskeiöinu og nokkrum ár- um seinna skammaðist ég mín óskaplega og henti öllu dótinu og plötunum með. Ég sé svolít- ið eftir Barbie í dag sem skemmtilegu „kitschi“ þótt henni hafi ekki tekist uppeldis- hlutverk sitt hvað mig snertir. 13 ára Bítlarnir áttu sviðið að mestu en mér fannst þeir svolítið einum of aðgengi- legir, jafnvel væmnir. Kinks voru eiginlega miklu meira töff. En Stones sigruðu og enn þykja mér lög eins og I can’t get no, Wild Horses og Angie, aldeilis frábær. 16 ára Berfættur hippi á sólheitum gangstéttum Kaup- mannahafnar og hélt mest upp á Leonard Cohen. Tónlistin var sefjandi og textarnir Ijóðrænir, þrungnir dularfullum boðskap. Like a bird on a wire syngur enn í huganum. Ég man þó að mér brá svolitið þegar ég komst að því að Súsanna í samnefndu lagi, einu því magn- aðasta, var ekki kærasta Co- hens heldur heróínsprautan hans. Seinna gerðist Cohen full „commercial" fyrir minn smekk, en þannig tókst honum að ná til streitaranna líka. Þá gerðist það sem áður var óhugsandi; broddborgararnir röðuðu sér á fremsta bekk þegar hann söng hér heima, klappandi klökkir fyrir þessari gömlu „dópmúsík". Það var eins og þeir hefðu fengið Súsönnu beint í æð. 21 árs Á síðari hluta hippatímabilsins lá ég að mestu í Pink Floyd, en hvað lögin hétu er hulið mistri eins og fjarlægt landslag sem er samt ekki minna virði þótt fjöllin heiti ekki neitt. Black magic woman hjá Santana var danstónlist með mínum rytma. Eftir þessa bylgjulengd var maður ekki beint ginnkeyptur fyrir diskó-jakkinu og þá var gott að geta leitað á náðir jass- ins. Ég hef lengi verið veik fyrir Summertime í öllum mögu- legum útgáfum, ekki síst ís- lenskri þýðingu Gvendar Thors: ... og það er gaman að lifa. Lagið Marie í gamalli út- gáfu með Lois Armstrong fram- kallar ennþá gæsahúð, en það er reyndar ekki mjög þekkt. Billy Holliday, Bessy Smith, Pi- aff og Marlene Dietrich, með t.d. The gals (girls) in the backroom og Je ne re- gret rien tilheyra öll þessu reynslustigi. Einnig „instru- mental“ músik með t.d. Bru- beck, Take five og fleira. i 5S 24 ára Gracias a la vida með Violeta Parra er toppurinn í suður-amerískum smekk mínum. Annars Merce- des Sosa og Atahualpa Yup- anqui með talað lag um Los Trabajadores Oliver Mano- ury og Edda Erlends komu mér upp á tangó, Libertango Piazolla er gamalt uppáhald. Jacinta með Mi corazon og mörg gömul lög sungin af Carlo Gardel. Öllum þessum músík- öntum liggur mikið á hjarta, það er blóð í tónlist þeirra. CiNkI 30 ára í Senegal kynntist ég iðandi afrískri tónlist sem miðast ekki við 3ja mín- útna viðtalsbil landsímans. Sama lagið heldur hæglega áfram allt kvöldið þegar hljóm- sveitin er komin í stuð. Yo- ussou Ndour syngur með átak- anlegum tilþrifum og takturinn er æðislegur, arabískt væl og glaðvær High-Life djass með vestrænum áhrifum í bland. Ég mæli með Awa Gueye með Youssou. Á Grænhöfðaeyjum syngur Cesaria, næturgali eyj- anna, ráð og rænu frá þeim sem hlusta, tregafullir töfrar. YJ xx ára Sígild tónlist er nú alveg orðin ofan á nema hvað það er alltaf gaman að hlusta á E/vis syngja Love me tender Og kannski hefur Pretty woman með Roy Or- bitson eitthvað að gera með aldurinn. Nothing compar- es to you með Sinead O’Connor kveikti á mér og Björk er júst æði. Eftir klassísku impressjónistana Satie, Ravel og Debussy, sem höfðuðu sterkt til mín, hlusta ég nú oftast á kammermúsík og píanóspil eftir Schubert, Dvo- rak, Mozart og slíka karla án þess að fúlsa nokkurn tíma við Beethoven. Óperusöngkonur eru alltaf hressandi innblástur. Mér þykir vænst um Callas, Sutherland, Grubarovu og Did- dú. Ein uppáhaldsarían er Caro Nome úr Rigoletto, tær og endurnærandi sturta fyrir hugann. En langlífasta uppáhaldslagið ár og síð er Suður um höf- in,... sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd. Segir ekki Freud að lífið, eða að minnsta kosti hamingjan, gangi út á uppfyllingu æskudraum- anna? © Unnur er sú fjórða sem segir ævisögu sina í EINTAKI. Hinir voru Bragi Ólafsson skáld sem sagði ævisögu sína á tíu bókum, Ólafur Gunnarsson rithöfundur sem sagði ævisögu sína á þrettánda glasi og Fjölnir Bragason nemi sagði örsögu ævi sinnar. 22 FIMMTUDAGUR 17. MARS 19Ö4

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.