Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ...í öllum litum ÚTSALA Opið til 21 í kvöld Næring ekki refsing BÓKSALA stúdenta reyndist oft- ast með lægsta verðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær á verði námsbóka fyrir framhalds- skóla og orðabóka. Könnunin náði til átta verslana á höfuðborgar- svæðinu og var Bóksala stúdenta með lægsta verðið í 10 af 22 til- fellum. Bókabúðin Iðnú í Brautarholti var næstoftast með lægsta verðið eða á fimm námsbókum og einni orðabók. Iða í Lækjargötu var oft- ast með hæsta verðið. Ellefu náms- bókatitlar og þrjár orðabækur reyndust dýrust hjá Iðu. Penninn Eymundsson í Austurstræti var hins vegar næstoftast með hæsta verðið, níu námsbækur og þrjár orðabækur reyndust dýrastar þar. Munurinn á titlum milli einstakra verslana var nokkur. Mesti mun- urinn í könnuninni var 64% á Brennu-Njáls sögu, en minnstur var munurinn 5% á milli verslana á Þýska fyrir þig, málfræðibók. Bóksala stúdenta lægst  Bóksala stúdenta/22 MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn Seltjarnarness hyggst leggja fram til- lögu um lækkun fasteignagjalda árið 2005 á Seltjarnarnesi á fundi bæjarstjórnar síðar í mánuðinum. „Ástæða þess að við leggjum þessa lækkun til er að við teljum að okkur sé stætt á því vegna traustrar stöðu og góðrar afkomu bæjarsjóðs. Okkur hefur í gegnum tíðina tekist að reka bæinn með nokkuð góðum af- gangi og erum með fjár- hagsáætlun núna í hönd- unum, fyrir þetta ár, sem við teljum vera raunhæfa og dugi okkur til að veita góða og samkeppnisfæra þjónustu,“ segir Jónmund- ur Guðmarsson bæjar- stjóri. Aðspurður segir Jónmundur verðmæti fasteigna á Seltjarnarnesi hafa hækkað veru- lega síðustu misseri, sem sé í sjálfu sér góðar fréttir þar sem það þýði að fasteignir Seltirn- inga eru nú verðmætari en þær voru áður. „Nú um áramót tók hins vegar gildi nýtt fast- eignamat frá Fasteignamati ríkisins sem kveður á um 30% hækkun sérbýlis á Seltjarn- arnesi og hefur það veruleg áhrif á útgjöld heimilanna vegna fasteignagjalda eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Með- altalshækkun fasteignamats á Seltjarnarnesi nemur tæpum 20% milli ára og að óbreyttu mundu skatttekjur bæjarins af fasteigna- gjöldum aukast talsvert umfram þær for- sendur sem lágu til grundvallar nýsam- þykktri fjárhagsáætlun bæjarins. Í ljósi þessa fannst okkur rétt, í stað þess að hirða ávinninginn allan með því að halda óbreyttum forsendum, að láta bæjarbúa njóta góðs af því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu Seltjarnarness, en eftirspurn eftir húsnæði á Seltjarnarnesi og hækkun fasteignaverðs ber glöggt vitni um samkeppnisstöðu bæjarins gagnvart öðrum sveitarfélögum.“ Fasteigna- gjöld verða lækkuð á Sel- tjarnarnesi MANNHÆÐARHÁAR öldur voru í brimrótinu við Dyrhólaey þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti þar leið um síðdegis í gær. Hin- Sjórinn og lífsbaráttan á hafinu við Ísland hef- ur mótað margan manninn í gegnum aldirnar og mun vafalaust gera um ókomna tíð. ar sæbörðu strendur, bryddaðar hvítri blúndu brims, settu svo sannarlega tignarlegan svip á umhverfið í hvassviðrinu sem á svæðinu ríkti. Morgunblaðið/ÞÖK Brimrót við Dyrhólaey FJÓRTÁN ára piltur brenndist talsvert í and- liti er heimatilbúin sprengja sprakk framan í hann í Grafarvogi síðdegis í gær. Hann komst af sjálfsdáðum á heilsugæslustöðina í Spöng- inni og var svo fluttur á brunadeild Landspít- alans. Að sögn lögreglu var pilturinn að útbúa heimagerða sprengju og notaði til þess hluti í svonefndri vítistertu. Við verkið vildi