Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 34

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 34
Rúnar Júlíusson tónlistarmaður áfenei, areng’, kynlífcX truarbrögð Birgir Andrésson myndlistarmaður Það er réttast að byrja á því að þakka Bjarna H. Þórarinssyni sjónháttafræðingi, fósturbróður og vini, tilskrifin í síðasta EINTAKI. Eftir því sem árin líða, hefur mér auðnast að skynja betur tilveru vinskapar okkar Bjarna. Og sennilega hefur það eitthvað með uppeldi mitt að gera. Sjálfur ólst ég upp á meðal blindingja á þar til gerðu heimili hér í borg. Blindir eiga það nefnilega til að leiða ýmislegt hjá sér sem daglega gæti farið í taugarnar á svokölluðu alheilbrigðu fólki. Þótt Bjarni eigi það til að fara tvöfalt heljarstökk, jafnt afturábak sem áfram uppi í gúlanum á sjálf- um sér þegar kemur að bendubrjálaðri vísiheim- speki, hefði hann sennilegast ekki átt neinn moguleika í Manú, hvað þolleikfimi varðar. Manú þessi var illa sjáandi finnskur hálfdvergur, er flutti inn á Blindró og dvaldist þar um tíma. Líkt og Bjarni, kom Manú inn í líf mitt sem hvít- ur stormsveipur og hreinsaði á svipstundu sort- ann úr lífí mínu. Manú var akrópat og þvældist um með finnsku sirkusfólki og sýndi kúnstir á þessum tíma. (- Bjarni þvælist með heila vísiakademíu niður Laugaveginn, í tösku). Ef einhver annar en Bjarni rýnir ofan í þetta letur, hlýtur sá hinn sami að sjá hvað þessir tveir svo ólíkir menn eiga í samein- ingu. Árlega voru haldin þorrablót á Blindró. En það sem mér sjálfum og blinda fólkinu þótti mestur fengur í, voru skemmtiatriðin hjá Manú, þegar hann fór tvöfaldur í gegnum örlítinn koparhring, standandi sjálfur á dýnu, niðri í burstagerð. Óneitanlega væri það dásamlegt að geta sparkað boltanum aftur upp í fangið á Bjarna. Síðan gæti hann hent honum hingað til mín aftur. Þannig gætum við svo haldið áfram þar til blaðið lokaði hreinlega þættinum. En ég hætti bara og beini spjóti mínu að listamanninum og Ijúflingnum, Hall- dóri Ásgeirssyni, sem hvort tveggja er gott skáld og sagnamaður. Brennivín í góðu lagi efþess er neytt í virkilegu hófi Trúarbrögð Það er allt í lagi meðþau. Kynlíf Það er með því betra í lífinu og hollt hverjum manni. Sævar Guðmundsson Leikstjóri Negli þig næst.athuganaayg&ammann. Fílmumenn sendafrá sér sína þriðju mynd á jafnmörgum árum UPPÁKOMUR Bandalag íslenskra sérskólanema er meö mikla dagskrá á Hressó í tilefni síns árlega fjöl- skyldudags. Tertuhlaöborö mun svigna undan kræsingunum og nóg kaffi verður fyrir þyrsta. Kaffihúsatríóiö Skárr'en ekkert leikur milli atriöa. F U N P I R Málþíng um myndlist veröur haldið í Menn- ingarmiöstööinni Gerðubergi. Yfirskrift þingsins er „fmynöif” og hefst þaö kl. 13:00. Fyrirlesarar eru Auður Ólafsdóttir listfræðingur, Danfel Þ. Magnússon myndlistarmaöur og Friðrik Rafns- son ritstjóri Tímarits Máls og mennigar. Fund- arstjóri er Sjón. ÍÞRÓTTIR KBrfuboltiFjórir leikir eru í úrvalsdeildinni í kvöld og hefjast þeirallir klukkan 16.00. í Borg- arnesi mætast Skallagrímur og ÍA. Skagamenn þurfa sigur í baráttunni við Snælell um úrslita- sæti og heimamenn þurfa þau í botnbaráttunni. Þetta ætti því aö verða fjörugur leikur. í Grinda- vík taka heimamenn