Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 6
sambandi að fermetraverð í vandaðri grunnskólabyggingu í Reykjavík væri 215 þúsund kr. Í fyrrgreindum tæplega 3,3 millj- örðum er ekki gert ráð fyrir 2.900 fer- metra bílastæðahúsi, sem einnig hef- ur verið byggt. Kostnaður við það er um 141 milljón króna, skv. upplýsing- um Alfreðs og Guðmundar. Þá er kostnaður við lóð um 178 milljónir. Norðan við höfuðstöðvarnar er svo- kallað Norðurhús. Það er um 4.900 fermetrar og á að hýsa skrifstofur framkvæmdasviðs ásamt verkstæð- um, aðstöðu vinnuflokka, tækja- geymslur, lager og fleira. Kostnaður við breytingar á Norðurhúsi er um 125 milljónir, en húsið var keypt fyrir 397 milljónir króna árið 1999. Ennfremur hefur verið byggð 695 fermetra tengibygging, sem tengir saman Norðurhús og höfuðstöðvarn- ar. Þar á einnig að vera aðstaða fyrir vinnuflokka og fleira. Kostnaður við tengibygginguna er um 151 milljón kr. Kostnaður vegna höfuðstöðvanna, annarra bygginga og lóðar er því samtals um 4,2 milljarðar króna. Eignir seldar fyrir 1,8 milljarða „Rétt er að hafa í huga að fyrri höf- uðstöðvar allra fyrirtækjanna þriggja sem mynduðu Orkuveitu Reykjavík- ur, sem voru á fjórum stöðum í borg- inni, voru seldar fyrir 1.840 milljónir,“ segir í fyrrgreindri tilkynningu. Er jafnframt tekið fram að aðstaðan þar hafi víða verið orðin léleg. „Þannig var stór hluti af starfseminni í göml- um bröggum í mismunandi ásig- komulagi, sumum lekum. Ljóst var að byggja yrði yfir þá starfsemi sem í þeim var. Þá var ljóst að endurnýja yrði tölvulagnir og rafmagnslagnir á Grensásvegi, Suðurlandsbraut og Eirhöfða til að mæta nýjum kröfum í gagnaflutningi og auknu álagi á raf- kerfi frá tölvum.“ HEILDARKOSTNAÐUR vegna byggingar nýrra höfuðstöðvar Orku- veitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi er 4,2 milljarðar króna. Þetta var upp- lýst á blaðamannafundi Alfreðs Þor- steinssonar, stjórnarformanns OR, og Guðmundar Þóroddssonar, for- stjóra OR, í gær. Aðalbyggingin kostaði 3.264 millj- ónir á verðlagi hvers árs en kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á 2.676 millj- ónir. Þegar tekið er tillit til stækkunar á húsinu um 1.000 fer- metra og kostnaðar vegna bílastæða- húss fór byggingarkostnaður 31,9% fram úr kostnaðaráætlun, að því er segir í tilkynningu sem Alfreð og Guðmundur dreifðu á fundinum. Alfreð sagði að kostnaðaráætlunin hefði ef til vill ekki verið nógu vönduð. „Ef ég man rétt var ekki gert ráð fyr- ir loftræstikerfi í húsinu í þeirri áætl- un,“ sagði hann. „Kostnaðaráætlunin miðaði við nýbyggða byggingu Ný- herja í Borgartúni og þar var ekki gert ráð fyrir loftræstingu.“ Guð- mundur upplýsti að loftræstikerfið í hinu nýja húsi OR hefði kostað á þriðja hundrað milljónir króna. Þegar hann var spurður um aðrar ástæður fyrir því að kostnaður hefði farið fram úr áætlun sagði hann: „[Það voru] alls konar litlar ástæður.“ Svipað og í vandaðri skólabyggingu Höfuðstöðvar OR eru 14.217 fer- metrar. Voru þær teknar í notkun um áramótin 2002 og 2003. Í tilkynning- unni, sem Alfreð og Guðmundur, dreifðu á fundinum, segir að kostn- aður við bygginguna sé því um 225 þúsund kr. á fermetra „eða 3.264 milljónir á verðlagi hvers árs“. Alfreð sagði að sá kostnaður væri ekki nema rétt rúmlega það sem gerðist í vandaðri grunnskólabygg- ingu í Reykjavík. Sagði hann í því Kostnaður vegna nýrra höfuðstöðva OR um 4,2 milljarðar Kostnaður fór 31,9% fram úr áætlun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur Morgunblaðið/Þorkell Alfreð Þorsteinsson og Guðmundur Þóroddsson á blaðamannafundi í húsakynnum Orkuveitunnar. Almennt raforkuverð hækkar um 3,89% STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka almennt raforkuverð um 3,89% og taka breyt- ingarnar gildi 1. febrúar nk. