Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Draumar rætast  Skellti sér í píanónám þegar hún stóð á áttræðu á morgun MAT á umhverfisáhrifum Norð- austurvegar um Hólaheiði og Hófaskarð verður kynnt á þremur fundum á Norðausturlandi á morg- un, laugardaginn 8. janúar. Til- gangur með nýja veginum er að styrkja samgöngur milli byggða- kjarna á Norðausturlandi, auka umferðaröryggi og stuðla að myndun eins þjónustusvæðis sem nær til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Gunnar H. Jóhannesson, deild- arstjóri hjá Vegagerðinni á Akur- eyri, segir að nú sé unnið að end- urskoðun vegaáætlunar þannig að fjárveitingar til verkefnisins séu enn ekki vísar. Hann segir þó að unnið sé samkvæmt þeirri áætlun að hægt sé að bjóða fyrsta áfanga verksins út síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta næsta árs. Framkvæmdinni verður skipt í þrjá áfanga, en áætlaður kostn- aður við þá alla nemur samtals rúmum 2 milljörðum króna, eða 2.050 milljónum. Fyrsti áfanginn er bygging vegar frá Katastöðum um Hólaheiði og Hófaskarð að Norðausturvegi ofan við Kollavík. Þetta er umfangsmesti áfangi leið- arinnar og er áætlaður kostnaður við hann 1.180 milljónir króna. Annar áfangi er vegagerð frá Fjallgarðsmelum við Kollavík að Sævarlandi og er kostnaður við hann áætlaður 440 milljónir króna og þriðji áfangi er svo ný vegur frá fyrsta áfanga á Hólaheiði, með- fram Ormarsá að Norðausturvegi við Hól. Kostnaður við þriðja áfanga er áætlaður 430 milljónir króna. Á sjö köflum fyrirhugaðs vegar verða lagðir fram mismunandi val- kostir til ahugunar og úrskurðar Skipulagsstofunar, en áætlað er að stofnunin fái málið til formlegrar umfjöllunar um næstu mánaðamót. Þá hefst 6 vikna athugasemdatími þar sem almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir. Veglínur sem lagðar eru fram í matsskýrslu ná markmiðum framkvæmdarinnar en við skilgreiningu og ákvörðun mismunandi valkosta var fjöldi leiða skoðaður. Stór liður í þeirri vinnu var að koma til móts við sjónarmið landeigenda. Gunnar segir að nýr vegur muni stytta leiðina milli Húsavíkur og Þórshafnar um 53 kílómetra miðað við að ekið sé um Melrakkasléttu, en aftur á móti lengist hún um 15 kílómetra þegar miðað er við veg- inn yfir Öxarfjarðarheiði. Leiðin milli Húsavíkur og Raufarhafnar styttist um 10 kílómetra miðað við að ekið sé um Öxarfjarðarheiði og 21 kílómetra miðað við Sléttu. Gunnar segir að þó skipti kannski ekki hvað síst máli að innri sam- göngur milli byggðakjarnanna þriggja, Þórshafnar, Raufarhafnar og Kópaskers muni verða mun betri. Þannig styttist leiðin milli Kópaskers og Þórshafnar um 24 kílómetra þegar miðað er við veg- inn um Öxarfjarðarheiði og 46 kíló- metra þegar miðað er við veginn fyrir Sléttu. Leiðin milli Kópakers og Raufarhafnar styttist um 13 kílómetra en aftur á móti lengist leiðin milli Raufarhafnar og Þórs- hafnar um 4 kílómetra. Gunnar bendir á að á móti komi betri og öruggari vegur sem verði mun fljótfarnari en núverandi vegir. Mat á umhverfisáhrifum var unnið af VSÓ Ráðgjöf undir verk- stjórn Vegagerðarinnar, en fjöl- margir tóku einnig þátt í því, m.a. fólk með sérþekkingu á ýmsum sviðum, s.s. jarðfræði, gróðurfari, fuglalífi og veðurfari. Fundirnir þar sem verkefnið verður kynnt verða í Svalbarðs- skóla í Þistilfirði, Félagsheimilinu á Raufarhöfn og í Grunnskólanum á Kópaskeri. Mat á umhverfisáhrifum vegar um Hólaheiði kynnt Styrkir samgöngur milli byggðakjarna                                                                                 Heildarkostnaður við framkvæmd- ina um 2 millj- arðar króna frá því sem áður var. Af þessum sök- um var í desember keypt eldsneyti samkvæmt dýrari skráningu á heims- markaði en áður var gert. Viðmiðun- artölur Morgunblaðsins eru því ekki réttar.  