Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Einars-dóttir fæddist á Kárastöðum í Þing- vallasveit 20. mars 1928. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu í Reykjavík á aðfanga- dag jóla. Foreldrar hennar voru Einar Halldórsson bóndi og hreppstjóri á Kára- stöðum, f. 18. nóv. 1883, d. 19. des. 1947, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir hús- freyja, f. 7. júlí 1892, d. 25. febr. 1955. Systkini Guðbjargar eru: 1) Hall- dór, f. 6. des. 1913, d. 15. des. 1981, kvæntur Margréti Jóhanns- dóttur, f. 29. des. 1918, d. 10. apríl 1996. 2) Sigurður, f. 2. ágúst 1915, d. 25. júní 1992, kvæntur Ellen Svövu Stefánsdóttur, f. 24. mars 1922. 3) Jóhanna, f. 21. nóv. 1916, d. 1. júlí 1978, gift Pétri Ottesen Ámundasyni, f. 22. sept. 1911, d. 28. des. 1999. 4) Guðbjörn, f. 2. nóv. 1918, d. 17. jan. 2000, kvænt- ur Elínu Steinþóru Helgadóttur, f. 19. okt. 1916. 5) Björgvin, f. 8. maí 1921, d. 16. des. 1985, kvæntur Guðrúnu Guðlaugsdóttur, f. 7. okt. 1926. 6) Elísabet, f. 8. júní 1922, gift Jóhannesi Arasyni, f. 15. mars 1920. 7) Guðbjörg, f. 10. maí 1925, d. 7. maí 1927. 8) Geir, f. 9. jan. 1927, d. 8. sept. 1942. 9) Hallfríður, f. 18. nóv. 1930. 10) Stefán Bragi, f. 12. mars 1933, kvæntur Hallveigu Þorláks- dóttur, f. 29. sept. 1934. Fósturbróðir Guðbjargar var Árni Jón Halldórsson, f. 23. des. 1923, d. 21. maí 2004, kvæntur Grétu Maríu Ámundadóttur, f. 12. júní 1926. Guðbjörg lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1947. Hún stundaði nám við hús- mæðraskóla í Sorø í Danmörku veturinn 1949–1950 og starfaði síðan í Kaupmannahöfn til 1951. Hún var organisti í Þingvalla- kirkju 1943–1949 og 1951–1952. Guðbjörg starfaði á Reykjalundi 1954–1962 og var lengst af gjald- keri þar. Árið 1962 hóf hún störf við Búnaðarbanka Íslands og var lengi deildarstjóri í stofnlánadeild landbúnaðarins. Hún lét af störf- um árið 1992. Útför Guðbjargar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hún Guðbjörg frænka hefur verið stór partur af mínu lífi frá því löngu áður en ég man eftir mér. Margt af því sem ég „man eftir“ frá barnæsku eru í rauninni sögurnar sem hún og Halla systir hennar sögðu þegar við sátum við eldhúsborðið hjá ömmu Betu á Þórsgötu og þær rifjuðu upp til skiptis sögur af mér og öðrum skreyttar öllum smáatriðum sem flestir voru löngu búnir að gleyma. Frásagnarstíllinn var svo skemmti- legur og grípandi að ég sat og hlust- aði á sögur af mér í London þegar ég var smákrakki eins og væri verið að lesa upp úr bók um persónu sem ég rétt kannaðist við. Ég sá þetta allt fyrir mér á einn eða annan veg og þannig má segja að ég muni eftir mörgum af þessum skemmtilegu sögum úr æsku minni: ekki eins og ég man eftir þeim sjálfur heldur eins og ég sá þær fyrir mér þegar hún sagði frá. Alltaf voru sögurnar skemmtilegar eða sprenghlægilegar og alltaf þegar maður var búinn að hlusta á þær leið manni vel og var þess fullviss að hafa verið góður og skemmtilegur krakki. Það er erfitt að koma henni fyrir á einhverjum ákveðnum hefðbundn- um stað innan fjölskyldunnar. Hún var systir ömmu en fyrir pabba var hún miklu líkari systur eða bara skemmtilegri vinkonu. Hún kom alltaf með okkur pabba og fleirum í hina árlegu útilegu þar sem við ferð- uðumst vítt og breitt um landið á græna Volvóinum hans sem Halldór bróðir hennar hafði átt og kónga- bláa Volkswagen Passatinum henn- ar. Ýmist var farið hringinn í kring- um landið eða vestur á Snæfellsnes og oft var komið við á Þingvöllum þar sem hún fæddist og ólst upp. Minningar mínar úr þessum ferðum eru dásamlegar – skemmtilegar