Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. I nnan verkalýðshreyfingarinnar er til skoð- unar að höfða mál fyrir félagsdómi gegn ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo vegna brota á íslenskum kjarasamn- ingum, að sögn Halldórs Grönvold, að- stoðarframkvæmdastjóra ASÍ. „Samkvæmt lögfróðum mönnum myndi sigur í því máli upphefja friðarskyldu gagnvart fyrirtæk- inu. Það þýðir að verkalýðshreyfingin gæti þá með lögmætum hætti gripið til þeirra aðgerða sem hún teldi nauðsynlegar til að ná fram rétti sínum og félagsmanna sinna á Kárahnjúkasvæð- inu,“ sagði Halldór. Íslensk lög og samningar gildi Á heimasíðu Starfsgreinasambandsins var fjallað um Kárahnjúkamálin í gær. Þar segir m.a. að margt bendi til þess að starfsmannavandinn sem Impregilo stendur frammi fyrir við Kára- hnjúka stafi af því að verktakinn hafi ekki ætlað að taka ákvæði íslenskra kjarasamninga of alvar- lega. Þá segir í greininni: „Mismunur er á greidd- um launum samkvæmt launaseðlum verkamanna sem borguð eru út á Íslandi og í Portúgal. Verk- takinn heldur því fram að samkvæmt sam- komulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá a.m.k. sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu til- liti til skatta og kostnaðar starfsmannaleigna þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Túlkun Impregilo á sér ekki stoð í virkjanasamningi að okkar mati. Starfsgreina- sambandið stendur fast á því að íslensk lög og kjarasamningar gildi á íslenskum vinnumarkaði, einnig á Kárahnjúkasvæðinu.“ Bíður eftir svari Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, sagði í samtali við Morg- unblaðið að uppi væri ágreiningur um hvort Impregilo greiddi starfsmönnum laun samkvæmt gildandi samningum í öllum tilvikum. „Í nóvember sendi ég þeim bréf þar sem ég gerði ákveðnar athugasemdir við laun portú- galskra starfsmanna. Þann útreikning minn við- urkenndu þeir en telja sig engu að síður geta gert upp laun þessara manna samkvæmt portúgölsk- um reglum. Ég hef ekki ennþá fengið fullnægj- andi svar við þessu bréfi mínu og eftir því svari bíð ég. Ég hef ekki gefið þeim neitt heilbrigð- isvottorð um að þetta sé allt með eðlilegum hætti.“ Ólöglegur leikur Halldór Grönvold segir að verkalýðshreyfingin, líkt og íslensk skattayfirvöld, hafi ávallt haldið því fram að laun sem greidd eru hér á landi eigi að skattleggjast hér á landi. Að einhverju leyti sé verið að nýta sér mun á íslenska og portúgalska skattkerfinu, m.a. með því að greiða verkamönn- unum dagpeninga, sem fái aðra skattalega með- ferð í Portúgal en hér á landi. „Þessi leikur er að okkar mati fullkomlega ólöglegur og út í hött,“ sagði Halldór. Þá sé það grundvallaratriði að á Ís- landi gildi íslensk lög og kjarasamningar sem lág- marksréttur. Hann segir að óskað hafi verið eftir því að fyrirtækið leiðrétti þetta og bæti úr varð- andi það sem liðið er í þessum efnum. Impregilo hafi fram að þessu ekki léð máls á því. Mótmæla veitingu atvinnuleyfa Halldór segir að athugasemdum verkalýðs- hreyfingarinnar vegna atvinnuleyfaumsókna Impregilo hafi verið komið á framfæri við Vinnu- málastofnun, m.a. á vettvangi stjórnar stofnunar- innar. „Þar höfum við mótmælt fyrirhuguðum at- Hugleiða málsókn Hugsanlegt er að félagsdómi verði falið að skera Kárahnjúka séu að fá laun í samræmi við kjarasa Áætlaður kostnaður við að koma upp sýn-ingu um landnámsminjar í kjallara nýshótels á horni Aðalstrætis og Túngötu í Reykjavík er um 150 milljónir króna. Í grein- argerð, sem lögð var fyrir borgarráð 30. desem- ber sl., kemur fram að kostnaður við ótal verk- þætti sé enn óljós en skipuleggja verði vinnuna þannig að fjárhagsrammi haldist. Hjörleifur Stefánsson verkefnisstjóri segir stærsta einstaka kostnaðarliðinn verða