á móti Tindastóli. Grindvík- ingar eru öruggir í úrslit en þurfa að vinna til að FYRIR SAMVISKUBITNA Gangið Grettisgötuna en aldrei Laugaveginn þar sem þið getiö rekist á fólk. Farið i sjö bíó, á Þjóðminjasafnið eða Keisarann þar sem eng- inn er með hreina samvisku hvort sem er. Talið ekki við neinn nema prestinn. Hann skammar ykkur ekki. Honum er borgað fyrir að fyrirgefa ykkur. Ef þið náið ekki í prest skulið þið hringja í ein- hvern fram- bjóðendanna fyr- ir sveitarstjórnar- kosningarnar. Þeir eru tilbúnir að skilja ykkur og fyrirgefa ókeypis. halda efsta sætlnu í riðlinum og sleppa þar af leiðandi viö að mæta Keflvíkingum þegar út í úrslitakeppnina er komiö. Haukar og KR leika í íþróttahúsinu við Strandgötu og skiptir þessi leikur engu máli fyrir liðin, bæöi eru á öruggu róli f deildinni. Síöasti leikur dagsins er á milli Keflavíkur og Vals í Keflavík. Valsarar eru í bull- andi fallhættu og veröa hreinlega aö vinna ef þeir ætla ekki að spila í fyrstu deild næsta keppnistímabil. Handbolti Síðasta umferð fyrstu deildar karla er í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 20.00. Þaö er Ijóst aö ÍBV og Þór eru fallin (aöra deild en það skýrist ekki endanlega fyrr en í kvöld hvaða lið hreppa þau sæti sem enn eru laus í átta liða úrslitakeppninni. Fyrir noröan mæt- ast Akureyrarliðin Þór og KA, f Garöabænum tekur Stjarnan á móti Selfossi, KR mætir nýkrýndum deildar- meisturum Haukum í Höllinni, FH og ÍR leika í Kaplakrika, Valur og (BV að Hlíðar- enda og Atturelding og Víkingur f Vík- inni. Eva Luna á stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20:00 eftir sögu Isabel Allende. Stúlka pikkuð upp úr suður-amerfskri skáldsögu sem vafrar um og kynnist ýmsu fólki. Skilaboðaskjóðan kl. 14:00 á Stóra sviði Þjóðleikhússins eftir Þorvald Þorsteinsson. Sí- vinsæl sýning og nú er búið að gefa út tónlist- ina úr sýningunni á geisladisk og snældu. Jó- hann G. Jóhannsson samdi tónlistina en Þor- valdur á textana. Vörulyftan eftir Harold Pinter sýnd af íslenska leikhúsinu kl. 20:00 í Hinu húsinu. Halldór Björnsson og Þórarinn Eyfjörð leika Ben og Gus. Pétur Einarsson leikstýrir. O P N A N I R Sýning á verkum Jóns Gunnars Arnasonar heitins opnar í Listasafni fslands á laugardag- inn. Þetta er yfirlitssýning og ber hún yfirskrift- ina „Hugarorkar og sólstafir". Ása Hauksdóttir opnar sýningu i Gallerí 11 á Skólavörðustig á laugardaginn. Þar sýnir hún lágmyndir unnar með blandaðri tækni og er efniviður og hugmyndafræði sóttur til (slenskrar byggingarlistar. Sigríður Ólafsdóttir opnar sýningu á laugar- daginn 1 Gallerí Greip. Þar sýnir hún útsaum, málverk og lágmyndir. F U N P I R Bonsai-námskeið fieldur áfram í Geröubergi. Leiðbeinandi er Páll Kristjánsson en hann kann góö skil á ræktun bonsai-trjáa við íslenskar að- stæður. PANSSTAÐIR Ingólfscafé býður uppá það nýjasta í dans- tónlistinni á neðri hæðinni og sjá Margeir, Hólmar og Grétar um að framreiða músfkina þar, uppi er róleg stemmning til klukkan eitt en þá sest við plötuspilarann diskótekari sem ein- göngu spilar tónlist frá gullaldarárum diskósins. Gestir verða trakteraðir á ýmsu gómsætu áfengu jafnt sem óáfengu. í Þ R Ó T T I R Blak KA og Þróltur, Neskaupstað, mætast