Morgunblaðið - 06.01.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 06.01.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 21 DAGLEGT LÍF 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% SUMARFERÐIR ætla í sumar að bjóða Íslendingum upp á ferðir í beinu leiguflugi til eyjarinnar Lanzarote, sem tilheyrir Spáni og er sú eyja í Kanaríeyja-klasanum sem liggur næst Afríku. Aldrei áð- ur hefur verið flogið frá Íslandi til Lanzarote, en eyja þessi ku vera vinsæl meðal ferðamanna sem koma víða að. Áformað er að fljúga til Lanzarote vikulega á þriðjudög- um og er fyrsta ferðin áætluð 24. maí nk. Flogið verður með Airbus 321-vélum í eigu Spanair, sem er að meirihluta í eigu SAS, og taka þær vélar 212 manns í sæti. „Með þessum splunkunýja áfangastað okkar, erum við fyrst og fremst að höfða til fjölskyldu- og barnafólks því þó þarna sé m.a. að finna skemmtilegt næturlíf, er stemmningin frekar róleg. Við komum hinsvegar til með að bjóða þarna glæsilegan aðbúnað á verði, sem íslenskir ferðamenn hafa ekki komist í tæri við áður. Dæmi um tveggja vikna ferð til Lanzarote með gistingu í skemmtilegum íbúð- um fyrir hjón með tvö börn kostar allt frá 38.500 krónum á manninn, sem teljast má einkar athyglivert. Byltingin liggur hinsvegar í því að við verðum með fimm stjörnu lúx- us-hótelsvítur frá allt að 58 þúsund krónum miðað við fjóra. Þetta glæsilega nýja hótel, sem er á Playa Blanca-ströndinni, verður uppi- staðan í því gistirými, sem í boði verður í sumar. Hótelið býður m.a. upp á tennis- og líkamsrækt- araðstöðu og aldursskipta barna- klúbba svo að börnin geti bæði skemmt sér og foreldrarnir um frjálst höfuð strokið. Þetta er æv- intýrastaður, þar sem slaka má vel á með börnunum,“ segir Helgi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Sum- arferða. Á heimsminjaskránni Hann segir eyjuna vera mjög sér- staka og náttúrufegurð þarna mikla. Eyjan hefur verið á heims- minjaskrá UNESCO frá árinu 1994, en hún telur aðeins um 800 ferkíló- metra og um 100 þúsund íbúa, þar af býr um helmingurinn í höf- uðborginni Arricife. Byggingar eru ekki hærri en tvær hæðir á eyjunni, en segja má að einn og sami arki- tektinn, hinn margverðlaunaði Cés- ar Manrique, hafi lagt drög að öll- um arkitektúr á eyjunni. Meðal annars er þar að finna merkilega hella, sem gegna nú hlutverki tón- leikahalla og veitingastaða, að sögn Helga, sem bætir við að loftslag sé mjög milt og þægilegt á eyjunni ár- ið um kring. „Það er auðvitað freistandi að fljúga til Lanzarote árið um kring, en í fyrstu atrennu ætlum við að einbeita okkur að sumrinu og sjá hvaða viðtökur við fáum.“ Nýtt á Mallorka Líkt og í fyrra ætla Sumarferðir í sumar að bjóða upp á bein leiguflug til Alicante á Spáni þar sem í boði verður dvöl í strandbæjunum Calpe, Albir og Benidorm. Sum- arferðir hafa svo nýlega gengið frá samningi við Félag sumarhúsaeig- enda á Spáni, en að auki má búast við tveimur ferðanýjungum frá Sumarferðum á Mallorka á kom- andi sumri. „Það er splunkunýr kostur fyrir fjölskyldufólk sem Ís- lendingar hafa aldrei áður komist inn í. Um er að ræða eina þekktustu hótelkeðju Spánar, sem nefnist Viva, og rekur átta hótelgarða með glæsilegum íbúðahótelum víðs- vegar um Mallorka. Við komum til með að nýta okkur tvo af þessum stöðum, á Alcudia og í Palma Nova. Dagskrá er fyrir börnin og fjöl- skyldur þeirra alla daga og lætur nærri að tveggja vikna ferð fyrir hjón með tvö börn með gistingu kosti frá 45 þúsund krónur á mann- inn,“ segir Helgi Jóhannsson að lokum.  FERÐALÖG | Sumarferðir Vikulegt leigu- flug til Lanz- arote í sumar                            !          " #           !"   $ „VIÐ ætlum að bjóða upp á ferðir fyrir Íslendinga til Lignano á Ítalíu í sumar sem er mörgum Íslendingum að góðu kunn því ferðir þangað voru afar vinsælar fyrir um það bil ald- arfjórðungi eða svo þegar vinsældir ferðanna bar hvað hæst,“ segir Hild- ur Gylfadóttir, sölustjóri hjá Terra Nova-Sól. Hildur segir að gerð hafi verið smá prufa í mjög litlu magni í fyrra- sumar með ferðir til Lignano sem mælst hafi þokkalega fyrir. Í ár sé hinsvegar ætlunin að gera betur, bæði í magni og verði. Ekki sé þó kominn endanlegur verðmiði á pakk- ann, en hans sé að vænta innan tíðar. Fyrsta ferðin til Lignano verður far- in fimmtudaginn 19. maí og síðan vikulega í allt sumar. Flogið verður til Trieste, en þaðan er tæplega tveggja tíma akstur til Lignano eða gullnu strandarinnar, eins og hún er gjarnan kölluð. Eins og fyrri ár býður Terra Nova-Sól svo áfram upp á spænska strandbæinn Salou, sem er í um klukkutíma akstur suður af Barce- lona. Farið verður vikulega til Salou á föstudögum og síðan heim á mið- vikudögum sem þýðir að um verður að ræða fimm, tólf eða nítján daga ferðir, að sögn Hildar. Áfram verða svo í boði ferðir til Algarve í Portú- gal, líkt og verið hefur undanfarin fjögur ár. Morgunblaðið/GRG Bjóða ferðir til Lignano á ný  FERÐALÖG | Terra Nova – Sól

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.