marg- miðlunarþátt sýningarinnar. Í fyrra var gerður samningur við þýska fyrirtækið ART+COM um ráðgjöf við hagnýtingu þessarar tækni við sýn- inguna. Kostnaðaráætlun við þennan þátt er um 40 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð er m.a. gerð margmiðlunarefnisins og tækja- og hugbúnaður. Hjörleifur leggur áherslu á að enn sé ósamið við ART+COM um framhald verkefn- isins. Gert sé ráð fyrir því að ráðgjöf verði áfram sótt til þýska fyrirtækisins en hvernig einstaka verþáttum verði háttað sé óráðið. Gild- ir það líka um hvort einhverjir þættir verði boðnir út. „ART+COM hefur gert töluvert margar sýn- ingar þar sem notast er við margmiðlunartækni, meðal annars á fornleifarannsóknum víða um heim,“ segir Hjörleifur. Starfsfólk þess búi yfir sérfræðiþekkingu á þessu sviði og muni að öll- um líkindum vinna með verkefnisstjórn og ís- lensku margmiðlunarfólki. Fræðimenn á sviði byggingarhátta víkinga- aldar munu semja tilgátu um hvernig landnáms- skálarnir við Aðalstræti voru gerðir. Einnig munu fræðimenn Náttúrufræðistofnunar semja tilgátu um hvernig umhorfs var í Reykjavík um það bil sem landnám hófst. Á sporöskjulaga vegg, sem mun umlykja sýningarrýmið, verður ljósmynd af sjóndeildarhringnum eins og talið er að hann hafi litið út frá bæjarhlaðinu. Marg- miðlunarefni verður síðan fléttað inn í sjóndeild- arhringinn á litlum skjám. Verkefnisstjórn Verkefnisstjórn skipa borgarfulltrúarnir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, sem er formaður, og Gísli Marteinn Baldursson ásamt Felix Bergs- 150 milljónir til s á landnámsmi Landnámsskálinn verður byggður yfir fornminjar FÍKNIEFNAFLÓÐIÐ Framboð á eiturlyfjum virðistvera meira um þessar mundiren nokkru sinni fyrr af því að dæma, sem kemur fram í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu í dag um notkun fíkniefna á skemmtistöðum í Reykja- vík. Þar er rætt við eigendur og rekstrarstjóra skemmtistaða í mið- borg Reykjavíkur og ber þeim öllum saman: „Neysla á hörðum fíkniefnum í tengslum við skemmtanalíf hefur stór- aukist og neyslan er algengari og út- breiddari en nokkru sinni fyrr. Helst var rætt um kókaín og amfetamín og sögðu þeir að nægt framboð væri af þessum efnum. Þeim bar saman um að farið hefði að bera á aukinni neyslu eftir að sá tími sem skemmtistaðir eru opnir var rýmkaður árið 1999 og síðan lengdur til klukkan hálfsex á morgn- ana árið 2001.“ Viðmælendur Morgunblaðsins, sem ekki komu fram undir nafni, lýsa því hvernig notkun ólöglegra örvandi lyfja hafi færst í vöxt á undanförnum árum. Margir noti eiturlyf til þess að geta haldið haldið áfram svo lengi sem staðirnir eru opnir. Þá segja þeir að neyslan einskorðist síður en svo við ungt fólk. Yfirleitt fari neytendurnir leynt með neysluna, en þó gerist það að þeir reyni ekki einu sinni að fela hana. Þegar tekið er til koma hins veg- ar í ljós í ruslafötum og á gólfum um- búðir og annað, sem ber eiturlyfja- neyslunni vitni. Umræðan um smygl á hörðum eit- urlyfjum varð mjög hávær undir lok liðins árs þegar mikið magn var gert upptækt bæði af kókaíni og amfeta- míni. Á árinu öllu var lagt hald á rúm- lega fimm kíló af kókaíni, um fjórfalt meira en árið 2003. Lögregla og toll- gæsla lögðu einnig hald á meira am- fetamín í fyrra en áður eða um 15 kíló, þar af 11 kíló á einu bretti. Í fréttaskýringunni segir að lög- regla hafi bent á þann möguleika í skýrslu um lengri afgreiðslutíma að svo gæti farið að hann myndi ýta undir neyslu eiturlyfja og síðan er haft eftir einum viðmælenda blaðsins: „„Ég held að það sé óumflýjanlegt að draga þá ályktun að það hafi einhver áhrif,“ sagði einn þeirra. Þeir voru almennt á því að lengri tími sem opið væri ýtti undir fíkninefnaneyslu, framboð á „djammklukkustundum“ hefði aukist og þar með hefði markaðurinn stækk- að. Enginn þeirra sagðist sýta það þó að opið yrði styttri tíma á nýjan leik, t.d. til klukkan 4–4.30.