I annað sinn á jafnmörgum dögum og hefst leik- urinn klukkan 15.00. I Hagaskóla tekur Þróttur, Reykjavík, á móti Stjörnunni klukkan 18.00. SJÓNVARP RIKISSJONVARPID 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Rauða skikkjan, endursýning. Dönsk/íslensk mynd frá 1968 um ástir og illindi úr fornaldarsögum Noróurlanda. Ótrúlega illa gerð. 12.20 Póstverslun - auglýsingar Fyrirþá sem hafa ekki efni á aö tara til Ameriku 12.45 Staður og stund Litast um iSandgerði en þar er frystihús og sjoppa. 13.00Í sannleíka sagt End- ursýning 14.15 Syrpan 14.40 Einn-x-tveir Áð- urá dagskrá á miðvikudaginn 14.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik Manchest- er City og Sheffield United með Bjarna Fel 16.50 (þróttir 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Draumasteinninn Breskur teiknimyndaflokkur um baráttu góðs og ills. 18.25 Veruleikinn SUNNUDAGUR BAKGRUNNSTÓNUST Halli Reynis er hann kallaður trúbadorinn sem syngur fyrir gesti Fógetans i kvöld. Á efri hæð staðarins er leikinn léttur djass. L E I K H Ú S Sumargestir eftir Gorkí sýnt af Nemendaleik- húsinu í Lindarbæ kl. 20:00. Mjög góð sýning. Persónurnar virðast ósköp augljósar í byrjun en svo er ekki. Þær afhjúpast eftir því sem líða ter á verkið og þá kemur ýmislegt f Ijós. Leikhúsgest- ir ganga ekki af sýningunni í sama sálarástandi og þeir voru í viö upphal hennar. Negli þig næst frumsýnd fyrir norðan um helgina A N S dansf lokkurinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Þetta er næstsíðasta sýningin svo nú fer hver að verða sfðastur. Gagnrýnendur hafa lofað sýninguna í hástert. Flóra Islands 18.40 Eldhúsið 18.55 Frétta- skeyti 19.00 Strandverðir Þáttur um blondínur og brúna pilta 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson-fjölskyldan Besti þátturinn ísjónvarpinu að sögn Hómers 21.15 Tengdamömmu tæmist arfur 2 Framhald transkrar myndar sem sýnd var fyrir ári. Þriðji hluti verður sýndur fyrir atdamót. Fjölskylda ræður leikkonu til að hjálpa sér að svíkja út arl en þá... 22.55 Lygavefur Spennumynd um eiginkonu auðugs úlgefanda sem kemst að þvi að maður hennar er beittur fjárkúgun fyrir að hafamyrt vændiskonu. Sjónvarpsmynd sem maður hefur séð áður þó maður hafi ekki séð hanaáður. STÖÐ TVÖ 09.00 Með afa 10.30 Skot og mark 10.55 Hvfti úlfur 11.20 Brakúla greifi 11.40 Ferð án fyrir- heits 12.05 Lfkamsrækt Stofuleik- fimi frá Stúdíó Jónínu og Hrafns. Einnig er Glódis Gunnarsdótlir með en hún víl- aói ekki fyrir sér að mæta á að- skorna æ/ingagallanum íslúdíó hún var með poppkorn í NBA tilþrif 12.45 Evr- vinsældalistinn Topp20frá MTV13.40 Heimsmeistarabridge Landsbréfa 13.50 Prakkarinn Gamanmynd um strák sem er ættleidur trekk í tekk en attat skilað aftur vegna þessað hann er svo mikill prakkari. 15.05 3-BÍÓ. Einu sinni var, skripó jibbiWAS Framlag til framlara Endur- sýnd þáttaröð. Þriðji þáttur af sjö. KarlGarðars- son og Kristján Már Unnarsson sjá um þáttinn. 17.00 Hótel Marlyn Bay 18.00 Popp og kók Ingibjörg Stefánsdóttir iðar sér lyrir Iraman vél- ina 19.00 Falleg húð og frískleg Stíf dama sem þylur upp texla eins eðlilega og prestur laðir- vor/d 19.19.19.19. 