Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar „VIÐ getum ekki gert annað en tekið þessu bara vel,“ segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnar- ness, um þá ákvörðun Skipulags- stofnunar að óska eftir frekari upp- lýsingum varðandi fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Seltjarn- arness. „Ég er að vona að álit Skipu- lagsstofnunar geti verið ákveðin vatnaskil í þessu máli, að menn fari að tala betur saman og leiti skyn- samlegra lausna,“ segir Sigurður J. Grétarsson prófessor, íbúi á Sel- tjarnarnesi og einn þeirra sem mót- mælt hafa framkomnum tillögum bæjaryfirvalda. „Mér finnst þetta ágætis tíma- punktur til að staldra aðeins við og fara yfir sviðið og velta upp þessum hlutum sem þarna hafa komið upp á yfirborðið í þeim tilgangi að uppfylla allar þær kröfur sem til okkar eru gerðar og leitast við að skapa eins mikla sátt og mögulegt er í við- kvæmum málaflokkum eins og í skipulagsmálum,“ segir Jónmundur. Aðspurður segist Jónmundur telja viðbrögð Skipulagsstofnunar vera jákvæð. „Þau staðfesta að ferillinn hefur verið samkvæmt öllum lögum og reglum, þ.e. að við höfum haldið rétt á málum og gert allt það sem skipulagslöggjöfin uppáleggur bæj- aryfirvöldum að gera. Til að mynda kemur fram að okkur er fyllilega stætt á því að gera breytingar á að- alskipulagi með þeim hætti sem við höfum verið að huga að, en hefur reyndar verið gagnrýnt. Á hinn bóg- inn óskar Skipulagsstofnun eftir frekari upplýsingum um framtíðar- stefnu bæjarfélagsins, auk þess sem hún kemur með þau vinsamlegu til- mæli að við í væntanlegu aðalskipu- lagi gerum nánari grein fyrir húsa- gerðum á skipulagssvæðinu,“ segir Jónmundur. Þess krafist að gerð sé skýrari grein fyrir öðrum kostum Aðspurður segir Sigurður niður- stöðu Skipulagsstofnunar mikilvæg- an áfanga fyrir þá sem mótmælt hafa áformum bæjaryfirvalda á Seltjarn- arnesi. „Þó að skipulagsstjóri telji að tæknilega myndi slík afmörkuð breyting á aðalskipulagi standast lög telur embættið að það hafi verið til- efni til að tengja breytingarnar við heildarendurskoðun skipulagsmála. Ein okkar helsta ábending hefur ein- mitt verið að gera þurfi þessar skipulagsbreytingar í heildarsam- ræmi og helst í samræmi við nýtt að- alskipulag, en forsendur núgildandi aðalskipulags eru frá 1981. Bæjaryf- irvöld hljóta að hugsa sinn gang þeg- ar Skipulagsstofnun tekur undir þetta umkvörtunarefni hundraða Nesbúa.“ Að mati Sigurðar felast sérstök tíðindi í því að skipulagsstjóri skuli telja það slíka frágangssök að emb- ættið geti ekki afgreitt tillögu yfir- valda fyrr en fram hafi komið skýr- ari greinargerð Seltjarnarnesbæjar varðandi aðra uppbyggingarkosti. „Skipulagsstjóri krefst þess beinlín- is að gerð verði skýrari grein fyrir öðrum uppbyggingarkostum. Mér þykir augljóst að bæjarbúar, ekki bara Skipulagsstofnun, eigi að fá að meta slíka kosti. Loks beinir skipu- lagsstjóri þeim eindregnu tilmælum til bæjaryfirvalda að útfæra betur framkomnar tillögur skipulagsyfir- valda, t.a.m. hvað varðar hæð húsa, húsagerð og annað yfirbragð svæð- isins. Ég vona heilshugar að þetta viti á nýtt og betra samráð við íbúa um gott skipulag á þessu viðkvæma og mikilvæga svæði,“ segir Sigurður. „Vonandi ákveðin vatnaskil í málinu“ Sigurður J. Grétarsson Jónmundur Guðmarsson SKIPULAGSSTOFNUN hefur vís- að breytingartillögu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar vegna Hrólfs- skálamels aftur til sveitarfélagsins og óskað eftir frekari skýringum og umfjöllun á athugsemdum sem stofn- unin hefur þegar gert við tillöguna. „Við afgreiddum málið aftur til Seltjarnarnesbæjar núna fyrir helgina. Þar sem við teljum enn vera ósvarað og brugðist við þeim athuga- semdum sem stofnunin gerði við til- löguna fyrir auglýsingu og varðaði umfjöllun um aðra uppbyggingar- kosti og samanburð kosta,“ segir Ás- dís Hlökk Theódórsdóttir, starfandi skipulagsstjóri. Í bréfi sem sent hefur verið Sel- tjarnarnesbæ kemur fram að á kynn- ingartíma tillögunnar hafði Skipu- lagsstofnun borist talsvert af athugasemdum við að