“ Nú er víða opið til hálfsex á morgn- ana. Afgreiðslutími skemmtistaða er fráleitt eina orsök aukinnar neyslu vímuefna, en endurskoðun hans er ein leið til þess að hafa áhrif á það mynst- ur, sem hér virðist vera að ryðja sér til rúms. Hins vegar þarf að taka á eitur- lyfjavandanum í heild sinni. Sú mynd, sem hér er lýst, er aðeins ein hlið vandans. Hin hliðin snýr að glæpa- mönnunum, sem flytja eitrið inn, dreifa því og selja það. Í neðanjarð- arhagkerfi eiturlyfjanna skipta millj- arðar um hendur árlega. Í grein, sem Ragnhildur Sverrisdóttir skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum tveimur árum, kom fram að ætla mætti að mið- að við það magn, sem gert hafði verið upptækt á fjórum árum þar á undan, hefði götusöluverðmæti fíkniefna, sem smyglað var til landsins, verið á milli tveir og fjórir og hálfur milljarð- ur á ári á þeim tíma. Þetta eru hroll- vekjandi upphæðir og sögur og frá- sagnir af skemmtanalífi og undirheimum Íslands upp á síðkastið gefa tilefni til alvarlegra aðgerða til að stemma stigu við fíkniefnaflóðinu þar sem komið verður fram við fíkla og neytendur af mannúð og áhersla lögð á að fletta ofan af þeim, sem helst maka krókinn. AF HVERJU HÆKKUN EN EKKI LÆKKUN? Í Morgunblaðinu í fyrradag var fráþví skýrt, að áætlaður hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári fyrir afskriftir og fjármagnskostnað væri tæpir 5 milljarðar króna. Það er há fjárhæð. Á blaðamannafundi í gær skýrðu forráðamenn Orkuveitunnar frá því, að raforkuverð til almennra neyt- enda mundi hækka um 3,89% frá og með 1. febrúar nk. Skýring þeirra var sú, að þessi verðhækkun væri nauð- synleg til þess að mæta verðhækk- unum frá Landsvirkjun og Lands- neti. Þótt samkeppni í orkugeiranum sé vaxandi og ekki nema ár í að almenn- ir notendur geti valið á milli orkufyr- irtækja er samkeppnin engu að síður enn mjög takmörkuð. Orkufyrirtæk- in hafa lengi búið við einokunarstöðu á sínum markaðssvæðum og eru vel- flest öflug fyrirtæki og sterk. Og ekki skal dregið úr mikilvægi þess, að fjárhagsstaða þeirra sé traust. En það eru takmörk fyrir öllu og m.a. því, hvað hægt er að fallast á mikinn hagnað hjá fyrirtækjum, sem hafa lengi haft og hafa enn einok- unarstöðu á sínu sviði. Er fimm milljarða hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nauð- synlegur fyrir Orkuveitu Reykjavík- ur? Hver eru rökin fyrir því, að svo sé? Eru rökin þau að mikill hagnaður sé nauðsynlegur til að standa undir nýjum fjárfestingum? Það má vel vera, en nauðsynlegt að þau rök séu þá lögð fram opinberlega. Ekki hefur farið fram hjá Reykvíkingum og öðr- um eigendum Orkuveitunnar, að fyr- irtækið hefur byggt myndarlegar höfuðstöðvar. Upplýst er að kostn- aður við þær nemur yfir fjórum millj- örðum. Var nauðsynlegt að leggja í svo mikinn kostnað við höfuðstöðvar? Hver eru rökin fyrir því? Það er nefnilega til önnur aðferð við að ráðstafa hinum mikla hagnaði Orkuveitunnar á síðasta ári. Aðferðin er sú, að ráðstafa hluta hagnaðarins til þess að lækka orkuverð til við- skiptavina Orkuveitunnar, sem jafn- framt eru eigendur hennar. Kom það ekki til greina? Var það rætt? Hver eru rökin fyrir því að gera það ekki eða a.m.k. láta gjald- skrána standa óbreytta í stað þess að hækka hana 1. febrúar nk.? Orkuveita Reykjavíkur er í al- mannaeigu. Eigendur hennar og við- skiptavinir eiga kröfu á að fá svör við þessum spurningum. Vonandi stend- ur ekki á þeim svörum frá fulltrúum eigendanna, þeim, sem sitja í stjórn Orkuveitunnar og trúnaðarmönnum eigendanna, þeim sem ráðnir hafa verið til að stjórna fyrirtækinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.