20.00 Falin myndavél 20.30 Imbakassinn 21.00 Á norðurslóðum 17. þátturat25 21.50 Lygakvendið Gamanmynd með Steve Martin og Goldie Hawn sem reyndi kommbakk I fyrra sem misheppnaðisl meðal annars útafþessari mynd. Ekki bönnuð börnum 23.30 Sleepwalkers Vampirumynd eltir sögu Stephen Kings. St. bönnuð börnum 01.00 Sér- fræ&ingasveitin Þeir redda kjarnorkuveri sem hefurorðið íyrir árás skæruliða. Ekkertmát, ekki fyrirbörn. 02.35 Hryllingsbókin Sæ-læhorr- orrugl um slæma bók. Þá er belra að fara snemma í hátlinn eins og börnin sem mega ekki horfa á þessa mynd og lesa eina góða. 04.00 Dagskrárlok. SYN 17.00 Ameriska atvinnumannakeilan Fyrsti þátturinn afnitján um keilu. Eruð þið i lagi? 18.30 Neðanjarðarlestir stórborga Endur- sýning á fyrsta þætti af tuttugu og sex um stræt- óana ofan Ijörðinni. Krúsi helði kannski frekar átl að berjasl fyrir því en að hælta. Sweeny Todd - morðóði rakarinn við Hafnar- götuna sýnt f Tjarnarbíói kl. 8:00. Ansi skemmtileg sýning. Krakkarnir komu fram í Hemma Gunn í sfðustu viku og sýndu atriði úr sýningunni. Gleðigjafar kl. 20:00 á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Brandararnir ganga mikiö út á að verið er að minnast á þjóðþekktar persónur allt frá Vigdfsi Finnbogadóttur niður í Halla og Ladda. „Bæjarbúar hafa tekið þessum myndum okkar með ólíkindum vel. Þeir hafa verið duglegir að mæta í bíó og hafa stutt okkur með ráðum og dáðum, ég vona bara að þeir sýni nýju myndinni jafn mik- inn áhuga,“ segir Sævar Guð- mundsson um áhuga íbúa Akur- eyrar á stuttmyndunum Spurning um svar og Skotinn i skónum sem voru frumsýndar í ársbyrjun 1992 °g 1993- Sævar er primus motor kvikmyndafélagsins Filmumenn sem frumsýnir Negli þig mest, þriðju mynd sína á jafnmörgum ár- urn næsta sunnudag í Borgarbíói á Akureyri. Geta fá kvikmyndafélög á landinu státað af öðrum eins af- köstum. Negli þig nœst var tekin á Akur- eyri og í nágrenni síðasta sumar og er grínhasarmynd eins og hinar tvær sem Sævar og félagar hafa gert. Það er Oddur Bjarni Þorkelsson sem skrifar handritið að myndinni ásamt Sævari en hún fjallar um ungan mánn sem hefur komið víða við og verið við margan kven- manninn kenndur. Hann lendir í mikium vandræðum þegar ein þessara kvenna finnst myrt og hann er grunaður um verknaðinn. f til- raunum sínum við að losa sig úr þessari klípu hittir hann alls kyns fólk og flækir sig enn frekar í málið. Að sögn Sævars er kostnaðurinn við myndina um ein miljón króna. Inn í þeirri tölu er enginn launa- kostnaður því öll vinnan er unnin í sjálfboðavinnu. Sævar er nokkuð bjartsýnn á að ná inn fyrir kostnaði og segir að hinar tvær myndirnar hafi komið vel út, og þá fyrst og fremst vegna mikils áhuga bæjar- búa. Fyrrnefndu myndirnar tvær vöktu nokkra athygli fyrir frískleg efnistök en þó sérstaklega fyrir ým- is glæfraleg áhættuatriði. í þessum myndum létu áhættuleikararnir sig hafa það að þeysa um ófrosinn Pollinn á vélsleðum, skíða niður kirkjutröppurnar við Akureyrar- kirkju um hásumar, slást ofan á bíl á ferð, stökkva af bíl þegar hann ók yfir brú ofan í á þar undir og er þá bara fátt eitt nefnt. Það liggur því beinast við að spyrja Sævar hvort önnur eins glæfraatriði sjáist einnig í þessari mynd? Ja, við kveiktum í Kristjáni Kristjánssyni sem framkvæmdi