ekki bet- ur til en svo að sprengjan sprakk framan í hann. Atvikið átti sér stað á miðjum sjötta tímanum í gærkvöldi. Pilturinn er níunda fórnarlamb flugeldaslysa um þessi áramót. Tveir unglingar liggja enn á spítala vegna augnmeiðsla. Brenndist í andliti vegna flugelda TVEIR snarpir jarðskjálftar sem áttu upptök sín um 20 km austsuðaustur af Grímsey gerðu Grímseyingum bilt við síðdegis í gær en engar tilkynningar bár- ust um tjón af völdum þeirra. Sá fyrri kom klukkan 15:45 og mældist um 4 á Richterkvarða. Aðeins fjórum mínútum síðar kom enn sterkari skjálfti upp á 5,5 á Richter. Margir eftir- skjálftar upp á allt að 3 á Richt- er fylgdu í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands má búast við fleiri eftirskjálftum sem geta verið allt að 3 á Richter að stærð. Skjálftarnir fundust víða á Norðurlandi, m.a. í Grímsey, á Akureyri og á Húsavík. „Þetta líktist látunum í risa- bor sem fer í gang, enda titraði allt gólfið og allar myndir á veggjum titruðu án þess að nokkur þeirri dytti samt á gólf- ið,“ sagði Helga Mattína Björns- Skjálftinn fannst einnig á bæj- um í Þistilfirði, að sögn lögregl- unnar á Raufarhöfn. Á Akureyri fann fólk fyrir skjálftunum og sagði Baldur Helgi Benjamínsson, nautgripa- ræktarráðunautur hjá Bænda- samtökum Íslands á Akureyri, að mönnum hefði brugðið svolít- ið. „Menn stukku fram á gang því það hrikti í húsinu. En svo héldu menn áfram störfum eftir stutta stund,“ sagði Baldur Helgi. „Þetta gerðist rétt fyrir klukkan fjögur og höggið fór ekki framhjá neinum en ég efast þó um að fólk á ferð í bíl hafi fundið hann. Við erum hér um fimmtán manns á hæðinni og fundum vel fyrir högginu en byggingin er rétt fyrir utan Glerána, við Óseyri. Skjálftinn fannst víðar um bæinn segir mér fólk sem ég hef verið í sam- bandi við síðasta hálftímann.“ dóttir, íbúi í Grímsey. „Ég áttaði mig strax á því að þetta var jarðskjálfti en datt samt í hug að bíll hefði runnið í hálkunni á húsið. En þetta reyndist þá hressilegasta jarðklór. Þetta hreyfði við manni og ég hugsaði til þess ægiafls sem þarna var leyst úr læðingi.“ Dró djúpt andann Svava Árnadóttir, póstaf- greiðslumaður hjá Íslandspósti á Raufarhöfn, varð einnig vör við hristinginn af völdum skjálft- anna og sagði hurðir hafa hrist og jólaskraut sveiflast í loftinu. „Ég neita því ekki að mér varð um við þetta en dró djúpt and- ann. Ég varð nokkuð hissa, hélt að verið væri að sprengja grjót en þótti það ólíklegt á þessum tíma. Fann nokkurn hristing og það voru drunur í lofti. Það glamraði í hurðum og jólaskraut sveiflaðist til,“ sagði Svava. Jarðskjálftar út af Grímsey fundust víða á Norðurlandi „Eins og risabor færi hér í gang“ FERÐASKRIFSTOFAN Sumar- ferðir ætlar að bjóða Íslendingum upp á ferðir í beinu leiguflugi til eyjarinnar Lanzarote í sumar. Eyjan tilheyrir Spáni og er sú eyja í Kanaríeyja-klasanum sem liggur næst Afríku. Aldrei áður hefur ver- ið flogið frá Íslandi til Lanzarote. Áformað er að fljúga þangað viku- lega á þriðjudögum og er fyrsta ferðin áætluð 24. maí nk. Lignano í sumar Þá mun ferðaskrifstofan Terra- Nova-Sól bjóða vikulegar ferðir til Lignano á Ítalíu eða Gullnu strand- arinnar eins og hún var kölluð hér á árum áður þegar þúsundir Ís- lendinga streymdu þangað í sum- arfrí. Fyrsta ferðin til Lignano verður farin fimmtudaginn 19. maí og síð- an verða ferðir þangað vikulega í allt sumar. Flogið verður til Trieste, en þaðan er tæplega tveggja tíma akstur til Lignano. Vikulegar ferðir til Lanzarote í sumar  Daglegt líf/21 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.