Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR Útsala Útsala Útsala Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Opið laugardaga kl. 10-16 Innritun hefst í dag, 5. janúar, og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skól- anum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í síma á inn- ritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska. Léttur undirleikur Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3500 á önn Hefðbundinn gítarleikur Önnur námskeið 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjenda- kennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. Geisladiskur með æfingum fylgir. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. Geisladiskur með æfingum fylgir. 3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra, ódýrara námskeið fyrir börn 8-10 ára. Geisla- diskur með heimaæfingum fylgir. 4. FRAMHALDSFORÞREP Skemmtilegt námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi. Geisla- diskur með æfingum fylgir. 5. FORÞREP – PLOKK Mjög áhugavert námskeið. Kenndur svonefndur „plokk“- ásláttur eftir auðveldum aðferðum. Fyrir þá sem lokið hafa Forþrepi eða Framhaldsfor- þrepi /eða hafa leikið eitthvað áður. Geisla- diskur fylgir. 6. FORÞREP – ÞVERGRIP Á námskeið- inu eru kennd öll höfuðatriði þvergripanna og hvernig samhengi þeirra er háttað. Aðeins eru notuð þvergrip í námskeiðinu og þarf því töluverða ástundun. Ekki ráðlegt nema fyrir þá sem hafa mikinn áhuga og nokkurn und- irbúning, t.d. ekki minna en FRAMHALDS- FORÞREP eða þó nokkra heimaspilun. Geisladiskur fylgir. 7. MIÐÞREP – RITMAGÍTAR Beint fram- hald FORÞREPS-ÞVERGRIPA. Haldið áfram með ritmagítar, bæði hvað varðar hljóma og hina fjölbreyttu ásláttarmöguleika, svo sem í sveitatónlist, blús, poppi, latin, funki og jazzi. TAB aðferðin kynnt. Geisladiskur fylgir. 8. HÁÞREP – RITMAGÍTAR Kenndur ritmagítar allt að stigi atvinnumannsins og æfingar og námið allt því af þeirri þyngdar- gráðu. Aðeins fyrir þá sem reglulega vilja leggja sig fram og verja töluverðum tíma í námið. Geisladiskur fylgir. 9. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. Geisladiskur með heimaæfingum fylgir. 10. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnar- kennslu. Próf. Geisladiskur með heima- æfingum fylgir. 11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tón- heyrnarkennslu. Próf. 12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald Þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn, tekur tvær annir. Próf. 13. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 14. TÓNSMÍÐAR Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tón- smíðar. Einhver undirstaða nauðsyn- leg. Einkatímar eftir samkomulagi. 15. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN Innifalin í námi þar sem það á við. 16. RAFBASSI Kennsla á rafbassa eftir samkomulagi. 17. SJÁLFSNÁM Námskeið fyrir byrjendur á tveim geisladiskum og bók. Tilvalið fyrir þá sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póst- kröfu, greitt með korti eða millifært fyrirfram. 18. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna en styttra) í samvinnu við Mími-símenntun og innritað þar (sími 588-7222). Geisladiskur fylgir. 19. SÓLÓGÍTAR – 1. ÞREP Byrjunarkennsla í sólóleik á rafmagns- gítar. TABLATURE kerfið og nótur. Geisla- diskur með æfingum. 20. SÓLÓGÍTAR – 2. ÞREP Beint framhald. TAB og nótur. Geisladiskur. 21. SÓLÓGÍTAR – 3. ÞREP Beint framhald. Aðeins eftir nótum. Geisla- diskur. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3630 588-3730 ww w.g itar sko li-o lga uks .is G A U K U R – G U T E N B E R G Ritmagítar Sólógítar Innritun er hafin,og fer fram daglega virka daga kl.14:00 til 17:00 í skólanum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í síma á innritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska. UM 400 nýir viðskiptavinir bættust í viðskiptamannahóp hitaveitu Norð- urorku á síðasta ári en á bak við þá standa á annað þúsund manns. Hita- veitan hefur stækkað mun meira en raf- og vatnsveita fyrirtækisins. Fyr- ir utan lengingu dreifikerfis hitaveitu á Akureyri, sem er samsvarandi og hjá hinum veitunum, var lokið við lagningu hitaveitu í Svalbarðsstrand- arhreppi og í norðanverðri Eyja- fjarðarsveit. Einnig lauk að mestu tengingum í Arnarneshreppi. Þá tók Norðurorka við rekstri hita- og vatnsveitu Hríseyjar 1. ágúst sl. Bæj- arsjóður Akureyrar eignaðist veit- urnar þegar sveitarfélögin sameinuð- ust. Verið er að ganga frá samkomulagi við Akureyrarbæ um kaup Norðurorku á veitunum í Hrís- ey. Fjöldi viðskiptavina í eynni er 130. Framkvæmdir við lagningu hita- veitu á Svalbarðsströnd hófust haustið 2003 og var unnið við stofn- lögn veitunnar mestallan veturinn. Hleypt var á stofnlögn að Svalbarðs- eyri í júní í fyrra en lagningu stofn- lagnar norður í Garðsvík lauk í júlí. Í framhaldinu var unnið við heim- taugar en verkinu lauk í nóvember sl. Um 70 hús hafa verið tengd í Sval- barðsstrandarhreppi, auk húsa á Svalbarðseyri sem áður voru tengd við hitaveitu Svalbarðseyrar. Sam- tals bættust við 130 viðskiptavinir á Svalbarðsströnd, auk 10 aðila í Eyja- fjarðarsveit. Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, telur að mörg sumarhús bætist við viðskiptamannahópinn í Vaðla- heiðinni á næstu árum. Hann sagði að kostnaðaráætlun vegna Sval- barðsstrandarveitu að upphæð 144 milljónir króna hefði staðist að teknu tilliti til þess kostnaðarauka sem lenging lagnarinnar yfir óshólma Eyjafjarðarár olli. Þessi lenging kom til vegna andstöðu Óshólmanefndar og Náttúruverndarnefndar við upp- haflega áætlun um legu lagnarinnar. Lengingin leiddi til beinna fjárútláta að upphæð 6 milljónir króna auk orkutaps til frambúðar. Dreifi- og aðveitukerfi hitaveit- unnar nær yfir stórt landsvæði í Sval- barðsstrandarhreppi og Eyjafjarðar- sveit, á Akureyri, í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi. „Varmaorkuþörf þessa svæðis er veruleg og til að full- nægja orkuþörf hitaveitunnar þarf mikla varmaorku. Þó að Norðurorka framleiði ekki raforku svo heitið geti er varmaorkuframleiðslan veruleg og nam um 300 GWST á árinu 2004. Þetta samsvarar rúmum 17.000 kwst á hvert mannsbarn á veitusvæðinu.“ sagði Franz. Breytingar hjá hitaveitu Norðurorku Um 400 nýir viðskiptavinir Ólafsfjörður| Kristján Uni Óskarsson, skíðakappi, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2004 í Ólafs- firði. Fór kjörið fram í húsnæði Ungmenna- félags Ólafs- fjarðar (ÚÍÓ) að viðstöddu fjölmenni. Nokkur félög tilnefndu íþróttamenn ársins hvert í sínu félagi. Kristján Uni hlaut út- nefningu hjá Skíðafélagi Ólafs- fjarðar, Sigurbjörn Þorgeirs- son hjá Golfklúbbnum en Anton Konráðsson hjá Skotfélagi Ólafsfjarðar. Leiftur útnefndi Orra Rúnarsson knattspyrnu- mann ársins og Helgi Már Guð- mundsson var útnefndur hjá Hestamannafélaginu Gný- fara, en Helgi Már er aðeins 14 ára. Þetta var í þrítugasta sinn sem Íþróttamaður ársins í Ólafsfirði er kjörinn. Sá sem oftast hefur verið útnefndur Íþróttamaður ársins í Ólafsfirði er Kristinn Björnsson skíða- kappi, en hann hlaut þá útnefn- ingu alls tíu sinnum. Kristján Uni dvaldi heima í faðmi fjölskyldunnar yfir jólin en heldur út til æfinga og keppni þann 7. janúar næst- komandi. Íþróttamaður Ólafsfjarðar Kristján Uni valinn Kristján Uni Óskarsson KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra til að greiða 260 þúsund kr. í sekt til ríkissjóðs og ennfremur var hann sviptur ökurétti í tvö og hálft ár. Maðurinn var ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa undir áhrifum áfengis ekið bifreið frá Akureyri og áleiðis til Húsavíkur á allt að 150 til 160 kílómetra hraða. Lögregla á Húsavík mældi bifreiðina á 197 km hraða á klukkustund, en maðurinn sinnti ekki margítrekuðum stöðvunarmerkjum lögreglu. Ekki tókst að stöðva aksturinn fyrr en eftir að búið var að aka lögreglubifreið ut- an í bíl mannsins og þvinga hann þannig til að stansa. Við ákörðun refs- ingar var til þess litið að maðurinn ók bifreið í þéttbýli, á flótta undan lög- reglu, undir áhrifum áfengis og á hraða sem var langt umfram leyfileg- an hámarkshraða. Háttalag manns- ins segir dómurinn að meta verði sem mjög vítavert. Kristinn Halldórsson kvað upp dóminn.    Sekt og svipting ökuleyfis Þrettándagleði | Hin árlega þrett- ándagleði Íþróttafélagsins Þórs fer fram á svæði félagsins við Hamar í kvöld og hefst kl. 19. Að venju verð- ur boðið upp á fjölbreytta dagskrá, þar sem m.a. Birgitta Haukdal stíg- ur á svið og tekur lagið með börn- unum. Einnig mæta álfakóngur, álfadrottning, púkar og tröll á svæð- ið, jólasveinar taka lagið og kveðja svo börnin. Barnakór Hjálpræð- ishersins tekur lagið og sýndur verð- ur leikþáttur á vegum Leikklúbbsins Sögu. Dagskránni lýkur með flug- eldasýningu. Miðaverð er 500 kr. fyrir alla eldri en 6 ára en þó er há- marksgjald á fjölskyldu 2.000 kr. AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján MIKIÐ vetrarríki er nú norðan heiða, snjó hefur kyngt niður síð- ustu daga og heldur meira af hon- um á Akureyri en uppi í Hlíð- arfjalli, þar sem mörgum finnst hann eigi frekar heima. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki alltaf verið sem best síðastliðna daga hafa börn á leikskólum bæjarins þó ekki látið deigan síga. Þau fara út að viðra sig eins þessir krakkar sem eru á leikskólanum Lundarseli. Úti að leika í snjónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.