helstu áhættuatriði fyrri mynd- anna, það var dálítið svakalegt." í Negliþig næst er mikið af tónlist og er hún öll frumsamin af þeim Trausta Haraldssyni, Jóni Andra Sigurðssyni og Borgari Þórar- inssyni sérstaklega fyrir myndina. Meðal söngvara sem koma við sögu má nefna Stefán Hilmarsson og Selmu Björnsdóttur sem syngur lagið Tómarúm en það er þegar far- ið að hljóma á öldum ljósvakans. En hvernig stendur á því að þessi hópur sem stendur að Filmumönn- urn er svona iðinn við að senda frá sér tnyndir? „Það er fyrst og fremst góður og samheldinn hópur sem heldur þessu gangandi. Við höfum gaman Það þykir flestum voðalega fyndið vegna þess að Bessi og Árni eru svo fyndnir þegar þeir segja það. Annars væri það ekkert fyndiö. Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson er sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 14:00. Ævintýraleikrit fyrir alla ævintýraunnendur. Blóðbrullaup eftir Lorca á Smíöaverkstæði Þjóðleikhússins kl.20:30. Sýning sem búin er að ganga nokkuð lengi. Vörulyftan sýnd af íslenska leikhúsinu kl. 20:00 í Hinu húsinu sem eitt sinn var Þórscafé. Gamla eldhúsið notað sem sýningaraðstaða. FYRIR OFYRIRLEITNA Látið ekkert happ úr hendi sieppa. Ekki einu sinni þegar hringt er í skakkt númer. Þegar spurt er eftir Jóni skui- ið þið ekki segja að Jón eigi ekki heima hér heldur: „Já, hver er þetta með leyfi?" Þegar sá sem hringdi hefur kynnt sig skulið þið bíða smá stund en segja síðan: „Jón vill ekki tala við þig og hann bað mig að segja þér að hann mun aldrei fyrir- gefa þér hvað þú gerðir hon- um.“ af að vinna með hvort öðru og svo lífgar þetta óneitanlega upp á bæj- arlífið." Það er við hcefi að enda þetta á því að spyrja Scevar hvort hann hafi íhugað að setjast á skólabekk og nemafrœðiti? „Það endar sjálfsagt með því að maður fer í kvikmyndaskóla og lærir þetta, svona þegar maður hef- ur tíma og efni á því. Annars er það náttúrlega besti skólinn að standa bara í þessu sjálfur." © FYRIR LANGÞREYTTA Hafiö þið lent í að sitja á litl- um og huggulegum veitinga- stað sem væri virkilega nota- legur ef þar sæti ekki maður sem talaði svo hátt að hann yfirgnæfði alla? Hann heldur að hann sé að tala við borðfélaga sinn en er i raun að messa yfir öllum í salnum. Það sem er óþægilegt við þessar að- stæður er ekki bara hávaðinn og fyrirgangurinn í manninum heldur að sá sem lendir í því að segja honum að halda kjafti dregur að sér athygli sem hann sækist ekki eftir. Það er ekki beint eftirsóknar- vert að bregða sér í hlutverk nöldurseggsins. Ráðið til að þagga niður í manninum er að ganga til þjónsins og biðja hann um að lána sér síma. Hringja síðan í kunningja sinn, lýsa fyrir honum hvar hávaðabelgurinn situr í saln- um og biðja hann að hringja aftur á veitingahúsið. Þegar maður er sestur aftur hringir síminn og þjóninn nær í manninn. Þegar hann tekur upp tólið segir kunninginn honum að hann hafi of hátt og sé á góðri leið með að skemma kvöldið fyrir öðrum gestum. Hávaðabelgurinn mun aldrei vita hver klagaði hann og ef hann tekur ekki ráðum kunningjans mun hann örugglega sitja þegjen- dalega út kvöldið og velta fyr- ir sér hver gestanna hafi 34 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.