ekki hefði ver- ið gerð grein fyrir öðrum uppbygg- ingarkostum í sveitarfélaginu. At- hugasemdunum hefði ekki verið svarað af hálfu sveitarfélagsins og óskaði Skipulagsstofnun eftir ítar- legri greinargerð um þessi atriði. Skipulagsstofnun barst 51 athuga- semdabréf á auglýsingatíma, af þeim lýstu þrír stuðningi við tillögurnar. Einnig bárust undirskriftalistar þar sem um 1.100 manns mótmæltu til- lögunum og einn undirskriftalisti þar sem 10 manns lýstu yfir stuðningi við tillögurnar. Í þessari afgreiðslu Skipulagsstofnunar voru tekin fyrir bæði þau bréf sem bárust við aðal- skipulagstillöguna og deiliskipulags- tillöguna þar sem athugasemdirnar varða í mörgum tilvikum báðar til- lögurnar. Í niðurstöðum Skipulags- stofnunar kemur fram að ljóst sé að talsverð andstaða hafi komið fram við þær tillögur sem auglýstar hafi verið. Seltjarnarnesbær hafi gert breytingar á aðalskipulagstillögunni í kjölfar athugasemda sem virðast hafa komið óverulega á móts við þær athugasemdir. Skipulagsstofnun felst á að unnt hafi verið að fara með málið sem breytingu á aðalskipulagi, eins og gert hafi verið og að málsmeðferð hafi verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Að því undanskildu að Seltjarnarnesbær hafi ekki með fullnægjandi hætti sinnt þeim kröf- um sem Skipulagsstofnun gerði til tillögunnar fyrir auglýsingu hennar né brugðist við athugasemdum sem bárust á kynningartíma tillögunnar og vörðuðu kröfur um mótun heild- stæðrar stefnu fyrir sveitarfélagið og samanburð uppbyggingarkosta í sveitarfélaginu. Áður en Skipulagsstofnun getur afgreitt tillöguna til staðfestingar umhverfisráðherra þarf umsögn Sel- tjarnarnesbæjar um athugasemd Skipulagsstofnunar varðandi aðra uppbyggingarkosti. Auk þess leggur stofnunin til að sveitarfélagið taki til skoðunar að setja ítarlegri ákvæði í aðalskipulagið um einkenni byggðar á skipulagssvæðinu, þannig að fyrir liggi ítarlegri bindandi forsendur fyrir deiliskipulagi svæðisins. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir breikkun Suðurstrandar í aðalskipu- lagsbreytingunni, séu áform um hana. Athugasemdum Skipulagsstofnun- ar enn ósvarað Breytingartillaga á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar aftur til sveitarfélagsins ÍBÚUM Hvolsvallar brá í brún þegar þeir litu á Hvolsfjall að morgni gamlársdags því á upp- lýstu ártali, sem er efst á brún fjallsins, blasti við ártalið 2001 í stað 2004. Þegar betur var að gáð kom í ljós að skemmdarvargar höfðu gert það að leik sínum að- faranótt gamársdags að skera á ljósaslöngur sem mynduðu ártalið 2004 og skemma stóran hluta af ljósabúnaðinum. Á vefsvæði lögreglunnar á Hvolsvelli má lesa að ártalið hefur verið í brún Hvolsfjalls í áraraðir og sé að því mikill sómi og stað- arprýði þar sem það er upplýst frá byrjun jólaföstu og fram yfir þrettándann ár hvert, en ártalið breytist sjálfvirkt á miðnætti um áramót. Félagar í Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, sem höfðu veg og vanda af ártalinu, brugðust skjótt við og færðu ártal- ið til fyrra horfs með umtalsverðri vinnu og kostnaði. Lögreglan bið- ur alla þá, sem búa yfir einhverri vitneskju um skemmdarverkin, að hafa samband í síma lögreglunnar 488 4111. Við blasti 2001 í stað 2004 ÞESSI ólánssami og fremur horaði skarfur kom röltandi inn í Kaupfélag Héraðsbúa um hádegisbil í gær. Svo virðist sem hann hafi komið af Lagarfljótinu og sást fyrst til hans á krossgötunum við þjóðveg 1 og Egilsstaði. Fylgdust menn með honum ramba upp að kaupfélagi, sjálfsagt í ætisleit og skirrðist hann ekki við að koma nálægt fólki. Guð- mundur Bjarnason tók skarfinn traustataki í fordyri verslunarinnar. „Hann hefur auð- vitað verið að leita að hinum skörfunum í kaupfélaginu,“ sagði Guðmundur við for- vitna sem söfnuðust um fuglinn. Ólafur Karl Níelsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að um ungan dílaskarf sé að ræða. Dílaskarfar sækja nokkuð inn á ferskvatn á vetrum og sjást á stöð- um eins og Mývatni og Þingvallavatni. Lag- arfljótið er ísilagt að mestu og líklegt að fuglinn hafi hafst við á vök nálægt Lagarfljótsbrúnni og svo flæmst eftir ísnum. Dílaskarfar eru fiski- ætur og kafa eftir æti. Ólafur Karl segir að þeir sæki upp með ám og sjáist reglubundið þar. „Það er ekki óalgengt að þeir leiti á ferskvatn,“ segir Ólafur Karl. „Stofnstærð dílaskarfs á Ís- landi er á bilinu 4000-5000 pör og verpa þau öll fyrir vestan, við Breiðafjörð og Faxaflóa. Fugl- arnir, einkum ungfuglarnir, dreifast hringinn í kringum landið á vetrum.