Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Brennt barn forðast eldinn. ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 5.45 og 8. PoppTíví  Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... ... Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. ÍSLENSKT TAL SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !   "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL kl. 5, 7 og 9. Yfir 17.000 gestirYfir 17.000 gestir BANDARÍSKU tölvuteiknimynd- irnar frá Pixar, DreamWorks, Fox, ofl., hafa heldur betur slegið í gegn á undanförnum árum, Búi og Símon er eitt fyrsta svar Evrópu við þessari nýjustu innrás að vestan. Betur má ef duga skal, þrátt fyrir sæmilega spretti er greinilegt að gamli heim- urinn á langt í land með að verða samkeppnishæfur. Asnaeyrun og fleiri hallærisleg útlitsatriði að- alpersónanna hafa greinilega ekki farið í gæðamat og afleiðingin sú að titilpersónurnar eru of álappalegar til að hitta í mark. Tölvugrafíkin er upp og ofan og sagan sjálf ófyndin en myndin á einkum að höfða til yngri aldurshópa. Búi og Símon eru sprækir strákar, aðalmennirnir í ævintýralandinu Gaya þar sem einu fjendur þeirra eru Snurkarnir, ófyrirleitnir pjakkar sem láta einskis ófrestað til að klekkja á hetjunum. Allir eru þeir ástfangnir upp fyrir haus af höfðingjadótturinni Völu – sem hefur meira vit í kollinum en þeir allir til samans. Hitt veit hún þó ekki, frekar en aðrir íbúar lands- ins, að Gaya er í rauninni ekki til heldur einungis teiknimyndaveröld í vikulegum, vinsælum sjónvarpsþætti okkar mannanna. Þau komast að sannleikanum á ansi hastarlegan hátt, fyrir tilstilli öfundsjúks ill- mennis sem varpar þeim óforvarend- is inn í hina raunverulegu veröld. Búi og félagar verða að hafa uppi á hand- ritshöfundi þáttanna til að finna út- gönguleið og komast aftur heim í sæluríkið Gayu. Það eru slæmu strákarnir, Snurk- arnir, sem halda fjörinu uppi og hittu auðheyrilega í mark hjá smáfólkinu sem kunni vel að meta ófyrirleitnina í litlu rustunum. Höfundarnir blanda m.a. í hópinn óprúttnum bareig- endum sem ræna smáfólkinu sem stingur upp kollinum á kránni þeirra, skolpræsarottum, geggjuðum vís- indamanni ofl. ágætum auka- persónum, en talsvert skortir upp á húmorinn. Íslenska talsetningin er unnin af fagmennsku sem endranær. Áttavilltar teikni- myndapersónur KVIKMYNDIR Laugarásbíó Teiknimynd. Leikstjórar: Leward Fritz Krawinkel og Holge Tappe. Íslensk radd- setning: Steinn Ármann Magnússon, Hjálmar Hjálmarsson, Arnbjörg Vals- dóttir, Örn Arnarson, Sigurður Sig- urjónsson, ofl. 91 mín. Þýskaland/ Bretland/Spánn. 2004. Búi og Símon - Leiðin til Gayu (Back to Gaya)  Búí og Símon eru þýskar tölvuteiknaðar fígúrur sem höfða til yngstu áhorfendanna, þótt klaufalega séu teiknaðar. Sæbjörn Valdimarsson FRÆGA fólkið keppist nú við að styrkja fórnarlömb flóð- anna í Suðaustur-Asíu. Sumt hefur það gefið háar fjár- hæðir til hjálparstarfsins; formúluökumaðurinn Mich- ael Schumacher sennilega þá stærstu. Hann gefur hvorki meira né minna en 10 millj- ónir dollara, eða sem nemur rúmlega 630 milljónum ís- lenskra króna. Aðrar stjörnur eru ekki jafnstórtækar. Jay Leno læt- ur sér „duga“ að bjóða upp Harley-Davidson-vélfák sinn á Ebay og ánafna Rauða krossinum tekjurnar. Hjólið er áritað af Leno og gestum spjallþáttar hans, The To- night Show. Sandra Bullock, leikkonan góðkunna, ánafnar Rauða krossinum heila milljón doll- ara, eða 63 milljónir króna, sem rennur í Suðaustur- Asíu-hjálparsjóð samtak- anna. Hún hefur áður látið til sín taka í góðgerðarmálum, en hún gaf einnig milljón dollara í kjölfar hryðju- verkaárásanna 11. sept- ember 2001. Leonardo DiCaprio hefur að sögn látið afar háa upp- hæð af hendi rakna til Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í tilefni hamfar- anna. Hann gefur ekki upp fjárhæðina, en hvetur fólk á heimasíðu sinni til að láta ekki sitt eftir liggja. Töku- staður myndar hans frá árinu 2000, The Beach, er illa farinn eftir flóðbylgjuna. Rokkararnir eru einnig í fjáröflunarham. Sveitirnar U2, Franz Ferdinand og Coldplay ætla að spila á tón- leikum til styrktar fórn- arlömbunum og vonast til að safna hundruðum milljóna króna. Ráðgert er að tónleik- arnir fari fram í Wales 22. janúar. Sorgin eldist ekki Þá kemur ólíklegur hópur saman til að taka upp lag fyr- ir fórnarlömbin. Boy George, Olivia Newton-John og Barry og Robin Gibb ætla að senda frá sér lagið „Grief Never Grows Old“ í mán- uðinum og mun allur ágóði renna til neyðaraðstoð- arinnar. Lagið samdi út- varpsmaðurinn Mike Reid, sem gert hefur garðinn frægan á BBC. Stjörnurnar láta ekki sitt eftir liggja í neyðaraðstoðinni Schumacher gaf 630 milljónir AP Schumacher er jafn snögg- ur til í hjálparstarfinu og á kappakstursbrautinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.