ökuferðir um þetta magnaða og stórbrotna land, langar sumarnætur þar sem kvöldmaturinn var oft grill- uð murta eða silungur, sem við veiddum sjálf, rauðvínstár fyrir þá fullorðnu, ávallt fjöldinn allur af sögum og mikið hlegið langt fram á nótt. Fullkomið frelsi og yndisleg tilvist í faðmi fjölskyldunnar og náttúrunnar. Þegar ég rifja þetta upp nú sé ég kannski í fyrsta sinn skýrt hve mikið þessar stundir hafa mótað mig sem persónu. Í hvert sinn sem ég hugsa til Guð- bjargar fæ ég sömu mynd í hugann. Það bregst ekki að þegar hún birtist mér þá er hún skellihlæjandi, nýbú- in að segja eitthvað sniðugt og smita gleði út frá sér. Hún er á besta aldri, með dökkbrúna hárið fallega lagt, í dökkblárri peysu og með kóngabláa Passatinn í bakgrunninum. Ég þakka fyrir samverustundirnar og fyrir það að þegar ég hugsa til þín með sorg þá enda ég alltaf brosandi. Daði Einarsson. Hvað er það sem hvetur mig til að skrifa um látinn ástvin? Að kveðja, deila minningum með öðrum, eða sorgin? Ég veit það varla, en ég hef svo mikla þrá til að minnast hennar Guðbjargar Einarsdóttur, móður- systur minnar. Líf mitt og barna minna hefði orð- ið allt annað og mun fátækara ef við hefðum ekki átt því láni að fagna að hún sinnti okkur af slíkri alúð og ástúð. Hún, ásamt yngri systur sinni Hallfríði, bætti eldri syni mínum söknuðinn eftir föður. Ég var ein með hann og þar sem hann var fæddur hjartveikur þurfti hann mik- illar umönnunar við. Það myndaðist sterkt kærleiks- band á milli hans og Guðbjargar við fyrstu sýn. Hún talaði oft um að þeg- ar hún leit hann fyrst augum hefði ég verið með hann á handleggnum, höfuð hans hvíldi á öxl minni, hann var grár af súrefnisskorti, með hönd undir kinn. Og við urðum báðar svo GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR ✝ Kristbjörg LukkaJónsdóttir fædd- ist í Hólalandshjá- leigu í Borgarfirði eystra 8. mars 1925. Hún lést í Neskaup- stað 26. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðný Þórólfsdóttir, f. 26. júlí 1889, d. 1979, og Jón Ísleifs- son, f. 7. júlí 1893, d. 1964. Lukka var þriðja elst af sjö systkinum, hin eru Þórólfur, d. 8. des. 2004, Guðgeir, Snorri, Egill, Kristmann og Sæbjörg. Þegar Lukka var tveggja ára fluttist hún ásamt foreldrum sínum í Hjalta- staðaþinghá og er þar til ársins 1952, lengst af í Grænuhlíð. Eiginmaður Lukku var Harald- ur Guðmundsson, d. 1985. Börn þeirra eru: 1) Ásta, búsett í Kópa- vogi, gift Sigurði Guðmundssyni, þau eiga þrjú börn og eitt barna- barn. 2) Líneik búsett í Neskaup- stað, sambýlismaður Svavar Björnsson, þau eiga tvær dætur og hann á eina dóttur, barnabörn- in eru fimm. 3) Guðmundur Ingi búsettur á Egilsstöðum, sambýlis- kona hans er Elísabet Ósk Sigurð- ardóttir. Dóttir Lukku er Guðjóna Bryn- dís Albertsdóttir, búsett á Brekku í Hróarstungu, gift Stefáni Jónassyni, þau eiga tvo syni, en misstu dóttur, barnabörnin eru tvö. Sonur Lukku er Unnar Brynjarsson, f. 3. apríl 1951, d. 8. maí 1981. Á unglingsárun- um vann Lukka ýmis störf, meðal annars á Hallormsstað, Egilsstöðum og Kirkjubæ. Veturinn 1945–1946 var hún við nám í Hús- mæðraskólanum á Akureyri. Árið 1952 fluttist hún í Geirastaði í Hróarstungu og hóf þar búskap með Haraldi mannsefni sínu. Lukka og Haraldur bjuggu í Hró- arstungunni, fyrst á Geirastöðum en síðar á Hrærekslæk þar til árið 1978 að þau hættu búskap og fluttust í Eiða, þar sem þau störf- uðu bæði við Alþýðuskólann. Ári eftir að Haraldur lést fluttist Lukka ásamt Guðmundi syni þeirra á Faxatröð 4 á Egilsstöð- um, en húsið höfðu þau byggt áð- ur en Haraldur dó. Þar bjó Lukka síðan ein frá árinu 