“ Skarfurinn var merktur og honum að því búnu sleppt. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skarfur kemur í kaupfélagið Egilsstöðum. Morgunblaðið. Guðmundur brá á það ráð að halda fuglinum þétt- ingsfast uns honum var komið í skjól til merkingar. HJÖRLEIFUR Jakobs- son, forstjóri Olíufélags- ins ehf., segir að fleiri þættir hafi áhrif á útsölu- verð eldsneytis á Íslandi en eingöngu heimsmark- aðsverð. „Í stórum drátt- um má segja að u.þ.b. 2⁄3 hlutar útsöluverðs séu fastir í krónum per lítra en aðeins um 1⁄3 hluti út- söluverðs geti tekið sveifl- um heimsmarkaðsverðs. Þannig má segja að ef heimsmarkaðsverð hækkar um 15% þá sé nauðsynlegt að hækka útsöluverð hér um 5% og ef það lækkar um 15% sé svigrúm til lækkunar útsöluverðs um 5%,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir að þeir kostnaðar- liðir sem eru fastir og óháðir heimsmarkaðsverði séu t.d. flutningskostnaður til lands- ins, vörugjöld til hafna, geymslu- og dreifingarkostn- aður og hluti af álagningunni. „Stærsti hlutinn sem er fastur er þó tollar og veggjald sem með virðisaukaskatti er sam- tals tæpar 53 krónur per lítra,“ segir Hjörleifur. „Olíu- félagið ehf. hefur markvisst skilað öllum breytingum á heims- markaðsverði til neytenda að und- anförnu og sé horft til dæmisins sem tekið var í Morgunblaðinu í gær þá hefði sú lækkun átt að leiða til 5,3 krónu lækkunar en Olíufélagið lækk- aði verð um 5,9 krónur í desember,“ sagði Hjörleifur Jakobsson. 2⁄3 hlutar olíuverðs eru fastir kostnaðarliðir Hjörleifur Jakobsson Forstjóri Olíufélagsins SAMFYLKINGIN er ósátt við skip- unarbréf nýrrar stjórnarskrár- nefndar sem takmarkar verksvið nefndarinnar umfram það sem ástæða var til að ætla í byrjun. Í skipunarbréfinu kemur m.a. fram að endurskoðunin verði einkum bundin við I., II. og V. kafla stjórnarskrár- innar og þau ákvæði í öðrum köflum hennar sem tengjast sérstaklega ákvæðum þessara þriggja kafla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að forsætisráðherra hafi slegið taktinn í stefnuræðu sinni 4. október og í ræðu við lok hátíðarhalda vegna afmælis heimastjórnarinnar 6. des- ember, þegar hann ræddi um að end- urskoðun stjórnarskrárinnar yrði al- menn. Nú sé hins vegar, samkvæmt skipunarbréfinu, fyrst og fremst horft til þriggja kafla hennar, sem Samfylkingin telur þrengingu á verksviði nefndarinnar umfram það sem ástæða sé til. Ekki hægt að skilyrða á hverju almenningur hefur skoðanir „Hér er um að ræða grundvallar- lög íslenska ríkisins og mikilvægt að menn reyni eins og kostur er, bæði við afmörkun vinnunnar og í allri skipulagningu, að ná eins víðtækri samstöðu og hægt er. Það hlýtur að þurfa að leita til almennings í þessari vinnu, það er ekki hægt að skilyrða það með þessum hætti á hvaða þátt- um stjórnarskrárinnar almenningur hefur skoðanir. Þetta lofar ekki góðu í byrjun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Forsætisráðherra hafi í ræðum sín- um um endurskoðun stjórnarskrár- innar bent réttilega á að þeir sem stóðu að stofnun lýðveldisins hefðu eftirlátið framtíðinni það verkefni að endurskoða stjórnarskrána og því verkefni væri ólokið. Samfylkingin ósátt við skipunarbréf stjórnarskrárnefndar Takmark- ar verk- svið nefnd- arinnar TVEIMUR höggbrotvélum, einni höggborvél og fræsara var stolið í fyrrinótt úr nýbyggingu sem verið er að reisa við Katrínarlind í Reykjavík. Tilkynnt var um þjófn- aðinn til lögreglu klukkan hálftíu í gærmorgun. Brotist var inn í læst herbergi og verkfærunum stolið þaðan. Verkfærum stolið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.