Í grein Morgunblaðsins kemur fram að enginn talsmanna olíufélag- anna hefði viljað tjá sig við blaðið. Hið rétta er að Morgunblaðið hafði ekki samband við talsmann Olíuverzlunar Íslands hf. fyrir vinnslu fréttarinnar. Það er því ekki sannleikanum sam- kvæmt að talsmaður félagsins hafi ekki viljað tjá sig við Morgunblaðið. Sú skráning á heimsmarkaðsverði sem félagið keypti samkvæmt í nóv- ember var 431,05 Bandaríkjadalur á tonn. Sú skráning sem keypt var sam- kvæmt í desember var 377,96 Banda- ríkjadalir á tonn. Gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal var 65,13 í lok nóvember og 61,34 í lok desember. Að teknu tilliti til eðlisþyngdar eldsneytisins og virðisaukaskatts jafngilda þessar tölulegu upplýsingar því, að lækkun á heimsmarkaði hafi verið 4,59 krónur á lítra á milli nóv- ember og desember. Í desember lækkaði sjálfsaf- greiðsluverð Olíuverzlunar Íslands hf. um 5,70 krónur á lítra. Félagið hef- STJÓRNENDUR Olís gera athuga- semd við frétt í Morgunblaðinu 4. jan- úar síðastliðinn og leiðara sem birtist daginn eftir, en þar var fjallað um bensínverð. „Þann 4. janúar birti Morgunblaðið frétt um þróun bensínverðs hér á landi og erlendis. Þar sem þessi frétt var í senn villandi og röng hringdi framkvæmdastjóri hjá Olís, um há- degisbil sama dag í fulltrúa Morgun- blaðsins til að leiðrétta rangfærslur sem fram komu í fréttinni. Athugasemdir hans lutu að eftir- farandi:  Ríkið leggur vörugjald á bensín, samtals 52,58 krónur á lítra að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stærstur hluti bensínverðs er því opinber gjöld, föst krónutala, sem breytist ekki í takt við þróun á heimsmarkaðsverði og gengi. Að bera saman prósentu- breytingu á heimsmarkaði annars vegar og söluverði á Íslandi hins veg- ar, eins og gert er í frétt Morgun- blaðsins, hefur því ekkert gildi og er beinlínis villandi þar sem ekki er verið að bera saman sambærilega hluti.  Um áramótin tók gildi ný reglu- gerð, sem kveður á um gæði eldsneyt- is. Samkvæmt þessari nýju reglugerð eru meðal annars gerðar kröfur um skert brennisteinsinnihald í bensíni ur því lækkað sjálfsafgreiðsluverð á bensíni um 1,11 krónur á lítra um- fram lækkun á heimsmarkaði á und- anförnum vikum. Sérstaklega skal áréttuð sú stað- reynd að um það bil 63% af verði bensíns renna í ríkissjóð, sem opinber gjöld, í formi vegagjalds og virðis- aukaskatts. Innkaupsverð er því ekki nema lítill hluti af bensínverði. Áhrif af lækkuðu heimsmarkaðsverði og gengi eru 17,4% á milli nóvember og desember, en vegna þess hve opinber gjöld vigta þungt, þá jafngildir það 4,4% lækkun á sjálfsafgreiðsluverði hérlendis. Morgunblaðið leggur út frá hinni röngu frétt í leiðara í dag, þann 5. jan- úar, og fer mikinn. Ásökunum blaðs- ins er vísað á bug, enda er fréttin röng og blaðið leitaði aldrei til Olíuverzl- unar Íslands hf. eftir skýringum. F.h. Olíuverzlunar Íslands hf. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Einar Benediktsson, forstjóri.“ Athugasemd ritstj. Það er ljóst að vinnubrögð við um- rædda frétt hafa verið afleit. Morg- unblaðið biður forráðamenn Olís af- sökunar á þessum vinnubrögðum. Ritstj. Athugasemd frá stjórnendum Olís Segjast hafa lækkað um- fram heimsmarkaðsverð Í KJÖLFAR hörmunganna í Asíu var stofnaður söfnunarreikningur í Íslandsbanka fyrir hjálparstarf Rauða kross Íslands. Forsíða vefjar Íslandsbanka, www.isb.is, var lögð undir skilaboð til viðskiptavina um að láta ekki sitt eftir liggja vegna afleiðinga flóðanna í kjölfar jarð- skjálftans á öðrum degi jóla. Í gær höfðu 1.117 lagt inn á söfn- unarreikninginn og safnast rétt um fjórar milljónir króna. Á meðfylgj- andi mynd eru Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands, og Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka. Fjórar milljónir söfnuð- ust á vef Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.