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, kynntu breyt- ingarnar á blaðamannafundi í gær. Þær eru til komnar, sögðu þeir, vegna verðhækkana hjá Lands- virkjun og Landsneti hf. „Orkuveita Reykjavíkur verður þó eftir þessar breytingar með lægstu raf- orkugjöld til heimila á landinu,“ sagði Alfreð. Gjaldskrárbreytingarnar á almennri orkunotkun eru tvenns konar: Annars vegar lækkar gjald á al- mennum taxta úr 6,63 kr. á hverja kílóvattstund í 6,40 kr. á hverja kílóvattstund. Hins vegar hækkar fast gjald um 267 krónur á mánuði. Það þýðir að fast gjald hækkar úr um 3.200 krónum á ári í 6.400 kr. á ári. Samtals hækkar því raforkuverð um 3,89%, eins og áður sagði. Reynt að lágmarka áhrifin Alfreð sagði á fundinum í gær að íbúar á suðvest- urhorni landsins hefðu að undanförnu haft töluverðar áhyggjur af því að rafmagn myndi hækka umtalsvert vegna nýrra raforkulaga, sem tóku gildi um áramót. Sagði hann að OR hefði undanfarnar vikur reynt að leita leiða til að lágmarka áhrif þeirra lagabreytinga. Í þeim tilgangi hefði m.a. verið ákveðið að auka orkuframleiðslu OR á Nesjavöllum sem og að lækka arðsemiskröfu til virkjunarinnar. Auk þess hefði endurmat á líftíma dreifikerfa OR leitt í ljós að hann væri lengri en búist var við. Þar með hefði verið hægt að lækka kostnað við afskriftir. „Hækkanir á raforkuverði verða því ekki eins miklar og gert var ráð fyrir,“ sagði Alfreð. „Hækkunin er tiltölulega hófsöm,“ sagði Guðmundur. Áætlaður hagnaður OR á síðasta ári er um 4,7 milljarðar króna fyrir fjármagnsliði, skatta og af- skriftir. Þegar Guðmundur og Alfreð voru spurðir hvers vegna sá hagnaðar væri ekki notaður til lækk- unar á raforkuverði sagði Guðmundur að þeir væru í raun að gera það með því að hækka verðið ekki meira en raun bæri vitni. Auk þess væru þeir með lægsta orkuverðið á landinu. Alfreð tók undir það og sagði m.a. varla hægt að gera betur. „Ég held það sé varla hægt að gera betur en það – með því að vera lægstir,“ sagði hann. 6 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GH Gr af ís k Hö nn un Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 Gengishagnaður um 2,5 milljarðar ÁÆTLAÐUR hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á síð- asta ári, fyrir afskriftir og fjármagnskostnað, er um 4,8 milljarðar króna. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, upplýsti þetta á blaðamannafundi í gær. Sagði hann að gengishagnaður á árinu hefði verið um tveir og hálfur milljarður. Hann upplýsti jafnframt að veltufé frá rekstri væri um 4,3 milljarðar og að heildareignir væru um 73 millj- arðar. „Reiknað er með að eigið fé verði um 41 millj- arður og eigið fjárhlutfall um 56%.“ FJÖLMENNI var við útför Guð- laugs Bergmanns sem gerð var frá Hallgrímskirkju síðdegis í gær. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, jarðsöng. Líkmenn voru: Guðjón Berg- mann, Daníel Magnús Guðlaugsson, Einar Sigfússon, Stefán Már Stef- ánsson, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Ragnar Guðlaugsson, Guðlaugur Bergmann og Bjarni Ingvar Árna- son. Morgunblaðið/Golli Útför Guðlaugs Bergmanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.