1996. Útför Lukku fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Jarðsett verður í Kirkjubæjar- kirkjugarði í Hróarstungu. Elsku amma, mig langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Það var að morgni annars dags jóla sem mamma hringdi í mig og sagði að þú værir dáin. Mér hefði aldrei dottið í hug, þegar ég kvaddi þig á Þorláks- messukvöld, að það yrði okkar síð- asta stund. Ég og mín fjölskylda ætl- uðum að koma og hitta þig þennan annan jóladag. Elsku amma þegar ég horfi til baka streyma fram allar góðu minn- ingarnar um þig, allar góðu stund- irnar sem við áttum saman frá því ég var lítil stelpa að koma í Eiða og þar til ég var orðin fullorðin að koma á Faxatröðina með mína fjölskyldu. Allar stundirnar sem við áttum saman á Faxatröðinni undanfarin ár eru mér efst í huga, og þar á meðal helgin í sumar sem við vorum hjá þér þegar Anton Bragi var í fótboltaskól- anum. Okkar síðasta stund sem var skötuveislan hjá mömmu og pabba á Þorláksmessukvöld og svo ótalmargt sem ég geymi með sjálfri mér og mun aldrei gleyma. Það er margt sem fer í gegnum huga lítilla barna þegar langamma deyr. Anton Bragi spurði mig hvort hann gæti ekki farið þegar hann vildi í kirkjugarðinn og talað við þig. Amelía Rún er búin að búa til kort handa þér sem hún ætlar að gefa þér þegar þú lifir aftur. Elsku amma það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut, þín er sárt saknað. Amelía Rún segir að nú sért þú komin til afa og guðs og að guð sé svona pössunarpía og því verðum við að trúa. Þín Heiða. KRISTBJÖRG LUKKA JÓNSDÓTTIR Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góði guð viltu láta ömmu mína lifna við, amen. Amelía Rún. HINSTA KVEÐJA Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ KR. JENSSON byggingameistari, Langagerði 60, sem andaðist að morgni nýársdags, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Styrktarfélag vangefinna. Jenný Haraldsdóttir, Valborg Davíðsdóttir, Ragnar B. Ragnarsson, Kristrún Davíðsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Inga Davíðsdóttir, Jóhann Bjarnason, Jenný Davíðsdóttir, Ólafur Einarsson, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Elsa María Davíðsdóttir, Þórhallur Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÁLL LÚÐVÍKSSON verkfræðingur, Álfheimum 25, lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.00. Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Þorgeir Pálsson, Sesselja Benediktsdóttir, Hildur Alexía Pálsdóttir, Eyjólfur Unnar Eyjólfsson, Páll Reynir Pálsson, Margrét Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR STEFÁNSSON, Engihjalla 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Soffía M. Sigurjónsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Helgi Björn Kristinsson, Sigurjón Ólafsson, Arna Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, LILJA MAGNÚSDÓTTIR, Staðarbakka 30, Reykjavík, sem lést föstudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. janúar kl. 15. Guðmundur Ástráðsson, Magnús Guðmundsson, Nína Pálsdóttir, Guðmundur Örn Guðmundsson, Auður Inga Einarsdóttir, Ástráður Karl Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU G. MAGNÚSDÓTTUR, Hávarðarkoti, Þykkvabæ, fer fram frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 8. janúar kl. 13.00. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Þykkvabæjarkirkju. Gíslína Sigurbjartsdóttir, Hafsteinn Einarsson, Hjördís Sigurbjartsdóttir, Páll Guðbrandsson, Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, Guðrún Barbara Tryggvadóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.